Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 2:t. nóvember 1975 TÍMINN 29 segir Guðmundur Sigvaldason. Verkefni, sem unnið hefur verið að frá þvi að stofnunin tók til starfa, eru m.a. rannsóknir á jarðfræði og bergfræði nyrztu eyjar á Mið-Atlantshafshryggn- um, Jan Mayen, og syðstu eyjar á honum, Bouvet, sem er nálægt Suðurskautslandinu. Þá hefur verið unnið að verkefnum i Græn- landi og Noregi, auk verkefna, sem eru tengd íslandi. Rannsókn- ir hafa verið gerðar á öræfajökli, Tindfjallajökli og öskju. Einnig er unnið að stóru verkefni við- vikjandi efnasamsetningu basalt- hrauna á gosbeltunum islenzku. Samnefnari fyrir öll þessi verk- efni er, að við erum forvitin að fá vitneskjuum efnasamsetningu og ástand möttuls jarðar og hvað það er, sem þvi veldur, að hraun- kvika myndast i möttlinum. Við viljum fá að vita hver upphafleg efnasamsetning möttulsins er, hversu mikið bráðnar upp, hvernig samsetning þess sem bráðnar upp er og hver er sam- setning þess sem verður eftir. Þessar spurningar beinast að þvi að afla vitneskju um eðli og orsakir eldgosavirkni. Töluverður timi hefurfarið i að gera okkur grein fyrir hvaða rannsóknir við vildum óska að framkvæmdar yrðu, ef eldgos yrði hér i náinni framtið. Við höf- um undirbúiö að nokkru leyti slik- ar rannsóknir. Jarðfræðifélag Is- lands hefur gert mjög nákvæma áætlun um æskilega vinnuhópa eða rannsóknasvið, sem þyrfti að sinna, ef eldgos ber að böndum, og við höfum tekið verulegan þátt i þeirri áætlanagerð. — Merkir þetta þá, að jarð- fræðirannsóknir veröa betur skipulagðar næst þegar eldgos verður hér en i fyrri gosum? — Rannsóknir á þeim eldgos- um, sem hér hafa orðið undanfar- ið, hafa verið vel skipulagðar, en við vonumst til að geta sinnt fleiri verkefnum með nýtizkulegri að- ferðum. — Hefur Eldfjallastööinni verið séð fyrir nægilegu fjármagni til þessa? — Þetta er erfið spurning. Ef ég á að svara þvi hvort við höfum nóga peninga þá verð ég að sjálf- sögðu að neita. Verkefnin eru mörg og áhugavekjandi og við gætum komið tvöfaldri eða þre- faldi fjárveitingu á við þá, sem við höfum, i lóg, ef þvi væri að skipta. En með þvi verksviði, sem okkur er kjörið, og þeim umsvif- um, sem okkur er ætlað að hafa, tel ég að fjárþörf okkar sé vel fullnægt. — Hve mikið fé hafið þið til um- ráða á ári? — Eldfjallastöðin fékk um þrettán milljónir króna á þessu ári til að greiða laun og rekstur. Þetta fé fáum við úr sameiginleg- um menningarmálasjóði Norður- landanna. Við greiðum Háskóla tslands enga leigu fyrir húsnæðið, en greiðum af þvi rekstrargjöld. Þess ber að geta að örgreinir- inn var fyrir utan fjárveitinguna fyrir 1975, en hann kostaði 30 milljónir isl. kr. Menn eru búnir að fara til tunglsins, en vita sáralitið um hvað er 10-40 km undir fótum þeirra Margt væri hægt að spjalla um verkefni Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar svo þau yrðu raun- verulegri og meira lifandf al- mennum lesanda, en það yrði lengra mál og verður að biða betri tíma. Við ljúkum þessari grein á orðum Guðmundar Sig- valdasonar um jarðfræði: — Enda þótt menn séu búnir að fara til tunglsins höfum við-Sára- litla vitneskju um ástand efnisins á 10-40 km dýpi undir fótum okkar hvað þá neðar. Þetta er eins og flókið púsluspil, sem raða verður saman til að fá heildarmynd. ör- greinirinn, sem við erum nú búin að fá, gefur okkur fjöldann allan af kubbum í þetta púsluspil. — Finnst þér sem sagt að jarð- fræðirannsóknir bafi setið á bakanum miðað við tunglferðir og geimvisindi og þó hver er skýringin? — Já, vissulega. Geimvisindi hafa meiri töfraljóma en jarð- fræði, en við njótum góðs af þeim fullkomnu tækjum, sem fram- leidd hafa verið i þágu geimferð- anna. -SJ Kristinn Helgason: HÖFUAA EKKI EFNI Á AÐ SÝNA LINKIND í UMFERÐARAAÁLUNUM Að undanförnu hafa fjölmiðlar verið fullir af frásögnum og ábendingum varðandi umferðar- mál og sýnist sitt hverjum. Einn talar um að alltaf eigi að svipta ökumann ökuleyfi ef hann veldur tjóni eða slysi. Þetta tel ég varla raunhæft. (Hverju á þá að svipta fótgangandi þegar þeir valda tjóni)? Sami greinarhöf- undur telur ýmislegt upp til að hindra umferðarbrot svo sem að herða viðurlög við brotunum. Hann minnist ekki einu einasta orði á gangandi vegfarendur. Við verðum að gera okkur ljóst að bif- reiðin er orðin svo snar þáttur i okkar daglega lifi að við verðum að viðurkenna nokkurn rétt henn- ar á akbrautum. Við skulum lika viðurkenna að áróðurinn i sam- bandi við rétt gangandi vegfar- enda á „Zebrabrautum” fór út i öfgar. Gangandi vegfarendur og þá serstaklega eldra fólk taldi sig geta gengið yfir Zebrabrautir hindrunarlaust. Þetta hefég orðið var við oft og tiðum. Áróður er nauðsynlegur, en það verður að gæta hófs i þessu sem öðru. Gangandi vegfarendur eiga sök á slysum með óvarkárni sinni i umferðinni. Það eru ekki til skrár yfir hve mörgum vegfarendum snarráðir bifreiðastjórar hafa bjargað frá slysum. Að sjálfsögðu þarf að gera strangar kröfur til bifreiðastjóra vegna þess kraftmikla tækis sem þeir eru með milli handanna á al- mannafæri. Ég tel ekki rétt að hækka öku- leyfisaldur i 18 ár. Miklu fremur, eins og bent hefur verið á, að lengja reynslutimann i tvö ár til að byrja með og sjá hver áhrifin yrðu. Skýrslur sýna að þegar 18 ára unglingar sem hafa fengið ökuskirteini til tiu ára eftir eins árs reynslutima eykst slysatiðni þessa aldursflokks verulega. Það þyrfti að lengja reynslutimabilið um eitt til tvö ár, svo að unglingar fái lengri aðlögunartima. Gotlenzk I j óð -— eftir Gustaf Larsson Nýútkomnar eru þýðingar Þór- odds Guðmundssonar á ljóðum eftir gotlenzka skáldið Gustaf Larsson, og nefnist bókin Gotlenzkar þýðingar. — 1 formála segir þýðandinn, að Gustaf Lars- son sjálfur hafi átt hugmyndina að útkomu þessarar litlu bókar. Skáldið skrifaði Þóroddi, þegar honum höfðu borizt kvæðin til yfirlestrar, og sagði i bréfinu, að það hefði glatt hann, að Þóroddur hefði þau Ijóð til þýðingar, sem hann sjálfur telur einna bezt. Meira en helmingur ljóðanna eru þýdd úr gotlenzku, sem er ein af upprunalegustu tungum Norðurlanda. Gotlenzkan telst, ásamt dönsku og sænsku, til hinn- ar austrænu deildar norrænna mála. Gustaf Larsson hefur verið kallaður höfuðskáld gotlenzkunn- ar, og frá sænska rithöfundasam- bandinu eru honum veittar tólf þúsund sænskar krónur á ári ævi- langt, en hann er fyrsti Got- lendingurinn, sem hefur hlotnazt sá heiður. G. Larsson er ekki að- eins skáld, hann hefur lika verið atkvæðamikill minja- og byggða- safnari. T.d. hefur i Norrlanda verið endurreist heilt þorp af got- lenzkum bændabýlum með hús- gögnum og búsáhöldum fyrir hans frumkvæði, og hefur hann með þvi' reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. Fyrstu viðbrögð stjórnvalda eftir að slysaaldan skall á i haust var að hækka sektir óverulega. Þessi viðbrögð ollu mér miklum vonbrigðum. Þeir sem þessi sektarákvæði settu eiga ekki nema aðra einkunn lakari skilið, nema lagaákvæði hafi hindrað hærri sektir. 3.000 krónur. Ætli þeir sem þessar reglur setja séu ekki u.þ.b. 2-3 klst. að vinna fyrir sektinni i yfirvinnu? Raunar er þetta lægsta sekt. Hvað með sekt- ir fyrir ölvun við akstur? Er það tilfellið, að sá sem ekur undir áhrifum áfengis, geti sloppið með sem svarar að keyptar séu þrjár flöskur af áfengi og ökuleyfis- svipingu um stundarsakir? Það er rétt að notfæra sér reynslu annarra þjóða þegar það þykir henta. Er fróðlegt að bera saman sektarákvæði i Danmörku og hér. 1 dagblöðunum hér stóð feitletr- að „Sektir hækka um 100%” Ekið 1-20 km of hratt, yfir 20— — — — — 25— — — — — 30— — _ — — 35— — — Þetta er langt frá þvi að vera rétt ef miðað er við kauplag á sama tima. 1 blaði danska bifreiðaeig- endafélagsins var birtur nýlega taxti yfir 'sektir hinna ýmsu um- ferðabrota. Um of hraðan akstur má finna m.a.: Kristinn Helgason sekt isl. kr. 8.000.- — — — 12.500,- — — — „16.000.- — — — 20.000,- — — — 24.000.- Biðskylda við aðalbrautir ekki virt isl. kr. 19.000.- Bifreið lagt ólöglega isl. kr. 8.000,- Og svona mætti lengi telja. Sektir eru m.ö.o. þrefalt hærri en hér á landi. En hvers vegna eru sektir svo háar i Danmörku? Ekki hef ég svar við þvi, en grunur minn er sá að þeir telji að hér sé um að ræða mjög sterka slysavörn. Við höfum ekki efni á að vera með linkind i þessum efnum og ættum að stórhækka sektir enn. Jafnframt verðurað koma á stað- greiðslukerfi á sektum. Ég hef enga ástæðu til að halda að lög- reglan hérá landi sé ekki jafnhæf starfsbræðrum sinum erlendis. Núverandi innheimtukerfi á sekt- um er varla framkvæmanleg ef sektarupphæð á að verka sem sekt til varnaðar. Það er oft minnzt á umferðar- fræðslu, ökukennslu og annað er varðar þekkingu á umferðarregl- unum. Ég held að umferðar- fræðsla sé i sæmilegu lagi hér á landi. Mig grunar að þeir sem bezt kunna umferðarreglurnar (unglingarnir) valdi flestum brot- um. Hinirsem eldri eru. aka eftir aðstæðum hverju sinni og reynslu og sleppa þar með betur við óhöpp. Það er ekki af kunnáttuleysi að lög eru brotin i umferðinni. heldur hinu að vegfarendur eru værukærir og að viðurlög fyrir brot verka ekki á þann hátt sem ætlazt er til með viðurlögum. Að sjálfsögðu m á ekki gefa eft ir með uppfræðslu i umíerðarmál- um. Ferðamiðstöðin hf. skipuleggur hópferðir á alþjóðlegar vörusýningar Erum umboðsmenn fyrir ýmsar stærstu vörusýningar í Evrópu og veitum allar upplýsingar og þjónustu, svo sem aðgöngumiða, sýningaskrór, pöntum sýningasvæði o. fl. Eftirfarandi sýningar eru fram undan: DÚSSELDORF 1 108. IGEDO AIþjóðleg tizkusýning 14/3-17/3 76 INTFROrFAN 7 International Conference and Trade Fair Research, Technology, Economics 15/6-19/6 76 KÖLN a Húsgagnasýning 20/1-25/1 76 M Alþjóðleg herrafatasýning 27/2-29/2 76 n SPOGA 76 bs [ Alþjóðlcg sportvörusýning September 1976 MÚNCHEN BAU 76 Byggirrgasýning 22/1-28/1 76 mImIb ISPO 76 Sportvörusýning 26/2-29/2 76 FRANKFURT mm HEIAATEX 76 Vefnadar- og teppasýning 14/1-18/1 76 Alþjóðleg vörusýning i Frankfurt 22/2-26/2 76 BRNO o SALIMA 76 18/2-25/2 76 PARIS Kventizkusýning 3/4-7/4 76 SIAL 76 15/1 1-20/1 1 76 NÚRNBERG Leikfangasýning 7/2-13/2 76 BRIGHTON Leikfangasýnlng 31/1-4/2 76 BIRMINGHAM G/afavörusýnlng Int. Spring Fair for Hardware and Giftware Industries (áður Blackpool) 1/2-5/2 76 KAUPMANNAHOFN Tannlæknasýning 3/1-5/1 76 Norræn tizkuvika 14/3-17/3 76 Norrænt gull og silfur 24/4-27/4 76 Kaupsýslumenn, ferðizt ódýrt og notið yður þjónustu sem er yður að kostnaðarlausu. Allar nónari upplýsingar í síma 11255 og 281 Férðamiðstöðin hf. Central Travel Aðalstræti 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.