Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. desember 1975. TÍMINN 3 BEINAR TILRAUNIR TIL MANNDRÁPS Þegar varöskipið sló af ferö- inni náði Lloydsman til þess og hér sést önnur ásiglingin. Star Aquarius siglir á fullri ferö til vinstri. segir skipherra Sýr Gsal-Reykjavik — Asiglingar brezka dráttarbátsins Lloydsman voru beinar tilraunir til mann- dráps. Skipherra varöskipsins var i fullum rétti, þegar hann greip til þess ráðs að beita byss- unni, þvi hann var í vörn. Hann var að vernda slna menn fyrir hugsanlegum meiðslum og jafn- veldauða, sagði Bjarni Helgason, skipherra á Landhelgisgæzluflug- félinni Sýr i samtali við Timann i gærkvöldi, en flugvélin sveimaði yfir skipurium, þegar hinir alvar- legu atburðir áttu sér stað i gær- dag. — Þetta er alveg forkastanlegt afbrezka dráttarbátnum aðsigla á varðskipið innan Islenzkrar landhelgi og skipstjórar dráttar- bátanna voru auðvitað skyldugir til að stöðva, þegar varðskipið krafðist þess, sagði Bjarni. Tíminn innti Bjarna eftir þvi, hvort hann teldi að dráttarbát- arnir hefðu sökkt Þór, ef varð- skipsmenn hefðu ekki gripið til byssunnar. — Já, ég tel mögu- leika á þvi, sagði Bjarni. Eins og kemur fram i frétt um atburðinn i gær, var landhelgis- gæzluvélin beðin að grennslast fyrir um gerðir dráttarbátanna i mynni Seyðisfjarðar. Bjarni sagði að þegar þeir hefðu komið á staðinn hefðu þeir séð, að vatns- slanga var á milli skipanna, Star Aquarius og Lloydsman og einnig var taug á milli þeirra. — Skömmu slðar sáum við Þór þar sem hann var á útleið og kominn út fyrir Brimnes. Við sáum að hann gaf dráttarbátunum stöðv- unarmerki með ljósmorsi, en þeir sinntu þvi ekki. Star Polaris var þá á innleið en sneri við er hann sá varðskipið og tók stefnu á haf út. — Þegar varðskipið á eftir u.þ.b. 0,2 sjómilur að dráttarbát- unum tveimur sleppa þeir taug- inni og halda á haf út. Þór heldur strax á eftir þeim og gefur þeim frekari stöðvunarmerki og sú saga er kunn sem eftir það gerð- ist, sagði Bjarni. Siglt í tvígang á Þór — Varðskipið skaut föstu skoti að Lloydsman Gsal-Reykjavik. — Alvarlegustu átökin sem orðið hafa i þessu þorskastríði gerðust um hádegis- biliðigær, er þrir brezkir dráttar- bátar veittust að varðskipinu Þór i mynni Seyðisfjarðar eða langt innan islenzkrar landhelgi. HELGI HALLVARÐSSON — skipherra á Þór lét menn sina skjóta tveimur skotum á brezka dráttarbátinn Lloydsman i gær, eftir að liann hafði siglt á varð- skipið. Fyrra skotinu, sem var aðvörunarskot, svaraði skip- stjóri Lloydsman á þann hátt, að sigla aftur á varðskipið. Þá skaut Þór föstu skoti i bol báts- ins og hættu brezku dráttarbát- arnir þá aöförinni Lloydsman sighli tvivegis á varð- skipið og urðu skemmdir tals- veröar. Varðskipsmenn skutu tveimur skotum, öðru lausu og hinu föstu, aö Lloydsman, — og koin fasta skotið I bol dráttar- bátsins. Engin alvarleg slys urðu I þessum miklu átökum, en einn skipverji varðskipsins Þór slas- aðist þó nokkuð á hendi. Eftir þessa viðureign fór varð- skipið i var inn til Loðmundar- fjarðar og voru skemmdir á skip- inu þar kannaðar. Liklegt er tal- ið að skemmdirnar séu það mikl- ar að skipið verði að leita til hafn- ar. Tildrög þessa atburðar voru þau, að i gærmorgun barst Land- helgisgæzlunni upplýsingar um, að þrir brezkir dráttarbátar væru grunnt undan landi i mynni Seyð- isfjarðar og var gæzluflugvélin TF-Sýr og varðskipið Þór beðin um að grennslast fyrir um gerðir dráttarbátanna. Varðskipið var sem kunnugt er á Seyðisfirði, en þangað hafði það verið beðið að fara samkvæmt ósk bæjarstjórans á Seyðisfirði, vegna dufla, sem sáust á firðin- um. Eftir að Landhelgisgæzlan hafði spurnir af dráttarbátunum i mynni Seyðisfjarðar, var varð- skipið sent á vettvang og sá drátt- arbátana þar sem þeir voru rúmlega eina sjómilu frá landi. Að þvi er varðskipsmönnum virt- ist var taug á milli tveggja drátt- arbáta Þegar varðskipið nálgaðist dráttarbátana var þessari taug sleppt og tveir dráttarbátanna héldu til hafs. Star Aquarius og Star Polaris. Þriðji dráttarbátur- inn Lloydsman hélt hins vegar kyrru fyrir og töldu varðskips- menn hánn bilaðan. Varðskipið hélt eftir dráttar- bátunum tveimur og gaf þeim stöðvunarmerki með ljósmorsi og hljóðmerkjum. Þegar varðskipið nálgaðist bátana dro það úr ferð sinni. Svar Bretanna við stöðv- unarmerkjum Þórs, var það, að Star Aquarius beygði skyndilega þvert inn á bakborðshlið varð- skipsins, sem tókst að snúa undan til stjórnborða. Arekstri var þannig afstýrt. 1 sama mund sigldi Lloydsman allt i einu á varðskipið, bakborðs- megin. Við þetta tóku varðskips- menn ofan af byssu sinni og skutu aðvörunarskoti, lausu skoti að Lloydsman, sem svaraði með þvi að sigla aftur á varðskipið. Skipherra Þórs, Helgi Hallvarðs- son, gaf þá skipun um að skjóta föstuskoti að Lloydsman og kom þaðibol hans. Við það lauk viður- eigninni. Varðskipiðhélti var inn til Loð- mundarfjarðar og voru skemmd- ir þar kannaðar i gær, og eru þær taldar talsverðar, að sögn Jóns Magnússonar, talsmanns Land- helgisgæzlunnar. Atburðir þessir gerðust langt innan islenzkrar landhelgi, eða 1,9 sjómilur frá landi, en skömmu áður en til tiðinda dró, mældust dráttarbátarnir aðeins 1,1 sjómilu frá landi. Ríkisstjórnin mun grípa til ókveðinna róðstafana MÓ-Reykjavik. — Rikisstjórnin hélt fund um atburðina á miðun- um kl. 18.30 i gærkvöldi og lauk honum kl. rúmlega 19. Þar voru viðbrögð viö aðgerðum Breta rædd Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra sagði, að loknum fundinum, aö þótt oft hefðu Bret- ar siglt á islenzk skip innán fisk- veiðilögsögunnar, væri þetta i fyrsta sinn, sem slikt ætti sér stað innan landhelginnar og svo til upp i landsteinum. Ég lit þennan atburö mjög al- varlegum augum og rikisstjórnin mun gripa til ákveðinna ráðstaf- ana. Utanrikisráðherra hélt blaða- mannafund i Brussel i dag þar sem hann skýrði frá þessum at- burðum og sjónarmiöum Islend- inga. Þá mun hann fjalla um mál- ið i ræðu á ráöherrafundinum. Þvi miður var mjög slæmt samband austur fyrir land i dag og þvf bárust fréttir mjög illa af þessum atburðum. Þvi urðu Bret- ar á undan að skýra brezkum fjöl- miðlum frá atburðunum, en við höfum þegarkomið okkar sjónar- miöum á framfæri og munum einnig halda þvi áfram eftir þvi sem frekast er hægt. Geir Hallgrimssonforsætisráð- herra, sagði, að meö þessum að- gerðum afhjúpi Bretar hvað mál- staður þeirra er veikur. Einnig sýna þeir gerlega hviliku offorsi og ofbeldi þeir beita gegn okkur Islendingum. Nú geta þeir ekki borið fyrir sig að ásiglingin eigi sér stað á svæöi þar sem þeir viðurkenni ekki að sé isl. fisk- veiðilögsaga. Þessi ásigling er, innan viðurkenndrar landhelgi. Min skoðun er sú, að skipverjar dráttarbátanna hafi gripið fát og þeir sýnt fullkomið ábyrgðar- leysi. Rikisstjórnin mun athuga þetta mál gaumgæfilega og allar þær aðgerðir, sem við gerum, verða gerðar af festu og öryggi. Rikisstjórnin á iundi i gær. Timainynd: Guiinar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.