Tíminn - 30.03.1976, Qupperneq 8

Tíminn - 30.03.1976, Qupperneq 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 30. marz 1976. árangri. Jarðhitasvæöið i Reykjahverfi er mjög stórt og nægir efalaust fyrir enn frekari stækkun hitaveitu Húsavikur, auk annarrar nýtingar á staðn- um. Jarðhitarannsóknir og boran- ir hafa verið gerðar viðar i S- bingeyjarsýslu á siðustu tveim- ur árum. Fundizthefur vænlegt jarðhitasvæði hjá Reykjum i Fnjóskadal. Einnig hjá Stóru- tjörnum. Þar var boruð sumarið 1975 600 m djúp hola eftir heitu vatni, sem gaf þó ekki árangur, en áformað er að dýpka þá holu. Á Laugum i Reykjadal var boruð rúml. 700 m djúp hola eftir heitu vatni fyrri part árs 1975. Varð árangur vonum betri þar sem úr holunni fengust um 70 1/sek af 68 gr.C heitu vatni sjálfrennandi. 1 Aðaldal standa yfir rannsóknir á jarðhitalikum vegna bæjahverfanna þar. Enn hefur ekki verið borað nema hjá Nesi 1250 m djúp hola á útmán- uðum 1975. Hún gaf ekki vatn og bendir sú niðurstaða til þess að boranir á jarðhitasvæðinu við Hafralæk séu vænlegri vatnsöfl- unarleið fyrir byggðina þar i kring. Bæjahverfi við Grenjaðarstaö og i Hvömmum hafa möguleika á hitaveitu, en rannsóknum vegna nauðsyn- legra borana er ekki lokið. Álit- legt jarðhitasvæði er á Jökuls- ársöndum i Axarfirði og Keldu- hverfi, en nýting fyrir þéttbýli kemur naumast til greina. Vegalengd þaðan út á Kópasker er um 18 km. 8. Austfirðir Jarðhiti er mjög óviða á Austurlandi, og hvergi nærri þéttbýli nema við Urriðavatn i Fellum, en sá staður er um 5 km frá Egilsstöðum. Einnig er jarð- hiti i Selárdal i Vopnafirði, en þaðan eru um 14 km að kauptúninu. Eru þetta i raun- inni einu staðirnir i nágrenni þáttbýlis frá Húsavik austur um land að Hellu á Rangárvöllum, þar sem góðir möguleikar eru taldir vera á nýtanlegum jarð- hita. Hitastigull i berggrunni á Austurlandi er sá lægsti, sem vitað er um á landinu eða um 40- 50 gr.C/km. Byggist þessi niöurstaða á hitastigulsholum i Þistilfirði, á Eiðum og i Horna- firði. Kann þetta að eiga þátt i hve jarðhiti er þarna óveru- legur. Með itarlegum rannsókn- um og borunum kann viðhorfið til jarðhitamöguleika á Aust- fjöröum e.t.v. að breytast. Fyrirhugaðar eru þegar á þessu ári yfirborðsrannsóknir og grunnar rannsóknarboranir á þessu svæði. Við Urriðavatn var boruð rúmlega 1100 m djúp hola veturinn 1975-1976. Litið vatn fékkst úr holunni en vatnsæðar fundust i henni neðan við 1000 m 75-80 gr.C heitar. Fyrirhugað er að fóðra þessa holu og dýpka siðan i von um að fá vatn. Virö- ast þarna góðir möguleikar á hitaveitu fyrir Lagarfell og Egilsstaði. !). Skaftafellssýslur. Ekki er vitað um jarðhita á þessu svæði nema i Skaftár- tungu og á nokkrum stöðum i óbyggðum. Meiri háttar nýting er þess vegna ekki talin hag- kvæm á þessu stigi. Rannsókn- arhola er fyrirhuguð nálægt Vik i Mýrdal á þessu ári. 10. Vcstmannaeyjar. Djúpborun hefur sýnt, að ekki fæst heitt vatn i Vestmannaeyj- um. Nú eru hins vegar i gangi tilraunir með nýtingu varma úr nýja hrauninu á Heimaey. Hér er um að ræöa algjöra nýjung i nýtingu jarðvarma, og ekki hægt að segja að svo komnu máni hve mikinn varma hægt er að fá á þennan hátt. Raunvis- indastofnun Háákólans hefur með höndum rannsóknir i sam- bandi við hraunhitaveitu. Undirbúningi undir hitaveitu- lögn i sjúkrahúsið og allmörg hús þar i grennd er ’lókið. 11. Arnes- og Rangárvalla- sýslur. í Rangárvallasýsluer litið um jarðhita nema ofan til i Land- sveit og Holtum. Við Seljavalla- laug er 65 gr.C hiti og ekki ólik- legt að þar mætti fá heitara vatn með borun. Nýting jarðhita er mjög óveruleg i Rangárvalla- sýslu. Skarð i Landsveit á þó góða möguleika á heitu vatni með borunum á jarðhitasvæði 1700 m norðan við bæinn. Einnig mætti efalaust auka með borun- um heita vatnið á Laugalandi i Holtum og væri athugandi að leiða vatn þaðan ánálægabæi og jafnvel til Hellu, ef jarðhiti finnst ekki nær. Rannsóknar- hola er fyrirhuguð hjá Hvols- veili á þessu ári og rannsóknum verður haldið áfram i nágrenni Hellu og i Asa- og Holtahreppi. 1 Arnessýsluer eitt stærsta lág- hitasvæði landsins. Þar eru starfræktar sex allstórar hita- veitur, i Hveragerði, á Selfossi, á Laugarvatni, i Aratungu, á Flúðum og i Laugarási og margar smærri fyrir einstaka bæi eða bæjahverfi. í sýslunni eru þrjú kauptún, sem ekki hafa hitaveitu nú, en það eru Stokks- eyri, Eyrarbakki og Þorláks- höfn. Umfangsmiklar rannsóknir og boranir hafa verið gerðar i Árnessýslu á siðustu árum. Niðurstaða þeirra rannsókna er að viða megi fá upp heitt vatn með borun þar sem það er ekki á yfirborði og eins auka afköst þeirra svæða, sem þegar eru nýtt. A þetta fyrst og fremst við um Laugardal, Biskupslungur, Grimsnes, Hrunamannahrepp, Skeið, Hraungerðishrepp og Olfus. Virðast góðir möguleikar á að stækka hitaveitu Selfoss svo að hún nægi einnig fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri. Til þess þarf þó viðbótarboranir. Vatn fyrir Þorlákshöfn yrði fengið með borunum i ölfusinu. Djúpborun við Litlaland 1975 gaf ekki árangur og þarf liklega að sækja vatnið lengra noröur þ.e. á jarðhitasvæðið i kringum Hjalla. Einnig er talið koma til mála að nýta vatn þaðan fyrir öll þrjú þorpin með leiðslu yfir Olfusá hjá Óseyrarnesi. Ekki er taliö hagkvæmt að leiða heitt vatn frá borholum, sem biða ónotaðar i dalnum ofan við Hveragerði, i öll þrjú kauptún- in. bessar borholur gefa jafn- gildi 500 1/sek af 100 grC heitu vatni. Hitaveita Hveragerðis fær vatn úr tveimur þeirra. Helztu niöurstööur um aðkallandi verkefni á sviöi rannsókna og heita- vatnsborana Ljóst er af þvi, sem á undan er komið, aö viða er þörf rannsókna og borana eftir heitu vatni vegna hitaveitna, og til könnunar á hitaveitumöguleik- um margra þéttbýlisstaða, og augljóst að margra ára verkefni er framundan. Hér á eftir er verkefnunum raðað eftir þvi hvort um er að ræða (1) öflun viðbótarvatns fyrir starfandi hitaveitur, (2) öflun vatns fyrir hitaveitur, sem eru i þann veginn að komast á laggirnar, (3) boranir eftir heitu vatni á álitiegum stöðum þar sem tald- ar eru mjög góðar líkur á árangri, (4) staðir með nokkra heitavatnsmöguleika, þar sem rannsóknir eru komnar nokkuð á veg. (1) Starfandi hitaveitur i þétt- býli þar sem þörf er á viðbótar- vatni: 1. Hitaveita Reykjavikur: a) 10 ca. 2000 m djúpar holur sem liður i vinnslu heits vatns i Mosfellssveit. Að þessum borunum er unnið nú i ár. b) djúpboranir með bornum Jötni á öllum 3 vinnslusvæðum Hitaveitu Reykjavikur eru fyrirhugað- ar i náinni framtið. 2. Hitaveita Selfoss: forborun nýrrar holu fyrir hitaveituna stendur yfir. Aðalholan verður boruð með miðlungs- bor eða gufubor, væntanlega nú i ár. 3. llitaveita Sauðárkróks: for- borun nýrrar holu fyrir hita- veituna er hafin. Aðalholan verður boruð með miðlungs- bor á þessu ári. 4. Hitaveita Palvikur: borun 1000-1800 m djúprar holu er ráðgerð i von um heitara og meira vatn en hitaveitan notar nú. Væntanlega verður holan boruð nú i ár. 5. Hitaveita Siglufjarðar: dýpkun 1150 m djúprar holu i 1500-1800 m og borun ann- arrar niður á sama dýpi er fyrirhuguð i von um meira og heitara vatn en hitaveitan notar nú. Að þessum borun- um verður unnið nú i ár. 6. Þangverksmiðjan Reykhól- um: borun eftir viðbótar- vatni fyrir verksmiðjuna, væntanlega á þessu ári. (2) Hitaveitur i undirbúningi: 7. Akureyri: lúkning holu LJ-6 (með Jötni) og borun nýrrar holu nærri LJ-5 væntanlega á þessu ári. 8. Súgandafjörður: vikkun og fóðrun vinnsluholu tilvon- andi hitaveitu er fyrirhuguð á þessu ári. 9. Hitaveita Suðurnesja: kaldavatnsboranir vegna varmaskipta verða gerðar nú i ár. (3) Staðir með mjög góða hitaveitumöguleika: 10. Egilsstaðir og Lagarfell: dýpkun holu við Urriðavatn i 1500-1800 m. 11. Þorlákshöfn: borun með miðlungsbor eða Gufubor i grennd við Hjalla, væntan- lega á þessu ári. 12. Borgarnes: borun 1000-1100 m djúprar holu við Bæ i Bæj- arsveit er fyrirhuguð á þessu ári. 13. Bessastaðahreppur: borun væntanlega með gufubor á Alftanesi. Akvörðun hefur enn ekki verið tekin um þessa borun. (4) Staðir með nokkra hita- veitumöguleika: 14. Akranes: borun djúprar holu á Leirá með Jötni. 15. Blönduós: borun 1500-1800 m djúprar holu á Reykjum við Reykjabraut. Verk þetta er hafið. 16. Bolungarvik: borun 1500- 1800 m djúprar holu er fyrir- huguð i ár. 17. ísafjörður: borun 1500-1800 m djúprar holu er fyrir- huguð i ár. 18. Patreksfjörður: borun 1500- 1800 m djúprar holu er fyrir- huguð á næsta ári. 19. Tálknafjörður: borun 1500- 1800 m djúprar holu á Sveinseyri. 20. Bildudalur: borun i Dufans- dal eða djúp hola nær þorp- inu. 21. Drangsnes: borun i Hveravik. 22. Hofsós: borun nærri Gröf. 23. Svalbarðseyri: borun á staðnum. 24. Grenivík: borun hjá Grýtu- bakka.. 25. Haganesvik i Fljót- um + Barðslaug: borun við Barðslaug með litlum bor væntanleg á þessu ári. 26. Hella: borun liklega við Laugaland. 27. Eyrarbakki og Stokkseyri: borun annað hvort við Sel- foss-eða i Olfusi. Á öðrum þéttbýlisstöðum eru á þessu stigi taldar minni likur á árangri jarðhitaborana, enda rannsóknir ennþá ófullnægj- andi. Allviða verður unnið að rannsóknum á þessu ári og kann þetta álit að breytast um ein- hverja staði fyrr en varir. Eftir- taldir staðir eru með i rannsóknaráætlun ársins 1976: Þéttbýlisstaðir norðan á Snæ- fellsnesi, Vopnafjörður, Rauf- arhöfn, Skagaströnd, Hvolsvöll- ur, Vik i Mýrdal og Austfirðir. Hér hafa ekki verið taldir byggðakjarnar i dreifbýli, skólasetur eða bóndabæir, sem óskað hafa eftir rannsóknum og borunum, en slikir staðir eru fjöldamargir og er nauðsyn- legum undirbúningsrannsókn- um viða lokið eða langt komið þannig að borun gæti hafizt, ef bor væri tiltækur. Má nefna sem dæmi Stórutjarnir i Ljósavatns- skarði, Hrafnagil i Eyjafirði og Neðridal i Árnessýslu þar sem beðið er eftir dýpkun á 600 m djúpum holum, sem fyrir eru. Fyrir skömmu afhenti Niels P. Sigurðsson ambassador Walter Scheel, forseta Sambandslýðveldisins Þýzkalands trúnaðarbréf sitt. Athöfnin fór fram i vinnuherbergi forsetans i bústað hans. A myndinni eru Gisbert Poensgen forstöðumaður skrifstofu forsetans, Walter Scheel, Niels P Sigurðsson og Karl Moersch ráðuneytisstjóri. ' Niels P. Sigurðsson er ambassador tslands i Bonn, en áður var hann i London svo sem kunnugt er úr fréttum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.