Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 12. desember 1975. Einar Ágústsson í Brussel: FF Er ekki á neinu samningaferðalagi" — Var harðorður í garð Breta á ráðherrafundinum Oó—Reykjavlk — Einar Agústsson, utanrikisráöherra, flutti ræöu á ráðherrafundi At- lantshafsbandalagsins i Brussel i gær. Hann veittist þar harð- lega aö Bretum fyrir að senda herskip og aðstoöarskip til aö verja veiðiþjófa innan Islenzkr- ar fiskveiöilögsögu. Er Timinn hafði samband við Einar i gær, sagðisthann ekki hafa verið bij- inn að frétta um atburðinn fyrir mynni Seyðisfjarðar, en gerði þá ráð fyrir að hitta Callaghan, utanrikisráðherra Breta siðdeg- is, og ætlaði hann þá að sjálf- sögðu að mótmæla harðlega ásiglingunum, sem áttu sér stað innan landhelginnar, sem er jafnvel enn alvarlegra en ólög- legt athæfi innan fiskveiðilög- sögunnar, en utan sjálfrar land- helginnar, eins og Bretar eru margvisir að. Til stóð að Einar talaði við Callaghan I gærmorgun en það samtal gat ekki orðið þar sem timi gafst ekki til þess á. Ráðherrann kvaðst hafa rætt við Joseph Luns, framkvæmda- stjóra Nato i gærmorgun. Sagði Einar, að Luns væri vel heima i deilu fslendinga og Breta og skildi vel þýðingu þessa máls fyrir tslendinga og Nato. Einar hefur átt óformlegar viðræður við nokkra af utanrikisráðherr- unum, sem fundinn sitja, og virtist að flestir þeirra væru hlynntir okkar málstað og skildu vel ástæður fyrir Utfærslu fiskveiðilögsögunnar og nauðsyn þess að Islendingar yrðu að vernda fiskistofnana og lifsafkomu sina. f viðtali við Timann eftir fund- inn við Callaghan, sagði Einar AgUstsson, að hann hefði mót- mælt flotaihlutuninni og aðför dráttarbátanna að varðskipi innan Islenzku landhelginnar. Einar sagði, að Callaghan hafi á móti mótmælt framferði varð- skipanna. Utanrikisráðherra sagði, að Callaghan hefði sagt, að það væri vilji brezku rikisstjórnarinnar, að lausn fengist á fiskveiðideilu þjóðanna. Einar Agústsson sagð- ist hins vegar ekki vera á neinu samningaferðalagi og samninga- viðræöur við Callaghan kæmu ekki til mála af sinni hálfu, eins og á stæði. Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, ávarpaði aðalfund LIO I gær. Timamynd Róbert. Aðalfundur LÍÚ: FINNA VERDUR ÚRRÆÐI TIL AÐ MINNKA SÓKN ( ÞVERRANDI FISKSTOFNA — Ekkert afgangs fyrir útlendinga í fiskveiðilögsögunni Flugmdlastjóri: „ Verðum að loka fíug völlunum úti á landi ef við fáum ekki fé" AÐALFUNDI LIÚ lauk i gær og voru samþykktar þar ályktanir um fiskveiöilandhelgina, þar sem talið er útilokað að semja við út- lendinga um veiðar innan 200 milnanna, ogum úrræði til vernd- ar fiskistofnunum. Þá var ákveð- iðaðboða til sérstaks fundar eftir áramót til að ræða endurskoðun á sjóðakerfi sjávarútvegsins. Kristján Ragnarsson var endur- kjörinn formaður Ltú. Alyktanir fundarins fara hér á eftir: „Aðalfundur L.I.Ú 1975 mót- mælir harðlega framkomu Breta hér við land, innan 200 sjómilna fiskveiðilandhelginnar. Fundur- innskorar á Alþingi og rikisstjórn að leggja áherzlu á meiri þunga varðandi aðgerðir til að koma fiskiskipum Breta út úr fiskveiði- landhelginni, sem er okkur svo mjög mikilvægt. Þetta sé gert m.a. með þvi að tilkynna ráöa- mönnum NATO, að komi það ekki til aöstoðar og stuðli að þvi, að Bretar hætti þvi ofbeldi, er þeir hafa nú I frammi hér við land við óvopnaða bandalagsþjóð, hafi það brugðiztsinu varnarhlutverki hér á landi. Ennfremur telur aðalfundur- inn, að með tilliti til núverandi ástands fiskistofnanna við landið, sé fiskveiðum okkar stefnt i voða, ef haldið er uppi sókn i rikara mæli en við getum annazt sjálfir, enda blasir nú við, að við tslend- Hvammstanga- bátur stór- skemmdist Gsal-Reykjavik — „Báturinn er störskemmdur. Það má allt eins biiast við því, að hann verði dæmdur ónýtur,” sagði Brynjólf- ur Sveinbergsson, fréttaritari Timans á Hvammstanga, en um sjöleytiðí gærmorgun urðu menn, sem voru á ferð um bryggjuna á Hvain mstanga, þess varir, að eldur var laus i Fróða HU-10. Slökkviliðið var þegar kvatt á vettvang, en slökkvistarf gckk erfiðlega og lauk ekki fyrr en undir hádegi. Fróði HU er rdmar þrjátiu lestir að stærð. ingar þyrftum að leggja hluta af flota okkar til að koma I veg fyrir tortimingu margra fiskistofna, þar með er útilokað að semja við nokkra þjóð um þorskveiðar i hinni nýju fiskveiöilandhelgi.” „Aðalfundur L.I.Ú. 1975, skorar á rikisstjórnina aö taka nú þegar upp viöræður og samráö við L.I.Ú. og Hafrannsóknastofnun- ina um úrræði til verndar fiski- stofnunum umhverfis landið, einkanlega þorsk- og ýsustofnun- um. Efbyggter á þeim niðurstöð- um, sem fram komu I skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar 13. okt. 1975, er ljóst, að fiskiskipa- floti okkar er nú of stór miðað við styrkleika þessara höfuðfiski- stofna, ef honum væri beitt að fullu og beri þvi brýna nauðsy n til að finna úrræði til aö minnka sóknina. Til þess að koma eftir mætti i veg fyrir samdrátt i almennri sókn flotans, verður lögð á það mjög aukin áherzla, að kanna möguleika á veiðum á öðrum fiski, e.t.v. á áður ókönnuðum miðum, svo sem veiðum á kol- munna, spærlingi, langhala og karfa. Fundurinn telur, að hér sé um svo knýjandi vandamál að ræða, að óhjákvæmilegt sé að hefjast þegar handa um að leita leiða til úrlausnar á þvi.” „Aðalfundur L.I.Ú. 1975 lýsir stuðningi við þá itarlegu endur- skoðun á sjóðakerfi sjávarút- vegsins, sem nú stendur yfir. Fundurinn telur að halda beri við greiðslu hins almenna útflutn- ingsgjalds, skv. lögum nr. 19/1973, með þeirri breytingu þó, að framvegis verði greiðslur til Try ggin gas jóðs fiskiskipa lækkaðar um helming frá þvi sem nú er. Ennfremur telur fundur- inn, að halda beri áfram greiðslu útflutningsgjalds til hinnar al- mennudeildar og áhafnardeildar Aflatryggingasjóðs, svo og greiðslu útflutningsgjalds til sild- arleitarskips. Fundurinn álitur, að starfsemi Stofnfjársjóðs fiskiskipa og Verð- jöfnunarsjóðs skuli vera óbreytt frá þvi sem verið hefur. Aðalfundurinn ályktar, að leggja skuli niður greiðslu út- flutningsgjalds til oliusjóðs, sér- stakt útflutningsgjald til Fisk- veiðasjóðs og einnig sérstakt út- flutningsgjald, sem rennur til Framleiðslueftirlits sjávaraf- urða. Með framangreindum breyt- ingum munu útflutningsgjöld lækka úr 16 hundraðshlutum I um 5-6 hundraðshluta. Skilyrði þess, að framangreind- ar breytingar verði framkvæmd- ar er, að fullt tillit verði tekiö til þeirra I breyttum kjarasamning- um við sjómenn. Takist ekki I einum áfanga breytingin á sjóðakerfinu, þá samþykkir fundurinn, að stjórn samtakanna taki afstöðu til þess hve langt er hægt að ná i yfir- standandi kjarasamningum. Ef sjóðakerfinu verður breytt I sam- ræmi við það sem að ofan getur samþykkir aðalfundurinn, að samtökin geri félagsmönnum sin- um glögga grein fyrir þeim mikil- vægu breytingum á rekstrar- Framhald á 20. siðu. KOMINN er á markaðinn minnis- peningur, Friðriks Ólafssonar, stórmeistara i skák, sem sleginn var i tilefni af 50 ára afmæli Skák- sambands Islands og 75 ára af- mæli Taflfélags Reykjavikur á þessu ári. Er hér um að ræða visi að sér- stakri stórmeistaraseriu, sem haldið verður áfram með eftir þvi BH-Reykjavik. — Það er alveg vonlaust að halda svona áfram. Ef fjárveitingavaldið sér ekki að sér, er ekkert annað fyrirsjáan- legt en við verðum að loka flug- völlunum úti á landi. Það er ekki forsvaranlegt að láta flugmenn fljúga þangað við þessar aðstæð- ur. öryggi þeirra og farþeganna er I stöðugri hættu. Við getum ekki staðið i þvi I hvert einstakt skipti, að úrskurða hvenær við teljum fært að áætla flug á stað- ina, þar sem lágmarksöryggi er ekki fyrir hendi. Þetta er geysileg ábyrgð, sem hvilir á okkur, og við gerum okkur ljóst, að slys geta gerzt hvenær sem er. Það stoðar ekkert að benda á það, að flogið hafi verið slysalaust I áætlunar- flugi innanlands árum saman. Hversu lengi má ætlast til, að flugmenn okkar haldi áfram að gera kraftaverk? - Þannig komst Agnar Kofo- ed-Hansen, flugmálastjóri, að orði I viðtali við Timann i gær. Kvað flugmálastjóri rikisvaldið svo naumt i fjárveitingum slnum tilöryggismáia flugvalla, að engu tali tæki. á sama tima og verið væri að spenna flugvallakerfið út um allt land, eða eins og hann sagöi: „skófla upp hækkunum viös vegar, slétta úr brautinni og hengja vindpoka upp við brautar- endana og kalla siðan flugvöll!” Flugmálastjórisagðist hafa um árabil reynt aö benda á hættuna. Nú væri hann löngu þreyttur á þvi, ,þvi' að það hefði ekkert að segja. Væri hann harla óhress yfir þvi skilningsleysi, sem rikti á öryggismálum flugvalla. Ár eftir ár hefðu flugvellirnir verið sveltir af rikisvaldinu, þ.e.a.s. fjárveitingavaldinu, með- sem tilefni gefast. Peningurinn er sleginn i gulli, silfri og bronsi, og i mjög tak- mörkuðu upplagi. Hann er stór og mjög upphleyptur, um 70 gr. að þyngd. Útsölustaðir eru Samvinnu- bankinn og útibú hans, verzlunin Klausturhólar, Lækjargötu 6 og hjá félögum. an hróflað væri upp nýjum völl- um. Væru öryggismálin i algjör- um ólestri. Úr þessu yrði ekki bætt fyrr en skilningur fengist á tilhlýðilegum fjárúthlutunum til öryggismála. Sem dæmi nefndi flugmálastjóri, að tillaga flug- málaátjórnarinnar um nauðsyn- legt fé til viðhalds, bygginga og reksturs flugvalla á árinu 1976 hljdðaði upp á 979 milljónir króna. A fjárhagsáætlun væri 252 millj. króna ætlaðar til þessara mála. Máli sinu til skýringar lét flug- málastjóri Timanum i té yfirlit yfir helztu framkvæmdir flug- málastjórnar á árinu 1975 og fer það hér á eftir: Fjárveiting til framkvæmda i flugmálum árið 1975 nam sam- kvæmt fjárlögum 202 millj. kr., að viðbættri lánsheimild að upp- hæð 20 millj. kr. til malbikunar á hluta Isafjarðarflugvallar. 1 sam- ræmi við ákvörðun rikisstjómar- innar um samdrátt rikisfram- kvæmda var framkvæmdaáætlun flugmálastjórnar lækkuð I 182 Framhald á 20. siðu. Lögbannsúrskurði frestað: Kært fyrir að loka barn inni Oó-Reykjavlk. Lögbannsmálið vegna kryddpökkunar i ibúðar- húsi i Kópavogi var tekið fyrir hjá fógetaembættinu i gær. Þar sem aðilar að málinu gátu ekki komið sér saman um frest, var ekki hægt að kveða upp úrskurð varð- andi sjálft lögbannið, né heldur hvenær það verður sett. Mun sá úrskurður hafa verið kveðinn upp siðari hluta dags i gær. Gerðar- þoli, það er að segja sá sem pakk- ar kryddinu, bað um frest til mánudags. en gerðarbeiðandi vildi ekki fallast á neinn frest. En hann átti i gær eftir að skila einu dómsskjali. Skýrt var frá ágreiningsmáli granna, sem eiga sina hvora hæð hússins númer 3 við Hábraut i Kópavogi, i Timanum i gær. En eigandi og ibúi efri hæðarinnar vill ekki sætta sig við kryddvöru- pökkun og aðra starfsemi i sam- bandi við innflutning, pökkun og heildsölu, sem fram fer á neðri hæðinni og fer fram á lögbann við þeirri starfsemi. Nokkuð er farið að hitna i kol- unum hjá saméignarmönnunum sem deila húseigninni. I gær kærði eigandi efri hæðarinnar son eiganda þeirrar neiðri fyrir að loka 11 ára gamla stúlku inni i geymslu og halda henni þar i hálfa klukkustund. Var kæran af- hent lögreglunni i Kópavogi. Friðrikspeningurinn kominn á markaðinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.