Tíminn - 30.03.1976, Qupperneq 16

Tíminn - 30.03.1976, Qupperneq 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 30. marz 1976. Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 19 frá og sýning að hef jast. Mark sá í svip hávaxinn mann koma inn úr dyrunum og konu á hæla honum — konu sem enginn gat annað en tekið eftir. Andlit hennar var óvenjulega fallegt. Já, andlit Venetiu Harlow var eitt af þeim, sem maður gleymir ekki svo auðveldlega. Mark heyrði Justin segja hátíðlega: — Verður maður ekki stoltur af því að vinsælasta kona í París þessa stundina skuli vera ensk? Hefurðu séð hana dansa, Myra? Hún er draumur! Hver skyldi þetta vera, sem er með henni? Myra, hvað er að....líður þér illa? Brothljóð kvað við og Mark leit á konuna við hlið sér. Hún stóð eins og stytta og starði yf ir salinn. Glasið hafði runnið úr hönd hennar og lá mölbrotið við fætur hennar, en hún hafði ekki tekið eftir því. Það var eins og tóm hönd hennar héldi ennþá um það. Mark fylgdi augum hennar, en þau hvíldu ekki á Venetiu Harlow, heldur manninum við hlið hennar. Myra Henderson starði á hann, lömuð af undrun, rétt eins og hún sæi afturgöngu..... Eða veru, sem vekti minningar frá liðnum tíma........ 9. kafli Svona lagað gerðist blátt áfram ekki! Maður fór ekki alla leið til Parísar til að forðast mann, og rekast svo á hann í fyrsta sinn, sem maður fór í veizlu. Það var ekki hægt að byrja á nýjum kaf la í líf i sínu, f létta við og upp- götva, að maður var að byrja aftur á því sama. Ekki það, að Myra og Brent gætu byrjað aftur upp á nýtt, þau gátu aðeins farið aftur til þeirrar stundar, sem þau skildu. Það var illa gert af örlögunum að láta þau hittast aftur. Þegar versta áfallið var liðið hjá, heyrði Myra rödd Marks eins og í þoku: — Drekkið þetta....þér haf ið gott af því. Hann sagði þetta eins og hann væri að gefa henni lyf. En röddin var ákveðin og hún hlýddi ósjálfrátt. Hún fann drykkinn svíða í hálsinum og hita sér um allan lík- amann. Hún seri sér við og leit á Mark og það var eins og eitthvað af styrk hans færðist yfir til hennar. Henni fannst hún skyndilega örugg. — Hvað gerðist? spurði Justin eilítið ringlaður og gramur. Honum geðjaðist illa að því að vera settur hjá. — Mig svimaði skyndilega, sagði Myra.....hitinn lík- lega. Mark var sammála. — Þessar íbúðir hérna í París eru svo illa loftræstar. Frænka mín er orðin vön því, en ég þoli það illa. Loftið hérna er allt of þungt, eigum við ekki að ganga út á svalirnar um stund? Henni skildist, að hann opnaði henni undankomuleið. Haf ði hann getið upp á því rétta — þessi skynsami og ein- kennilega skilningsríki maður — að einhver hefði komið inn, sem hún vildi fyrir hvern mún komast hjá því að hitta? En einmitt meðan hún stóð þarna og velti fyrir sér, hvort hún ætti að f lýja eða sigrast á veikleika sínum, leit Brent á hana. Andartak þekkti hann hana ekki, augna- ráðið var spyrjandi, eins og hann myndi ekki hvar hann haf ði séð hana. En svo var eins og hann stif naði og brosið hvarf af andliti hans. Þá ákvað Myra sig. Hún ætlaði ekki að stinga af, hún kerrti hnakkann stolt og tók að ræða við herrana sína, eins og ekkert hefði í skorizt. — Ég er sammála þér, Justin, sagði hún. — Ungfrú Harlow er verulega falleg. Ég hef aldrei séð hana áður, ekki einu sinni á sviði. — Hefurðu ekki séð hana dansa? spurði hann undr- andi. — Þú verður að gera það! Hvar er Estelle? Við verðum að fara saman í óperuna, ertu ekki sammála Mark? Það er ógleymanleg reynsla að sjá Venetiu Har- low dansa. Silf urgrátt höf uð Estellu kom í Ijós. — Var einhver að nefna mig? — Já svaraði Justin. — Myra segist aldrei hafa séð Venetiu Harlow dansa. Ég sting upp á að það verði lag- færteins fljóttog hægt er. Eigum við ekki að safna sam- an svoliflum hóp og fara í óperuna, Estelle? — Ágæthugmynd, ég skal sjá um það. En leyfið mér að kynna.... Hún greip um hönd Venetiu og dró hana til þeirra. — Ungf rú Harlow má ég kynna doktor Henderson — ég leyf i mér að kalla hana Myru. Myra, ungf rú Harlow. Venetia var enn fegurri i nálgæð. Augu hennar voru stór og I jómandi og skínandi I jóst hárið var bundið í hnút í hnakkagrófinni. Hún var grönn og stælt, en ótrúlega glæsileg i hverri minnstu hreyfingu. Myru fannst hún sjálf þunglamaleg og klunnaleg. Ekki furða þótt Brent tæki hana fram yfir mig, hugsaði hún ósjálfrátt. Sér til undrunar fann hún að hönd Marks Lowell studdi undir olnboga hennar — róandi snerting. Hönd hans HVELL G E I R I .1 jarð- námustöð nokkurri... Á norðurhluta Mongo. - r. •<; t. . •• . 'es SyndiCdld Inc . 1975 WorlO riQhl D R E K I K U B B U R Inlll iiifflÍ! i ÞRIÐJUDAGUR 30. mars 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dágskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Um dægurlagatexta á ís- landi, annar þáttur. Umsjónarmenn: Hjalti Jón Sveinsson og Sigurjón Sig- hvatsson. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá Salzburg Mozarte- u m-h 1 jóm s vei t i n og Filharmoniusveitin i Slóvakiu leika. Stjórnend- ur: Gerhard Wimberger og Aram Katsjatúrianí. Einleikarar: Karlheinz Zöller og Margot Pinter. a. Flautukonsert i D-dúr (K314) eftir Mozart. b. Pianókonsert og „Sverð- dans” eftir Katsjatúrian. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving sér um timann. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 T.ónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Starfsskilyrði skólanna. Stefán Briem eðlisfræðing- ur flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Aö skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 íslensk tónlist. Flytjendur: Kristján Þ. Stephensen, Sigurður I. Snorrason, Einar G. Svein- björnsson, Þorkell Sigur- björnsson og Halldór Haraldsson. a. Sónata fyrir óbó og klarinettu eftir Magnús Blöndal Jóhanns- son. b. Rómansa fyrir fiðlu og pianó eftir Hallgrim Helgason. c. Fimm stykki fyrir pianó eftir Hafliða Hallgrimsson. 21.50 „Hundsbit” smásaga eftir Pétur llraunfjöiö Höf- undur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusáima (36). 22.25 Kvöldsagan: „Sá svarti senuþjófur”: Ævisaga Haralds Björnssonar leik- ara. Höfundurinn, Njörður P. Njarðvik byrjar lestur- inn. 22.40 Harmonikulög Andrew Walter leikur. 23.00 A hljóðbergi Þýski rit- höfundurinn Josef Reding les úr verkum sinum. Hjóð- ritað á upplestrarkvöldi i Norræna húsinu 25. þ.m. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 30. mars 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Umsjón- armenn Björn Teitsson og og Björn Þorsteinsson. 21.20 Ofsi (The Fury) Banda- rísk biómynd gerð árið 1936. Leikstjóri Fritz Lang. Aðal- hlutverk Spencer Tracy og Sylvia Sidney. Joe Wilson er á ferðalagi til að hitta unnustu sina. Hann er tek- inn fastur i smábæ einum og sakaður um að hafa átt þátt i mannráni. Þýðandi Stefán Jökulsson. 23.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.