Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 30. marz 1976. Hinir útvöldu Það er ekki fyrir hvern og einn að taka þátt i háþróuðu sam- kvæmislifi i stóru finu út- löndunum og komast færri að i þann leik en vilja. Ekki alls fyrir löngu var haldin mikil hátið samkvæmisljóna i Kaup- mannahöfn, er samtök um menningarleg samskipti við útlönd hélt sina árlegu samkundu. Hófst hátiðin með hátiðarsýningu i Konunglega leikhúsinu og að henni lokinni gengu gestir yfir Kóngsins Nýtorg yfir á Hótel Angleterre þar sem hátið var enn haldið áfram. Eins og gefur að skilja fylgdust vikublöðin vel með samkvæminu og gestum og er meðfylgjandi mynd tekin úr einu þeirra og er af söngvar- anum Paul Bundgaard og Krist- inu konu hans, sem er til vinstri á myndinni og hægra megin situr Kristbjörg Vilhjálmsson og skartar i islenzkum búningi. ► Fljótsmíðuð heimili Jarðskjálftar eru tiðir á vissum undir manna verða heimilis- landsvæðum I Tyrklandi og oft lausir á nokkrum sekúndum er hendir að þúsundir og tugþús- heil byggðarlög leggjast i eyði vegna jarðskjálfta. Þegar þannig stendur á þarf að bregð- ast skjótt við og er brýnasta vandamálið einatt, að koma flóttafólki undir þak. Fram- leiðsla er hafin á fljótreistum húsum, sem komið verður fyrir á jarðskjálftasvæðum i Tyrk- landi. Eru húsin gerð úr plötúm úr viði sem auðvelt er að setja saman, siðan er þar til gerðri froðu sprautað á innri veggi húsanna, sem gerir þau vatns- þétt fyrir regni og vindum og er jafnframt einangrun. Froðan storknar á nokkrum minútum eftir að henni er' sprautað á. Að visu er ekki ætl- azt til að fólk búi I húsum þessum til langframa en þau eiga að koma i góðar þarfir þeg- ar gripa þarf til þeirra. Það tek- ur aðeins um 20 minútur að reisa hvert hús og kvoðubera það. Þangað sótti Jason gullreyfið Nýjustu uppgötvanir sovézkra fornleifafræðinga sýna, aö Kolkis, landið þangað sem Jason sótti gullreyfið, lá i reynd þar sem nú er vesturhluti sovét- lýðveldisins Grúsiu. t gili við Rionfljót — hið forna Phasis — hafa menn fundið rústirnar af bænum Vani. Grafnir hafa verið upp múrar með virkisturnum, musteri við hliðið, steinlagður veggur, annað stærra hringlaga hof og hjallamynduð altarishæð. Fundizt hafa grafir, sem i voru gulldjásn með ágröfnum mynd- um, er sýna ljón er rifur i sig uxa og gasellu. önnur hellensk og kolkidisk listaverk, sem fundizthafa eru m.a. súlur meö skurðmyndum, svo og bronsker með myndum af Nike, hinni vængjuðu gyðju sigursins. t öðr- um bólstað, sem grafinn hefur verið upp á milli fljótanna Pitjor og Rion, haia fundizt keramikmyndir frá ýmsum héruðum Grikklands. t grennd við strandbæinn Kobuleti við Svartahaf er nú verið að grafa upp forna verzlunarborg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.