Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 16
16
Föstudagur 12. desember 1975.
LÖ GREGL UHA TARINNI
90 Ed McBain
gildru... í sömu andrá var aðaldyrunum sparkað upp
með látum og offorsi.
Á þeirri stundu upphófst einnig allsherjar ruglingur,
fát og óðagot. Fortíð, nútíð og framtið lentu í einni
bendu. I tíu ofboðslegar- sekúndur hefði mátt ætla, að
verið væri að sýna sjö kvikmyndir á sama kvikmynda-
tjaldinu. Löngu síðar gat Carella ekki einu sinni fengið
fram í hug sér neina heillega mynd af atburðunum. At-
burðarásin var allt of hröð og lukkan lygileg. Þeir Willis
komu raunar lítið við sögu.
Fyrst af öllu varð Carella það deginum Ijósara, að öll
atburðarásin kom honum og Willis í opna skjöldu. Þeir
voru með öllu óviðbúnir. Carella spratt upp af stólnum
og kollvarpaði honum. Hann öskraði: — Hal, bak við
þig... og greip til skammbyssunnar. Jafnvel mitt í
þessari hröðu atburðarás var hann sér þess fyllilega
meðvitandi að allt kom þeim í opna skjöldu. Þeir störðu i
kaldmyrkvuð hlaup tveggja kraftmikilla skammbyssa
og áttu þess mesta von að vera skotnir til bana í þeim
sporum sem þeim stóðu. Hann heyrði annan mannanna
hrópa — Löggan....og báðir lyftu þeir skammbyssun-
um sinum í skotstöðu. Á sekúndubroti fylltist hugur hans
af sundurslitnum hugsanabrotum, sem öll áttu að vera
hans síðasta tilhugsun í þessu líf i. Willis spratt á fætur
eins og stálf jöður og skellti mylluborðinu um koll um leið
og hann þreif til skammbyssunnar. Mitt í þeirri hringiðu
dró Jói gamli skraddari skyndilega til hliðar tjaldið, sem
aðskildi bakherbergið frá búðinni. á samri stundu var
aðaldyrunum sparkað upp með firnagangi...
Jói gamli skraddari sagði síðar að hann hefði hlaupið
aftur í búðina til að kanna hverju þessi hávaði sætti.
Hann svipti til hliðar tjaldinu, sem skildi að herbergin
tvö. Um leið snarsneri hann sér við og sá það sem Carella
sá milljónum augnablika síðar — þrjá menn sem stóðu
við aðaldyr búðar hans, og allir héldu þeir á skammbyss-
um.....
La Bresca og Calucci hljóta að hafa séð það sama þeg-
ar tjaldinu var svipt f rá og við blöstu aðaldyrnar. Og þótt
þeir haf i gert sér Ijóst að þeir komu lögreglumönnunum í
bakherberginu i opna skjöldu, þá varð þeim samstundis
Ijós sú hætta sem stafaði af þessum þremur viðbótarlög-
regluþjónum, sem stóðu við aðaldyrnar. Sérhver þeirra
hélt á skammbyssu og morðsvipurinn í andlitum þeirra
leyndi sér ekki. Mennirnir þrír voru ekki lögregluþjónar,
en þeir La Bresca og Calucci gátu auðvitað ekki vitað
Þýðandi Haraldur Blöndal
---- ■
það. Lögregluvarðstjórinn í aðaldyrunum hrópaði —
LÖGGAN......En þeir héldu að þeir La Bresca og Calucci
væru lögreglumenn og hrópaði Buck þetta því sem að-
vörun til félaga sinna. En þeir La Bresca og Calucci
héldu hins vegar að með þessu væru þremenningarn-
ir að tilkynna komu sína. Þeir hófu þess vegna harða
skothríð. Mennirnir þrír við aðaldyrnar héldu sig horf ast
i augu við lögreglugildru og þrælvopnaða lögreglusveit.
Þess vegna hóf u þeir nærri samstundis heiftúðuga skot-
hríð. Jói gamli skraddari sá sína sæng útbreidda og kast-
aði sér f rávita afskelf ingu á gólf ið. Þeir Carella og Will-
is sáu óðar að hér var á ferð skotbardagi, sem var þeim
með öllu óviðkomandi en mjög hagstæður engu að síður.
Þeir reyndu því að þrýsta sér upp að veggnum. Wiilis
varð fótaskortur á einu peðinu á gólfinu og skall mar-
flatur. Byssukúlurnar þutu hvæsandi rétt við hársvörð-
inn á honum í fallinu. Carella var nú búinn að ná byssu
sinni og mundaði hana. Hann miðaði í átt að aðaldyrun-
um, sökum þess að hann hafði náð að virða allvel fyrir
sér einn hinna þriggja manna, sem þar stóðu og skutu af
ákafa inn í innra herbergið. Maður þessi var að vísu ekki
með heyrnartækið sitt í eyranu, en hann var hávaxinn og
Ijóshærður. Carella þekkti hann samstundis. Hann mið-
aði af ró og vandvirkni. Byssan kipptist svolítið til um
leið og hann hleypti af. Hann sá heyrnardaufa manninn
grípa um öxl sér og hrasa. Svo skrönglaðist hann í átt að
aðaldyrunum, sem stóðu opnar. Einhver rak upp óp að
baki Carella, hann sneri sér við og sá La Bresca falla
yfir pressuvélina.- Blóðgusurnar slettust á ítróðið á
pressuvélinni. Enn heyrðust fjórir skothvellir í litlu
skraddarabúðinni og einhver stundi — síðan enn fleiri
skot. Willis var risinn á fætur og skaut. Um stund hvarf
allt í reyk, þungan reyk, sem var eins og í þéttum lögum í
andrúmsloftinu og þefillur mjög. Þá heyrðu þeir til Jóa
skraddara, sem lá marf latur á gólf inu og baðst hl jóðlega
fyrir á ítölsku.
— Út á götu, hrópaði Carella og stökk yfir afgreiðslu-
borðið, er skipti verzluninni. En honum varð fótaskort-
ur í blóðpolli við pressuvélina og náði aðeins með
naumindum jafnvæginu og hljóp yfirhafnarlaus út í
snjóinn.
Hvergi sást nokkur sála. Kuldinn var nístandi bitur.
Hann var berhentur og eftir skamma stund var engu lík-
ara en holdið á hægri hönd hans væri frosið fast við
byssustálið. Svolítill blóðtaumur rann frá aðaldyrum
HV?LL
G
E
I
R
I
Þiö ættuð að íela þá
áður en óþokkar Mings
finna það.
Föstudagur
12. desember
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunst. barnanna kl.
8.45. Helga Stephensen les
„Svanina” ævintýri eftir H.
C. Andersen i þýðingu Stein-
grims Thorsteinssonar.
Sögulok (4) Tilkynningar kl.
9.30 Þingfréttirkl. 9.45. Létt
lög milli atriða. Spjallað við
bændur kl. 10.05. Úr hand-
raðanum kl. 10.25: Sverrir
Kjartansson sér um þáttinn.
Morguntónleikar kl. 11.00
Christian Ferras og Pierre
Barbizet leika Sónötu fyrir
fiðlu og pianó „Myndrænar
etýður” op. 39 eftir
Rachmaninoff.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan:
„Fingramál” eftir Joanne
Greenberg. Bryndis Vig-
lundsdóttir les þýðingu sina
(14)
15.00 Miðdegistónleikar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir)
16.20 Popphom
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Drengurinn i guilbuxun-
um” eftir Max Lundgren.
Olga Guðrún Arnadóttir les
þýðingu sina (12)
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynnngar.
19.45 Dagiegt mál Guðni
Kolbeinsson flytur þáttinn.
19.50. Þingsjá.Umsjón: Kári
Jónasson.
20.10 Sinfóniuhljómsveit Isl
leikur i útvarpssal.
21.05 „Litil stúlka á
kvennaári” smásaga eftir
Jennu og Hreiðar Stefáns-
son. Jenna Jensdóttir les.
21.35 Brunavarnir fyrir al-
menning. Rúnar Bjarnason
slökkviliðsstjóri flytur
erindi.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Dvöl.
Þáttur um bókmenntir.
Umsjón: Gylfi Gröndal.
22.50 Afangar.Tónlistarþáttur
i umsjá Ásmundar Jóns-
sonar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.40 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
Föstudagur
12. desember
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 Kastljós. Þáttur um inn-
lend málefni. Umsjónar-
maður Guðjón Einarsson.
21.45 Innsta eðlið. Norskur
skemmtiþáttur. Harald
Heide Steen yngri bregður
sér I ýmis gervi og kemur
fram I stuttum atriðum.
Einnig syngur hann nokkur
létt lög. Þýðandi Jón O. Ed-
wald. (Nordvision-Norska
sjónvarpið).
22.05 Tökubarnið. (The Unfor-
given) Bandarisk biómynd
frá árinu 1960. Leikstjóri er
John Huston, en aðalhlut-
verk leika Audrey Hepburn,
Burt Lancaster, Audie
Murphy og Charles Bick-
ford. Fjölskylda nokkur tek-
ur litla indiánastúlku i fóst-
ur. Þegar hún er gjafvaxta,
vill þjóðflokkur hennar fá
hana aftur. Þýðandi Jón
Thor Haraldsson.
00.10 Dagskrárlok.