Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 40
SÍMI 12234 ‘HERRA EARÐORINN A-Ð ALSTRÆTI S SÍS-FÓIHJK SUNDAHÖFN fyrir góéan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitusfjóri Reykjavíkur í viðtali við Tímann: GVENDARBRUNNAR FLUTTIR VEGNA MENGUNARHÆTTU BH—Reykjavik — Fyrir átta ár- um voru verndarsvæði vatns- bóla á höfuðborgars væðinu iiokkuð niður í fjóra flokka. t 1. flokknum eru svonefnd brunn- svæði, sem eru aigjörlega friðuð Fiskiþing: Verðbólgan veldur sjóvarút- veginum miklum örðugleikum og girt mannheldum girðingum. Innan þeirra eru ekki leyfðar aðrar framkvæmdir en þær sem Á LAUGARDAG var haldið áfram umræðum um ályktanir og tillögur nefnda Fiskiþings. Þá var m.a. samþykkt tillaga frá laga- og félagsmálanefnd og var fram- sögumaður Sveinn Benediktsson. 1 tillögunni segir m.a.: „óðaverðbólgan hér á landi á undanförnum þremur árum hefur leitt til sivaxandi örðugleika höf- uðatvinnuvega þjóðarinnar, sjáv- ariítvegs iðnaðarog landbúnaðar. Sjávarútvegurinn hefur þá sér- stöðu meðal atvinnuvega lands- manna, að verða að langmestu leyti að sæta þvi verðlagi fyrir framleiðslu sina, sem er á erlend- um mörkuðum á hverjum tima. 1 sjávarútveginum er þvi ekki unnt að velta auknum tilkostnaði yfir á aðra innlenda aðila, svo sem venjan er með ýmis þjónustu- fyrirtæki og stofnanir rikis og bæja. Um landbúnaðinn gilda lög, sem eiga að tryggja bændum að verðlag á afurðum búa þeirra hækki sjálfkrafa i hlutfalli við aukinn tilkostnað og sé verðið miðað við bú af meðalstærð. Einnig kemur hækkun á sjávaraf- urðum fram i hærra verðlagi á landbúnaðarvörum. Iðnaðurinn selur þjónustu sina og framleiðslu að mestu innan- lands og er þvi i aðstöðu til að hækka verðið til samræmis við aukinn tilkostnað með leyfi verð- lagsyfirvalda.” Þá er i tillögunni rætt um hinar miklu framkvæmdir hins opin- bera á undanförnum árum. Þá segir i tillögunni: „Kaupgjald og allur rekstrar- kostnaður sjávarútvegsins hefpr margfaldazt á siðustu 3-4 árum. A tveim siðustu árum hafa afurðir sjávarútvegsins fallið stórlega i verði um leið og tilkostnaðurinn á sjóog landihefur vaxið hraöfara. Komið hefur verið i veg fyrir stöðvun á þessu ári með greiðsl- um úr Verðjöfnunarsjóði fisk- iðnaðarins, en núer svo komið, að sjóðurinn er að mestu tómur og hefur rikissjóður orðið að taka ábyrgð á greiðslum hans.” Þá er rætt um lausaskuldir rik- issjóðs og yfirdrátt hjá Seðla- bankanum, en samtals er þar um að ræða niu milljarða króna. Að lokum segir i tillögunni: „Þótt verðbólgan hafi aukizt minna siðasta ársfjórðung en áður, verður að gripa betur i taumana, þ.e. að eyða minna, svo að jöfnuður fáist i viðskiptum við útlönd. Að öðrum kosti er sú vá fyrir dyrum, sem enginn sér fyrir endann á.” Tillaga þessi var samþykkt samhljóða, en tveir sátu hjá. nauðsynlegar eru vegna þarfa vatnsveitnanna. Til þeirra tclj- ast eftirfarandi svæði, saman- ber uppdráttinn: 1.1. Gvendar- brunnar. 1.2. Kaldárbotnar. 1.3. Vifilstaðalindir. 1.4. Myllulækir. l.S. Lindir við Dalland. t 2. flokki eru grannsvæði vatns- bóla, og eru það dökku svæðin á uppdrættinum, 2.1. Heiðmerk- ursvæðið og 2.2. Bullaugna- svæðið. A þessum svæðum skal ekki leyft að hafa birgðir af eft- irtöldum tégundum efna, um- fram daglega notkun, sé þess ekki sérstaklega getið siðar: OIiu, bensini eða skyldum efn- um, vegsalti, eiturefni til út- rýmingar á skordýrum eða á gróðri, áburði (tilbúnum eða af öðru tagi),né öðrum efnum sem spillt geta grunnvatni. Strangt cftirlit skal haft með oliugeymum og frárennsliskerf- um húsa, sem þegar eru á verndarsvæðunum. Nýjar byggingar, sumarbústaðir eða þess háttar, sé ekki leyft. Vega- lagnir, áburðarnotkun og yfir- leitt öll starfsemi innan svæð- anna sé undir ströngu cftirliti. Aburður eða eiturefni sé ekki haft uin hönd i námunda við sýnilegar jarðsprungur. 1 3. fiokknum eru svo svæðin norðan Suðurlandsvegar og suður af Hafnarfirði. Með þeim svæðum er eftirlit og meiriháttar geymsla efna, sem nefnd eru í 2. kafla, ekki leyfð, og fyllstu var- úðar sérstaklega gætt i meðferð þessara efna þar sem vitað er um sprungur og misgengi. 4. svæðið er aðeins eitt og það er háð eftirliti. — Á þessu korti hefur orðið nokkur breyting, og svæðin hafa minnkað, en ekki unnizt timi til að gera ný kort. Þannig hefur svæðið norðan Suðurlandsvegar dregizt allmikið saman til norð- urs og austurs og einnig svæðið sunnan Hafnarfjarðar til suð- urs. Þá er vissulega ástæða til að undirstrika þær stórbreyt- ingar, sem á þessu korti gætu orðið með þeim framkvæmdum, er Gvendarbrunnar væru fluttir um set og hækkaðir upp af lág- lendinu, sem þeir eru á, eins og til stendur á næstu árum. Mengunarhætta vatnsbóla birtist i margvislegum mynd- um, hugsanlegri mengun af byggð, sem sifellt nálgast vatnsbólin meir og meir, og erfitt er að sporna við. Að visu er ekki hægt að segja, að bráð hætta sé yfirvofandi, en allt get- ur gerzt, og með sérstöku tilliti til góðs árangurs, sem náðst heíur bæði á Jaðarsvæðinu og hjá Myllulækjasvæðinu, tel ég að vinna beri eins og hægt er að þvi að taka neyzluvatnið þaðan i rikara mæli. Það er engin bjart- sýni að ætla, að á þessu svæði fáist jafnveí verulega meira vatnsmagn en úr Gvendar- brunnum. Þannig komst vatnsveitu- stjóri Reykjavikurborgar, Þór- oddur Th. Sigurðsson, að orði, er Tíminn ræddi við hann I vik- unni, og við vildum gjarnan fá meira að heyra um þennan „flutning” á Gvendarbrunnum. — Já, ætlunin er þessi að flytja aðalvatnsbólin, eða Gver.darbrunnana um set, hækka þá um svona 2-3metra og færa þá inn á Jaðarsvæðið, þar sem mengunarhætta er mun minni. Þarna erum við komnir með 7 vinnsluholur, og erum að grafa upp jarðsprungu, úr sex holum höfðum við fengið um 400-500 sekúndulitra og gerum okkur vonir um 1-200 sekúndu- litra úr sprungunni. Svo er verið að bora á Myllulækjasvæðinu sem er austan- og suðaustan við Elliðavatn, og einmitt núna i vikunni vorum við að finna vatn á 33 metra dýpi I malarlögum á milli hraunlaga og gerum okkur vonir um að þetta sé mjög vatnsmikil borhola, þvi að malarlögineru mjög vatnsgeng. Það eru um 800 sekúndulitrar, sem við þurfum að fá til að jafn- ast á við Gvendarbrunnana núna, en þaðan koma nú 750-770 sekúndulitrar. I vetur borum við eftir þvi, sem upp á vantar á Myllulækjasvæðinu. Við inntum Þórodd eftir þvi, hvort Gvendarbrunnar væru I mejigunarhættu af umhverfi sinu, en Þóroddur kvað það mál þurfa útskýringa við. — Það er timabundin hætta i sambandi við Gvendarbrunna, og hún stafar ekki af næsta ná- grenni, heldur kemur hún nokkru f jær og til þess að þekk ja hana verður að lfta á grunn- vatnsstrauma á svæðinu. Þessir grunnvatnsstraumar hafa verið kannaðir mjög gaumgæfilega, og má i þvisambandi geta þess, að á undanförnum 16árum hafa veriðboraðará sjöunda tug bor- hola i þessu skyni. Eru þær á svæðinu norðan af Hólmsheiði og nokkuð suður i Heiðmörk, allt suður fyrir vatnaskil til þess að ganga úr skugga um, hvaða vatn rennur norður fyrir og hvað i Kaldá. Þessar athuganir hafa leitt i ljós, að Gvendar- brunnum stafar helzt hætta af mengun frá þvi svæði, sem ligg- ur til norðausturs frá þeim, þ.e.a.s. svæðinu kringum Silungapoll. Við spyrjum Vatnsveitustjóra að þvi, hvort hér sé m.a. átt við margumrædda bensinstöðvar- byggingu við Geitháls. — Hún kemur inn i dæmið, en að svo litlu leyti, að það er naumast teljandi. Ég hef ekki viljað láta uppi neitt álit á þessari byggingu, það er ann- arra að ákveða, hvort hún ris eða ekki. Eg hef bent á, að ef hún verði reist, verði að leggja holræsi að staðnum, þar sem gamla bensinstöðin stóð, þvi að rannsóknir okkar hafa leitt i ljós, að grunnvatnið þaðan kem- ur hvergi nærri Gvendarbrunn- um, heldur rennur undir Hólms- heiðina norðan vegar. Það er allt annað, og meira i þessu máli, sem allt styður flutning Gvendarbrunnanna á Jaðar- svæðið og Myllulækjasvæðið, og það auðvitað fyrst og fremst, að mengunarhætta er þar hverf- andi lltil, eða þvi sem næst eng- in. Hér er lika um lokuð vatns- ból að ræða, þar sem Gvendar- brunnarnireru opnir, og enn má geta þess, að með tilkomu nýju vatnsbólanna liggur í augum uppi, að stór svæði opnast fyrir byggð, sem mér skilst að borg- inni veiti ekkert af. Byggð á þessum svæðum er hins vegar útilokuð, meðan Gvendarbrunn- ar eru við lýði, vegna megnun- arhættu. Nýju vatnsbólunum stafar diki hætta af þeim. En i sambandi við grunnvatnsstöð- una með tilliti til Gvendar- brunna, skapar meira að segja umferð um veginn austan við Geitháls vissa hættu i sambandi við Gvendarbrunna, því að komistolia ijörð á þessu svæði, er hætta á að hún geti borizt með grunnvatninu það nærri Gvendarbrunnum, að hættulegt geti orðið. Og þá er að vita, hversu langt er að biða þess að nýju vatns- bólin komist i gagnið? — Um það vil ég ekkert full- yrða, en miðað við það, hversu vel hefur gengið, ætti ekki að vera fráleitt að segja sem svo, að einhvernlimann sumarið 1978 séu möguleikar á þvi, að Reykvikingar fái neyzluvatn sitt af Jaðarsvæðinu og Myllu- lækjasvæðinu, og Gvendar- brunnarnir verði lagðir niður. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 1=50000 VERNDUN VATNSBÓLA 5KIPUIAG RIKISINS I SEPTEMBER 1967 Á þessu korti sjást verndunarsvæði vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu, sem frá er sagt i frétt- inni. 1. flokkur eru litlu, ljósu reitirnir, 2. flokkur er dökku svæðin, 3. flokkur er allmiklu ljósari og 4. flokks svæðið er greinilegt. Með tilkomu nýju vatnsbólanna á Myllulækja- svæðinu og Jarðarssvæðinu myndi verndar- svæðið norðan Suðurlandsvegar hverfa að mestu úr sögunni hvað mengunarhættu snertir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.