Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. desember 1975. TÍMINN 9 Jólabækurnar Útvegsmannafélag Snæfellsness: Vilja ekki leggja BIBLÍAN stærriog minni útgáfa, vandað, fjölbreytt band, — skinn og balacron — — f jórir litir — Sálmabókin í vönduðu, svörtu skinnbandi og ódýru balacron-bandi. Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (SuÖbranb)3!Btofu Hallgrimskirkja Reykjavík simi 17805 opið 3-5 e.h. flotanum BH-Reykjavik. „Aðalfundúr (Jt- vegsmannafélags Snæfellsness mótmælir eindregið þeim skoðun- um, sem fram hafa komið um nauðsyn þess að leggja þurfi stór- um hluta islenzka fiskiflotans,” segir i frétt frá stjörn Útvegs- mannafélags Snæfellsness, en aðalfundur félagsins var haldinn i Ólafsvik 1. desember sl. Enn- fremur segir i fréttinni — af þess- um l'undi: Jafnframt mótmælir fundurinn þeim skoðunum. að leita skuli markaða fyrir islenzk fiskiskip erlendis, og jafnar þeirri hugmynd við það, þegar rætt var um að flytja alla islendinga á Jót- landsheiðar. Fundurinn bendir á, að i skýrslu fiskifræðinga um ástand fiskistofna við Island kemur sú hugmynd hvergi fram, að minnka þurfi islenzka fiskiskipaflotann, heldur aðeins á það hent, að stjórna þurfi veiðunum og forða ofveiði á þorskstofninum. Fundurinn telur að skipuleggja þurfi veiðar fiskiflotans, leggja bann við smáfiskaveiði, beina ákveðnum hluta togaraflotans á karfa og ufsaveiðar, leggja áherzlu á veiðar nýrra fiskiteg- unda, svo sem spærlings, kol- munna og ýmissa skelfiskteg- unda auk loðnu. Skapa þurfi bátaflotanum örugga veiðiaðstöðu, með þvi að friða nógu stór svæði fyrir tog- veiðum stærri skioa. Fundurinn undirstrikar, að sjávarútvegur er undirstaða at- vinnulifs i sjávarplássum um land allt, og afli og afkoma fiski- skipaflotans er jafnframt undir- staða efnahagsafkomu allrar þjóðarinnar. Allar áætlanir um samdrátt i þessari atvinnugrein eru þvi beinar áætlanir um sam- drátt i atvinnulifi sjávárpláss- anna og áætlun um minnkandi þjóðartekjur. Fundurinn litur svo á, að gagn- vart jieim erfiðleikum sem nú steðja að islenzkum sjávarútvegi og þá fyrst og fremst gagnvart jjeirri aflatakmörkun sem gera þarf á þorskstofninum, verði is- lenzkur sjávarútvegur og ráða- menn þjóðarinnar að bregðast þannig við, að þeir leysi vandann en hlaupi ekki frá honum. Allt að helmingur islenzkra fiskiskipa yfir 25 smál., er skip með meðal- aldur 20 ár. Það liggur þvi i aug- um uppi að stór hluti flotans er úreltur og áfram þarf að halda við að byggja upp fiskiskipaflot- ann. Fundurinn telur að breyta þurfi úthlutunarreglum aflatrygginga- sjóðs á þann veg að sjóðurinn styrki ekki fyrst og fremst þá út- gerð sem eðlilegast væri að lögð yrði niður. Og að tekna i sjóðinn verði aflað á annan hátt en þann að hann sé skattur á þá aðila sem sýna dugnað og stjórnsemi i út- gerð sinni. Fundurinn mótmælir öllum veiðiheimildum útlendinga innan 50 siómilna. JOLATREN eru KOMIN! Tegundir jólatrjáa DANSKT RAUÐGRE «11 ÞÝZfCT BLÁGRENI DANÍSKUR ÞINUR Jolatrjánum er ölium pakkaö í þartil gerð nælonnet. Það er fótur fyrir því, að fallegustu jólatrén séu í ALASKA avogslæk, BYLINU, Breiöholti íslenzkar bókmenntir og heimsskoðun -safn ritgerða eftir Grím Thomsen Hjá Bókaútgáfu menningar- sjóðs er komið út safn ritgerða, sem dr. Grimur Thomsen skáld ritaði á dönsku og birti i dönskum blöðum og timaritum 1846-1857, en þær mega teljast brautryðjendastarf á sviði is- lenzkrar bókmenntafræði. Nefn- ist safnið Islenzkar bókmenntir og heimsskoðun. Ritgerðir þessar varpa ljósi á lifsviðhorf Grims og skýra ýmis- legt i skáldskap þessa merkilega og sérstæða höfundar. Urðu þær mjög ti! þess að kynna islenzkar bókmenntir á Norðurlöndum og viðar, einkum forn'an skáldskap, en nú fyrst gefst löndum Grims kostur á þeim á islenzku. Andrés Björnsson útvarpsstjóri þýddi rit- gerðirnar og gaf út, en hann hefur lagt manna mest stund á skáld- skap og ævisögu Grims Thomsens. Ritar hann ftarlegan formáia að bókinni, þar sem saga hennarerrakin. Fremst i bókinni er hin snjalla teikning Sigurðar Guðmundssonar málara af Grimi, frá þeim tima, er hann dvaldist i Kaupmannahöfn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.