Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 23
Föstudagur 12. desember 1975. TÍMINN 23 Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi verður til viötals á skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarárstig 18, laugardaginn 13. des. kl. 10-12 fyrir hádegi. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21, sunnudaginn 14. des. kl. 16.00. Kvöldverðlaun og heildarverðlaun að loknum 5 vistum. Þetta er siðasta vistin af 5 vista keppninni. öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Jólafundur Freyju, og Hörpukvenna verður miðvikudaginn 17. des. að Neðstutröð kl. 20. 30. Framsóknarkonur fjölmennið. DIÓmAIÍUUR Fjölbreyttar veitingar.Munið kalda borðið. Opiðfrá kl. 12—14.30 og 19—23.30. VIÍHAÍIDSDAR HOTEL LOFTLEIÐIR Kveikt á jólatrénuó Austur vell • — 24. tréð, sem Oslóbúar færa Reykvíkingum gébé Rvik — Kveikt verður á jóla- trénu á Austurvelli á sunnu- daginn, 14. desember. Þetta er^i 24. sinn sem Oslóbúar gefa Reykvikingum jólatré, en Brynjulf Bull, forseti borgar- stjórnar Osló, mun afhenda tréð, og Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri veitir þvi viðtöku. Athöfnin á Austurvelli hefst klukkan hálf fjögur með þvi að Lúðrasveit Reykjavikur leikur undir stjóm BjörnsR. Einarsson- ar, en að þvi búnu tekur Brynjulf Bull til máls, og mun kona hans, Ruth Bull, kveikja á trénu. Bull kom hingað sérstaklega til að af- henda tréð. Hann hefur verið for- seti borgarstjórnar Osló um langt árabil, en lætur af þvi starfi um áramótin. Dómkórinn mun syngja nokkra jólasálma undir stjórn Ragnars Björnssonar organista, en auk þess verður barnaskemmtun á Austurvelli, eftir að kveikt hefur verið á trénu. o Með ungu fólki Hreyfingin er mikilsverð fyrir heilsuna, og ég er sannfærður um að miklu færri þyrftu að liggja á sjúkrahúsum og slikum stofnunum, ef þetta fólk hefði stundað likamsrækt. Fólkið myndi lifa reglusam- ara lifi og færri vinnustundir töpuðust. Eitt vandamál er þó nokkuð viðkvæmt hjá okkur á Austur- landi. Það er sú mikla atvinna, sem þar er oft. Það lætur sjálf- sagt sérkennilega i eyrum að tala um mikla atvinnu, sém vandamál, en svo er það þó á Austurlandi. Þar er of fátt um vinnandi hendur, og þegar mik- ill afli berst á land, eru ungling- arnir látnir vinna gifurlega mikið. Vissulega þarf að bjarga aflanum, en að láta krakkana vinna langt fram á kvöld, og það jafnvel dag eftir dag, er ekki gott. Og þetta verður til þess að þau geta ekki tekið þátt i hollri tómstundaiðju. Þetta er vanda- mál held ég að verði ekki leyst, nema settar verði reglur um að unglingar megi ekki vinna nema til kl. 17 dag hvern. Sveitarst jórnarmenn á Austurlandi eru mjög skilnings- rikir á starfsemi UIA. Við sótt- úm um styrk til þeirra á sl. vori, og veittu mörg sveitarfélög styrk sem nam um 100.00 kr. á Ibúa i sveitarfélaginu. Aðrar sveitarstjórnir munu vera með það I athugun að taka þessar upphæðir inn á fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, og hef ég ástæðu til að ætla, að við fáum umtals- verðan styrk frá öllum sveitar- stjórnum á Austurlandi á næsta ári. Mó Góöa nótt Þaö er ætíö óvarlegt aö geyma peninga eöa aðra fjármuni í misjafnlega traust- um geymslum, - hvort sem þær eru í heimahúsum eöa á vinnustaö. Meö næturhólfum veitir Landsbankinn yöur þjónustu, sem er algjörlega óháö afgreiðslutíma bankans. Þjónusta þessi hentar bæði fyrirtækjum og einstakling- um; gerir yöur mögulegt að annast bankaviöskipti á þeim tíma sólarhringsins, sem yöur hentar best; sparar yöur fyrirhöfn; tryggir yöur trausta og örugga geymslu á fé og fjármunum. Kynniö yður þjónustu Landsbankans. RANGÆINGAR! Húsgagnamarkaður í Hellubíói sunnu- daginn 14. desember kl. 1-7. Þar verða m.a.: Sófasett, borðstofusett, stakir stólar, rúm, ruggustólar o.fl. úr bambus. Komið og skoðið. Sjón er sögu rikari. Verzlun Friðriks Friðrikssonar — Þykkvabæ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.