Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 12. desember 1975. Ofbeldi Breta mótmælt hjó Sþ FASTAFULLTRtJl íslands i New York hefur i dag sent for- manni öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem að þessu sinni er fulltrúi Bretlands, Ivor Richard, svohljóðandi orðsend- ingu: „Samkvæmt fyrirmælum rik- isstjórnar minnar, leyfi ég mér áð vekja athygli yðar og meðlima öryggisráðsins á eftir- farandi: 1 þriðja skipti á 17 ára timabili halda brezk herskip uppi ólög- legum aðgerðum innan fisk- veiðilögsögu tslands. Hinn 25. nóvember 1975 lýsti brezka rík- isstjórnin þvi yfir að hún hefði „ákveðið að láta i té vernd her- skipa, til þess að gera brezkum togúrum kleift að stunda fisk- veiðar við tsland, þar eð skip islenzku Landhelgisgæzlunnar héldu uppi aðgerðum til að hindra slíkar veiðar”. Um þessar mundir eru þrjár eða fjórar freigátur brezka flot- ans innan fiskveiðitakmarka ts- lands og njóta þær stuðnings herflugvéla og herþyrla, auk ýmissa annarra aðstoðarskipa i þjónustu brezku rikisstjórnar- innar, svo sem birgðaskipa og dráttarbáta. Fleiri brezk her- skip biða þess albúin að sigla inn á svæði islenzku fiskveiði- lögsögunnar. Eins og áður (á árunum 1958-1961, og á árinu 1973) álitur rikisstjórn Islands þessa innrás brezkra herskipa inn i Islenzku fiskveiðilögsöguna vera fjand- samlega aðgerð og skýlaust brot gegn fullveldisrétti Islands. Hefur islenzka rikisstjórnin harðlega mótmælt þessuharka- lega broti á ákvæðum sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þær staðreyndir aðrar, er mikilvægar mega teljast i þessu máli, eru sem hér segir: Það er kunnara en frá þurfi að segja að fiskveiðar á miðum umhverfis landið eru algjör for- senda fyrir tilvist islenzku þjóð- arinnar, og að ekkert sjálfstætt riki er jafnháð fiskveiðum og Is- land. Aðgerðir til verndar fiski- stofnunum fela þvi i sér brýna lifshagsmuni fyrir Islenzku þjóðina. Hinn 15. október 1975 gekk i giidi reglugerð sem mælir svo fyriraðfiskveiðilögsaga Islands verði stækkuð og færð út i 200 sjómilur. Þessi nýja reglugerð byggist á lögum nr. 44 frá 5. april 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns- ins, og jafnframt á þeirri þróun, sem átt hefur sér stað á sviði. alþjóðalaga fyrir tilstilli þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóöanna. Þau drög að alþjóða- lögum, er nú liggja fyrir ráð- stefnunni gera ráð fyrir þvi, að lýsa megi yfir efnahagslögsögu er nái 200 mílur á haf út frá grunnlínum, jafnframt þvi sem strandriki skuli hafa heimild til þess að ákveða aflamagn innan þessa svæðis, og sömuleiðis ákvarða að hvaða marki það getur nýtt þær auölindir, sem finnast innan þessa svæðis. Þessar grundvallarreglur njóta stuðnings yfirgnæfandi meiri- hluta þeirra þjóða, er þátt taka i ráðstefnunni. Enda þótt nokkur timi muni liða þar til ráðstefnan lýkur störfum, sökum ýmissa annarra vandamála, er einnig biða úrlausnar, þá eru þær grundvallarreglur, sem hér hafa verið nefndar, þó orðnar ófrávikjanlegur hluti af endan- legri niðurstöðu ráðstefnunnar. Hin nýja reglugerð um stækkun fiskveiðilögsögunnari' 200 milur er i fullu samræmi við þessa þróun. Hvað ísland varðar þá var útilokað að fresta lengur út- færslu fiskveiðilögsögunnar, þar sem lifshagsmunir islenzku þjóðarinnar eru hér að veði. Aratugum saman var megin- hluti þess fiskafla, sem tekin var úr sjó umhverfis Island, sild og þorskur. Siðan sildin hvarf af Islandsmiðum i kringum 1966, þá hafa þorskveiðar verið enn þýðingarmeiri en nokkru sinni, og að meðaltali hefur þorskafli numið 400,000 tonnum á ári miðað við heildarafla botnfisks, sem verið hefur samtals um 730,000 tonn á islenzka veiði- svæðinu (en af þessu fiskmagni hafa 40-50 hundraðshlutar verið veiddir af erlendum veiðiskip- um). 1 mörg ár hefur það verið kunn staðreynd, að þorskstofn- inn á islenzkum fiskimiðum hef- ur verið ofveiddur. Á árinu 1970 uámu þorskveiðar samtals 471,000 tonnum. A árinu 1974 nam þessi afli þorsks samtals 375,000 tonnum, þrátt fyrir mjög aukna sókn veiðiskipa. 1 nýrri skýrslu (nóvember 1975), sem er unnið sameiginlega af is- lenzkum og brezkum fiski- fræðingum, er mælt með þvi að þorskveiðar á Islenzka veiði- svæðinu — en það eru einmitt veiðar, sem Bretland hefur einkum áhuga á — verði mjög NÝIR SAMNINGAR UM ÁLBRÆÐSLUNA BH-Reykjavik —-Þann lO.desem- ber sl. var undirritað samkomu- lag milli rikisstjórnar tslands og Sviss Aluminium Ltd. um tiltekn- ar breytingar á fjárhagsatriðum i aðalsamningi þeirra frá 28. marz 1966 um álbræðslu I Straumsvik, samfara breytingum á rafmagns- samningi milli Landsvirk junar og ISAL, 'sem honum fylgir. Voru samningarnir undirritaðir af iðn- aðarráðherra með fyrirvara um staðfestingu af hálfu Alþingis. Sl. miðvikudagskvöld var svo lagt fram lagafrumvarp um lagagildi þessa viðaukasamnings. I athugasemdum með laga- frumvarpinu segir, að með hinum nýju samningum sé stefnt að auknum heildartekjum Islend- inga af álverinu i Straumsvik, ekki sizt á næstu árum, og þá um leið öruggari tekjum en verða mundu eftir gildandi samningum. Jafnframt er gefinn kostur á stækkun álbræðslunnar, sem svarar 20 MW, (10.700 árstonn- um) er getur leitt til aukinnar orkusölu, sem þvi nemur, fljót- lega eftir að Sigölduvirkjun tekur til starfa. Þar af eru 12 MW af- gangsorka. Aðalatriði Samninganna eru þau, að tekið verður upp nýtt orkuverð frá 1. október 1975, en þá átti það að lækka úr 3.0 i 2,5 mills./TcWh. Er nýja verðið sett á stigbreytingagrundvöll I tengsl- um við álverð frá 1. janúar 1978, en var áður lítt breytilegt fyrr en við lok 25 ára samningstimabils- ins. Nýja verðið er þannig: Til ársloka 1975 3,0 mills./kWh, næstu 6 mánuði 3,5 mills/kWh, næstu 12 mánuði 4,0 mills/kWh, og næstu 6 mánuði 4,0—4,5 mills/kWh eftir álverði. Frá 1. janúar 1978 til 1. október 1994 fylgir orkuverðið álverði, þannig: Alverð (cent/pund) 40 eða minna 40—50 50—60 60—70 Yfir 70 Orkuverð (mill/kwst.) 1%, þó ekki undir 3,5 mill 0.85% af viðbót 0,70% af viðbót 0,55% af viðbót 0,40% af viðbót Hinum fasta taxta framleiðslu- gjalds ISALs, sem átti að hækka úr $12,50 i $20,00 á tonn 1. október 1975, er breytt frá þeim degi i lág- marksskatt, sem greiða ber mán- aðarlega á skattárinu eftir út- skipunum. Er lágmarksskattur- inn (grunntaxti gjaldsins) $20,00 á tonn eða sem svarar $1.500.000 á ári við fulla framleiðslu án stækk- unar, sem er 75 þúsund tonn. Þessi lágmarksskattur greiðist án tillits til taps eða hagnaðar hjá fyrirtækinu og myndar enga skattinneign, gagnstætt þvi sem er um núverandi framleiðslu- gjald. Það gjald getur myndað skattinneign að þvi leyti, sem það erumfram $235.000 þ.e. hinn eldri lágmarksskatt, sem nú mundi falla niður. Við hækkanir á ál- verði umfram 40 cent á pund (það er nú 39 cent) fer framleiðslu- gjaldið hækkandi eftir leiðréttum taxta, i stiglækkandi hlutföllum sem hér segir, sbr. 26. gr. aðal- samnings og töflu 3, sem hér fylg- ir: Álverð Taxtahækkun (cent/pund) ($tonn) 40—50 90% af hlutf. hækkun 50—60 80% af hlutf. hækkun 60—70 70% af hlutf. hækkun Yfir 70 60% af hlutf. hækkun Með þessari stighækkun og ákvæðum um lágmarkstekju- skatt er eldri skatthækkunarregla leyst af hólmi, enda hefur hún leitt til óraunhæfrar skattlagn- ingar. Viðbótarskatturinn vegna hins leiðrétta taxta fellur i gjalddaga i byrjun næsta árs eftir skattárið og fer þá fram endanlegt uppgjör ■fyrir árið með hliðsjón af tekjum ISAL, ef við á sbr. málsgr. 29.03 og 29.07. Um myndun nýrra skatt- inneigna verður þvi ekki að ræða. Um framleiöslugjaldið gildir sú hamarkstakmörkun, að hækkun þess vegna stigbreytinga má ekki leiða til skattlagningar umfram 55% af nettóhagnaði ISALS (i gildandi samningum er 50% há- mark). Þar á móti hefur verið tekið upp nýtt tekjulágmark, þannig að framleiðslugjaldið i heild, má aldrei vera lægra en 35% af nettótekjum, sbr. 27 gr. i Aðalsamningsviðauka. Um út- reikning nettóhagnaðar gilda sömu takmarkanir gagnvart ISAL og áður, sem er mikilvægt atriði, að öðru en þvi, að fyrirtæk- inu verður heimilað að mynda 20% varasjóð eftir svipuðum regl- um og gilda eftir islenzkum skattalögum sbr. málsgr. 27.03. I skattamálunum hefur loks verið samið um skattinneign ISALs samkvæmt eldri reglum vegna reksturs fram til 1. október 1975, en hann hefur á þessu ári verið með stórfelldu tapi og inn- eignin þvi mikil, eða 4.4 millj. dollara. Þessi inneign mun bera vexti samkvæmt forvöxtum bandariska seðlabankans (Federal Reserve Discount Rate meðaltal siðustu 10 ára. 5,6%) og greiðist af framleiðslugjaldi um- fram lágmarkið 20 dollara á tonn. Ef^ enn er um að ræða eftirstöðv- ar i lok samningstimabilsins skulu þær greiddar, þegar samn- ingstimabilið er útrunnið. Heimild til stækkunar. 1 sam- komulaginu felst, að á timabilinu frá 1. april 1978 til 31. desember 1979 hefur ISAL kauprétt á orku, sem er 20 MW að afli (176 giga- wattstundir á ári), og skiptist hún þannig, að 40% (8 MW 70 GWst) er forgangsorka en 60% (12 MW, 106 GWst) er afgangsorka ISAL verður að tilkynna Landsvirkjun með árs fyrirvara, ef fyrirtækið hyggst nota kauprétt sinn, þannig að tilkynning verður að berast fyrir 31. desember 1978. Ef ISAL notfærir sér kaupréttinn, gilda ákvæði hins nýja samkomulags um orkukaup þessi til loka samningstimabilsins. Lands- virkjun hefur reiknað út meðalverð viðbótarsölunn- ar árið 1978 og 1979 miðað við álverð 45 cent á pund, og er það 4.43 mill/kwst. Ef gengið er út frá, að afgangsorkuverð til ISALs samkvæmt þessari viðbót yrði hið sama og ákveðið er til Járnblendiverksmiðjunnar sömu ár, verður forgangsorkuverð á viðbótarorkusölunni 10,3 mill/kwst., sem er hliðstætt eða jafnvel betra en til Járnblendi- Framhald á 20. siðu. Áttum von d alvar legum atburðum .— en ekki að þeir gerðust alveg uppi við land' Jóhann Hafstein (S) kvaddi sér. hljóðs utan dagskrár i sam- einuðu þingi i gær og gerði að umtalsefni þá alvarlegu at- burði, sem gerzt höfðu íyrir aust- an land. Sagðist hann vita, að bæði dóms- málaráðherra og forsætisráð- herra hefðu verið mjög upp- teknir af að afla frétta f þessum atburðum og vildi þvi spyrja dómsmálaráð- herra, hvort hann gæti á þessari stundu skýrt þingmönnum frá þeim atburðum, sem þar hefðu gerzt. Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra skýrði frá þeim fréttum, sem borizt höfðu af ásiglingu dráttarbátanna á varð- skipið Þór og lýsti atburöunum eins ýtarlega og þá var unnt. Sagði hann, að ek ki h e f ði skýrsla um at- burðina ennþá borizt, en yrði send fjölmiðl- um siðar i dag. Eftir að hafa lýst atburðum, sagði dómsmálaráðherra. — Ég lit þennan atburð mjög alvarlegum augum. Það er sama hvað öllum deilum um fiskveiði- takmörk liður. Þessi atburður á sér stað innan okkar elztu land- helgi — landhelgi, sem allar þjóð- ir hafa viðurkennt. Ég fullyrði, að rikisstjórnin tekur málið til mjög alvarlegrar meðferðar og gerir sinar ráð- stafanir. Nú biðum við aðeins eftir nákvæmari skýrslu, en hana fáum við innan skamms. Við höfum alltaf mátt reikna með þvi að til alvarlegra atburða drægi á Islandsmiðum, en það kemur á óvart, að atburðir þessir eiga sér stað alveg upp við land- steinana. Ég veit að allir þingmenn lita þennan atburð mjög alvarlegum augum. Við sendum varðskips- mönnum okkar beztu kveðjur, og þakkir fyrir þeirra framgöngu. Ég er þess fullviss, að þeir hafa gert sitt bezta i þessum átökum, eins og ávallt, og brugðizt rétt við hverjum vanda. skornar niður. Islenzku fiski- fræðingarnir mæltu með )>vi að heildarþorskveiðar á árinu 1976 færu ekki fram úr 230,000 tonn- um, en brezku fiskifræðingarnir mæltu með þviað þessar veiðar færu ekki yfir 265,000 tonn. Hvað sem þessum mismun liður er það augljóst, að árin 1976-1977 munu skera úr um afdrif fiski- stofna við ísland. Auk takmarkana á þorskveið- um hafa visindamennirnir ein- dregið mælt með Javi að settar verði einnig takmarkanir við veiðar ýmissa annarra fiskteg- unda á Islandsmiðum, sem eru ofveiddar og að þeirra mati einnig i mikilli hættu. Á undanförnu 10 ára timabili hefur árlegt magn af þorski, sem veiddur hefur verið af Is- lendingum sjálfum á miðunum umhverfis landið, verið breyti- legt frá 200,000 og upp i 300,000 tonn.Þorskveiðarbrezkra skipa hafa verið breytilegar, frá 100,000 og upp i 150,000 tonn. Þorskur hefur ávallt verið stærsti hluti þess fisks, sem brezk fiskiskip hafa aflað á is- lenzkum miðum. Þrátt fyrir það alvarlega ástand fiskistofna við Island, sem lýst er hér að framan, hefur islenzka ríkisstjórnin boðizt til þess að heimila brezkum fiski- skipum að veiða sem svarar 65,000 tonnum á ársgrundvelli. Rikisstjóm Bretlandshefur hins vegar krafizt þess að fá að veiða mikið meira magn, og hefur þvi sent herskip úr flota sinum til þess að koma i veg fyrir, með ólögmætri valdbeitingu, að hin smáu islenzku varðskip geti framkvæmd skyldustörf sin og haldið uppi nauðsynlegri vernd og gæzlu á islenzkum fiski- miðum. Með þvi að senda flotasveitir sinar inn i islenzka fiskveiðilög- sögu, hyggst rikisstjórn Bret- lands beita valdi til þess að þvinga rikisstjórn Islands til að láta undan i þessu máli, og koma þannig I veg fyrir að is- lenzka þjóðin geti neytt fullveld- isréttinda sinna til þess að vernda þær náttúruauðlindir, sem er að finna innan fiskveiði- lögsögunnar umhverfis Island oghún byggir lifsafkomu sina á. Þessar þvingunaraðgerðir eru skýlaust brot á ákvæðum sam- þykkta allsherjarþingsins nr. 1803 (XVII) og nr. 2625 (XXV), og þó sérstaklega ákvæðum samþykktar nr. 3016 (XXVII), en þar segir að þau riki, sem gripa til aðgerða, er feli i sér þvinganir, gagnvart öðrum rikjum, sem meðal annars hyggjast nota fullveldisréttindi sin til þess að ráða yfir náttúru- auðlindum sinum, jafnt á landi sem I sjó umhverfis land sitt, séu þar með að brjóta ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Aðgerðir þessar eru jafnframt skýlaust brot á ákvæðum sam- þykktar nr. 3332 (XXIX), sem hlaut samþykki yfirgnæfandi meirihluta allsherjarþingsins hinn 17. desember 1974, en þar segir meðal annars að „alls- herjarþingið staðfesti enn á ný, að sérhverjar aðgerðir eða þvinganir, sem beint er gegn einhverju riki, sem notfærir sér frjálsan fullveldisrétt sinn til þess að nýta náttúruauðlindir sinar, feli i sér ótvirætt brot gegn sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna og þeirri grundvallar- reglu, að eitt riki skuli ekki hafa afskipti af málefni annars rikis, eins og það er skilgreint i sátt- mála Sameinuðu þjóðanna, enda geti slikar aðgerðir, þá þeim er haldið uppi, falið i sér ógnun við frið og öryggi þjóð- anna.” Rikisstjórn Islands áskilur sér fullan rétt til þess að skjóta hinni vopnuðu innrás brezkra herskipa inn I islenzka fiskveiði- lögsögu siðar formlega fyrir öryggisráðið i þvi markmiði að ráðið beiti viðeigandi aðgerðum I málinu. Þess er hér með óskað að bréfi þessu verði dreift sem opinberu skjali öryggisráðsins. Utanrikisráðuneytið, Reykjavík, 11. des. 1975.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.