Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 15
Sminudagur 23. nóvember 1975 TÍMINN 15 Daniel Áííústinusson, forseti bæjarstjúrnar Akraness, les sr. Jóni M. Guðjónssyni texta heiðursborgaraskjalsins, en það er bundið i geitar- skinn og hefur Sigfús Halldórsson tónskáld skrautritað það á mjög list- rænan hátt. máli gert grein fyrir prestsstarfi sr. Jóns hér á Akranesi, sem að allra dómi hefur verið unnið með ágætum. Eftir er þá að minnast á hinn þáttinn i lifihans, sem réði úrslit- um þess, að við erum hér saman- komin i dag. Það er forustustarf hans i málefnum Byggðasafnsins i Görðum. Byggðasafnið var opn- að við hátiðlega athöfn þann 13. des. 1959. Aður hafði sr. Jón um mörg ár unnið að undirbúningi safnsins meðsöfnunmuna. Safnið er fyrst og fremst orðið til fyrir dugnað hans og þrautseigju. Eng- inn almennur skilningur var til fyrir gildi slikrar stofnunar, áður en hann hófst handa og lét engar úrtölur á sig fá. Honum var ljós- ara en flestum öðrum: ,,Að fortið skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna, sézt ei, hvað er nýtt.” Þessi snjöllu orö skáldsins hafa orðið sr. Jóni hvatning i hinu mikla menningarstarfi, sem eftir hann liggur i Görðum. Það leynir sér ekki að hann hefur farið sin- um nærfærnu listamannshöndum um safnið og lagt alla sál sina i störfin þar. Ekki aðeins i söfnun muna og niðurröðun þeirra, heldur hefur hann teiknað sjálfur fjölda mynda af gömlum bæjum i hreppunum hér fyrir ofan Akra- nes, eftir ljósmyndum eða fyrir- sögn eldri manna, sem svo langt muna. En safn þetta er fyrir Akranes og hreppana sunnan Skarðsheiðar i Borgarfjarðar- sýslu, eins og kunnugt er. Safnið i Görðum er nú tvimælalaust eitt af merkustu byggðasöfnum lands- ins. Þetta safn i hinum nýju húsa- kynnum, gegnir þegar mikilvægu menningarsögulegu hlutverki og á eftir að gera enn meira er timar liða. Þegar gestir koma hér á Akranes er Byggðasafnið i Görð- um, eitt af þvi, sem sjálfsagt þyk- ir að sýna og er stolt bæjarbúa. Safn þetta væri vart til, án dugnaðar og einbeitni sr. Jóns, mér liggur við að segja þráa. Og enn er horft til hans um uppbygg- ingu safnsins um mörg ókomin ár. Enn er þar mikið verk að vinna fyrir frjóan anda og list- rænar hendur. Vorið 1973 fréttist, að sr. Jón hyggðist þá um sumarið láta af prestsembætti hér á Akranesi og óvist var um búsetu hans að þvi loknu. Bæjarstjórnin átti hlut að þvi, að hann hætti við þau áform og starfaði hér áfram til ársloka 1974. Jafnframt ákvað bæjar- stjórnin að byggja ibúðarhúsið Bjarkargrund 31, sem hann fengi til afnota, þegar hann léti áf prestsembætti hér á Akranesi. Það yrði hans heiðursbústaður. Eg skal viðurkenna, að af hálfu bæjarstjórnarinnar fólst nokkur eigingirni i þessari ákvörðun. 1 fyrsta lagi fannst okkur bærinn setja ofan við það að hann flytti i burtu. í öðru lagi yrði það óbætanlegt tjón fyrir byggðasafn- iði Görðum, sem þá var komið að þvi að flytja i ný húsakynni. Bygging Bjarkargrundar 31 var frá upphafi tengd væntanlegu starfi sr. Jóns fyrir safnið. Allt tókst þetta skv. áætlun og var húsið afhent þeim hjónum 10. april s.l. eftir um 17 mánaða bygginartima. Ég veit að bæjar- stjórnin og allir aðrir, em að þessum málum stóðu, fagna þvi að mál skuli hafa skipazt, sem raun ber vitni um. Ég efast ekki um, að bæjarbúar almennt fagni þessari framkvæmd bæjar- stjórnarinnar, enda er hún gerð i þeirra nafni. Ég hef orðið var við það, að bæjarbúum þykir vænt um það, að embættismenn, sem lengi hafa starfað þeirra á meðal og skilja eftir varanleg spor meðal samtiðarmanna sinna, hverfi ekki á braut að loknu starfi. Þegar bæjarstjórinn á Akranesi — Magnús Oddsson — haföi fram- sögu fyrir tillögu bæjarráðs um kjör heiðursborgara á fundi bæjarstjórnar þann 31. mai s.l. sagði hann eitthvað á þessa leið: „Okkur í þjóðhátiðarnefndinni i fyrra sumar fannst, sem mörg markverð atriði, sem settu svip á hátiðahöldin væru komin frá sr. Jóni — bæði beint og óbeint. Má þar nefna opnun byggðasafnsins, koma Sigurfara hér að bryggju, gamli Ford, sem ók um iþrótta- völlinn eitt kvöldið og irski steinninn. Allir vita a'ð þetta er rétt. Við þetta má bæta a.m.k. tveimur varanlegum fram- kvæmdum, sem setja svip á bæ- inn, og sr. Jón hefur átt frum- kvæðið að: Það er i fyrsta lagi sjómaðurinn á Akratorgi — hið einfalda og látlausa listaverk Marteins heitins Guðmundssonar myndhöggvara, sem stendur á sæbörnum kletti héðan úr fjör- unni. Þetta einfalda og stilhreina minnismerki mun um alla fram- tið verða sem andlit á elzta hluta bæjarins. Það mun þykja þvi merkilegra og dýrmætara, sem lengra liður i framtiðina. Hitt er turninn i Görðum, sem sr. Jón teiknaði. Fagurt minnismerki um kirkjur, er þar stóðu i aldir. Löngu eftir að við erum öll til moldar hnigin og margir niðjar okkar, munu þessi verk sr. Jóns setja menningarlegan svip á bæ- inn okkar. Megi hann eignast mörg fleiri listaverk, sem standa af sér timans tönn og mölur og ryð fær ei grandað. Ég vil ekki ljúka máli minu, án þess að minnast á það, að sr. Jón hefur ekki verið einn á ævibraut- inni. Frú Lilja Pálsdóttir hefur verið lifsförunautur hans i 45 ár eða frá 15. okt. 1930 að þau gengu i hjónaband. Þau hafa eignazt 11 börn og eru 10 á lifi, sem öll hafa stofnað sin eigin heimili. Akur- nesingar vita að frú Lilja er önd- vegiskona, sem á ómældan þátt i hinu merka ævistarfi sr. Jóns — bæði beint og óbeint. — Ég hygg að það megi færa orð Sigurbjörns biskups um bónda hennar yfir á frú Lilju og segja: Hún hefur i 42 ár verið i hópi hinna ágætustu prestakvenna i landinu. Hún er mikil móðir barna sinna og frá- bær húsfreyja, Að Kirkjuhvoli hefur rausnargarður þeirra stað- ið i 30 ár. Gömlu prestsetrin á Is- landi voru um aldir menningar- setur og að mörgu leyti kjölfestan i þjóðfélaginu. Heimilið á Kirkju- hvoli hefur ætið verið af þeim toga spunnið. Þangað hafa marg- ir lagt leið sina á liðnum áratug- um. Þar hefur öllum verið tekið af sömu alúðinni, hvernig sem högum þeirra var háttað. Þar hafa margar kirkjulegar athafnir farið fram, sem varða lifsham- ingju manna og framtið. I þessu star'fi er hlutur frú Lilju mikill. Ég vil við þetta tækifæri og i nafni okkar allra, sem hér eru saman komin i dag, flytja frú Lilju innilegar þakkir fyrir störf- in hér á Akranesi og þann rausnargarð, sem hún hefur stað- ið fyrir i 30 ár og bæjarbúum þykir vænt um og meta mikils. Góðir tilheyrendur. Með ræðu minni hér að framan hef ég leitazt við að skýra það sjónarmið, sem býr á bak við þá samþykkt Bæjarstjórnar Akra- ness frá 31. mai s.l. að kjósa sr. Jón heiðursborgara, þar sem hann hefur nú látið af embætti og náð 70 ára aldri. Ég þakka ykkur öllum, sem komið hafa hér i dag með bæjarstjórninni og með þvi sýnt áhuga og skilning fyrir þess- ari ákvörðun hennar. Ég vænti að þið séuð þeirrar skoðunar, að það auki á veg og virðingu bæjarins að eiga á hverjum tima menn, sem verðskulda þetta mesta virðingarheiti, sem bæjarstjórn hefur yfir að ráða og beri það með jafn miklum sóma og sr. Jón M. Guðjónsson. Kæri heiðursborgari. 1 nafni Bæjarstjórnar Akraness — ég vona i nafni allra ibúa Akra- neskaupstaðar — hef ég þá ánægju að afhenda þér hér meö heiðursborgaraskjal skv. samþykkt bæjarstjórnarinnar þann 31. mai s.l. Það hljóðar þannig: „Bæjarstjórn Akraness hefur einróma kjörið þig heiðursborg- ara Akraness, sem vott virðingar og þakklætis fyrir langt og farsælt starf á Akranesi og sérstaklega fyrir forustu þina i málefnum Byggðasafnsins að Görðum.” Daniel Agústinusson, Guðmundur Vésteinsson, Jósef Þorgeirsson, Jóhann Arsælsson, Ólafur Guðbrandsson, Rikharður Jónsson, Hörður Pálsson, Valdi- mar Indriðason, Guðjón Guö- mundsson, Magnús Oddsson. Njóttu heill. Gæfan fylgi þér og þinum um ókomin æviár. Vaskar úr slípuðu ryðfríu stáli í eldhús og þvottahús FALLEGIR - VANDAÐIR - HENTUGIR >. . ---------------- ... ■■ ...-■ ' ’Otrúlega hagstætt verð!! Allir vaskar framleiddir úr 0.9mm þykku ryófríu stáli af bestu tegund. Merki Ofnasmidjunnar tryggir yáar gæáin HÁTEIGSVEGI 7 - REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 5091 - SÍMI 21220 Gallað þakjárn selt með afslætti Holuin veriö beðnir að selja nokkurt magn af gölluðu Fanel þakjárni 7-:i0 feta. Gailarnir eru aðallega fólgnir i þvi, að málning hefur flagnað af. Járnið kemur þvi að fuilum notum fyrir þá, sem aðstöðu hafa til að mála þakjárnið strax. Mikill afsláttur — Staðgreiðsla. V'er/lanasa mbandið h. I. Skiphoiti 37, simi 3-85-60 Umboðssala Hlutafélag með umboðs og heildverzlun á Norðurlandi vantar vörul í umboðssölu. Allt kemur til greina. Upplýsingar i dag og næstu daga i sima 23776 frá kl. 9 til 14. Handunnið keramik frá Glit fæst í öllum beztu verzlunum landsins GLIT HF HÖFÐABAKKA9 REYKJAVlK ICELAND listrœn gjöf VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.