Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.12.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 12. desember 1975. III 1 SBB Opnu vagnarnir aftur í notkun Ferðalangar, sem komu til Parlsar einhvern tima fyrir 1971 muna eflaust eftir strætis- vögnum þeirrar frægu heims- borgar, sem voru opnir að aftan. Þessir vagnar voru lengi vel meðal þess skemmtilegasta, sem hægt var að hugsa sér i Paris og mörgum þótti óneitan- lega gaman að aka um götur borgarinnar standandi á pallin- um aftast i vögnunum, en þessir pallar voru óyfirbyggðir. Þeir voru lika margir, sem höfðu sérstaklega gaman af þvi að taka tilhlaup og stökkva upp á pallinn þótt vagninn væri kom- inn af stað, og enn aðrir nutu þess að stökkva ofan af pallin- um einmitt þar, sem þeir helzt vildu fara úr vagninum, enda þótt það væri ekki venjulegur viðkomustaður vagnsins. En svo fór, að þessir vagnar týndu tölunni, þar sem þeir voru taldir orðnir of gamlir til þess að það borgaði sig að halda þeim við. Siðasti vagninn hvarf af götunni i janúar 1971. En svo gerðist það i sumar, að einn af nýju vögnun- um lenti i aftanákeyrslu. Mikið verk var að lagfæra hann, svo stakk allt i einu einn viðgerðar- maðurinn upp á að hann yrði lagaður og gerður úr garði eins og gömlu vagnarnir höfðu verið, opinn að aftan. Það var gert og gleði Parisar-búa varð mikil þegar þeir sáu þennan nýja vagn kominn i gamlan búning. Nú er meiningin að fleiri slikir verði teknir I notkun á næstunni. ★ ★ Grace í slagsmálum! Fyrir nokkru lenti Grace fursta- frú af Mónakó i útistöðum við ljósmyndara i Paris. Grace hefur venjulega verið talin kunna að koma vel og prúð- mannlega fram, en það er hægt að reita bezta fólk til reiði, og það tókst einmitt ljósmyndar- anum, sem elt hafði hana á röndum þar til hún þoldi ekki meira og sneri sér að honum og ætlaði að berja hann með hand- töskunni sinni. Það tókst henni reyndar ekki, og þessar myndir tók svo ljósmyndarinn af Grace á meðan hún var aðkomast inn i bilinn og úr sjónmáli. Unga fólkið og gömlu meistararnir Rikislistasafnið i Karlsruhe i Þýzkalandi hélt sina fyrstu listasýningu, serstaklega ætl- aða börnum og unglingum árið 1973. Einkunnarorð sýning- arinnar voru: ,,Unga fólkið hittirgömlu meistarana — lista- söfn eru skemmtileg.” Þessi sýning vakti svo mikla athygli, og ánægja þeirra sem sáu hana var svo mikil, að forstöðumaður safnsins hefur efnt til slikra sýninga á hverju ári siðan. A siðasta sumri var svo komið upp fastri sýningu á vegum safns- ins, og kallast hún: ,,Þegar amma var táningur”. Þrennt er talið hafa gefið þessari sýningu gildi. Verkin, sem sýnd eru, eru sérstaklega við hæfi barna og valin fyrir börn. Leiðsögumenn- irnir, sem fara með bömunum um sýninguna hafa gert sér ljóst, á hvaða aldri skoðendum- ir eru, og haga sér i samræmi við það og i þriðja lagi er mál- verkunum komið fyrir i þeirri hæð á veggjunum, að auðvelt er fyrir börnin að skoða þau. Ný verk eru sett upp á sex mánaða fresti og um leið eru sendir út bæklingar fyrir foreldra og kennara með öllum helztu upplýsingum varðandi lista- verkin, sem upp eru komin. Hér er hópur barna að horfa á eitt listaverkanna i barnasýningar- salnum. DENNI DÆAAALAUSI Hann er alls ekkert vondur út I þig Jói. Þetta eru bara fyrstu einkenni jólanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.