Tíminn - 12.12.1975, Side 12

Tíminn - 12.12.1975, Side 12
12 TÍMINN Pétur frá Finnastööum á Noröurmörk haföi ná sem endranær veg og vanda af vaii jólatrésins handa Heykvikingum. Hér býr hann sig undir aö saga tréö. Það kom fyrir þessi jól sem endranær ÞAÐ ER árviss atburöur, að óslóborg sendir Reykvikingum jólatré að gjöf. Að þessu sinni hefur Hallgrimur Indriðason, starfsmaður landnýtingar- skipulags Oslóborgar, sent okkur svolitla frásögn og myndir tengt jólatrénu, sem senn prýðir Austurvöll. Þann 21. nóvember fóru menn frá Skógræktar- og landnýtingar- deild Oslóar, þ.á.m. Hallgrlmur að huga að álitlegu jólatré handa Reykvlkingum. Ætla mætti, að af nógu væri að taka, þar sem borg- in á 17.000 ha. af velræktuðum skógi. Eftir nokkra leit fannst ljómandi fallegt rauðgrenitré, 17 metra hátt og á fimmtugsaldri. Tréð var fellt, bundið saman og sent til Kristjánssands, þar sem Alafoss tók það og flutti áleiðis til Reykjavíkur. Kom skipið til Reykjavikur á mánudag. Samkvæmt nýju landnýtingar- skipulagi Oslóborgar eiga skóg- ræktarsvæðin fyrst og fremst að vera útivistarsv. fyrir borgar- búa. Siðastliðið ár var varið um 30 milljónum króna til að gera útivistarsvæðin aðlaðandi og til að hvetja fólk til heilbrigðrar úti- vistar. Tréö í sinu upprunalega umhverfi i Sörnedal á Noröurmörk. öflugur krani var notaöur til aö fella tréö, svo greinarnar yröu ekki fyrir hnjaski. Eftir nokkurt erfiöi var tslandstréö komiö upp á bil. Þar meö hófst fyrsti áfangi feröarinnar, sem tók tiu daga. Föstudagur 12. desember 1975. Föstudagur 12. desember 1975. Og nú er tréö komiö á áfangastaöinn, Austurvöli. Soga jólatrésins á Austurvelli, rauðgrenitré á fimmtugsaldri fró Norðurmörk, útivistarsvæði Oslóbúa Í/ÍWIV Töfrar sögufræðanna Einar Bragi: Þá var öldin önnur III ísafoldarprentsmiðja hf. Þetta er slðasta bindi verksins, enda er i þvi nafna- skrá við þau öll, en hún er löng sökum hins mikla fjölda Suður- sveitunga, sem nefndur er i öðru bindi. í þessu bindi er fjallað um Seyðisfjarðarkaupstað hinn foma, eða striðið um fisk- höndlunina á Hánefsstaðaeyri 1792-1805. Það er fróðleg ritgerð. Þar er sýnt hvernig löggjöfin um verzlunina reyndist I fram- kvæmd. Hömlur voru á frjáls- ræðinu. Nú finnst okkur hlálegt og gjörsamlega tilgangslaust að skylda kaupmann á Seyðisfirði eða Vopnafirði til aðhafa fasta verzlun á Eskifirði. Okkur finnst, að slikar reglur hljóti að hafa veriðhugsaðarogsettaraf mönnum, sem illa þekktu lands- lag, samgöngur og atvinnulíf á Islandi. Annað efni þessa bindis kallar höfundur þrjár skaftfellskar myndir. Fyrsta ritgerðin er um Borgarhöfn. Þar var lending góð og útræði, en lagðist af fyrir 1600. Um það hefur Sigurður Þórarinsson rætt og ritað og talið, að landsig hafi átt þátt i því að lendingin spilltist, enda heimildir um að skerin, sem braut á,hafi áður verið hærri. Nú hefur Einar Bragi fundið málssk jöl um deilu um hvalreka I Borgarhöfn 1791, og þar með uppdrátt af ströndinni eins og hún var þá. Örugglega eru þessar heimildirsem hér koma fram, mikil leiðsögn um breytingu fjörunnar og fyrri gerð. Virðist mér, að þær minnki verulega likurnar fyrir þvi,að landsig þurfiaðhafa átt verulegan þátt i þvi að lending- arskilyrði versnuðu. Hinar ritgerðirnar eru samd- ar kringum uppdrátt af Horna- firði eftir sr. Magnús Ólafsson i Bjarnarnesi árið 1800 og upp- drátt sr. Arna Gislasonar á Stafafelli af staðarþorpinu þar árið 1793. Um þetta er fjallað aö fræði- mannlegri nákvæmni, og veldur þaö þvl, að sumum kann að finnast þetta heldur þurrt og strembið. Tvennt þykir mér merkileg- ast viö þetta rit. Fyrst og fremst það, að þetta sýnir að I gömlum skjölum liggja býsna nákvæmar heimildir, sem enginn hefur vitað af um sögu iandsog þjóðar á liðnum öldum. Það má merkilegt heita, ef svona uppdrættir hafa ekki ver- ið gerðir viðar en i Skaftafells- sýslu. Hitt er svo það, að þetta rit- verk sýnir hið seiðmagnaða aðdráttarafl, sem mannlif og saga liðinna alda hefur á skáld- legar sálir, þegar þær fara að rjála við forneskjuna. Einar Bragi er hvorki sá fyrsti né siðasti, sem heillaður hefur verið i þá hamra. Þetta er ekki sagt til þess að gera litið úr þvi fræðimannlega starfi sjálfu, sem liggur að baki þessu verki, þvi að það er allrar virðingar vert og kallar á meiri afrek á sviði sögunnar af hálfu þeirra manna, sem til þess eru settir beinlinis að kanna söguna.Einar Bragi hefur sýnt, að hann er góður fræðimaður, auk skáldskaparins. H. Kr. LEÐURHÚSGÖGN Nú stóraukumvið úrvalið íleðurhúsgögnum: Þér getið valið úr 10 gerðum og mörgum litum af sófasettum og stakir leðurstólar eru fyrirliggjandi í miklu úrvali, íslenzkir, noskir eða belgískir Nýja leðurdeildin er á 3. hæð og þangað bjóðum við öllum þeim að koma - sem eru að leita að vandaðri og góðri vöru Op/ð til k\. 7 á föstudögum. Opið til kl. 6 laugardaginn 13. desember Húsgagnadeild HRINGBRAUT 121 • SÍAAI 28-601 Raftækjadeildin er á 2. hæð — Simi 28-602 H Timburdeildin er á 2. hæð i skemmu — Simi 10-600 Teppadeildin er á 1. hæð — Simi 28-603 Byggingavörudeildin er á 1. hæð i skemmu — Sími 28-604

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.