Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Föstudagur 12. desember 1975. samlokurnar dofna ekki með aldrinum Þokuljós og kastljós Halogen-ljós fyrir J-perur - ótrúlega mikiö ijósmagn PERUR í ÚRVALI NOTIÐ tVOBESlA HIiGSSI H F Skipholti 35 * Símar. 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa Jólaljósin i Hafnarfjarðarkirkjugarði Jólaljósin verða afgreidd i Hafnarfjarðar- kirkjugarði frá miðvikudeginum 17. des. til þriðjudagsins 23. des. frá kl. 9-19. Lokað á sunnudag. Guðrún Runólfsson. O Verðum... millj. kr.,og i þeirri upphæð gert ráð fyrir 20 millj. kr. til malbik- unar Isafjarðarflugvallar. Niður- skurður I flugmálaframkvæmd- um nam þvl 18%. Stærsta verkefni ársins var framhald á byggingu nýs flug- vallar við Sauöárkrók, og hefur veriö lokið við dælingu á 2000 m langri flugbraut og tilheyrándi öryggissvæði. Þá er að mestu lok- ið uppsetningu flugbrautarljósa og aðflugshallaljósa við annan brautarendann. Bygging flug- stöðvar og aðflugskerfis er fyrir- huguð á næsta ári. Verður þá væntanlega vel séð fyrir þörfum þessa byggðarlags fyrir tryggar flugsamgöngur, en flugvöllur þessi gæti jafnframt orðið trygg- ur varaflugvöllur fyrir milli- landaflugið. Þá hefur jafnframt verið unnið að umtalsverðri flugvallargerð á Rifi, Tálknafirði, Suðureyri, Fjármálaráðuneytið, 10. desember 1975. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir nóvembermánuð er 15. desember. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna rikissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu i þririti. Eift þekktasta merki á ^SIorðurlöndumy^ RAF- SU/V/V3K BATlERtER SVJNN3K BATTERIER GEYAAAR Fjölbreytt úrval af Sönnak rafgeymum — 6 og 12 volta — jafnan fyrirliggjandi 77 7 /T vV ARMULA 7 - SIMI 84450 Hið vinsæla Framsóknarfélags Reykjavíkur verður í Sigtúni við Suðurlands- braut sunnudaginn 14. desember Húsið opnar kl. 19,30 og bingóið hefst stundvíslega kl. 20,30 Fjöldi glæsilegra vinninga Forðizt biðröð og tryggið yður miða í tíma, forsala aðgöngumiða er á skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarórstíg 18 föstudaginn 12. desember fró kl. 9-5 og laugardaginn 13. desember kl. 10-12 Gjögri, Hólmavlk, ólafsfirði, Borgarfirði eystra og i Vest- mannaeyjiim. Á tsafjarðarflug- velli var malbikaður 300 m langur kafli flugbrautarinnar, og er gert ráð fyrir að haldið verði áfram malbikunarframkvæmdum þar á næsta ári. A Reykjavikurflugvelli var einnig unnið a ýmsum endur- bötum á malbikuðum athafna- svæðum. Á Biönduós- og Vopnafjarðar- flugvöllum hefur verið bætt að- staða farþega og komið fyrir ýmsum öryggisbúnaði. Þá var lokið uppsetningu nýrra flug- brautarljósa og stórri vararaf- stöð á Akureyrarflugvelli, sem bæta munu öryggi næturflugs. Á Ingóifshöfða hefur verið komið fyrir fjarlægðarmælitækj- um (DME), sem eru til mikils hagræðis fyrir millilanda- og inn- anlandsflugið. Simakerfi flug- stjörnarmiðstöðvarinnar hefur verið endurnýjað með fullkomn- um tækjum, og aflað hefur verið fjarskiptatækja fyrir ýmsa minni flugvelli og sjúkraflugvelli. O LÍÚ grundvelli og áhættu, sem þessar breytingar hafa i för með sér. Samkvæmt upplýsingum, sem fram hafa komið á fundinum er endurskoðun sjóðakerfisins enn ekki lokið, og ekki hægt að búast við endanlegum niðurstöðum fyrr en 1. febrúar n.k. Með tilliti til þess, að hér er um mjög veigamiklar breytingar að ræða, og I trausti þess, að sam- hliða athugunum þessum verði unniðað þvi af væntanlegri stjórn samtakanna að fá traustan rekstrargrundvöll fyrir fiski- skipaflotann fyrir árið 1976, þá samþykkir fundurinn, að boðað verði til sérstaks fundar útvegs- manna eigi siðar en 1. febrúar 1976, þar sem kynntar verða og ræddar niðurstöður endur- skoðunar sjóðakerfinsins og væntanlegur rekstrargrundvöllur fiskiskipaflotans á komandi ári.” Kl. 2.00 siðdegis ávarpaði sjávarútvegsráðherra fundinn. Undir fundarlok var með almennu lófataki samþykkt eftir- farandi tillaga. „Aðalfundur L.t.Ú. sendir starfsmönnum Landhelgisgæzl- unnar kveðjur og lýsir yfir fyllsta trausti og viðurkenningu á mikil- vægum störfum þeirra i þvi erfiða hlutverki, sem þeir nú glima við. Fundurinn óskar þess að heill fylgi þeim við hin erfiðu og hættu- legu störf.” Álbræðsla verksmiðjunnar að minnsta kosti fyrstu árin. Viðbótartekjur Landsvirkjunar þessi umræddu tvö ár yrðu um 709 þús. dollarar hvort ár. Samkomulag það, sem nú hefur tekizt um framangreind efni, á sér alllangan aðdraganda, þótt ekki hafi dregið til málalykta fyrr en nú- Upphaf viðræðna um mál- ið má rekja til haustsins 1973, en þá átti þáverandi iðnaðarráð- herra, Magnús Kjartansson, fund með forráðamönnum Alusuisse i Zurich, þar sem meðal annars var rætt um möguleikana á endurskoðun samninga um raf- orkuverð og framleiðslugjald, en þær viðræður báru þá ekki árangur. Málið var tekið upp að nýju af iðnaðarráðherra Gunnari Thoroddsen haustið 1974, og átti ráðherra viðræður við forráða- menn Alusuisse þá um haustið og i byrjun árs 1975. Jafnframt var Viðræðunefnd um orkufrekan iðnað falið að vinna að framgangi málsins, og hefur hún unnið að þvi siðan i nánu samráði við iðnaðarráðherra. Hafa viðræð- urnar frá upphafi beinzt að mögu- leikanum á stækkun seinni ker- skála ISAL, jafnframt endur- skoðuninni á orkuverði og fram- leiðslugjaldi- Viðræðunefndina skipa nú dr. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, formaður, Ingi R. Helga- son hrl., Ingólfur Jónsson alþingismaður. Ragnar ölafsson hrl., Sigþór Jóhannesson verkfr. og Steingrlmur Hermannsson alþingismaður, framkvæmda- stjóri Rannsóknaráðs rikisins. Nefndinni til aðstoðar hafa verið ritari hennar Garðar Ingvarsson, hagfræðingur og Hjörtur Torfa- son hrl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.