Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 96 þess ístaðhafnaði hann á þyrnum og lauflausum grein- um. Stór völlur alvaxinn brómberjarunnum. Hér hafði hann komið fyrr. Hann mundi ekki hvenær, en hann hafði verið hér áður. Nei. Þetta var rangt. Hann hafði aldrei verið hér f yrr. Teasle haf ði verið hér áður. Nema þá voru þeir uppi íf jöllunum. Þá slappTeasle með því að f lýja inn í þykkni af brómberjarunnum. Einmitt. Teasle skreiddist inn á milli þeirra. Nú snerist dæmið við. Þyrn- arnir stungust í hann. Honum fannst það dásamleg til- f inning, því sársaukinn dró heldur úr þjáningum hans og kvölum í brjóstinu. Svona hafði Teasle sloppið. I gegn- um og inn á milli brómberjarunna eins og þessara. Því skyldi HANN ekki gera það sama? NÍTJÁNDI KAFLI. Teasle lá á bakinu á steinsteyptri gangstéttinni. Hann tók ekki eftir logunum, en starði heillaður upp í gulleitt götul jósið. Ef nú væri sumar, hugsaði hann með sér — þa væru moskitóf lugur og önnur skorkvikindi á sveimi i kringum kúpulinn. Svo velti hann því fyrir sér hvers vegna hann fór að hugsa um þetta. Honum förlaóist sjónin og hélt báðum höndum um kúlugatið á maga sér. Hann f urðaði sig á því, að utan svolítils kláða í iðrunum fann hann ekkert til. Hann vissi að kúlugat var einnig á bakinu, og engu minna en hitt. Samt sem áður f ann hann ekkert nema kláðann. Svona miklar skemmdir og svo lít- ill sársauki, hugsaði hann með sér. Það var eins og lík- ami hans heyrði honum ekki lengur til. Hann hlustaði á sírenurnar. Fyrst voru þær fáar, en svo runnu þær saman í voldugu væli, einhvers staðar að baki eldsúlunnar. Stundum viirtust þær í óraf [arlægð og stundum virtust þær við næsta götuhorn. — Rétt við göt- una, sagði hann til að heyra óm eigin raddar. Og rödd hansvarsvof jarlæg, aðhugurhans hlaut að vera skilinn frá líkamanum. Hann hreyfði annan fótinn og svo hinn. Svo lyf ti hann upp höf ði og sveigði bakið. Kúlan haf ði að minnsta kosti f arið gegnum það, en ekki stundrað mæn- unni og brotið bakið. Aðaiatriðið er, að þú ert að drepast, sagði hann við sjálfan sig. Svona stórt sár og ekki meiri sársauki. Það er öruggt að þú ert að f jara út. Það kom honum á óvart hversu rólega hann hugsaði um þetta. Teasle leit í átt að brennandi dómhúsinu. Nú skíðlogaði í þakinu. Þá leit hann að lögreglustöðinni. Þar logaði út um hvern glugga. Og ég var nýbúinn að láta mála allt að innan, hugsaði hann. Einhver kraup við hlið hans. Það var kona. Gömul kona. — Getég gert eitthvað, spurði hún ofur þýðri rödd. Þú lætur ekki allt á þig fá, kona góð, hugsaði Teasle með sér. Þrátt fyrir þetta blóðstreymi færðu það af þér að koma til mín. — Nei. Þakka þér fyrir. Þú getur víst ekkertgert. Og þó. Hæfði ég hann? Veiztu það? Er hann dauður? Rödd hans var f jarlæg, eins og hún heyrði til einhverjum öðrum. Ég held hann hafi fallið til jarðar. Ég er úr næsta húsi við lögreglustöðina. Ég veit þetta ekki nákvæmlega. — Jæja, sagði hann. — Það er að kveikna í húsinu mínu. Það varð einhver fyrir skoti úr þessu húsi. Á ég að sækja þér ábreiðu? Vatn? Varirnar á þér eru skraufþurrar. — Er það? Nei, þakka þér fyrir samt. Þetta var sannarlega einkennilegt. Rödd hans hljóm- aði ú'r óraf jarlægð, en rödd hennar var bæði skýr og greinileg. ómur sírenuvælsins þrengdi sér miskunnar- laust inn í höfuð hans. Allt hafði snúizt við. Sjálfur var hann kominn út úr sjálf um sér, en allt umhverf ið f ór inn í hann. Furðulegt. Hann varð að segja konunni þetta. Hún átti skilið að vita það. En þegar hann leit í átt til hennar var hún horf in. Það var eins og vofa hefði verið við hlið hans. Hvað skyldi það tákna, að hann varð þess ekki var, er hún fór? Sirenurnar. órnur þeirra var of hávær. Væl þeirra nísti inn í höf uð hans og hvass hnífs- oddur. Hann lyfti höfði og leit milli brennandi húsanna að bæjartorginu. Hann sá lögreglubíla koma þjótandi upp götuna í átt að sér með fullum Ijósum. Teasle taldi sex bíla. Aldrei fyrr hafði hann séð nokkurn hlut jafn átakanlega skýrt. Sérhvert smáatriði var kristalskýrt, einkum litir Ijósanna, rautt og gult. l' bjarma eldsins sá hann mennina, sem sátu í bílunum. Þessi sýn ofreyndi skynfæri hans. Skvndileaa tók aatan að snarsnúast fyrir augum hans. Teasle varð að loka augunum til að kenna ekki flökurleika. Það gæti riðið honum að fullu. Þá myndi magi hans rifna og slitna enn meir. Kannski myndi hann deyja þarna á staðnum án þess nokkru sinni að fá að vita endalokin. Það var mikil mildi að hann skyldi enn ekki kenna neins f lökurleika. Að því hlaut að fara að koma. Hann varð að treina í sér líftóruna og forðast allt sem ylli velgju. Annað gat hann ekki gert. Teasle var viss um að hann myndi deyja. En hann varð aðtreina ísér lífiðþartil þettatækienda. Hann heyrði vælið í bíldekkjunum. Þegar hann opnaði aftur augun höfðu bílarnir numið staðar fyrir framan HVELL Ég held ég sé að kvefast. / Þú hefur kannski ofnæmi f yrir Veinhverju. ir Hvað er ofnæmi ir^Þáer eitthvað | i? /semþúþolir ekki og veldur þér vandræðum. Hæ, Geirþrúð\ ur, þú ert mitt' ofnæmi. / &)I7 Wí Sunnudagur 17. ágúst 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt tnorgunlög 9.00Fréttir. útdráttur úr forystugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Diverti- mento fyrir hljómsveit eftir Haydn. Tonkunstler- hljómsveitin leikur: Kurt List stjórnar. b. Planókon- sert nr. 1 i C-dúr op. 15. eftir Beethoven. Vladimir Ashkenazy leikur með Sin- fóniuhljómsveitinni I Chicago, Georg Solti stjórn- ar. c. Sinfónia nr. 2 I B-dúr eftir Franz Schubert. Fil- harmoniusveitin I Vinar- borg leikur: Istvan Kertesz stjórnar. 11.00 Messa I Hallgrlmskirkju Prestur: Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Organ- leikari: Páll Halldórsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Hreppsnefndarmaður I kaupstaðarferð Björn Bjar- man rithöfundur segir frá. 13.40 Harmonikulög Arnt Haugen leikur. 14.00 Staldrað við á Patreks- firði —'annar þáttur Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá ¦ Tónlistarhátlðinni I Vin I júni s.l. Filharmonfusveitin i Vin leikur. Karl Böhn stjórnar. a. Sinfónia I C-dúr (K55D „Jupiter" — sin- fónian,eftir Mozart. b. Verk eftir Johann Strauss: For- leikur að Leðurblökunni, Suðrænar rósir, Ann- en-polki, Pizzicato-polki, Perpetuum mobile, Dónár- valsinn og Keisaravalsinn. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnarSitt af hverju frá Norðurlandi. 18.00 Stundarkorn með Giuseppe di Stefano Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Til umræðu: Vandamál Islenzkrar dagblaðaútgáfu Stjórnandi:. Baldur Kristjánsson. Þátttak- endur: ritstjórarnir Kjartan Olafsson, Sighvatur Björg- vinsson og Styrmir Gunn- arsson. 20.00 Kammertónlist a. Adagio fyrir klarinettu og strengjakvintett eftir Wagner. Alfred Boskovsky og félagar úr Vinaroktettin- um leika. b. Pianósónata nr. 1 eftir Hallgrim Helgason. Jórunn Viðar leikur. c. Trió fyrir óbó, klarinettu og horn eftir Jón Nordal. Kristján Þ. Stephensen, Sigurður I. Snorrason og Stefán Þ. Stephensen leika. 20.30 Klettafjallaskáldið Brot úr ævi Stephans G. Stephanssonar. — Annar þáttur Gils Guðmundsson tók saman. Flytjendur auk hans: Dr. Broddi Jóhannes- son, Oskar Halldórsson og Sveinn Skorri Höskuldsson. 21.15 islandsm ötið I knattspyrnu, — fyrsta deild Jóh Asgeirsson lýsir siðari hálfleik Fram og 1A á Laug- ardalsvelli: 21.45 Lög eftir Carl Jonas Almquist Sven Bertil Taube, Lilian Sjöstrand og Ulv Björling flytja ásamt félögum úr Fllharmoniu- sveit Stokkhólms. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin^ 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.