Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 35

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 35
Sunnudagur 23. nóvember 1975 TÍMINN 35 0 Ævistarf málaráðuneytinu. Margt fleira mætti telja, til dæmis tilkynning- ar um stöðuveitingar o.fl. Ef til vill hefur islenzk æska aldrei verið betri nú Barnakennslu stundaði ég ekki eftir þetta, en ég var þó ekki laus úr tengslum við börn, þvi að ég var forstöðumaður barnastúku allt frá árinu 1940 og þangað til ég hætti á Fræðslumálaskrifstof- unni. Þessi stúka hélt fundi annan hvern sunnudag allan veturinn, svo hér var um mikið starf að ræða. En mér þótti ákaflega vænt um þetta starf, mér fannst það skemmtilegt, og ég sá aldrei eftir þeim tima sem til þess fór, þótt oft væri mikið að gera. — Varstu ekki lika i barna- verndarráði? — Jú, ég var þar lengi. Ég lenti i stjórn stéttarfélags barnakenn- ara, strax og ég kom hingað til Reykjavikur, og þangað má rekja orsakirnar til þess að ég tengdist barnaverndarráði. Ég var for- maður stéttarfélagsins um tima, átti sæti i stjórn S.l.B. og var for- maður þess nokkur ár. Þetta leiddi svona allt hvað af öðru. — Ekki hefðir þú enzt svona lengi i þessum störfum, ef þér liefði ekki þótt gaman að vinna með börnum og unglingum? — Nei, það er sannarlega vist og satt. Mér hefur verið það sönn unun að vinna með ungmennum, og ég má til með að bæta þvi við, — af þvi að ég er nú einu sinni kominn á raupsaldurinn — að ég man ekki eftir þvi að barn hafi nokkru sinni neitað þvi sem ég hef beðið það að gera. — Þú ert þá ef til vill ekki þeirrar skoðunar, þrátt fyrir þinn háa aldur, að heimurinn fari versnandi og unglingarnir verði verri og verri með hverju árinu sem liður? — Nei, sannarlega ekki. Ef til vill höfum við aldrei átt betri æsku en einmitt núna. Hitt er annað mál, að umhverfið er orðið allt annað en það áður var. Nú er svo m argt sem glepur unglingana og teygir þá og teymir i allar átt- ir. Við $igum mjög stóran hóp á- gætra og vel gerðra ungmenna, en auðvitað ber miklu meira á einum unglingi, sem fremur af- glöp en tiu unglingum sem láta slikt ógert. — Þú sagðist hafa stjórnað barnastúku. Voru þær margar hér i Reykjavik þá? — A þeim árum sem ég veitti barnastúku forstöðu voru að minnsta kosti sex barnastúkur starfandi i Reykjavik og nágrenni hennar. En mér til sárrar hryggðar eru þær nú flestar úr sögunni. Ég held að þær séu ekki nema tvær, sem enn starfa. Mér þykir þetta sorglegt vegna þess, að ég er þess fullviss, að barna- stúkur vinna gegn óreglu, auk þess að vera ágætur skóli i félags- störfum. Þrátt fyrir mikla könn- un, hefur mér ekki tekizt að finna eitt einasta dæmi þess, að maður, sem var i barnastúku, hafi orðið óreglumaður siðar á ævinni. Þeir hafa að sönnu ekki allir orðið templarar eða starfandi sem slik- ir,en drykkjumenn hafa þeir ekki orðið mér vitanlega. — Þér finnst þá starfið i Góð- templarareglunni ekki lakasti þátturinn i þinum margháttuðu félagsmálaafskiptum? — Nei, siður en svo. Auðvitað fann ég til þess að við áttum við fátækleg skilyrði að búa, en ég á margar góðar minningar um þetta, ekki sizt frá starfinu að Jaðri, sem þar fór fram sumar eftir sumar. Að ógleymdum fé- lagsmálanámskeiðum, sem templarar héldu að Jaðri tvisvar, og ég veitti forstöðu i bæði skipt- in. Það er með allra skemmtileg- ustuverkum sem ég hef unnið um dagana. Þarna voru nemendur allt frásjötugu og niður i fjórtán ára aldur. En allir unnu saman eins og jafnaldrar væru. — Sjö- tugur maður úr Vestmannaeyjum sagði mér, að sér fyndist hann hafa yngzt um tiu ár þennan hálfa mánuð, sem hann var á nám- skeiðinu. — Varst þú ekki lika forstöðu- maður sumarheimilis barna? — Það gerði ég fyrir kvenfé- lagið Vorboðann i Reykjavik. Við vorum austur á Skeiðum með i tilefni af hundrað ára afmæli sinu, gefur Thorvaldsenfélagið út platta. Plattinn er teiknaður af Iialldóri Péturssyni og fram- leiddur hjá Bing og Gröndal. A plattanum er mynd af Austur- stræti og séð upp Bankastræti. tJtgefin aöeins 500 eintök. Allur ágóði rennur til styrktar vanheilum börnum. Pétur og Rúna í Færeyjum Laugardaginn 15. nóvem- ber frumsýndi Sjónleikara- félagið færeyska Pétur og Rúnu eftir Birgi Sigurðsson i Þbrshöfn. Leikstjóri var Eyðun Jóhannesson. Seinna verður leikurinn sýndur viða i Færeyjum. Færeyingar buðu höfundinum, Birgi Sigurðs- syni, að koma til Þórshafnar til þess að vera á frumsýningunni. — Þetta tókst ágætlega, sagði Birgir, er Timinn ræddi við hann nýkominn úr Færeyjaför sinni. Ég er mjög ánægður með frarrimi- stöðu færeysku leikaranna og skilning þeirra á verkinu. Námsmenn um lánamálin 1 TILEFNI af yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar um lánamál náms- manna, hefur kjarabaráttunefnd námsmanna gert svohljóðandi samþykkt: „Rikisstjórnin virðist nú hafa horfið frá þeirri stefnu, sem kemur fram i fjárlagafrumvarp- inu, að stóran hluta námsmanna eigi að hrekja frá námi með þvi að skerða námslán um næstum helming. Af bókun rikisstjómar- innar er að ráða að hún hyggist nú virða ótviræð lagaákvæði þess efnis, að óheimilt er að skerða námsaðstoð milli ára, Ætti það i sjálfu sér ekki að vera neitt fagn- aðarefni, en er þó jákvæð breyt- ing frá þeim kjaraskerðingará- formum, sem sett voru fram i fjárlagafrumvarpinu. Hitt litur kjarabaráttunefnd mjög alvarlegum augum, að rikisstjórnin virðist ætla að gera breytingar á lögum um námsaö- stoð að skilyrði fyrir þvi að náms- lánin fái viðunandi afgreiðslu á fjárlögum. Námsmenn hafa verið fúsir til breytinga á lögum um námsaðstoð og lögðu fyrir tveim árum fram itarlegar tillögur þar að lútandi. Rikisvaldið hefur hins vegar verið afar seint i svifum við þessa lagaendurskoðun. Sá sila- gangur stjórnvalda hefur valdið þvi, að endurskoðun er nú alls ekki lokið, og þvi er það dólgs- háttur af versta tagi, ef náms- menn eiga að gjalda hægfara vinnubragða rikisvaldsins. I framhaldi af yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar mun kjarabaráttu- nefnd berjast fyrir þvi að Alþingi afgreiði fjárlög með viðunandi framlögum til námslána, hvort sem rikisvaldinu tekst aö ljúka við endurskoðun á lögum um námsaðstoð eða ekki”. Kvennakór Suðurnesja sendir frá sér plötu Gsal-Reykjavik. — Kvennakór Suðurnesja hcfur sent frá sér LP-hljómplötu og eru kór- félagarnir jafnframt útgefendur plötunnar, sem tekin var upp i Illjóöriti á s.l. vori. Pressun plötunnar fór fram i Banda- rikjunum. Kvennakór Suðurnesja var stofnaður árið 1967 og hefur Her- bert H. Agústsson verið stjórn- andi kórsins frá upphafi. Milli 30 og 40 konur eru nú i kórnum, en á plötunni syngur Elisabet Eríings- dóttir einsöng með kórnum. önnur hlið hinnar nýju hljómplötu hefur að geyma sjö lög eftir Inga T. Lárusson, en á hinni plötuhliðinni eru lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Herbert H. Agústsson, Asgeir Snorrason og tvö lög sem eru af erlendum uppruna. Kvennakór Suðurnesja hefur ferðazt á s.l. árum landshorna á milli,en á s.l. ári tók kórinn þátt i alþjóðlegri söngakeppni á Ir- landi. Formaður kórsins er Margrét Friðri ksdóttir. þessa starfsemi, og ég segi alltaf, að þetta hafi verið sumarið, þeg- ar ég átti fjórar konur og fjörutiu börn! Við vorum aðeins fimm, fullorðnar manneskjur, og áttum að annast fjörutiu og fjögur börn á aldrinum sex til niu ára. Það var fjörugur og skemmtilegur hópur, en ég hef ekki i annan tima áttónæðissamari nætur, þvi'að ég svaf einn á hæðinni með þrjátiu krakka i kringum mig. — Ég las það i islenzkum sam- tiöarmönnum, Ingimar, að þú hefðir um árabil átt sæti f stjórn Sálarrannsóknafélags íslands, Starfaðir þú lengi i þeim félags- skap? v — Já, það er rétt, ég var nokk- ur ár i stjórninni, og auk þess sat ég allmarga vetur fundi með Haf- steini Björnssyni. Ég hef alltaf haft áhuga á þeim málum og fylgzt með þessari hreyfingu sið- an ég var ungur maður. — Hver er reynslan þin af miðilsfundum ? — Hún er dálitið misjöfn, eins og gefur að skilja, þegar um svo langan tima og mikinn fjölda funda er að ræða. En eitt vil ég taka fram, vegna umtals sem ný- lega hefur orðið um þá hluti: Ég hef aldrei orðið var við annað en á þeim fundum sem ég hef setið, hafi verið borin fullkomin virðing fyrir guðdóminum. Ég hef verið á fundum með fleiri miðlum en Hafsteini, og ég veit, að mjög margir miðilsfundir hefjast á bænalestri og sálmasöng. — Þú ert þá ekki i neinum vafa um að við munum halda áfram að lifa, eftir að jarðvistinni er lokið? — Nei, það efast ég ekki um, enda hef ég margfaldar sannanir fyrir þvi. Hitt er annað mál, að ég þurfti ekki að kynnast Sálarrann- sóknafélaginu til þess að trúa þvi að okkar biði lif handan likams- dauðans. Þvi hef ég trúað frá þvi ég var barn, og það á ég móður minni að þakka. Hún sagði oft við okkur börnin, eftir að faðir okkar dó: Þið verðið að hegða ykkur vel, svo að hann pabbi ykkar verði ánægður með framkomu ykkar og störf. Og hún sagði ann- að, sem var ennþá meira um vert: Þið verðið að muna það, börnin min, að þótt ég sjái ekki til ykkar, þá sér guð til ykkar. — Þessu trúðum við bókstaflega, en hins vegar höfum við sjálfsagt ekki alltaf getað farið eftir þess- um heilræðum, fremur en aðrir dauðlegir menn. — Þiö, börnin, hafið þá trúað þvi, að faðir ykkar fylgdist með ykkur, þótt þið gætuð hvorki heyrt hann né séð? — Já,okkur datt aldrei i hug að efast um það. BYGGINGAVÖRUVERSLUN KÓPAV0GS SF NVBYLAVEGI 8 SÍMI:41000 TIMBURSALAN KÁRSNESBRAUT 2 BYKO —vs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.