Tíminn - 30.03.1976, Síða 7

Tíminn - 30.03.1976, Síða 7
Þriðjudagur 30. marz 1976. TÍMINN 7 24° 22° I 20° I 18° 16° \ 14° Suðureyr — 66 ‘ Tálknofjo — 65° Gerðor Keflovik N jorðvlkur Sondgerð Reykjones 66° 6 5° — 64° — Nýting jarðhita á islandi 1975 ■aa Hitaveitur (starfræktar, i siniðum, fyrirhugaðar) Orkustöövar (starfræktar, i smiðum, fyrirhugaðar) 0O Iönaöarnotkun (starfrækt, fyrirhugað) Gróðurhús Sundlaugar ▲ Nýting jarðhita með góðum árangri fyrir tveim- ur árum. Áhugi er einnig á bor- un i Húsafelli vegna starfsem- innar þar. Likur eru á að fá megi heitt vatn með borun við Miðsand i Hvalfirði. 3. Snæfellsnes-, Hnappadals- og Dalasýslur. A þessu svæði eru nokkur kauptún með ibúafjölda um og innan við 1000 manns. Ekki er vitað um jarðhita i nánd þess- ara staða, sem likur eru á að nota megi til hitaveitu. Sumarið 1973 var boruð hitastigulshola milli Hellissands og ólafsvikur, en það var talinn einn álitlegasti stáður til borunar eftir heitu vatni. Arangur þessarar borun- ar var neikvæður. Unnið er aö heildarrannsókn vegna þétt- býlisstaðanna á nesinu og felur sú rannsókn i sér rannsóknabor- anir þegar á þessu ári. Við Kol- viðarneslaug i Eyjahreppi hefur verið borað og fengizt heitt vatn, er dugir skólanum þar. Viö Sælingsdalslaug og Lýsuhól er um sams konar staðbundna nýtingu að ræða. Hitaveita frá Sælingsdalslaug. aö Búðardal hefur komið til tals. 4. Vestfirðir og Strandasýsia. Jarðhiti er viöa á Vestfjörðum en óviða nærri þéttbýli. Þó hefur veriö borað með góöum árangri á Súgandafiröiog fengizt yfir 60 gr.C heitt vatn, sem nægja mun 'til hitaveitu fyrir kauptúnið. A Tálknafirði hefur einnig verið borað með árangri, en þar fékkst aðeins um 52 gr.C heitt vatn, sem er fremur óhag- kvæmt að leiða til þorpsins, næstum 5 km leið. Þvi er áhugi á djúpborun á Sveinseyri og nokk- ur von um að finna megi þar jafnheitt eða heitara vatn á miklu dýpi. Á lsafiröivar boruð nýlega 600 m djúp hola. Niður- staða þeirrar borunar bendir til, að djúpkerfi með um 60 gr.C heitu vatni sé þar til staðar. Liku máli gegnir um Patreks- fjörö, en þar var boruð 400 m djúp hola fyrir skemmstu. Fullnaðarrannsóknum til undir- búnings djúpborun er ekki lokið á þessum stöðum, en að þvi verður stefnt nú i sumar. I ná- grenni við Bolungarvik er smá- vægilegur jarðhiti og er áform- uð þar djúpborun þegar á þessu ári. Biidudalur virðist eiga möguleika á hitaveitu með bor- unum og lögn frá Dufansdal. Frumáætlun um slika hitaveitu liggur fyrir. Einnig kemur til greina að bora eftir heitu vatni nær þorpinu. Stefnt verður að þvi að ljúka rannsóknum til undirbúnings slikum borunum nú i sumar. A Þingeyrieru tald- ar hvað minnstar likur á að finna megi heitt vatn, en Flat- eyri og Súöavik ættu að eiga svipaöa möguleika og t.d. tsa- fjöröur. Hitastigulsborhola er á- formuð á Þingeyri þegar á þessu ári. Rannsóknir verða einnig gerðar vegna Flateyrar og Súöavikur I ár, en skynsam- legt að biða með boranir þar til séö verður hver árangurinn verður i Bolungarvik og Isa- firði. Á Barðaströnd er nokkur jarðhiti. Borun stendur yfir i Flókalundi og rannsókn vegna borunar við Laugarnes verður gerð i sumar. A Reykhóium i Austur-Barða- strandarsýslu er starfandi þangmjölsverksmiðja, sem not- ar heitt vatn frá borholum. Til- tækt vatnsmagn er um 32 1/sek af 100 gr.C heitu vatni en þörf á 23 1/sek i viöbót til að vatnsþörf- inni sé fullnægt. Hefur verið út- vegað fjármagn til borunar einnar holu á þessu ári, enda taldar góðar likur á að þar megi auka vatnsmagn verulega með fleiri og dýpri borunum. í Strandasýslu er viða jarðhiti. Helztu likur á nýtingu jarðhita i þéttbýli þar eru að leiða vatn frá Hveravik að Drangsnesi, en þar á milli eru um 5 km. Góöar likur eru einnig á að afla megi heits vatns með borun, sem nægja myndi til hitaveitu fyrir Borð- eyri. Rannsóknarhola er fyrir- huguð á Hólmavik á þessu ári. 5. Húnavatnssýsla og Skaga- fjörður. Hitaveita er nú komin á Hvammstanga, en þangað er vatni dælt frá Reykjum i Mið- firði. Hitaveitan býr við vatns- skort, en væntanlega veröur unnt að ráða bót þar á með þvi að taka upp dælingu úr borholu, sem fyrir er á Reykjum. Mögu- leikar á hitaveitu fyrir Blönduós hafa verið rannsakaðir og helzt litið til Reykja við Reykjabraut i þvi sambandi. Enn hafa boran- ir þar ekki borið tilætlaðan ár- angur. Vonazt er til að djúpbor- un, sem nú er i þann mund að hefjast, gefi betri raun. Viðar i Húnavatnssýslum verður vart jarðhita, en hann verður, ef Blönduós er frátalinn, varla nýttur til annars en upphitunar einstakra bæja. A Skagaströnd eru litlar likur taldar á nýtan- legum jarðhita, en grunn rann- sóknarborun er fyrirhuguð þar á þessu ári. Sauöárkrókur og Varmahlíð i Skagafiröi búa við nægan jarð- hita, en þörf er á auknu vatns- magni i náinni framtið. I Lýt- ingsstaðahreppi er jarðhiti viöa og möguleikar á að hagnýta hann betur en nú er gert. Austan til i Skagafirði er ó- verulegur jarðhiti nokkuð út- breiddur en varla nýtanlegur nema i smáum stil. Jarðhiti mun þó vera skammt sunnan við Hofsós og þvi nokkur von um að þar megi koma á laggirnar hitaveitu. Rannsóknir á jarö- hitasvæðinu þar eru fyrirhugaö- ar nk. sumar. Sama máli gegnir um Reyki i Hjaltadal, en komiö hefur til tals að leiða heitt vatn þaðan að Hólum. I Fljótum i Skagafiröi er mik- ill jarðhiti, en fram til þessa hefur ekki veriö borað þar nema grunn hola við Barðslaug. Það- an gæti reynzt hagkvæmt að leggja hitaveitu til Haganesvik- ur og i nálæga byggð. Dýpri bor- un er fyrirhuguð þegar á þessu ári. 6. Eyjafjöröur. Berggrunnur i Eyjafirði er elzti hluti norðlenzku basalt- myndunarinnar. Jarðhiti er á þessu svæði tengdur lóðréttum berggöngum liktog á Vestfjörð- um. Svæðið hefur verið allmikið rannsakað á siðustu árum og eru skýrslur fyrirliggjandi um allar þær rannsóknir. Það er sameiginlegt einkenni flestra jarðhitasvæðanna við Eyja- fjörð, að á hverjum stað hefur einungis reynzt unnt að vinna tiltölulega litið vatnsmagn á hverjum stað, eða sem nemur um 30 1/sek. Yfirleitt er þarna um grunnar borholur að ræöa, þ.e. grynnri en 600 m. Dýpri boranir, þar sem þær hafa verið gerðar, hafa þó borið allgóðan árangur og má vænta þess að i framtiðinni takist á þann hátt að bæta árangur borana á þessu svæði verulega. Vonazt er til að hilaveitur á Eyjafjarðarsvæð- inu nái til um 17.000 manns á næstu árum. Siglufjöröur. Umfangsmiklar boranir hafa verið gerðar þar á siðustu árum. Aætlað er að þeg- ar megi fá meö dælingu um 30—35 1/sek af 67 gr.C heitu vatni. En vatnsþörf bæjarins er um 50—55 1/sek af þetta heitu vatni. Likur eru á að með djúp- borunum fáist þarna yfir 80 gr.C heitt vatn. Grimsey. Engar eiginlegar jarðhitarannsóknir hafa farið þar fram til þessa. Þó er talinn möguleiki á að fá þar heitt vatn með djúpborun. ólafsfjörður. Hitaveita hefur lengi verið starfrækt á Ólafs- firöi, sem byggist á sjálfrennsli frá borholum i Skeggjabrekku- dal. Veita þessi er hins vegar orðin of litil nú. Leitað hefur verið að viðbótarvatni á öðru jarðhitasvæöi nærri bænum sið- ustu 3 árin. Sú leit bar árangur á siðastliðnu sumri, en þá hittist á öfluga vatnsæð á um það bil 1100 m dýpi. Sjálfrennsli úr holunni er nú um 18 1/sek. af 66 gr.C heitu vatni. Palvik.A Dalvik er hitaveita og fékk hún vatn sitt þar til fyrir skemmstu úr einni borholu. Sl. sumar var boruð fullkomnari vinnsluhola fyrir hitaveituna of- an i sama vatnsleiðarann. Siðan sú hola var tekin i notkun hefur vatnsmagn hitaveitunnar aukizt um 3 1/sek (er nú 31,5 1/sek) og vatnið hitnað um 2 gr.C (er nú 60 gr.C). Enn vantar hitaveituna um 10 1/sek miðað við þetta hitastig til þess að fullnægja vatnsþörfinni. Aformuð er djúp- borun á jarðhitasvæðinu hjá Dalvik i von um að hitta á meira og heitara vatn. llrisev. 1 Hrisey hefur nýlega verið tekin i notkun hitaveita. og likur eru á að hún nægi næstu árin. Akureyri. Sumarið 1975 var gerð itarleg rannsókn á jarð- hitasvæðum i grennd við Akur- eyri i þeim tilgangi að fá endan- lega úr þvi skorið, hvort fá mætti nægilegt heitt vatn þar til hitaveitu handa bænum. Svæðið kringum Syðra-Laugaland reyndist út frá þessum rann- sóknum álitlegast og var á grundvelli þeirra ráöizt i borun. Arangur varð mjög góður af fyrstu holunni (um 70 1/sek af 92 gr.C heitu vatni) og er nú unnið að borun annarrar holu á sama svæði. Ldkur eru á að þarna sé vatnskerfi, sem nái mjög djúpt og fæst væntanlega úr þvi skorið með djúpborun. Nú sem stendur virðast góðar likur á þvi að tak- ast muni að sjá Akureyringum fyrir nægilegu magni af heitu vatni frá jarðhitasvæðinu við Syðra-Laugaland. Væntanlega kæmi hitaveita þaðan einnig til góða fyrir hina þéttu byggð i öngulstaðahreppi. Grenivfk og Svalbarðseyri. Á báöum þessum stöðum finnst jarðhiti og er þvi nokkur von um að þar megi bora eftir heitu vatni. sem dugi fyrir hitaveitu á þessum stöðum. 7. Þingeyjarsýslur. t Þingeyjarsýslum er bæði um að ræða lághitasvæði og þrjú háhitasvæði. Borholur á háhita- svæðinu i Námafjalli sjá Kisil- ,.iðjunni og litlu raforkuveri fyrir gufu. Einnig hefur verið ieitt heitf vatn frá þessum borholum i Reykjahliðar- og Vogahverfi. A Húsaviker hitaveita. sem fær vatn frá Hveravöllum i Reykja- hverfi. Borað var fyrir hitaveit- una sumarið 1974 með góðum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.