Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 23. nóvember 1975 TÍMINN 37 Birgit Forchhammer Eftir að þátturinn þar sem ég gerði Vestmannaeyjafrfmerkin frá Danmörk og Grænlandi og hugkvæmni Holger Philipsen, að umræðuefni af þvi tilefni hafði birzt' fékk ég upphringingu. Þar fékk ég upplýsingar, sem sjálfsagt er að koma hér á framfæri. t þættinum gat ég þess, að endanlega hefði Birgit Forch- hammer verið fengin til að teikna merkið sem út var gefið. Og hvað er svona sögulegt við það? kann einhver að spyrja. JU, Birgit Forschhammer að að hálfu Islendingur, og það kemur okkur ekki svo litið við. Hún er dóttir Bjargar Forsch- hammer Eyþórsdóttur, systur Jóns heitins Eyþórssonar veðurfræðings, og manns hennar Egil Forschhammer. Ekki er mér kunnugt um að þetta hafi komið fram áður, og er mér mikil ánægja að koma þvi á framfæri. Þarna höfum við eignazt nýjan frimerkja- teiknara og sem hefur unnið að Islenzku myndefni, þótt erlendis sé. Er sjálfsagt fyrir hvern íslending að gera þessa i safni sinu með merkjunum, er hann setur upp. Ég þakka heimildarmanni minum fyrir að eyða simtali til Hvammstanga i að upplýsa mig um þetta, og vona svo að þetta verði notað I sambandi við Dan- merkursöfn, a.m.k. hjá ís- lendingum. Þá vil ég nota tækifærið og þakka bréfin, sem hingað hafa borizt, og svara að litlu leyti at- hugasemdum á þeim. Það að vera fluttur ,,út i sveit”, eins og einn bréfritari segir, er ekki til neins trafala við að rita þátt þennan. Ég á nóg efni, sem ég hefi viðað að mér á undanförnum 30árum,auk þess sem lesendur er nokkuð naskir á að láta mig vita um ýmsa skemmtilega hluti og gefa ábendingar. Þá er ég i furðu góðu sambandi við þá, sem um þessi mál fjalla á bænum, á ýmsum vigstöðvum, og vona að ekki komi fram nein merki þess, að ég sé ,,að einangrast” i bráð. Einn hlut vildi ég þó benda lesendum á, og það er að tillögur um efni eru alltaf vel þegnar, og vona ég að mér takist að gera þeim skil jafn- óðum og þær berast. Þó eru póstsamgöngur hér allgóðar, eða daglega um sumar- mánuðina, og u.þ.b. 4 sinnum i viku á vetrum, auk sjálfvirks simasambands, svo að menn geta komið öllu þvi á framfæri sem þeir vilja. Svo ég viki aftur að bréfritara þeim, sem ég áður nefndi, þá get ég upplýst hann um, að mér sýnist mannlif vera hér ósköp svipað og gengur og gerist á landinu, þrátt fyrir blaðaskrif, er hann minnist á um þau mál. Min skamma reynsla er af góðu fólki sem að minu mati sýnir meiri samhjálp og samheldni en fólk i bænum á að venjast. Svo get ég fullvissað bréfritara um að ég er fullkomlega ánægður með mitt hlutskipti það sem af er, og býður i grun, að svo muni áfram verða. Bréfritara er kannski ekki kunnugt um, að ég er sveita- lifinu og einangruninni ekki óvanur, en mér finnst hann tala svolitið niðrandi um þær hliðar mannlegs lifs. Ég er nefnilega fæddur og uppalinn i sveit, auk þess sem ég er hér fluttur á það svæði á landinu, þar sem frænd- garður minn er kannski hvað sterkastur. Þvi get ég fullvissað hann um likamlega og andlega velliðan mina. Annar skrifar um, hvort ekki sé hægt að byggja upp kennsluþætti um frimerkjasöfn- un i blaðinu. Ég svara þessu að- eins fyrir mitt leyti, en ég tel að það sé ekki heppilegur vett- vangurfyrirþað i dagblaði. Auk þess er út er að koma á næst- unni á vegum Landssambands islenzkra frimerkjasafnara, kennslubók i þeim efnum. Varðandi fyrirspurn þriðja bréfritara um Berufjarðar- stimpil, skal ég gjarna taka hann fyrir i þætti bráðlega, og láta þar fram koma álit mitt. Haldið svo áfram að skrifa. Sigurður H. Þorsteinsson. 0 Gangráði orkugjafinn, sem er svo smár, að fela má hann i lófa sér, er settur þar I. Oft er hann settur i smá- loka úr dakronneti til að koma i veg fyrir, að hann fari á flakk. Sfðan er hann tengdur við blývir- inn. Pokinn gegnir líka öðru hlut- verki. Hann kemur i veg fyrir ávanafikt, þ.e. að sjúklingur nuddi óvitandi gangráðinn undir búðinni, og losi kannski þar með um vira. A.m.k. einn fram- leiðandi hefur útbúið barnagang- ráöa, sem llkjast jó-jó, þannig að blývirarnir strekkjast eftir þvi sem barnið vex. Fyrir kemur, að sjúklingur er andsnúinn þvi að fá gangráðinn i bringuna, ellegar læknirinn sér - ástæðu til að koma honum annars staðar fyrir. f þeim tilfellum er liklegt, að kviðurinn verði fyrir valinu. Algeng er sú hugmynd, að utan- aðkomandi orkugjafar trufli gangráða, en það er i raun afar fátitt. Fyrstu tækin, sem ekki voru rétt hönnuð né nógu vel varin, áttu það til að ruglast, eða jafnvel rofna úr sambandi, vegna áhrifa frá rafmagnstækjum, t.d. örbylgjuofnum og rafmagnsrak- vélum. Timabundin áhrif En slik sambandsrof eru aðeins timabundin og standa aðeins jafnlengi og gangráðurinn er mjög nærri hinum utanaðkom- andi áhrifavaldi. Bilstjóri nokkur fékk t.d. alltaf aðkenningu af svima i hvert sinn, sem hann setti bilinnsinn i gang, þegar neistaði i kveikjunni. Bóndi, sem var nýbú- inn að fá gangráð, vildi endilega vera i sambandi við konu sina, þegar hann var að vinna útiverk- in, og hengdi þvi labb-rabb tæki á öxl sér. Þegar hann ýtti á taltakk- ann til að láta konu sina vita, að ekkert amaði að honum, leið snarlega yfir hann. Truflun frá labb-rabb tækinu, sem lá beint yfir gangráðnum, hafði sett hann úr sambandi. Sem betur fer losn- aðifingurinn af takkanum, þegar leiðyfir manninn, labb-rabb tæk- ið fór úr sambandi og gangráður- inn fór aftur i samband. Mannin- um leið vel, en hann gaf labb-rabb tækið. Nú orðið eru slik tilfelli svo sjaldgæf, að dr. Parsonnet minnist einungis fjögurra dæma, þar sem um utanaðkomandi truflanir var að ræða hjá öllum sinum sjúklingum. og voru þau tæki öll meira en sjö ára gömul. Auk þess að forðast „diath- ermy”-meðferð (hátiðni, raf- magnssegulmögnuð geislavirkni) og fara reglulega i eftirlit til læknis eða I sjúkrahús, eru fáar varúðarráðstafanir, sem gang- ráðssjúkiingur þarf að gera. Frú Piccione færir til húsgögn heima hjá sér full af eldmóði. Sumir leika tennis, aðrir golf. Hr. Spiel- er er stofnandi og fyrrum for- maður Gangráðasjóðsins, sem stendúr fyrir vikulegum mótum, þarsem meðlimirsýna likamlega hreysti sina með þvi að spila keiluspil. Þá eru þeir klæddir eld- rauðum skyrtum, skreyttum hvitum hjörtum með orðinu „gangráður”. Ekki þarf að neita sér um ferðalög, þvi að sjúklingar geta notazt við simahlerunartæki frá svo fjarlægum stöðum sem italiu, Bombay, israel og jafnvel Afriku. Reyndar finnst mörgum sjúk- lingum þeir mun hressari en fyrir uppskurð. T.d. kvartaði eigin- kona miðaldra gagnráðssjúklings undan þvi, að maður hennar væri aldrei heima á kvöldin, og grun- aði hann um að vera i tygjum við aðra konu. Þegar málið var kannað, sagði maðurinn, að hann væri orðinn svohress, að hann gæti ekki hugs- að sér að sitja heima yfir sjón- varpi kvöld eftir kvöld með konu sinni, sem væri eins og limd við sófann! Bætt lif Gangráður þarf ekki að vera nein hindrun i kynlifi. Oft hefur hann bætandi áhrif, þar sem sjúk- lingurinn er ekki i skelfingu um að missa meðvitund. Þegar órólegar dætur lifsþyrsts manns á áttræðisaldri sögðu honum, að hann gæti ekki gift sig, þar sem hann notaðist við gangráð, lagði sjúkrahúsið blessun sina yfir hjónabandið frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Læknar urðu næstum eins mið- ur sin og sjúklingar, þegar nýlega birtust fregnir um gallaða gang- ráða frá einhverjum framleið- anda, sem varð að innkalla. Læknum finnst óþarft að hræða sjúklinga og fjölskyldur þeirra þannig, og vilja heldur fá fregnir af sliku beint, svo að þeir geti á- kveðið hvaða sjúklingar, ef nokkrir, þurfi að koma til eftir- lits. Ótrúlegt er, að um marga sjúklinga yrði að ræða, þar sem svo mikið reglulegt eftirlit fer fram, að bæði sjúklingur og lækn- ir vita hvernig ástandið er á hverjum tima. Bregðist gangráð- ur, kemst sjúklingur yfirleitt á sama stig og hann var fyrir gang- ráðsisetningu, þ.e.a.s. hjartað starfar nægilega vel til að halda honum i gangi þar til hann kemst á sjúkrahús til að fá nýjan gang- ráð. Alitið er, að 89 dauðsföll geti hafa átt sér stað vegna gallaðra gangráða, en margir.ef ekki allir þessara sjúklinga, hefðu dáið fyrr.ef ekki hefði notið gangráða, og miklu fleiri eru á lifi með hjálp þeirra. Engin lækningaaðferð er 100% örugg. Við notkun gangráða er áhættan lítil, en ávinningurinn mikill. Ef einhver gerði lista yfir kraftaverk 20. aldar i læknisfræði yrði gangráðurinn meðalhinna 10 mikilvægustu. Hann er dæmi- gerður fyrir það bezta, sem ame- risk læknisþjónusta hefur að bjóða. Nokkur dæmi: Hann hefur gert konu kleift að ala þrjú börn, sem annars hefði ekki verið um að ræða. Hann hefur gert 52 ára byggingaverkamanni i Minnesota mögulegt að halda áfram að vinna fyrir sér. Nelson Cheet- ham, sem er 75 ára, mjög starf- samur, fyrrum póstmaður og kominn á eftirlaun, getur spilað keiluspil til vinnings, þökk sé gangráði. 15 ára gömul stúlka i Wisconsin, hin freknótta Gail Dorsey fékk þann úrskurð 4ra ára að hún hefði hjartagalla, sem gæti bundið hana við hjólastól. Hún getur nú ieikið sér eins og jafnaldrar hennar, og leikur á fiðlu i skólahljómsveitinni, þökk sé gangráði. Clara Moriarity i Minneapolis stundar köfun sér til ánægju, og engum dytti i hug, að hún sé yfir sextugt, sem sér hana kafa til að kanna eitthvert sker undir yfirborði sjávar. Allt gang- ráðum að þakka. Einkennin Hvernig getur þú áttað þig á, að e.t.v. sé þörf fyrir gangráð, fyrir þig sjálfan epa fjölskyldumeð- lim? Dr. Federico bendir á eftir- farandi atriði: andateppa, svimi, yfirlið, hægur eða óreglulegur slagæðasláttur, hraður eða ó- reglulegur hjartsláttur. Sé um eitthvað af þessu að ræða, er sjúklingur settur i samband við léttan færanlegan hjartalinurita i einn sólarhring til þess að fá lýs- ingu á hjartastarfseminni einn venjulegan dag i lifi hans, bæði i starfi og hvild. Samkvæmt þessu linuriti er siðan sjukdómsgreín- ing gerð. Sú staðreynd, að þörf sé fyrir gangráð, þarf alls ekki að hafa i för með sér, að sjúklingur þurfi að setjast i helgan stein, sé hann að öðru leyti hraustur. Dr. Par- sonnet leggur áherzlu á þetta atr- iði I skýrslu, sem hann birti, um golfkeppni, þar sem þátt tóku tveir sjúklinga hans, og hann sjálfur: — Ég hlýt að hafa gert það, sem rétt var, þegar ég setti i þá gangráða. Þeirra höggafjöldi var rúmlega 80, en ég sjálfur var með yfir 100. iTALlÆKNI SF. SlÐUMÚLA 27 - SlMI 30662 A,hliða iórnsmíði ' Rennismíði • Viðgerðir BRUÐUVAGNAR ff f i I mí '•Ss'- A. > *■-.:Æ .?*&**■*■» Búðarverð kr. 7.950 - Heildsölu- birgðir: INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 84510

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.