Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 21
Föstudagur 12, desember 1975. TÍMINN 21 I dagsins önn f Mm "II i III Eiginkonur og mæður segja frá ævi og störf- um. Þorsteinn Matthiasson skráði Ægisútgáfan. Þorsteinn Matthiasson rekur hér æviferil ellefu kvenna. Þær eru ekki valdar eftir neinni reglu, að séð verði, annarri en þeirri, að þær hafi verið eigin- konur og mæður. Sjálfsagt er það með vilja gert að velja þær svo aðengin þeirra sé þjóðkunn. Sölugildi þessarar bókar liggur þvi ekki i þvi, að hér fái menn fræðslu um konur, sem þeir hafa heyrt ýmislegt um áður. En venjulegar konur við venju- legar aðstæður eru lika áhuga- verðar. Gildi þessarar bókar fer eftir þvi, hvernig tekizt hefur að leiða það i ljós. Það er ærin fjölbreytini i ferli þessara kvenna. Mannleg örlög eru margskonar. Það er að von- um nokkuð misjafnt, hvað lesandanum finnst að þær hafi að segja sér. Auk þess sem menn leggja persónulegt mat á það, sem hver og ein segir, er skýrslugjörðin misjöfn. En þvi eru lika meiri likur til þess að fleiri finni eitthvað við sitt skap. Það er nokkuð hroðvirknis- legur frágangur á þessari bók. Sumt eru pennaglöp af vangá og fljótfærni, annað sjálfsagt Jólagjö sem allir reikna meö er vasatalva frá Texas Instruments meö Minni/ Konstant og Prósentu og árs ábyrgð TI-1250 7.130 Texos Instruments vasatölvur TI-1200 án minnis 5.775. 0 ÞÓRf SiMI BISCO'ADMULATI Jólabækur SKEMMTILEGU smábarnabækurnar eru safn úrvalsbóka fyrir lítil börn: Bláa kannan# Græni hatturinn/ Benni og Bára/ Stubbur, Tralli, Láki, Bangsi litli, Svarta kisa, Kata, Skoppa. Aðrar bækur fyrir lítil börn: Kata litla og brúðu- vagninn, Selurinn Snorri, Snati og Snotra. Bókaútgdfan Björk prentvillur. Ég kannast ekki við Mýnefsstaði i Aðaldal. Mýlaugsstaðir hafa verið þar til. Bjarni á Reykhólum var kallaður Þórðarson en ekki Hákonarson. Kaupmaðurinn á Reyðarfirði hét Rolf Johansen en ekki Hrólfur Jóhannsson. Annað mál er það, þó að Kanada sé skrifað Canada og Sigurður Július kallaður d r. Jó- hannesson. Eitthvað er bogið við það að elzta dóttir móður- innar sé fimm ára en sú næsta 5 1/2 árs. Og ekki getur hvort tveggja verið rétt, að h jónin hafi verið gift árið 1906, eins og segir á bls. 158, og að giftingin hafi átt sé stað 4. ágúst 1905, eins og segir á bls. 175. Einkennilegt orðalag þykir mér þetta: „Enda þótt hún tilheyri annarri kyn- slóð en móðir hennar ung.” „Siðasta aldan sem reið yfir skall, braut það og sópaði i haf- ið.” Hé skal staðar numið. En svona á ekki að ganga frá læsi- legri bók. Sumar þessara kvenna hafa átt mörg börn, 10-20. Sennilega hefur Þorsteinn leitað eftir barnmörgum mæðrum. Viða leiðir hann þaðfram, að þær eru ánægðar með hlutverk sitt að þessu leyti og telja sig hafa unn- ið þjóð sinni af trúmennsku og hollustu. Þess gætir, að bókin er unnin á þeim tima, sem mikið er rætt og deilt um fóstureyðingar. Allar hafa þessar konur mætt erfiðleikum. Sumar hafa lengi lifað . með manni sinum og bú- ið við barnalán. Aðrar hafa haft meira af ástvinamissi að segja. Það er álitamál, hvort rétt sé, þegar svona bækur eru gerðar, að leggja svo mikla áherzlu á beina frásögn sögumanna sem nú er algengt. Það eru áhrif frá blaðamennskunni, en oft er þetta þó frásögn skrásetjara, þó að hann frii sig áb'yrgð að veru- legu leyti. Þetta hefur sinar tvær hliðar, eins og annað. Þessi bók mun mörgum þykja góður lestur til afþreyingar. Auk þess hefur hún gildi sem þjóðlifslýsing. En sumir kaflar hennar virðist mér að risi yfir þetta hvort tveggja og hafi beinlinis bókmenntagildi. Þannig snerta þeir mig, — H.Kr. MARG CHAStOm tWONTt JANE EYRE SÖOUSAfN HIIMIIANNA JANE EYRE eftir Charlotte Bronté er önnur skáldsagan í nýj- um bókaflokki frá Sögusafni heimilanna, sem nefnist Grœnu skáldsögurnar. - Jane Eyre er ógleymanleg skáldsaga, sem árlega er gefin út i stórum upplögum víða um heim. Á HVERFANDA HVELI eftir Margaret Mitchell kom út fyrir síðustu jól. Þessi eftirsótta skáldsaga er fyrsta bókin í bóka- flokknum Grœnu skáldsögurnar. « m .mkx Tvíburabræðurnir eftir danska rithöfundinn Morten Korch er fyrsta skáld- sagan, sem kemur út á íslensku eftir þennan vinsæla höfund, en bækur hans seljast í millj- ónum eintaka í heimalandi hans. Tvíburabrœðurnir er ein af allra vinsælustu sögum Mortens Korch, örlagarík og spennandi. Sígildar skemmtisögur í þessum bókaflokki koma út tvær skáldsögur nr. 16 og 17: Synir Arabahöfðingjans eftir E. M. Hull og Leyndarmálið eftir H. Prothero Lewis. Báðar þessar skáldsögur hafa notið mikilla vinsælda, en verið uppseldar árum saman. Þær eru atburðaríkar og spennandi, eins og aðrar bækur Sögusafnsins, ósvikinn og góður skemmtilestur fyrir fólk á öllum aldri. SÖGUSAFN HEIMILANNA Það fer ekki á milli mála að þetta er JÓLAPLATA ÁRSINS 14 FOSTBR4EÐUR NÝJA SÖNGTEXTABLAÐ FYLGIR HVERJU PLÖTUUMSLAGI OG KASETTU STEREO HLJÓMPLATAN KEMUR ÖLLUM í SÓLSKINSSKAP. 8 LAGASYRPUR — 49 LÖG HLJÓMA-ÚTGAFAN KEFLAVIK ANNAST DREYFINGU PLÖTUNNAR SÍMAR: 92-2717 OG 82634 REYKJAViK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.