Tíminn - 12.12.1975, Qupperneq 24

Tíminn - 12.12.1975, Qupperneq 24
fyrir yóðan mat $ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS Egyptalandsheimsókn d'Estaing: Frakkar ætla að sjá Egypt um fyrir Mirage þotum spilli slíkt ekki friðarmögu- leikum í Miðausturlöndum Reuter/Kairó — Sadat Egypta- landsforseti og Valerey Giscard d’Estaing, Frakkiandsforseti, hófu í gær umfangsmiklar viö- ræöur um aukna samvinnu Frakklands og Egyptalands, en d’Estaing Frakklandsforseti er um þessar mundir i Egyptalandi i opinberri heimsókn. Er hann fyrsti franski forsetinn, sem þangaö kemur i opinbera heimsókn. Að fundi þeirra loknum i gær Kissinger áhyggjufullur vegna Angóla Reuter/Brussel—Henry Kissing- er varaði við þvi á ráðherrafundi Nato i Brussel i gær, að ástandið og þróun mála i Angóla kynni að breyta verulega valdahlutföllun- um á milli Austur- og Vesturveld- anna. Kissinger sagði, að rétt væri að fylgjast vel með framgangi mála i Angóla og sjá þá, hvernig Sovét- rikin framfylgdu i raun ákvæðum Helsinkisamningsins um detente. sagði Sadat, að hann væri mjög ánægður með árangurinn. Auk þeirra Sadats og d’Estaing munu embættismenn landanna ræðast við um tækni og efnahagsaðstoð Frakka við Egypta, en efnahagur Egypta hefur orðið mjög hart úti vegna styrjaída Araba og fsraels- manna. Franski embættismenn skýrðu frá þvi i gær, að lokaákvarðanir um framtiðarsamvinnu rikjanna yrðu teknar að loknum fundi for- setanna á sunnudaginn kemur. Þá skýrði egypzki utanrikisráð- herrann frá þvi, að forsetarnir myndu gefa út sameiginlega yfir- lýsingu Kairoyfirlýsinguna, um vináttu og samvinnu Egypta og Frakka. Frakklandsforseti hefur lýst þvi yfir, að Frakkar séu réiðu- búnir til þess að sjá Egyptum fyr- irMirage þotum og öðrum vopna- búnaði svo fremi sem slikt verði ekki til þess, að koma i veg fyrir friðarmöguleika fyrir botni Mið- jarðarhafs. Áreiðanlegar heimildir hermdu i gær, að franskir verkfræðingar séu þegar komnir til Egyptalands til aðstoðar við að koma á fót her- flugvélaframleiðslu, þar sem mjög mun vera stuðzt við vestrænar tæknifyrirmyndir. Iðnaðarráðherra Frakka, Michel dOrnano, mun á laugar- daginn undirrita samning ásamt orkuráðherra Egypta, þar sem Frakkar heita að reisa 600 mega- watta kjarnorkuaflstöð fyrir 1984. d’Estaing fer frá Kairo i dag, og heldur hann til Luxor og Aswan i skoðunarferð. Bretland: ÞINGIÐ ANDVIGT DAUÐAREFSINGU Reuter/London — Litlar Ilkur eru taldar á þvi, aö brezka þing- ið samþykki frumvarp þaö, sem fyrir þvi\liggur, um aö dauða- refsingar veröi aftur upp teknar f Bretlandi. Hin siendurteknu hryöjuverk Irska lýöveldishers- ins hafa vakiö upp þær raddir meöal almennings I Bretlandi, aö dauöarefsingu veröi aftur komiö á. Það eru aðallega þingmenn ihaldsflokksins, sem fyrir tillög- unni berjast, en hún hefur mætt andspyrnu þingmanna Verka- mannaflokksins, sem telja, að það verði einungis til að auka á samúð með hryðjuverkamönn- um. Thatcher, leiðtogi ihalds- flokksins, sagði i ræðu, á þing- inu, að hryðjuverkamenn, sem myrtu saklaust fólk, hefðu fyrirgert rétti sinum til að fá að lifa. Stjórnarskrárdeilan í Rhodesiu: Formlegar viðræður hef jast í næstu viku — Nkomo ákaft gagnrýndur af blökkumönnum Reuter/Salisbury — Ian Smith forsætisráöherra Rhodesiu og Joshua Nkomo, leiötogi afriska þjóöarráðsins i Rhodesiu, hittust i gær og var á fundi þeirra ákveðin dagskrá fyrirhugaöra samninga- viöræöna um lausn stjórnar- skrárdeilunnar I landinu. Veröa þetta fyrstu formlegu samninga- viðræður um deiluna frá þvi stjorn Ian Smith lýsti yfir sjálf- stæði og sleit sambandi sinu viö brezka heimsveldið. Hinar formlegu viðræður hefj- ast samkvæmt þessu ekki fyrr en á mánudaginn. Nkomo sagði að fundinum loknum, að hann hefði gengið vel. Aður hafði Nkomo gefið út yfirlýsingu, þar sem hann hélt því fram, að formlegar Beilen: Tveim gíslum sleppt í gaer samningaviðræður myndu byrja á miðvikudaginn, þ.e. i gær, en sú von hans hefur samkvæmt þessu ekki orðið að neinu. Mikil svartsýni rikir um árang- ur viðræðnanna, sem eiga að hefjast á mánudaginn og hefur Nkomo af mörgum blökkumönn- um verið harðlega gagnrýndur fyrir að ganga til viðræðna við Smith, sem hefur sagt að meiri- hlutastjórn blökkumanna I land- inu komi alls ekki til greina. Margir blökkumenn draga og i efa, að Nkomo hafi nokkurn rétt til að semja um lausn stjórnar- skrárdeilunnar fyrir þeirra hönd. breytinga að vænta í Amsterdam? Reuter/Beilen — Suður-Mólúkku- mennirnir sex, sem halda 29 manns i gislingu I lestinni viö Beilen i Norður-Hollandi, slepptu tveimur gamalmennum úr gisl- ingu i gær. Lestina tóku þeir á sitt vald fyrir 9 dögum. Hollenzkir embættismenn skýrðu svo frá, að fólkið, sem sleppt hefði verið úr glslingu, væru gamall maður, 82 ára að aldri, og kona, 71 árs. Þau voru við góða heilsu, en voru samt flutt til rannsóknar á sjúkrahúsi Þeim var sleppt eftir að nokkrir landar Mólúkkumannanna höfðu staðið I samningaviðræðum við þá inni i lestinni i þrjár klukku- stundir. Samningamennirnir voru þrir, einn þeirra forseti sjálfskipaðrar útlagastjórnar eyjanna. Gislarnir, sem sleppt var i dag, eru þeir fyrstu, sem frelsi hljóta frá þvi á sunnudag, Argentína: Peron í minni- hluta á þinginu — rannsókn á spillingu innan stjórnarinnar fer fram Reuter/Buenos Aires — Stjérnar- flokkurinn i Argentlnu, Peron- istaflokkurinn, beið alvarlegan ósigur i atkvæöagreiðslu á þingi landsins I fyrradag, þegar neöri deild þingsins heimilaöi, aö fram færi rannsókn á ásökum þeim, er bornar hafa verið á hendur rik- isstjórninni um spillingu. Auk ósigursins i atkvæða- greiðslunni lýstu 27 þingmenn Peronistaflokksins þvi yfir, að þeir styddu ekki lengur Mariu Estellu Peron, forseta Argentinu. Þingmennirnir 27 greiddu at- kvæði með stjórnarandstöðunni um heimild til rannsóknarinnar. Talsmaður 27 menninganna sagði, að þeir ætluðu sér að starfa áfram innan vébanda Peronista- hreyfingarinnar. Fréttaskýrend- ur telja, að vegna aðgerða 27 menninganna hafi stjórnin misst meirihluta á þingi landsins. Maria Estella Peron en þá var fullorðnum hjónum sleppt eftir samningaviðræður hryðjuverkamannanna við landa sina. 1 siðustu viku drápu hryðju- verkamennirnir þrjá gisla sinna, og segjast þeir hafa gert það til þess að vekja athygli á kröfum þeirra um sjálfstæði Mólúkku- eyja, sem tilheyra Indónesiu. Forseti hinnar sjálfskipuðu út- lagastjórnar hefur hvatt hryðju- verkamennina opinberlega til þess að gefast upp, þar sem þeir hafi þegar vakið næga athygli á málstað sinum. Lögreglan telur fullvist, að leið- toginn, Manusama, sem dvaldi i lestinni i þrjár klukkustundir i gær, hafi sagt hryðjuverkamönn- umum, að það kynni að skaða málstað Mólúkkúeyjanna, ef þeir gæfust ekki þegar upp. Stuttu áður en gislunum tveim- ur var sleppt i gær, var það haft eftirháttsettum, opinberum emb- ættismanni, að lögreglan og.her- inn hefðu uppi áform um að ráð- ast inn i lestina, ef hryðjuverka- mennirnir dræpu enn einn gisl- anna. Embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns sins getið, sagði, að sálfræðingar teldu, að hryðjuverkamennirnir væru visir til að drepa alla gislana, yrði ekki gengið að kröfum þeirra. Talsmaður lögreglunnar i Amsterdam sagði i gær, að lög- reglan byggist við breytingu á ástandinu við ræðismannsskrif- stofu Indónesa i borginni, og er það von fréttaskýrenda að sam- komulag sé að nást við hryðju- verkamennina, sem þar hafa skrifstofuna á Valdi sinu. Lög- reglumaðurinn vildi ekkert frek- ar tjá sig um málið. Beirut: Enn eitt vopnahléð Reuter/Beirut — Vinstri sinnar i Beirut sömdu um vopnahlé i deilu þeirra, sem geisað hefur í fjóra daga milli vinstri sinna og hægrisinnaðra falangista um yfirráðin yfir strandlengjunni viö borgina. Harðir bardagar geisuðu i borginni i gærdag. Vinstri sinn- ar, sem hafa Phoenicia hótelið i haldi héldu uppi stöðugum skot- árásum á hægri menn, sem höfðustvið i 50 metra fjarlægð frá hótelbyggingunni. Vinstri sinnar tóku ákvörðun um vopnahléð eftir fund með leiðtogum Palestinuaraba. Zu- beir Mohsen, yfirmaður hernað- ardeildar PLO sagði að samtök hans væru sáttasemjarar i deil- unni, en ekki deiluaðilar. Vinstri sinnar vilja halda fund með Karami forsætisráðherra og krefja hann skýringa á þvi, af hverju hernum var beitt i bar- dögunum i fyrradag. Fundum Nato frestað, svo að Einar og Callaghan gætu ræðzt við Reuter/Brussel — Ráöherra- fundur Nato, sem nú stendur yfir i Brussel, gekk I gær end- anlega frá tilboði bandalags- ins um aö fækkað verði um 1000 bandarisk kjarnorkuvopn i Evrópu i þvi skyni að um gagnkvæma fækkun geti orðið i vopnabúnaði Austur-Evrópu- rikja I álfunni. Areiðanlegar fregnir i gær hermdu, að ráðherrarnir myndu greiða atkvæði um til- löguna i dag, en það átti sam- kvæmt boðaðri dagskrá að gerast i gær. Hugmyndir þær, sem að baki tilboðinu liggja, eru upprunalega komnar frá dr. Henry Kissinger, utanrik- isráðherra Bandarikjanna. Eins og fyrr segir, átti að greiða atkvæði um tillöguna i gær, en fundum ráðherranna var frestað, svo að þeir Einar Agústsson og James Callag- han gætu ræðzt við um land- helgisdeiluna. Umboðsmenn Tímans Vinsamlega gerið full skil á innheimtum blaðagjöldum til nóvemberloka, fyrir 20. desember n.k. Skrifstofustjóri Timans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.