Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. marz 1976. TÍMINN 5 Tengd mdl A þaö hefur veriö bent i þessum dálkum, að i vitund almennings séu öryggismál þjóðarinnar og landhelgis- máliö nátengd mál. Af ein- hvcrjum ástæðum vilja surnir horfa framhjá þessari stað- reynd i opinberri umræöu, þó að þeir viðurkenni hana á bak við tjöldin. i Reykjavikurbréfi Mbl. s.l. sunnudag er fárazt yfir þvi, að vinaþjóð okkar, Norðmenn, hafi áhyggjur af þvi að íslend- ingar kunni að loka varnar- stöðinni i Keflavik og segja sig úr Atlantshafsbandalaginu vegna landhclgism álsins. Astæðan sé sú, „að islenzkir ráðamenn hafi talað i þessa vcru, ekki sizt i viðlölum við norska fjölmiðla. Þcssi frétta- flutningur hafi greinilega gefið villandi mynd af raun- verulegum viðhorfum hér heima fyrir, og hafi þvi orðið málstað okkar til tjóns,” eins og segir i Mbl. Hvað sögðu Styrmir, Guðmundur og Björn? Sem bctur fer hafa sumir ráöamenn talað tæpitungu- laust i þessu máli og gcrt vina- Styrmir, Björn, þjóðum okkar i Atlants- ha fsba nda 1 a gán u Ijóst, að framferði Breta gæti leitt til þess, að við neyddumst til að segja okkur úr Atlantshafs- bandalaginu og loka herstöð- inni. En það eru ekki aðeins ráðherrar Kramsókna'rflokks- ins, sem bent hafa á þessa hættu. Nýlcga voru þrir áhrifamenn Sjálfstæðisflokks- ins á fcrð i Briissel og Osló og ræddu þessi mál við æðstu menn Atlantshafsbandalags- ins og áhrifamenn i Noregi. Er ekki annað vitað en þessir áhrifamcnn i Sjálfstæðis- flokknum háfi túlkaö ná- kvæmlega sömu skoðun og ráðhcrrar Fra msóknarflokks- ins, þ.e. að. áframhaldandi ofbeldisaðgerðir Brcta gætu valdið þvi, að islendingar slitu varnarsamstarfi við aðrar At- lantshafsbandalagsþjóðir. Þcssir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins voru Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Mbl., Björn Bjarnason, aöstoðar- maður forsætisráðherra, og Guðmundur H. og Gylfi. Guðmundur H. Garðarsson alþm. Sé hér ekki rétt meö farið, skal það fúslcga lciðrétt. Gylfi einn eftir Burtséð frá þvi, hvort Mbl. hcldur áfrarn að túlka þá óraunhæfu skoðun, að land- hclgismálið og öryggismál þjóðarinnar séu tvö óskyld mál, skiptir vitanlega mestu máli, að ráðamönnum At- lantshafsbandalagsins sé gert Ijóst, hvað i húfi sé. Og það eru ánægjuleg tiðindi, að svo áhrifamiklir fulllrúar Sjálf- stæðisflokksins skuli taka I sama strcng á bak við tjöldin. Eftir stcndur þá Gylfi Þ. Gislason einn með sinar yfir- lýsingar við erlenda fjölmiðla, að þaö komi aldrei nokkurn tima til greina að islendingar endurskoði afslöðu sina til At- lantshafsbandalagsins. — a.þ. SKJALASKÁPAR skjalamöppur og skjala- geymslukerfi wmmmum kjaran ixm skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8,simi 24140 Réttargæzlumenn í Geirfinnsmólinu: Ra nnsókna rlög reg la n var hlutdræg í garð gæzluvarðhaldsfanga „VIÐ undirritaðir, réttargæzlu- menn þriggja manna, sem nú sitja i gæzluvarðhaldi, grunaðir um að vera valdir að hvarfi Geirfinns Einarssonar, sem taliðer að horfið hafi i Keflavik, þann 19. nóv. 1974, teljum óhjá- kvæmilegt að koma á framfæri athugasemdum við frásögn rannsóknarlögreglunnar af rannsókn málsins, á blaða- mannafundi i gær, eins og hún hefir birzt i fjölmiðlum i gær og i dag. Við ásökum rannsóknarlög- regluna fyrir það að hafa á nefndum blaðamannafundi færst undan að svara hver hafi verið viðbrögð hinna grunuðu manna, er þeim var kynnt frá- sögn hinna þriggja ógæfuung- menna um aðild þeirra að hvarfi Geirfinns. Fáum við ekki séð hvaða tilgangi það þjónar að þegja yfir viðbrögðum skjól- stæðinga okkar. Við ásökum rannsóknarlög- regluna ennfremur fyrir það að hafa á nefndum blaðamanna- fundi látið hjá liða að skýra frá mikilvægum þáttum i rannsókn málsins, sem rýrt hafa verulega framburð hinna þriggja vitna. Við ásökum ennfremur rannsóknarlögregluna fyrir að hafa látið ógert að skýra frá þvi á nefndum blaðamannafundi, að vætti fjölmargra aðila hefir komið fram.sem gera frásögn hinna þriggja vitna meira en tortryggilega. Við ásökum loks rannsóknar- lögregluna fyrir að hafa sleppt þvi að skýra frá þvi á nefndum blaðamannafundi, að allt frá 26. janúar s.l. eða i 62 daga, hefir ekkert komið fram við rannsókn málsins, sem styður frásögn hinna þriggja ógæfuungmenna. Undirritaðir réttargæzlu- menn harma, að þurfa að taka þátt i umræðu um rannsókn máls þessa á opinberum vett- vangi og hefðu heidur kosið að mega reka réttar skjólstæðinga sinna fyrir löglegum dómstólum landsins. En þar sem þeir, sem ábyrgð bera á rannsókn málsins hafa kosið að velja fjölmiðla sem vettvangi og hefðu heldur hafa kosið að velja fjölmiðla sem vettvang til umræðna um það, verður naumast undan vik- izt, að taka þátt i þeim umræð- um. Við væntum þess þó, að þurfa ekki frekar en hér er gert að vekja athygli rannsóknarlöe- regíunnar á grundvallarákvæð- um i 39. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála, sem er svohljóðandi: „Lögreglumenn skulu stöðugt miða alla rannsókn sina við það að leiða hið sanna og rétta i ljós i hverju máli, sem þeir hafa til meðferðar, og rannsaka jöfn- um höndum þau atriði, sem benda til sektar sakaðs manns og sýknu.” Við ásökum rannsóknarlög- regluna fyrir að hafa ekki haft þetta ákvæði að leiðarljósi á nefndum blaðamannafundi. Eeykjavik, 27. marz 1976. Hafsteinn Buldvinsson. hrl. Ingvar Björnsson hdl. Jón Gunnar Zoega, hdl. Tíminn er peningar Lockkeed Hemlahlutir í flestar gerðir bifreiða frá Japan og Evrópulöndum HTjOSSIf------< Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-53 skrifstofa Lod (lieed f=T=3 Stýrisendar í brezkar vöru- og fólksbifreiðar og dráftarvélar IILOSS Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun 8-13-51 verttstæði ■ 8-13-52 skrifstota Tilkynning um nýja heimilistryggingu Aöildarfélög Sambands brunatryggjenda á íslandi: Almennar tryggingar hf. Brunabótafélag íslands Norölensk trygging hf. Sjóvátryggingafélag íslands hf. Trygging hf. og Tryggingamiðstöðin hf. auglýsa nýja og fullkomnari skilmála fyrir heimilis- tryggingu. Skilmálarnir hafa verið staöfestir af Tryggingaeftirlitinu. Aðildarfélögin veita allar nánari upplýsingar um hina nýju heimilistryggingu. Samband brunatryggjenda á íslandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.