Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 12. desember 1975. TÍMINN n (Jtgefandi Framsóknárflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty, símar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. BlaöaprentfT.f;' í miðri baráttunni Dagur birti nýlega athyglisverða ræðu, sem Ingvar Gislason alþm. flutti á fundi Framsóknar- félags Akureyrar 28. f.m. Ingvar rekur þar, hvernig íslendingar hafa þurft að heyja styrjöld við ýmsa nábúa sina i hvert skipti, sem þeir hafa fært út fiskveiðilögsöguna. Ingvar segir siðan: „Þetta hef ég rifjað upp, þvi að ég tel nauðsyn- legt að menn átti sig á mikilvægustu staðreyndum landhelgisbaráttunnar siðustu 25-30 ár. Þetta sýnir að landhelgisbaráttan hefur verið erfið og marg- slungin. En umfram allt ætti þetta að minna okkur á, að við höfum ekki unnið neinn lokasigur i land- helgismálinu, heldur stöndum við enn I miðri baráttunni. Það minnir okkur einnig á, að við verðum að sætta okkur við ýmsar tafir, sem komið geta fyrir á leið okkar að settu marki. Þó að við höfum baráttuviljann og stefnufestuna i okkur sjálfum, þá ráðum við framgangi málsins ekki að öllu leyti einir. Sérstaklega finnst mér nauðsyn- legt, að menn geri sér grein fyrir þeirri staðreynd, að alþjóðleg viðhorf og réttarþróun ráða ótrúlega miklu i málum af þessu tagi. Þess vegna verðum við að halda áfram áð berjast innan alþjóðasam- taka og á alþjóðavettvangi fyrir þeirri stefnu, sem við ætlum að koma fram.” Ingvar segir ennfremur: „Ég tel mikla nauðsyn á þvi, að menn liti raunsæjum augum á landhelgismálið. Markmiðið er eitt, og að þvi hefur verið keppt siðustu 25-30 ár. Við höfum fetað okkur áfram stig af stigi og náð umtalsverðum árangri, en við megum ekki blekkja okkur með þvi að halda að við höfum sigr- að i landhelgismálinu. Hitt er þó sennilegt, að sigur okkar sé skammt undan. Þess vegna ber okkur nú, og eftirleiðis sem hingað til, að vinna að framgangi landhelgismálsins af hyggindum og lagni og láta sögulega og lagalega yfirsýn ráða gerðum okkar, en ekki pölitiskar æsingar eða persónulega heift. Ég þori að fullyrða að skilningur erlendra valda- manna og áhrifamikilla fjölmiðla á málstað Is- lendinga fer sivaxandi. Ég vona að enginn sé svo heimskur að gera litið úr sliku. í minum augum er það eitt af grundvallaratriðum þess að við fáum sem fyrst frið og full yfirráð yfir auðlindum hafs- ins, að skoðun valdamanna og almenningsálit i heiminum snúist á sveif með Islendingum. Það er þolinmæðiverk að skapa almenningsálit i heimin- um, en að þvi verður að vinna með sömu iðni og endurtekningum eins og við höfum verið að gera i meira en fjórðung aldar.” Að lokum segir Ingvar: ,,En það vil ég segja að lokum, að landhelgis- baráttan er i rauninni framhald sjálfstæðisbarátt- unnar, eða réttara sagt: hluti af sjálfstæðisbarátt- unni. Ég er þess fullviss, að ráðandi menn þjóðar- innar gera sér fulla grein fyrir þessu atriði, og ég er ekki i vafa um það, að allar aðgerðir rikis- stjórnarinnar i landhelgismálinu nú eru fram- kvæmdar i þeirri vissu, að þær verði til þess að treysta efnahagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði íslendinga.” Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Souphanouvong tekur við forustu í Laos Hann fylgir áfram hlutleysisstefnu hálfbróður síns ÞAÐ VAR fyrirsjáanlegt, þegar styrjöldinni i Vietnam og Kambódiu lauk, aö kommúnistar myndu einnig taka völdin i Laos. En Laosbú- ar flýta sér yfirleitt hægt, og þvi dróst formleg valdataka kommúnista i Laos þangaö til i byrjun þessa mánaðar. Yfir henni voru ekki heldur nein merki byltingar, heldur fór hún fram sem hin friösamleg- asta athöfn. Fyrst var skýrt frá þvi, að konungurinn, Savang Watthana, heföi látiö af völdum og konungdæmiö verið afnumiö. En jafnframt skýröi upplýsingaráöherra nýrrar stjórnar, Sisana Sisam, frá þvl, að konungur- inn yrði hvorki settur i fangelsi né rekinn i útlegð, heldur hefði hann verið skip- aður sérstakur heiðursráð- gjafi nýrrar rikisstjórnar. Jafnframt var lokið miklu lofsorði á konunginn og störf hans og honum færðar þakkir fyrir þau. Hinu 600 ára gamla konungdæmi i Laos gat vart lokiö á friðsamlegri hátt. Skömmu siðar var tilkynnt, að samsteypustjórnin, sem komst á laggirnar fyrir frum- kvæði Kissingers 1973, hefði látiðaf störfum, og að mynduð heföi verið hrein flokksstjórn sjálfstæðishreyfingarinnar, sem hefur gengið undir nafn- inu Pathet Lao, en þar hafa kommúnistar haft töglin og hagldirnar. Þá var tilkynnt að foringi hreyfingarinnar, Souphanouvong prins, hefði veriö kjörinn fyrsti forseti hins nýja lýðveldis, og hefði fyrsta verk hans verið að skipa nýja rikisstjórn. Hin nýja stjórn hefði valið sér ýmsa ráðgjafa, en fremstur i flokki þeirra væri Souvanna Phouma, sem oftast hefur verið forsætisráðherra Laos á siöari árum, og beitt hefur sér manna mest fyrir þvl, að Laos fylgdi hlutleysisstefnu. Svo vel hafði honum tekizt þetta hlut- verk, að hann naut tiltrúar bæði i vestri og austri. Annars eru þeir ekki neitt ókunnugir Souvanna Phouma og hinn nýi forseti Laos, þvi að þeir eru hálfbræður og hafa verið aðal- mennirnir i þeim tilraunum, sem geröar hafa veriö i Laos siðustu tuttugu árin til að koma þar á samstjórn allra flokka. Þótt þessar tilraunir hafi oftast ekki náð árangri eða farið út um þúfur eftir stuttan tima, hefur bersýni- lega alltaf haldizt nokkurt vin- fengi milli þeirra bræðra. SOUPHANOUVONG er yngri þeirra bræðra, fæddur 1912, en Souvanna Phouma er fæddur 1901. Báðir eru þeir franskmenntaðir. Souphanou- vong lauk prófi I verkfræði við háskóla I Frakklandi 1938, og hélt þá heim til Laos. Arið 1945 var hann varnarmálaráð- herra I rikisstjórn, sem lýsti yfir fullu sjálfstæöi landsins og slitum stjórnarfarslegra tengsla við Frakkland. Franskurher bældi þessa upp- reisnartilraun niður. Sophanouvong haföi þá þegar komizt I kunningsskap við Ho Chi Minh og orðið fyrir nokkrum áhrifum frá honum. Arið 1950 stofnaði Souphanou- vong sjálfstæðishreyfinguna, sem borið hefur nafnið Pathet Lao og nú hefur tekið völdin i Laos. Hreyfing þessi naut stuðnings frá Norður-Viet- nam, og tókst henni fljótlega Souphanouvong að ná fótfestu i norðurhéruð- um Laos. Viö friðarsamning- ana, sem voru geröir i Paris 1954, fékk hreyfingin viður- kennd yfirráö sin i tveimur norðurhéruðum Laos, og hefur hún haldið þeim siðan og smátt og smátt verið að færa út yfirráðasvæöi sitt. Ariö 1957 náðist samkomulag um þátt- töku hennar I samsteypustjórn I Laos, og átti Souphanou- vong sæti i henni, en forsætis- ráðherra hennar var Sou- vanna Phouma. Tveimur ár- um siðar gerðu hægri menn i Laos uppreisn með stuðningi Bandarikjanna, og var Souphanouvong þá haldið i fangelsi um eins árs skeið. Þá tókst honum að flýja og taka aftur við forustu Pathet Lao, sem hafði haldið yfirráðum sinum i norðurhéruðunum. Skömmu siöar voru yfirráð hægri manna i Laos brotin á bak aftur og Souvanna Phouma kom til valda aftur og fylgdi hlutleysisstefnu næstu árin. Arið 1973 var að nýju mynduð samsteypustjórn i Laos með þátttöku Pathet Lao, og var Souvanna Phouma forsætisráðherra hennar. Sú stjórn hefur farið með völd þangaö til Pathet Lao tók þau alveg i sinar hendur um sið- ustu mánaðamót, eins og áður segir. MEÐ vissum rétti má segja, að borgarastyrjöld hafi staðið yfir i Laos siðasta aldar- fjórðunginn, eða siöan Pathet Lao hóf starfsemi sína. Sú styrjöld hefur þó sennilega verið einna friðsamlegust allra borgarastyrjalda. Hinar andstæðu hersveitir hafa sótt fram eða hopað á vixl. án þess aö til verulegra átaka kæmi. Borgarastyrjöldin þar hefur þvi ekki skapað nein vanda- mál svipuð þeim, sem leitt hefur af átökunum i Vietnam og Kambódiu. Eins og áður hefur veriö sagt, hefur Laos verið sérstakt konungdæmi i sex aldir sam- fleytt, og tekizt að halda sjálf- stæði sinu, þrátt fyrir herskáa nábúa. Frakkar brutust til yfirráða þar skömmu fyrir siðustu aldamót og gerðu landið að verndarsvæði sinu. Sterk sjálfstæðishreyfing myndaðist þar á árum siðari heimsstyr jaldarinnar, en Frökkum tókst að brjóta hana niöur 1946. Þremurárum siðar urðu þeir þó að veita Laos við- tækt sjálfstæði, og eftir friðar- samningana 1954 urðu þeir að veita Laos fullt sjálfstæði. Sið- an hafa stórveldin reynt á vixl að tryggja yfirráð sin i Laos, en Souvanna Phouma, sem hefur veriö áhrifamesti leið- togi landsins, hefur tekizt furðuvel að fylgja hlutleysis- stefnunni, og alltaf haldið fast við hana. Það er lika yfirlýst stefna hinnar nýju stjórnar. að Laos muni fylgja hlutleysis- stefnu áfram og ekki taka þátt i neinum pólitiskum bandalög- um, að Sameinuðu þjóðunum undanskildum. Þá er það yfir- lýst stefna hennar að koma á sósialiskum stjórnarháttum. en vafalaust verður það gert á friðsamlegan hátt, eins og flest annað i Laos. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.