Tíminn - 12.12.1975, Side 15

Tíminn - 12.12.1975, Side 15
Föstudagur 12. desember 1975. TÍMINN 15 Enn er vegið i hinn sama knérunn Guðmundur P. Valgeirsson skrifar; „Komið hefur fram i áskorun- um um að dagskrá Háskólastii- denta 1. des. s.l. verði endurtek- in i fjölmiðlum á þeim tima dags að sem flestum lands- mönnum gefist kostur á að heyra og sjá þessa einstöku dagskrá. — Þessi áskorun er fyllilega timabær. Þjóðin öll þarf að gera sér fulla grein fyrir hverskonar menningarvitar það fólk er, sem ræður og riður hiis- um i æðstu menntastofnun þjóðarinnar, og hverskonar hugsanir ráða orðum þessa fólks, og i framhaldi af þvi, gerðum þess. Þjóðinni þarf að verða augljóst að þessu fólki er ekki hægt að likja við annað en argasta skril saurugt i hugsun og orðum. Ræða þess er ekki annað en hrópyrði og nið um lifs og liðna. Það er hreint hneyksli að þessir alikálfar islenzka at- vinnurekendaauðvaldsins geri slikt hróp að framfærendum sinum. Sannast þar sem fyrr að sjaldan launar kálfur ofeldi. Er ég illa svikinn ef nákomnir ættingjar þessa fólks eiga ekki drjúgan skerf i þvi níði, sem það setur saman um lifs og liðna. Þvi skal ekki haldið fram af mér, að ekki sé mörgu ábóta- vant i þvi þjóðfélagi, sem við biium við, og þar þurfi mörgu að breyta til batnaðar. Að þvi þarf að vinna af raunsæi og heiðar- leik. Hinu neita ég, afdráttar- laust, að allir atvinnuveitendur upp til hópa séu ótindir þorpar- ar og glæpamenn, sem aðeins megi svala hefndarþorsta sin- um á, að geðþótta. Þar er að finna fjölda heiðursmanna, sem þjóðin má bera fulla virðingu fyrir og þakka framlag þeirra til framfara og menningar þessa þjóðfélags, sem við búum i auk þess sem þeir bera uppi at- hafnalif landsins á flestum svið- um. Að nota sér starfsheitið at- vinnurekendur eins og það sé versta skammaryrði, sem hægt sé að bera á varir sér, er hreint nið, sem ekki verður þolað. Hinsvegar liggur við, að nemendur i æðstu menntastofn- un þjóðarinnar sé að verða skammaryrði. Er það illa farið enekkiaðástæðulausu. Úr þeim hópi eigum við að fá embættis- menn okkar i' nútið og framtið, og skiptir þvi ekki litlu hvert siðgæði þeirra og siðgæðisvit- und er. Þetta þurfa nemendur i æðstu skólum landsins að gera sér ljóst og hegða sér eftir þvi. Sá hópur þessara mennta- manna, sem lét ljós sitt skina á 1. desember nú og hefur látið það skina siðastliðin ár, við það tækifæri, lætur ekki svona af falslausri hneykslun á þvi, sem þeir þykjast vera að fordæma, heldur miklu fremur til að herða sig og aðra upp i samskonar og enn verri athafnir þegar þeir telja tima og tækifæri gefast til. Þvi hæfir að segja við þá, það sem sagt var endur fyrir löngu: „Vei yður þér hræsnarar, þér eruð eins og glefsandi vargar”. Af framkomu þessa fólks gæti maður haldið, að það ætti ekki nema stutt skref óstigið til verka á borð við það sem nú veður uppi viða erlendis og fyllir hvern hugsandi mann hryllingi og viðbjóði. Þar sem saklausum jafnt börnum sem fullorðnum er ekki hlift. Svo mikil mannfyrirlitning og mannhatur speglast i orðum og ræðu þessa fólks. Það er þvi fullkomlega timabært að gera sér ljóst hvertstefnir þegar með henni elst upp sivaxandi hópur fólks með þvilikan hugsunar- hátt, sem þessi dagskrá og aðr- ar slikar nú siðustu árin á full- veldisminningardegi þjóðarinn- ar, er angi af. Það vekur óhug, að i þessum hóp er i meirihluta ungt fólk, sem þjóðin hefur af ofrausn lagt sig fram um að veita aðstöðu til mennta og menningar, langt um efni fram. Menntun þess segir til sin með sifellt lækkandi námsárangri og einkunnum, en menningin i þeim ávexti', seiin þessir nienn og konur miðla þjóð sinni á ein- um hinna merkustu minningar- daga hennar. Framkoma þessa hóps, er að minum dómi hreint hnefa- högg framan i andlit þeirra, sem hafa veitt þvi brautargengi til náms og menningarþroska, og þvi fyllilega timabært að þeir athugi sinn gang, um það hvaða verðmætum framlag þeirra skilar þjóðinni i uppeldi þessa menntalýðs. í þvi, sem ég hlýddi á af þessari umræddu dagskrá, kom m.a. þráfaldlega fram vitnun um það að ræðu- menn tilheyrðu Alþýðubanda- laginu og töluðu i nafni þess. Ég tel þetta vafasaman heiður eða greiða við þann flokk. Harma ég það ekki útaf fyrir sig. En væri ég i sporum forráðamanna þess flokks, með þó ekki væri nema örlitinn snefil af sómatilfinn- ingu, mundi ég hafa frábeðið mér þann vafasama heiður, að vera bendlaður við orð og fram- komu þess hóps, sem þarna lét ljós sitt skina. Njáll á Bergþórshvoli ráð- lagði vini sinum Gunnari á Hliðarenda, að varast að vega oftar en tvisvar i hinn sama knérunn. Ef hann gerði það myndi illa fara fyrir honum. Sú varð raunin. Háskólastúdentar hafa nú I þrjú ár i röð gert sig seka um að vega i hinn sama knérunn á 1. des fagnaði sinum. Þolinmæði og umburðarlyndi manna eru takmörk sett. Með framkomu sinni má segja að þeir hafi fyrirgert virðingu og þolinmæði hugsandi manna. Varnarorð Njáls eru enn i fullu gildi. Þeir geta þvi ekki annars vænzt en hitta sjálfa sig fyrir, fyrir óhæfu sina. Það viti ætti og mætti verða þeim til varnaðar og umhugsunar. Aðöðrum kosti er hætt við að virðing þeirra gangi enn niður á við.” Skaftfellingafélagið I Reykjavik og nágrenni heidur basar að Hallveig- arstöðum laugardaginn 13. desember kl. 14:00. Svo sem sjá má á myndinni verður þar á boðstólum ýmiskonar handavinna og auk þess gómsætar kökur. Allur ágóði rennur i húsbyggingasjóð félagsins. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Löngu eftir viðtöku gjafarinnar, þá mun yðar minnst af ánægðum eiganda. Frábær að gerð og lögun, PARKER er sá penni, sem verður notaður og glaðst yfir um árabil og er hugljúf minning um úrvals gjöf um leið og hann er notaður. PARKER pennar eru lofaðir af fagmönnum fyrir hið stílhreina útlit, þekktir heimshornanna á milli fyrir bestu skrifhæfni. Veljið PARKER penna til gjafa (eða eignar). PARKER penni er lífstíðareign. PARKER pennar kosta frá kr. 490.- til kr. 12,945.- PARKER eftirsóttasti penni heims. j z !f 0

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.