Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 17. ágúst 1975 TÍMINN 21 melódluformið getur vart breytzt aö neinu marki, en i mörgum tilfellum breytizt melódlan verulega i samningu og allur söngur er meira og minna improviseraður. Hér eru þaö tilfinningarnar sem ráöa. — Þaö er bezt aö hafa betta óbundið, — það er að vlsu tvleggjað, en skemmtilegra að mlnum dómi og meira spenn- andi". — Þaö er jafnt þroskaþjálfun og tónlistarþjálfun að vera í svona stórri hljómsveit, svaraði Magnús er hann var inntur eftir þvl, hvort það væri ekki stund- um erfitt að sameina öll sjónar- mið I hljómsveitinni. — Við vitum að við verðum að vinna saman, og I heild verður hljóm- sveitin að beinast I einhverja ákveðna átt. Hins vegar geta meðlimir hennar farið inn á ýmsar aðrar brautir þar fyrir utan, — en þegar hljómsveitin & I hlut verður stefnan að vera ein og ákveðin. Ný skoðanakönnun Nú-tímans: spurmngar __í ágúst__ ATKVÆÐASEÐILL 1. Hvaða (listamann — hljómsveit), sem fram hefur komið i popptónlistinni á siðastliðnum fimm árum (frá 1970) telur þú athyglisverð- asta (n)? svar:.................... —.............. 2. Hvaða islenzk (ur) (listamaður)— hljóm- sveit telur þú að eigi mest skilið að verða fræg (ur) utan íslands? svar:...................................... 3. Hvaða hljómsveit er að þinum dómi bezt á íslandi i dag? svar:...................................... 4. Hvaða hljómsveit er að þínum dómi efnileg- ust (bjartasta vonin) á íslandi i dag? svar:...................................... 5. Ef þú ættir að nefna beztu LP-plötu allra tima, — hvaða plötu myndir þú nefna? svar:...................................... 6. Hvaða lag Bitlanna fellur þér bezt? svar:...................................... 7. Hvern af Bitlunum (John, Paul, George, Ringo) telur þú merkastan frá tónlistarlegu stjónarmiði, — eftir að Bitlarnir hættu? svar:...................................... 8. Ritdeilur hafa verið i Nti-tlmanum um það, m.a. hvor hljómsveitin sé betri* Led Zeppe- lin eða Cream. Hvora hljómsveitina telur þú vera betri? svar:...................................... 9. Tvö lönd hafa áunnið sér nafnbótina stór- veldi i popptónlistinni, — Bretland og Banda- rikin, og hafa menn löngum deilt um- það, hvort landið eigi að teljast meira stórveldi. Hvort myndir þú nefna Bretland eða Banda- rikin? svar:...................................... 10. Hver er lélegasta hljómsveit, sem þú hefur heyrt i? svar: ...................................... Skilafrestur i þessari ágúst-skoðanakönnun Nú-timans er til 31. águst. Klippið atkvæða- seðilinn út og sendið til Nú-tlmans. Utan- áskriftin er: Nú-timinn, Edduhúsinu v/Lindar- götu, Reykjavík. ATH. í spurningum 1, 5 og 10 er bæði átt við það sem íslenzkt er og erlent. Nafn Heimilisfang Magnús sagði að hanh og Jóhann ætluðu að gefa út LP-plötu saman, en kvaðst ekki vita hvenær hægt væri að taka til viö þau áform. „Við vitum ekki hvort Chappell/Robinson muni gefa þá plötu út — en við höfum rætt um þá plötu við þá, en það fer eftir þvl hvort hún verður nógu góð — hvort þeir gefi hana út." — Sú plata verðuF talsvert ólík að efni til og lög Change — þar verða rólegri tilfinningar sem ráða feröinni, meiri Ihugun — meiri heimilistilfinningar. Já, ég býst við að hinir strákarnir I hljómsveitinni muni aðstoða okkur eitthvað — Þá hefur Björgvin haft á orði að gefa út sólóplötu einnig. — Við getum litið á hljóm- sveitina sem hjól, sem heldur áfram ferö sinni hvað sem á dynur. Það er þvi allt I lagi fyrir einn og einn að hoppa af farar- skjótanum smá tíma. Og hljóm- sveitin — Change — mun alltaf halda áfram, jafnvel þótt ein- hverjir meðlimir hennar segi skilið við hana fyrir fullt og allt. Það er til svo mikið af góðum hljóðfæraleikurum, sem við gætum fengið til að fylla I skarðið, ef svo bæri undir. — Eh ég held að það þurfi enginn að óttast það nú, að breytingar verði á liðsskipan hljómsveitar- innar I náinni framtið. Magnús sagði að þeir myndu næstu mánuði helga hljóm- sveitinni alla krafta sina og til að byrja með myndu þeir æfa virkilega gott hljómleikaefni. Sagði Magnús, að hann hefði mikla trú á þeim markaði fyrir hljómsveitina. „Þetta eru búnar að vera góðar kennslustundir hér heima. Við höfum leikið mikið og það er alveg nauðsyn- legt, þvi hljómleikaferðin verður eflaust erfið og þess vegna gott að hafa fengið smjörþefinn af slikri vinnu," sagði hann. — Þetta verður þá ekkert sældarlif? — Nei, tónlistarmenn lifa engu sældaríifi, þvi að þá hverfur sköpunargetan. Nú-timinn spuröi Magnús um það, hvernig auglýsingaherferð fyrir Change yrði háttað, þegar LP-platan og hljómleikarnir væru í brennidepli. — Ég veit það ekki, sagði hann — ætli það verði ekki svipað og með Pilot. Annars fylgist ég lltið með svona hlutum. Ég vil bara fá að vera I friði I tónlistinni. — Við verðum að fara að taka afstöðu til stils hljómsveitar- innar, og slðan halda þeim stil til streitu, meðan efniviðurinn leyfir. Við teljum, að nú séum við búnir að leita nóg fyrir okkur, og þvi ættum við að geta farið að taka afstöðu til þess, hvaða stil hljómsveitin ætlar að einbeita sér að i framtíðinni. Mér finnst persónulega, að ég hafi fariö I heilan hring og meira en það, en það er ekki hægt að bíða mikið lengur með það að ákveða stefnu hljóm- sveitarinnar. Ræddum við nú um stund um ýmis fyrirbrigöi I hljómsveitar- bransanum, m.a. glys og ýmiss konar skraut sem margir hljómlistarmenn skreyta sig meö. „Kannski verður okkur einhvern tínia sagt að skreyta okkur með fjöðrum," sagði Magnús og brosti. „Annars tel ég að svona hlutir séu á engan hátt þýðingarmiklir, og þótt ýmsir afli sér einhverra vinsælda út á þetta held ég að þær vinsældir geti þá aldrei orðið nema skammvinnar. Geta listamannsins hlýtur alltaf að ráða úrslitum." Sagöi Magnús að þaö væri mikið um öfga hvaö sviðsbúnað snerti i Bretlandi, en taldi, að flestir, sem notuðu slikt gerðu það til að hylja það, hvað þeir væru lélegir. Snerum við nú aftur tali okkar að Change og umboðs- mönnum þeirra og sagði Magnús, að hljómsveitin hefði aðgang að mörg þúsund lögum eftir hina og þessa, — sem Chappell/Robinson hefðu einka- rétt á. „Þegar byrjað var að hugleiða LP-plötuna báðu þeir okkur um að koma með lög eftir okkur sjálfa, og komum við fyrst með 10 lög og þeir samþykktu fimm af þeim. Ætluðu þeir þá að láta okkur fá einhvér lög af sinum, en við sögðum þeim aö við ættum miklu meira efni. Komum við þvlnæstmeðl7lög,—og þá sáu þeir loks að það var tilgangs- laust að halda áfram að bjóða okkur önnur lög, þvl okkar eigin lög stóðu hinum lögunum fylli- lega á sporði. Þegar við vorum að ræða saman um feril hljómsveitar- innar, dagana hér heima, tíma- bilið með H.B. Barnum og fleira, sagði Magnús, að kona nokkur Islenzk" hefði spáð þvi áður en til samstarfsins kom með Barnum, að svartur maður myndi hefta framför hljóm- sveitarinnar um nokkurn tlma. „Þessi spádómur rættist, og við fundum að hann var alltaf að koma betur i dagsljósið. Tima- bilið með Barnum var samt að minum dómi ágætt fyrir margra hluta sakir, en þegar horft er aftur I timann, er ekki annað hægt aö segja en aö fram- farir hljómsveitarinnar hafi ekki veriö miklar þann tima. — Samt var þessi tírni nauðsyn- legur, þvi að við vorum mikilli reynzlu rlkari eftir ár," sagði hann. — Já, ég er forlagatrúar. Ég trúi þvi, að allt sem gerist sé fyrirfram ákveðið, og þvi verði að taka hverju sem er eins og það er. Menn verða að temja sér þolinmæði, — og fyrst verður maður að sigra sjálfan sig, áður en maður sigrar heiminn. Sem kunnugt er hafa Magnús Sigmundsson og Jóhann Helga- son verið afkastamestir strákanna I Change við laga- gerð og ræddum við nokkuð um það atriði. Sagði Magnús að hann ætti mjög auðvelt með að semja, en hins vegar væri stundum erfitt að tulka melódiuna i flutningi og eins sagði hann að þaö væri stund- um erfiðleikum bundið að tjá sig i orðum. „Mér hentar best að tjá mig I tónlist," sagöi hann.. Magnús sagði, að hann hefði samið heilmikiö af lögum siðan hann kom heim og sagði aö þau lög væru ööruvjsi en lögin, sem hann hefði samið úti. „Það eru svo margir áhrifavaldar sem sækja á mig, þegar ég er heima — og ísland er svo sannarlega sérstakur staður I tilverunni," sagði hann. — Einhvern tima ætla ég aö gefa út LP-plötu með einu löngu tónverki, sem ég samdi við ljóð Jónasar Hallgrimssonar, Gunnarshólma. — Hvað segir þú.... hváði Nú-timinn.... — Ég samdi 17 minutna verk viö enska þýðingu, sem birtist i Iceland Review, en það tónverk er að öðru leyti alveg óunniö. Þegar biiið verður að vinna það til hlítar mun það eflaust fylla eina LP-plötu og ég er staðráðinn I þvl, aö koma þessu á plötu. Mig langaði að semja einnig við þetta ljóð — og gerði það — en ég veit ekki hvenær gefst timi til að vinna þaö. Magnús sagði, að ætlunin væri hjá Change að leggja nú meiri rækt við hæfileika hvers og eins i hljómsveitinni, og nefndi að Björgvin ætti eitt lag á LP-plötunni Ruby Baby. Þá kvað hann Birgi hafa samið talsvert að undanförnu. Framhald á bls. 27 II ^JuJ^lL^lLJ^rj Vinsældalistinn vikuna 3. til 9. ágúst 1. O'Lucky Man Alan Price 2. Sumar á Sýrlandi Stuðmenn 3. One of These Nights Eagles 4. Venus & Mars Wings 5. Stuð, Stuð, Stuð Lónli Blú Bois 6. Last Farewell Roger Whittaker 7. Gylfi Ægisson Gylfi Ægisson 8. Shame, Shame, Shame Shirley & Co 9. Roger McGuinn & Band Roger McGuinn & Band 10. One Size Fits All Frank Zappa & Mothers Hafið þið athugað að i flesjum tilfellum eru hljomplöt- urnar ódýrari hjá FACO - hljomdeild, LAUGA- VEGI 89. Simi: 13008. SENDUM I PÓSTKRoFU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.