Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 23. nóvember 1975 Vill heldur gráta í Rolls Royce en V Ég veit vel, að peningar gera fólk ekki haming.iusamt segir Francoise Sagan, en þrátt fyrir það vil ég miklu heldur gráta i Rolls Royce heldur en i Volks- wagen. Sagan hefur verið veik að undanförnu, og hefur grátið ★ mjög mikið. Nú er henni hins vegar farið að liða heldur betur. Frúin ætlar að halda upp á nýja og betri heilsu með þvi að taka að sér að stjórna kvikmynd. Það verður ekkert kynæsandi i þess- ari mynd, að þvier Sagansegir. Hryllileg galdranorn Það hafa allir vitað, að Eliza- beth Taylor, getur verið hreint og beint hryllileg norn. En hverjum hefði getað dottið i hug, að hún gæti orðið eins herfileg og hún er á myndinni, ‘sem fylgir hér með. 1 þessu gervi hefur hún komið fram, og það hefur varla verið gerð önnur eins herfa og þetta, sér i lagi úr jafnfallegri konu og Liz Taylor er i raunveruleikanum. Liz leikur norn i sovét-banda- riskri kvikmynd, sem kallast Blái fuglinn. Annars fer hún með þrjú hlutverk i þessari mynd. Það mun þó ekki hafa verið þetta galdranornagervi, sem rak Henry Wynberg bila- sala frá henni, heldur hefur það verið önnur hryllingssýn, nefni- lega Richard Burton. Wynberg var ljósmyndari kvikmynda- fyrirtækisins á meðan á gerð myndarinnar stóð. Meira að segja eftir að Burton kom aftur til sögunnar hjá Liz. Þegar hin stórkostlega Liz Taylor sá sjálfa sig i fyrsta skipti i spegli eftir að hún hafði verið máluð og klædd i gervi nornarinnar sagði hún, að málningin gerði svo sem ekki mikið. Hún liti einmitt svona herfilega út á hverjum einasta morgni, þegar hún vaknaði, og þar til hún væri búin að mála sig. Liz er nú farin. að lesa yfir nýtt kvikmyndahand- rit, og brátt fer hún eflaust að leika i enn einni kvikmyndinni. Menn vona að i þeirri mynd verði einnig eitthvert hlutverk fyrir gamla góða Richard Burton, sem er ekki orðinn neitt sérlega kræsilegur i útliti leng- ur. Myndirnar sem hér eru með, eru af Liz i tveimur hlut- verkanna i sovézk-bandarisku kvikmyndinni. Það er sannar- lega mikill munur á útliti hennar á þessum myndum. Hvítabjarnar- þríburar Hvitabirna i dýragarðinum i Karkov hefur eignast þribura i annað sinn. Birnan hefur á þeim 10 árum, sem hún hefur verið i dýragarðinum, eignazt alls 10 unga, en það er mjög óvanalegt að hvitabirnir eignist unga i dýragörðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.