Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 24
ísrael;
Harðnandi gagn
rýni á stjórnina
Reuter/Jerúsalem.— Ríkisstjórn
Israels varð fyrir harðri gagnrýni
heima fyrir i gær, vegna brott-
reksturs tveggja vinstrisinnaðra
Arabaleiðtoga, sem yfirvöld sök-
uðu um að hafa æst til uppþota.
Mennirnir tveir höfðu ætlað að
bjóða sig fram ikosningum þeim,
sem halda á i næsta mánuði á
herteknu svæðunum á vestur-
bakka Jórdan, en þegar fram-
boðslistar voru birtir i gær, höfðu
þeir þegar verið reknir úr landi.
Dagblöðin i Israel fordæmdu
flest ráðstöfun þessa, sem þau
töldu fljótfærnislega og vanhugs-
aða.
Þá boöuðu leiðtogar Araba til
sólarhrings verkfalls i gær, til að
mótmæla handtöku um fimmtiu
skólastúlkna og kennara þeirra á
sunnudag, en þær voru sakaðar
um þátttöku i mótmælaaðgerð-
um. Var öllum skólum Araba lok-
að vegna þessa.
Stúlkurnarog kennararnir voru
siðar látin laus,eftiraðhafa verið
sektuð, en handtökurnar ollu
nokkrum æsingi meðal Araba, og
til að koma i veg fyrir óeirðir var
lögregluvaralið kallað út.
Skráning frambjóðenda i kom-
andi kosningum á herteknu svæð-
unum hófst i gær, en margir af
leiðtogum Araba og embættis-
mönnum i stjómum bæja og hér-
aða á svæðunum hafa lýst þvi
yfir, að þeir muni ekki taka þátt i
þeim.
Bretland:
Bandarískir vísindamenn:
,,Hvað gerist ef Idi Amin
eignast kjarnorkuvopn?"
Reuter/London. — Fimm
bandariskir visindamenn vör-
uðu i gær við þvi að innan tiðar
gætu lönd eins og Libýa og
Uganda, og jafnvel einstök
skæruliðasamtök, ráðið yfir
kjarnorkuvopnum.
Einn visindamannanna,
George Rathiens, sagðist álita
að kjarnorkustyrjöld væri mjög
likleg, og að öllum likindum
myndi hún hefjast i löndum,
sem kreppt væri að, svo sem
ísrael, Formósu eða S-Afriku.
Dr. Rathiens, sem er prófess-
or i stjórnmálavisindum við
tækniháskólann i Massa-
chusetts, lýsti þessu yfir i viðtali
við sjónvarpsstöðina Granada,
en hann og þeir fjórir aðrir, sem
orðuðu þennan ótta sinn, hafa
allir starfáð að kjarnorkumál-
um hjá Bandarikjastjórn.
Visindamennirnir töldu, að
kjarnorkuvopnatækni gæti
dreifzt um heiminn vegna auk-
innar sölu á kjamórkuverum,
sem ætlað er friðsamlegt hlut-
verk, til landa i þriðja heimin-
um.
Bentu visindamennirnir sér-
staklega á það, hvað gerzt gæti,
ef þjóðaleiðtogar, svo sem
Gadaffi i Libýu, sem þykir illút-
reiknanlegur, og Idi Amin i
Uganda, sem þekktastur er
fyrir árásagirni sina, fengju
kjarnorkuvopn i hendurnar.
I viðtalinu við visindamenn-
ina fimm var einnig lesin upp
yfirlýsing frá doktor Bernard
Feld, sem starfaði við rann-
sóknir og byggingu kjarnorku-
sprengja i siðari heimsstyrjöld-
inni, en er nú yfirmaður kjarn-
orkudeildar tækniháskólans i
Massachusetts, þar sem hann
segir að innan tiu ára muni
kjarnaofnar hafa framleitt
nægilegt plútónium til að byggja
úr tiu þúsund kjarnorku-
sprengjur af þeirri stærð sem
eyddi Nagasaki.
— Þaðverður þá auðvelt fyrir
hvern sem vill að komast yfir
þau tuttugu pund af plútónium,
sem þarf i slika sprengju, og
ekkert er auðveldara en að búa
þær til þá, sagöi dr. Feld.
Foot sækir á Callaghan nú, en...
nær
Reuter/London,— Búizt er við að
James Callaghan, utanrikisráð-
herra Bretlands, og Michael Foot
atvinnúmálaráðherra, muni
koma nokkurn veginn jafnir út úr
annarri atkvæðagreiðslu i kosn-
ingunum um leiðtoga brezka
Verkamannaflokksins, en sú at-
kvæðagreiðsla fer fram i dag.
1 gær höfðu flestir þingmenn
Verkamannaflokksins skýrt frá
þvi, hvernig þeir myndu greiða
Oliurikin samræma
stefnuna nánar
Reuter, Vín — Samtök oliuút-
flutningsrikja (OPEC) vinna
nú að þvi að samræma stefnu
sina gagnvart framleiðslu á
náttúrulegu grasi og er
hugsanlegt að þau reyni að
koma sér upp sameiginlegri
verðuppbyggingu, eftir þvi
sem segir i tilkynningu frá
höfuöstöðvum samtakanna i
gær.
I tilkynningunni segir að
sérfræðingar frá flestum
aðildarjöndum samtakanna
hafi setið þriggja daga fund i
siöustu viku og hafi þeir þar
reynt að samræma stefnumál,
sem 'siðar gæti náð til verð-
iagningar á gasi.
Fram til þessa hafa OPEC-
rikin látið sér nægja samræm-
ingu á verðlagningu hráoliu.
OPEC byggir stefnu sina nú
á samþykkt um 11,51 dollara
lágmarksverð fyrir hverja 49
litra tunnu af oliu, en það verð
mun væntanlega endurskoðað
á ráðstefnu oliumálaráöherra
i Jakarta þann 27. mai.
Bretinn flóarbitinn
Reuter, London. — Flóa-
faraldur gengur nú yfir Bret-
land og veldur miklum óþæg-
indum.einkum þóá heimilum,
þar sem góð upphitun er og
loðin teppi.
Flærnar, sem eru kattaflær,
hafa um tuttugu og fimm ára
skeið fengið að timgast
óáreittar, og nú eru þær
vandamál á milljónum
heimila, að sögn John
Maunder, sérfræðings i hrein-
lætismálum og hitabeltissjúk-
dómum.
Hús þeirra, sem hafa rúman
fjárhag. þar sem herbergi eru
vel upphituð og þykk teppi á
gólfum, eru sérstaklega
hentugar uppeldisstöðvar
fyrir flærnar, sem hefur ein-
mitt fjölgaö sérstaklega þar
atkvæði, og virtust þeir Callag-
han og Foot standa nokkuð jafnir,
hvorugur með þann meirihluta
sem þarf til að verða kjörinn.
Þar sem nokkrir af frjálslynd-
um þingmönnum flokksins höfðu
ákveðið að styðja Foot, sem efst-
ur var i fyrstu atkvæðagreiðslu,
var talið að hann myndi jafnvel
hljóta heldur fleiri atkvæði en
Callaghan.
Callaghan er þó talinn Iikiegast-
ur til endanlegs sigurs, en vænt-
SíiníSHORNA
/ VÁIVIILLI
v./ /’W
og fært með sér hættu á of-
mæni, alls kyns sýkingu, auk
óþægilegs kláöa hjá ibúum
húsanna.
Eina ráðið gegn flónum er
sérstakt kattaflóapúöur, sem
dreifa þarf .um húsið allt, ef
koma á aö gagni. — Fyrir
hverja fló á kettinum eru
hundrað annars staðar i
húsinu, segir Maunder.
Kattaflær gripa þvi aðeins
til þess að bita fólk að þær ná
ekki til katta, eða hunda, en
samtals eru talin um tuttugu
milljón gæludýr af hunda- og
kattategundum i Bretlandi.
Upp komast
svik um siðir
Reuter, Monthey — Fyrrver-
andi liðsmaður frönsku Ot-
lendingaherdeildarinnar,
Emmanuel Zbinden, var i gær
dæmdur til ellefu ára fang-
elsisvistar i Monthey i Sviss,
fyrirað myrða eiginmann ást-
konu sinnar fyrir ellefu árum
siðan. Zbinden hefur siðan þá
búiö með ástkonunni og börn-
um hennar sjö, sem hún átti
með eiginmanninum.
Giæpur þessi komst ekki
upp fyrr en elzti sonur kon-
unnar heyröi á tal móður
sinnar og stjúpa og sagði siðan
lögreglunni frá þeim grun-
semdum sinum aö þau hefðu
myrt föður hans.
Lögmaður Zbinden reyndi
að fá dóminn mildaðan á þeim
forsendum aö hinn ákærði
hefði reynzt börnum fórnar-
lambs sins hinn fullkomni fað-
ir.
Ástkonan, Monique
Barman, var dæmd til átta
ára fangeisisvistar, vegna
samsektar um morðið.
anlega kemur það i ljós i þriöju
atkvæðagreiðslu, sem fram fer
næstkomandi mánudag.
Denis Healey fjármálaráð-
herra ereini keppinauturinn, sém
eftir er i kosningum þessum, og
búizt er við að hann falli úr eftir
þessa atkvæðagreiðslu.
Flestir þeirra, sem enn styðja
Healey, þykja liklegir til stuðn-
ings við Callaghan, en þó rikir
nokkur óvissa um það enn.
Foot hefur sótt nokkuð i sig
veðrið, og hefur hann tryggt sér
stuðning nokkurra þingmanna,
sem i upphafi var álitið að myndu
styðja Callaghan. Þessir þing-
menn hafa lýst þeirri skoðun
sinni, að nú sé þörf fyrir leiðtoga,
sem láti hugsjónirnar sitja i fyrir-
rúmi og sé reiðubúinn til að fram-
kvæma nokkrar breytingar á
stefnu fiokksins. Telja þeir
Callaghan of varkáran til að geta
leitt flokkinn á næstu árum, þar
sem hann muni frekar fylgja á-
fram þeirri stefnu sem Wilson
markaði.
Argentína:
AAiklar hreinsanir
hjá því opinbera
NTB/Reuter, Buenos Aires. —
Byltingarstjórn hersins i Argen-
tinu, sem tók á miðvikudag i
siðustu viku öll völd i landinu,
hefur sett af stað miklar hreins-
anir meðal opinberra embættis-
manna þar. Mörgum hundruðum
þeirra hefur verið sagt upp
störfum og sumir hafa verið fang-
elsaðir.
Reiknað er með að um fjögur
þúsund manns hafi verið hand-
teknir siðan herinn steypti Mariu
Estelu Peron, forseta, af stóli i
siðustu viku, en yfirmaður hers-
ins i Buenos Aires, Adolfa Sig-
wald hershöfðingi, sagði á
fimmtudag að byltingin beindist
ekki gegn neinum sérstökum
flokki manna i landinu.
Fimm stjórnmálaflokkar á
vinstri kanti, tveir flokkar Maó-
ista og þrir Trotskyista, hafa
verið bannaðir þó. Allir aðrir
stjórnmálaflokkar hafa fengið
fyrirmæli um að fjarlægja flokks-
tákn og áróðursspjöld af skrif-
stofum sinum og hætta stjórn-
málastarfi um óákveðinn tima.
Yfirmenn hersins hafa lýst þvi
yfir, að þeir muni fara með öll
völd i landinu að minnsta kosti
þrjú ár. Nýr forseti verður út-
nefndur innan fimm daga og um
leið mun byltingastjórnin leggja
fram efnahagsáætlanir sinar.
Talið er að hinn nýi forseti verði
yfirmaður landhersins, Jorge
Videla.
Atvinnulif i Argentinu var með
eðlilegum hætti i gær: verkföll
voru hætt, bankar voru opnir og
ritskoðun hafði verið aflétt af fjöl-
miðlum.
Peron, fyrrverandi forseti, er
enn I stofufangelsi á skiðahóteli
einu i Andersfjöllum. Byltingar-
stjórnin hefur ábyrgzt öryggi
hennar, en ekki gefið upp hvað við
hana verður gert i framtiðinni.
Þegar byltingin var afstaðin i
fyrri viku, barst orðrómur um að
Peron hygðist halda i útlegð til
Spánar, en engin staðfesting
hefur fengizt-á þvi.
þó líklega ekki
nægilegu fylgi
Fækkar í
gleði-
kvenna-
stéttinni
á Spáni
Reuter, Barcelona.
— Lögreglan á Spáni sagði i
gær, að komizt hefði upp um
stærstá hring simavændis-
kvenna, sem starfandi hefur
verið á Spáni. Hringnum var
stjórnað af rúmlega fertugri
konu, sem hóf feril sinn sem
götuvændiskona fyrir fimm
árum, en hefur siðan aukið
starfsemina nokkuð.
Kona þessi, Carmen Lopez
Sacristan, var handtekin,
ásamt átta öðrum konum, i
skyndihúsleit I einni af
ibúðum hennar I Barcelona.
Við rannsókn á bókhaldi
hennar kom i ljós, að hún er
eigandi að tuttugu og fimm
ibúðum, og átti um eitt
hundrað milljónir peseta i
ýmsum bönkum.
Lögreglan segir, að hún
hafi stjórnað alls um áttatiu
simavændiskonum, þar af
nokkrum, sem lifðu i öðrum
borgum Spánar, en komu
tii Barcelona til að sinna
„sérstökum verkefnum”.
Verðið, sem greitt var
fyrirþessi sérstöku verkefni,
gat orðið allt að fjörutiu þús-
und pesetar fyrir hverja
nótt, sem þau stóðu yfir.
ERUM FLUTTIR
AÐ
Skemmu-
vegi 30
Kópavogi