Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 4
TíMINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 S2<3fl Sírenan úr sögunni Nú er sá timi liðinn, sem slökkviliðsmenn i litla bænum Mörsch, skammt frá Karlsruhe i Þýzkalandi, þurftu að hlýða kalli sirenunnar, þegar einhvers staðar kviknaði i, og á aðstoð þeirra þurfti að halda. Á neðri myndinni sjáið þið járnsmið i bænum við vinnu sina. Fyrir framan hann stendur ofurlitið tæki, sem likist einna helzt út- varpstæki, örin bendir á tækið. Þegar einhvers staðar hefur kviknað i i þorpinu er kall sent út á þessu tæki, og hver og einn af hinum 34 slökkviliðsmönnum i Mörsch heyra kallið. Tækið er framleitt af AEG-Telefunken og talið mjög þægilegt og til mik- illa bóta frá þvi sem var, þegar menn urðu að fylgjast með kalli brunalúðursins. Tækið er þann- ig úr garði gert, að slökkviliðs- mennirnir á brunastað geta kallað eftir aðstoð i þvi og einnig er hægt að senda leiðbeiningar út I gegnum tækið. Á efri mynd- inni eru svo slökkviliðsmenn að störfum i Mörsch. Auðveldari aðgangur fyrir fatlaða Fyrir aðalferðamannatimann i ár hafa Póstur og simi i V- Þýzkalandi komið i gagnið nýj- um utisímaklefum. Þeir eru gulmálaðir eins og gömlu sima- klefanir og sjást vel úr fjarlægð, en framgaflinn og hliðarnar eru opnar. Höfuðkostur þessara nýju klefa: Aðgangur fyrir fatl- aða. Fólk, sem dæmt er til að nota hjólastóla, getur auðveld- lega hjálpað sér sjálft að siman- um, en það hefur oft komið fyrir ab jáfnvel hraustmenni hefur átt I erf iðleikum með að opna og loka gömlu klefunum. Þessum nýju simaklefum er auðvelt að halda við og þeir eru auðveldir i notkun fyrir almenning. Stjórn Pósts og sima vonar að skemmdarvargar vægi þessum nýju klefum. Þeir hafa hingað til þurft að borga i viðgerðir af almenningsfé 7 milljónir marka. Nýja gerðin af sima- klefum, sem er lika heppileg innan dyra.munsmátt og smátt leysa af hólmi eldri gerðina, a.m.k. þar sem hægt er að fd skjól fyrir regni eða snjó, umferðarhávaða og annars kon- ar hávaða. ir * • ii „Ennþá lifandi Maria Sempreviva, Itölsk, hefur haldið upp á sinn 104. afmælis- dag. Seinna naf.n hennar, Sempreviva, þýðir á islenzku „ennþá lifandi". /nv Mi5iI" riiri ...ii»..:..jil.. — Vaknaðu mlna, Jónatan, vakn- aöu. Tölvan segir. að þú eigir að taka svefnpilluna þina núna. — Takiö það rólega stúlkur, aðeins ein i einu. DENNI DÆMALAUSI Ég hefði svo sem ekkert á móti þvi að eiga systur eins og Ginu, en hún gæti allt eins vel Hkzt Margréti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.