Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 17. ágúst 1975
TÍMINN
1200 fulltrúar frá 40 löndum sóttu
60.
imsþing esperanto-
hreyfingarinnar
— 1977 verður þingið haldið
í Reykjavík
Pelican á Lækjartorgi
Hljómsveitin Pelican mun
halda hljómleika á Lækjar-
torgi i dag, ef veöur leyfir.
Hljómleikarnir eiga aö
hefjast klukkan 15 og mun
hljómsveitin ætla aö spila á
aðra klukkustund.
Nýlokio er i Kaupmannahöfn
60. heimsþingi esperanto-
hreyfingarinnar (60-a Universala
Kongreso de Esperanto). Þingið
sóttu um 1200 esperantistar frá 40
löndum, þar á meðal 16 frá Is-
landi. Verndari þingsins var Ank-
er Jörgensen, forsætisráðherra
Danmerkur. Að venju bárust
þinginu kveðjur og árnaðaróskir
frá rikisstjórnum ýmissa landa
og forsvarsmönnum alþjóðlegra
stofnana, m.a. aðalframkvæmda-
stjóra UNESCO, Amadou-Mahtar
M'Bow. Menntamálaráðherra ís-
lands, Vilhjálmur Hjálmarsson,
sendi og þinginu sérstakar kveðj-
ur.
Meginstef þingsins að þessu
sinni var staða kvenna I nútlma
samfélagi. Hafa samtök espe-
rantista viðs vegar um heim beitt
sér mjög fyrir umræðum um það
efni á þessu ári, og þá einkum al-
þjóðlega Esperanto-sambandið,
sem m.a. sendi sérstakan fulltriía
á heimsþingið f Mexikó. Þingið I
Kaupmannahöfn ræddi kven-
réttindamál bæði i nefndum og á
almennum umræðufundi og sam-
þykkti ályktun, þar sem lýst er
fullum stuðningi við jafnréttis-
kröfur kvenna.
Heimsþing esperantista eru
fjölbreytt og starfsöm, enda eng-
um tíma eytt i tiilkun og þýðingar
á ræðum manna, þar sem allir
nota þar sama tungumálið, 'espe-
ranto. Þingið i Kaupmannahöfn
var hér engin undantekning. Auk
þess umræðuefnis, sem að ófan
getur, var fjölmargt annað á dag-
skrá þingsins. Sérstakur sumar-
hásköli starfaði alla þingvikuna,
þar sem háskólaprófessorar
fluttu fyrirlestra á eperanto fyrir
almenning, ýmis sérgreinafélög
héldu ársfundi sina innan ramma
þingsins, skoðunarferðir voru
farnar um borgina og nágrenni
hennar og til Svfþjóðar, listakvöld
Þessar myndir af Húsfriounarsýningunni i Norræna húsinu sýna hús
við Strandgötu i Hafnarfirði og eru talandi dæmi þess, hvernig halda
má húsi við og eyðileggja það um leið. Þetta hús hefur verið rúið
upprunalegu skarti og „augun stungin úr þvf", þ.e. að i stað
upprunalegu smárúöuglugganna hafa verið settir inn nýtfzku gluggar.
Húsið er þvi ekki nema svipur hjá sjón, þótt það sé annars vel hirt.
Þetta hús er auðvitað ekki nema eitt fjölda dæma af t?ssu tagi. Vafa-
lifið myndi eigandi þessa húss alit eins og jafnvel fremur hafa kosið að
færa hdsið til uppraunalegs horfs, ef hann hefði átt kost á upplýsingum,
myndum og teikningum eg annarri nauðsynlegri aðstoð til þess af hálfu
bæjarfélagsins. A þessu sviði biða mikil verkefni, og með þvi að koma á
fót slikri þjónustu viðeigendur gamalla húsa, mætti enn forða mörgum
húsum frá afskræmingu og færa önnur til fyrra horfs.
f
¥
é
¦htí
i
M
fT.'.i
1
Hárgreiðslustofa
Tilboð óskast I leigu á aðstöðu fyrir hárgreiðslustofu I
Borgarspitalanum.
Upplýsingar gefur skrifstofustjóri Borgarspitalans
Tilboð sendist sama aðila fyrir 1. sept. n.k.
m
&&WV
'!\<i'- .":-.•?:
Reykjavik, 14. ágúst 1975. %
Borgarspitalinn. i^
voru flest kvöld þingvikunnar
o.s.frv. sérstakur hátiðarfundur
var I tilefhi af 25 ára afmæli hinn-
ar árlegu bókmenntasamkeppni
Alþjóðlega Esperantosambands-
ins, niiverandi formaður dóm-
nefndar þeirrar keppni er Baldur
Ragnarsson.
61. esperanto-þingið verður
haldið i Aþenú á næsta ári, en 1977
verður 62. þingið haldið i Reykja-
vik i boði menntamálaráðherra
íslands og borgarstjóra Reykja-
vikur.
Bæjar- og
Sveitarfélög
Tökum að okkur hreinsun á klóakaðalæð-
um og fl.
Góð tæki, vanir menn.
Upplýsingar i simum 4-24-78 og 4-01-99.
BBíaBIsIalalgíalalalsísístHlsíalglsíglglslagls.^
Bændur
Athugið
lidenialionaE
430 ¦ Hin afkastamikla heybindivél
Eigum fyrirliggjandi hinar landsþekktu IH 430 heybindivélar og
jafnframt nokkra traktora 354
38 hestöfl á m[ög hagstæðu verði — eldra verksmioi'uverði
VIÐ HVETJUM þá bændur, er hafa hug á þessum velum,
ao hafa samband vio okkur sem fyrst, þar sem
mjög fáar vélar eru eftir
Ódýrar vélar — hagstæðir
greiðsluskilmálar
NOTID YKKUR ÞETTA
EINSTAKA TÆKIFÆRI
Kaupfélögin
UMAIXTIAND
lalalalálalálálalalalalalalalalalalalalalalalaS
Samband islenzkra samvinnufélaga
VÉLADEILD
Ármula 3 Reykjavik simi 38900