Tíminn - 30.03.1976, Side 10

Tíminn - 30.03.1976, Side 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 30. marz 1976. Halldór Ásgrímsson alþingismaður: Nauðsyn að endurskoða lög um tekjuskatt — en gefast ekki upp fyrir vandanum ÞINGMENN Alþýðuflokksins hafa lagt fram tillögu til þings- dlyktunar um afnám tekjuskatts af launatekjum. Gylfi Þ. Gislason mælti fyrir tillögunni og sagði m.a., að tillaga þessi væri flutt i samræmi við þá stefnu, sem 36. flokksþing Alþýðuflokksins markaði. Meginbreytingarnar, sem til- lagan gerir ráð fyrir, eru eftirfar- andi: „I fyrsta lagi er gert ráð fyrir þvi að horfið verði að fullu frá innheimtu tekjuskatts til rikisins af tekjum launþega. 1 öðru lagi er lagt til, að tekið verði að greina milli atvinnu- rekstrar einstaklinga og einkabú- skapar þeirra, i þvi skyni að koma i veg fyrir, að bókfærðar raunverulegar tekjur i skjóli atvinnurekstrarins, án þess að greiða af þeim nokk- urn tekjuskatt eða útsvar, vegna þess að atvinnureksturinn er tal- inn rekinn með tapi samkvæmt bókhaldi og skattaframtali. Gert er ráð fyrir þvi, að eiganda at- vinnurekstrar, sem við hann starfar, séu jafnan áætlaðar tekj- ur, sem telja má eðlilegar miðað við vinnuframlag hans i þágu fyrirtækisins og stöðu hans við það, og séu þessar tekjur áætlað- ar hliðstæðar launum, sem greidd eru fyrir sams konar störf i at- vinnurekstri. Siðan greiði hann útsvar af þessum áætluðu tekj- um, auk þess sem hagnaður af at- vinnurekstrinum yrði auðvitað skattskyldur almennt. A hinn bóginn er gert ráð fyrir þvi, að rikið haldi áfram að inn- heimta tekjuskatt af atvinnu- rekstri.” Ýmsum fleiri breytingum gerir tillagan ráð fyrir, en alls er hún i 12 liðum. Uppgjöf Alþýðuflokksins Halldór Asgrimsson (F) hélt It- arlga ræðu um málið og undrað- ist, að Alþýðuflokkurinn hefði gefizt upp við að reyna að leið- rétta það skattakerfi, sem við bú- 1 NEÐRI DEILD mælti Ölafur Jóhannesson dómsmálaráðherra fyrir frumvarpi til laga um al- menn hegningarlög og frumvarpi um meðferð opinberra mála i héraði. Bæði þessi mál hafa áður verið afgreidd frá efri deild- Þá mælti Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra fyrir frumvarpi til laga um sálfræð- inga, en það frumvarp hafði einn- ig verið afgreitt frá efri deild. I efri deild mælti fjármálaráð- herra, Matthias Mathiesen, fyrir frumvarpi til laga um skattfrelsi bókmennta- og tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs, þar sem gert er ráð fyrir að þau verði undanþegin tekjuskatti og út- svari. Helgi Seljan mælti fyrir þingsályktunartillögu sinni um tilraunaveiðar á rækju fyrir Austurlandi. um við. Taldi hann eðlilegra að gera myndarlegt átak i þvi að endurskoða og leiðrétta tekju- skattskerfið, og leiðrétta þá aug- ljósu vankanta sem á þvi væru. Minnti þingmaöurinn á að bæöi forsætisráðherra og fjármálaráð- herra hefðu i fyrra lýst þvi yfir, að fyrir það Alþingi, sem nú situr, yrði lagt frumvarp um tekjuskatt og eignaskatt. Væri oröinn langur aðdragandi að þeim frumvörp- um. Siðan fór þingmaðurinn yfir nokkra þætti tillögunnar I stuttu máli og sagði: ,,í fyrsta lagi er gert ráö fyrir þvi, að það skuli greint á milli þess hvort skattgreiðandi eða launþegi hefur tekjúr af atvinnu- rekstri eða er launþegi. Um þetta er i sjálfu sér ekkert að segja. Þetta er i samræmi við grund- vallarstefnumörkun i þingsálykt- unartillögunni. í öðru lagi kemur fram, að við ákvörðun á skattskyldum tekjum einstaklings af eigin atvinnu- rekstri skulu laun hans áætluð. Ég vil leyfa mér að benda á, að það er ekkert einfalt mál að ætla sér að fara að taka upp einhverja algilda reglu um áætlun launa, án nokkurs tillits til afkomu fyrir- tækja. Þetta má vel vera að hljómi vel, en ég er þeirrar skoð- unar, að hér sé um alranga leið að ræða, og eigi mun fremur, að leggja áherzlu á að miða við einkaúttekt út úr fyrirtækinu, en ekki einhverjar áætlanir, sem eru oft á tiðum háðar duttlungum opinberra aðila. Það er mun raunhæfara að skattleggja það, sem einstaklingurinn tekur til eigin þarfa, heldur en að skatt- leggja á grundvelli einhverrar áætlunar, án tillits til þess hvort hann hefur fengið það fjármagn til ráðstöfunar eða ekki. I þriðja lagi er gert ráð fyrir þvi að félög skuli áfram greiða tekju- skatt, og er vissulega gott til þess að vita að það á ekki algjörlega að leggja kerfið niður, en þó kæmi vissulega lika til greina, fyrst fara á yfir i þetta kerfi, að félög greiddu einnig óbeinan skatt, þ.e.a.s. nokkurs konar virðis- aukaskattaf mismun innkominna tekna og útgjalda. Það er vissu- lega mögulegt. Þá er gert ráð fyrir þvi að reglur um heimild til þess að draga vexti af skuldum frá tekj- um, verði við það miðaðar, að um hafi verið að ræða eðlilega láns- fjáröflun i þágu atvinnurekstrar- ins. Hvað er þessi eðlilega láns- fjáröflun? Eru háttvirtu flutn- ingsmenn tilbúnir að setja það i skattalög, hvað er eðlileg láns- fjáröflun, og ákveða á þeim grundvelli hvaða vextir eru frá- dráttarbærir og hvaða vextir eru ekki frádráttarbærir? Satt bezt að segja hafði ég talið, að i sjálfu sér væri ekki mikill eðlismunur á fjármagnskostnaði og öðrum kostnaði, og hvers vegna að skera niður þennan kostnaðarlið? Af hverju ekki að ganga á alla kostn- aðarliði fyrirtækjanna og skera þá niður um mismunandi pró- sentu? Osamræmi í mólflutningnum - Þá er hér lagt til, að þegar giid- andi lagaákvæöi um hækkun sölu- skatts, sem nú rennur i Viðlaga- sjóð og oliusjóð, falla úr gildi, skuli þau framlengd, en tekjur af þeim hluta söluskattsins renni i rikissjóð til þess aö mæta missi tekna af tekjuskatti af launatekj- um. Hér hafa háttvirtir flutnings- menn séð að myndi vera mögu- leiki á aö fá allmargar krónur upp i tekjumissinn, sem er hins vegar mun hærri heldur en þeir gera ráð fyrir, og skal ég koma að þvi sið- ar. En á sama þingi leggja tveir Ilalldór Asgrimsson flutningsmenn að þessari tillögu um afnám tekjuskatts af launa- tekjum fram tillögu til þings- ályktunar um jöfnun á kostnaði við kyndingu húsa, og i annarri þingsályktunartillögu leggja þeir til, að eini tekjustofninn, sem hefur gert það mögulegt að koma þó þarna á einhverri jöfnun, verði lagður niður. Ég sé ekki hvernig hægt er að taka svona tillögu- flutning aivarlega þegar menn leggja fyrst til hér i 76. máli sam- einaðs þings að leggja niður .tekjustofn, sem hefur verið not- aður ti) að jafna húshitun I land- inu, og leggja svo fram aðra þingsályktunartillögu um jöfnun á kostnaði við kyndingu húsa, og þá á sjálfsagt að finna upp nýjan tekjustofn til þess, hver sem hann á nú að vera. Þetta finnst mér vera ábyrgðarlaus tillögugerð, svo að ekki sé meira sagt. Þá er gert ráð fyrir þvi, að itar- leg ákvæði verði sett, er miði að þvi að koma i veg fyrir röng framtöl til söluskatts, tekju- og eignaskatts, og eftirlit með þvi að þeim ákvæðum sé hlýtt, sé eflt allverulega. Hér er vissulega liður, sem allir geta verið sam- mála um, en þetta er kannski ekki fyrst og fremst spurning um það að setja ákvæði, heldur fyrst og fremst spurning um það að hafa hér nægilegt fjármagn, þ.e.a.s. efla skattstofurnar, efla rann- sóknardeild rikisskattstjóra með meiri fjárveitingum frá Alþingi og auka sektarákvæði skattalag- anna. Þá er lagt til, að fyrir árs- lok 1976 skuli söluskatti breytt i virðisaukaskatt. Ef háttvirtir flutningsmenn hafa kynnt sér þá greinargerð, sem alþingismönn- um barst i vor um virðisauka- skatt, hefðu þeir séð, að hér er ekki um mál að ræða, sem hægt væri að koma á á stuttum tima, og það er algjörlega vonlaust mál að ætla sér að koma þessu kerfi á á árinu 1976, enda er vafasapit hvort það sé rétta leiðin, að fara yfir i virðisaukaskattskerfi, eða þá að breyta söluskattskerfinu. Þá er lagt til að lög um tekju- stofna sveitarfélaga skuli endur- skoða þannig að frjálsræði þeirra verði aukiö um álagningu skatta. Þetta má vera gott og blessað, en við verðum einnig að gera okkur grein fyrir þvi, aö þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir búsetu manna. Ef eitt sveitarfélag leggur á mun meiri skatta en önnur, þá er hætt við að menn reyni að komast frá þvi sveitarfélagi. Þetta er vissu- lega reynsla, sem við höfum héð- an frá Islandi. Óvíst að allir yrðu dnægðir með þd skatta Flutningsmenn hafa ákveðnar tillögur um það, hvernig bæta megi þann tekjumissi, sem hlytist af þvi að þessi atriði kæmu til framkvæmda. 1 fyrsta lagi er gert ráð fyrir þvi, að 3% söluskattur komi þá á móti, sem þegar er nýttur af rikissjóði til ýmissa mála, þ.á.m. til ýmissa félags- legra mála. Ég er helzt á þvi, að ef þessar tekjur yrðu teknar i burtu, kæmi það við ýmsa liði, sem við háttvirtir alþingismenn yrðum tregir til að samþykkja, þótt menn geti i sjálfu sér sam- þykkt að fella niður tekjurnar. I öðru lagi er gert ráð fyrir brúttóveltuskatti, en flutnings- menn gera ráð fyrir þvi, að hér sé aðeins um það að ræða, að mæta 5,7 millj. samkv. fjárlögum. En það er nú ekki svo, þvi að það er gert ráð fyrir þvi, að á árinu 1976 verði álagður tekjuskattur á ein- staklinga tæplega 10 milljarðar kr., eða um það bil 9,9 milljarðar, og frá þvi dragast barnabætur, sem eru sennilega tæplega 3 mill- jarðar kr., og einnig dregst þar frá svokallaður neikvæður skatt- ur, sem gengur upp i útsvar. Nú geri ég vart ráð fyrir þvi, að flutningsmenn ætli sér að leggja niður barnabætur og neikvæðan tekjuskatt, en það verður ekki annað ráðið af þessari tillögu en að svo sé, þannig að hér er um mun hærri fjárhæðir að tefla. Og ef menn ætla að mæta 10 milljörð- um meö söluskatti, þá er þar um að ræða um það bil 8—9 prósentu- stig til viðbótar i söluskatti. Og ef menn ætla enn að breyta þvi kerfi yfir I virðis- aukaskatt, þá gæti ég trúað, að þaö yrði mjög nálægt 40% virðisaukaskatti, þvi að virðis- aukaskattur er annars eölis. Virðisaukaskattur leggst fyrst og fremst á neyzluna, þ.e.a.s. á heimilin i landinu, en söluskattur- inn leggst þó að allmiklu leyti á fyrirtækin, þ.e.a.s. sú þjónusta, sem fyrirtækin greiða, er i mörg- um tilfellum með söluskatti, þannig að ég er helzt á þvi, að þegar öll þessi kerfi verða nú komin i gang, virðisaukaskatts- kerfi og ekkert tekjuskattskerfi, þá verði heimilin i landinu farin að greiða allháan skatt, sem ýms- ir yrðu nu ekki ánægðir með, þótt háttvirtir flutningsmenn telji, að svo verði. Vandamdlið er stórt 1 minum huga er þetta vanda- mál, sem hér er komi'ð inn á, mjög stórt, en hins vegar eiga menn ekki að mæta þvi eins og virðist vera rikast i mönnum al- mennt i þjóðfélaginu, að það skuli lagt niður. Menn fórna höndum og segja: Sjáið þið gallana, þeir hafa ekki verið lagfærðir, og um það má sjálfsagt kenna sofandahætti stjórnvalda og Alþingis, en við eigum fremur að snúa okkur að þvi að lagfæra þetta kerfi. Það er hgt að gera það, og ég ætla ekki að fara að rekja það i sjálfu sér, i hverju slikar lagfæringar eiga að felast. Ég er þó tilbúinn til þess, ef tækifæri gefst til hér siðar, en ég vil leggja á það áherzlu, að þessari endurskoðun, sem fjár- málaráðherra vitnaði til, verði hraðað og hún lögð hér fram á Al- þingi, þannig að menn fái tæki- færi til þess að ræða þetta á skyn- Framhald á bls. 23 KHl ■■ ■ ■ Breytinga er þörf á vega- lögum svo kaupstöðum fjölgi ekki PÁLMI Jónsson (S) mælti i gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á vegalögum, en frumvarpið flytur hann ásamt Friðjóni Þórðarsyni. Við um- ræðurnar sagði Halldór E. Sig- urðsson samgönguráðherra, að nauðsyn væri að breyta vega- lögúnum, og hefði hann skipað nefnd til að vinna að þeirri breytingu. 1 þeirri nefnd ættu sæti fulltrúar úr öllum þing- flokkunum, auk vegamálastjóra og ráðuneytisstjóra i sam- gönguráðuneytinu. Þau atriði, sem nefnd þessi þyrfti fyrst og fremst, að taka til athugunar, væri flokkun veg- anna annars vegar, en hins veg- ar hvernig minnka mætti gjöld þau, sem þorp þyrftu að greiða til sýsluvegasjóða. Þessi háu gjöld eru einn þátturinn i þvi, hve mörg sveitarfélög hafa sótt um kaupstaðaréttindi á siðustu árum. Lagði samgönguráð- herra til að frumvarpið yrði lát- ið biða, þar til fullkannað væri, hvort ekki næðist samstaða i nefndinni um afgreiðslu þessara mála. Pálmi Jónsson kvaðst hafa vitað um þá nefnd, sem að þess- ari endurskoðun ynni, en i þeim drögum, sem hann hefði séð frá þessari nefnd, væri ekki gengið nægilega til móts við þau sjónarmið, sem fram væru sett i þessu frumvarpi. Þvi hefði hon- um þótt ástæða til að vekja á þeim athygli með flutningi frumvarpsins. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kauptúnahreppar með yfir 200 ibúa verði undanþegnir gjaldi til sýsluvegasjóðs. Gert er ráð fyrir að Vegasjóður bæti sýslu- veaasióðunum þetta tekjutap. Siðan verður þéttbýlisvega- féð skert um 0,5% af heildarút- gjöldum vegamála, og er þá ætlazt til að allir aðilar standi nokkurn veginn jafnréttir og áður hvað fjármagn snertir. Flutningsmenn telja, að verði frumvarpið að lögum leiði það til þess að færri sveitarfélög óski eftir að verða sjálfstæðir kaupstaðir, enda sé ekki ástæða til að láta óþörf og óheppileg lagaákvæði verða til þess að sundra lögsagnarumdæmum. Annar tilgangur þessa frum- varps er sá að kveða skýrar á um sjálfstæði sýsluvegasjóða og rétt sýslunefnda til að annast vegaviðhald og fjárreiður sýslu- vegasjóða á eigin spýtur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.