Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 17. ágúst 1975 TÍMINN 17 © ¦ Vonandi verður aldrei... lenzku slöar. Og það er bezt aö taka það fram um leið, að texti Sigurðar er lipur og aðgengilegur öllum almenningi, eins og jafnan einkennir ræðu og rit dr. Sigurðar Þórarinssonar. — Þú sagðir áðan, að þér myndi ekki endast ævin til þess að Ijós- mynda allt tsland, en heldur þú að þér gefist tlmi til þess að gera eina myndabók? — Þarna hittir þú naglann á höfuðið, — Hklega alveg óviljandi. Fram að þessu hef ég ekki talað um það við neinn, eh ég er einmitt byrjaður að undirbúa útgáfu þriðju bókarinnar. — Er leyfilegt að spyrja um efni þeirrar bókar? — Já, já, enginn hefur á spurn- ingunni. Hitt er annað mál, að svarið hef ég ekki alveg á reiðum höndum. Ég tel mig búinn að taka meginhlutann af myndunum, sem I þessari fyrirhuguðu bók verða, utan að mig vantar dálltið af Vestfjörðum, en við þá er ég ein- mitt að gllma þessa stundina. Að öðru leyti get ég fátt sagt um þetta fyrirhugaða verk mitt, nema þá helzt það, að mér hefur dottið I hug að fara þarna dálitið aðra leið en i fyrri bókum minum, — hafa nýtt tema eða stef, ef ég má komast svo hátiðlega að orði. Hef lært að meta þau veður, sem kölluð eru ,,vond" — Svo við sniíum okkur aftur að ferðalögum: Ferðast þú aðallega Svona myndar Gunnar Hannesson þau náttúrufyrirbæri, sem á vegihans verða.Héreruorðóþörf. til þess að taka myndir nú á siðari árum? — Ég sækist mikið eftir þvl að koma aftur og aftur á sömu stað- ina, þvl að það getur tekið nokkur ár að uppgötva á hvaða tlma árs er bezt að vera á hverjum stað til þess að taká myndir, enn fremur hvaða tlmi dags er heppilegastur til þess aö fá rétta birtu I mynd- irnar, og svo framvegis. Hins vegar hef ég alveg eins mikið yndi af náttúruskoðun og ljós- myndun og ég stunda ferðalög og nýt þeirra, hvort sem ég er að, taka myndir eða ekki. Fyrstu árin tók ég eingöngu sól- skinsmyndir, en það hef ég þó lært á útiverunni öll þessi ár, að nú þykir mér engu minna gaman að rigningarmyndunum. Það tók mig tvö ár að fá nógu vont veður á Vatnajökli til þess að þurfa ekki að sýna eintómar sólskinsmyndir þaðan. Ég vona aðeins að vond veður haldi áfram að geisa ó Vatnajökli, svo að hann verði I framtiðinni sjálfum sér likur. Og vonandi verður aldrei svo hlýtt á Islandi, að hann hverfi! — VS Gengið á jökli. Ljósm. Gunnar Hannesson. Kartöflupokar Þéttriðnir 3 tegundir Grisjur 2 tegundir Stærðis 25 og 50 kg Pokagerðin Baldur Stokkseyri, simi 99-3213 og 3310. Heyyfirbreiðslur Tilbúnar heyyfirbreiðslur úr gerviefnum, sem ekki fúnar, eru nú styrktar nylon- kanti á öllum hliðum, svo hægara sé að festa þær niður. Kynnið ykkur verð og gæði. Pokagerðin Baldur Stokkseyri, simi 99-3213 og 3310. I Auglýsicf : ilimamim 1SBBB Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubílastærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar á Tollvörulagersverði gegn sraðgreiðslu. Verkstæðið opið alla daga frá kl. 7.30 til kl. 22.00. H- GUMMIVINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 •8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.