Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 30. marz 1976. TÍMINN 15 Lokafundur vegna kvenna- frísins —Kvennasögusafni afhentar gjafir Þrjdtíu konur hafa skrdð sig í framhalds- starfshóp SJ-Reykjavik. A sunnudag efndu konur þær sem höfðu forystu um kvennafri 24. október 1975 til lokafundar að Hótel Sögu. Tilefni fundarins var að afhenda Kvennasögusafni Islands öll skjöl vegna kvennafrisins ásamt bók- um með safni blaðaúrklippa með frásögnum um kvennafridaginn og tildrög hans. Ennfremur var forstöðumönnum safnsins afhent 800 þúsund kr., tekjuaf- gangur úr fjársöfnun, sem varö til vegna kvennafrisins. Þeim Onnu Sigurðardóttur, Elsu Miu Einarsdóttur og Svan- laugu Baldursdóttur var þakkað það frumkvaéöi, sem þær áttu aö þvi aö halda til haga sögu islenzk- ra kvenna með stofnun Kvenna- sögusafns íslands i byrjun kvennaárs Sameinuðu þjóðanna. Undirbúningshópur og fram- kvæmdanefnd um kvennafri telja æskilegt að fénu, sem safninu var gefið verði varið til kaupa á nauð- synlegum tækjum til að hefja skipulega skráningu safnsins, svo og til að skrá, svo fljótt sem verða má þau drög að heimildasafni, sem Anna Sigurðardóttir gaf Kvennasögusafni tslands á stofn- degi þess 1. janúar 1975. Erna Ragnarsdóttir setti fund- inn en kynnir var Guðrún Asmundsdóttir leikari. A fundinum sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir frá ferð sinni til Kaupmannahafnar skömmu eftir kvennafriið, en þar hitti hún með- al annars islenzkar konur er héldu fridag i islenzka sendi- ráðinu og námsmenn i Dan- mörku. Vilborg Dagbjartsdóttir flutti minni karla og Guðrún Á. Simonar óperusöngvari söng nokkur af lögunum, sem hljóm- uðu á útifundinum á Lækjartorgi á kvennafridaginn. Veitingar á fundinum voru að ósk önnu Sigurðardóttur veittar fundargestum úr sjóði fram- kvæmdanefndarinnar. Með þessum fundi lauk farsælu samstarfi um kvennafriið en það hvildi á samstarfsnefnd skipaðri fulltrúum nær 50 félagasamtaka, sem tók til starfa i september sl. og undirbúningsstarfshópi, sem tók til starfa i ágúst. Nær 30konur hafa nú skráð sig i umræðuhóp um framhaldsstarf að jafnréttis— og jafnstöðumál- um og setjast þær fljótlega á rök- stóla og reifa hugmyndir sinar. Björg Einarsdóttir afhendir önnu Siguröardóttur og Elsu Miu Einarsdóttur skjöl, bréf og vinnuskýrslur vegna kvennafrfsins 24. október sl. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í Húsavík og Þingeyjarsýslu Aðalskoðun bifreiða á Ilúsavik og Suður- Þingeyjarsýslu 1976 er hafin og fer fram á Húsavik, og skal henni lokið fyrir 30. maí næstkomandi. Skoðað er alla virka daga nema laugar- daga frá kl. 9 /til kl. 16.30. Við skoðun ber ökumönnum að framvisa kvittunum fyrir lögboðnum gjöldum bif- reiðanna, ásamt ökuskirteini. Aðalskoðun i Norður-Þingeyjarsýslu fer fram i júni og verður auglýst nánar siðar. Vanræksla á að færa bifreið til skoðunar á tilteknum tima, varðar sektum. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, Bæjarfógetinn Húsavik. Sigurður Gizurarson. Auglýsið í Tímanum Framkvæmdanefnd og undirbúningsstarfshópur um kvennafri. Sitjandi Bessi Jóhannsdóttir, Elisabet Gunnarsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Ásdis Guömundsdóttir. Standandi Þuriöur Magnúsdóttir, Aöai- heiöur Bjarnfreösdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Sigriöur Friöriksdóttir, Geröur Steinþórsdóttir, Valborg Bentsdóttir og Björg Einarsdóttir. verð ca. kr. mmz ■ b_ JÍlDOO, sem ekki verður endurtekið-.- SKODA 10O -630.000. til öryrkja ca. kr. 460.000.- j tilefni af því að 30 ár eru síðan fyrsti Skodinn kom til iandsins, hefur verið samið við SKODA verksmiðjurnar um sérstakt afmælisverð á takmörkuðu magni af árgerðum 1976. 5000asti SKODA bíllinn verður fluttur inn á næstunni. Hver verður sá heppni? SKODA 110L verð ca. kr. 670.000.— til öryrkja ca. kr. 492.000.— SKODA 110LS verð ca. kr. 725.000.— til öryrkja ca. kr. 538.000.— SKODA110R Coupé verð ca. kr. 797.000.— til öryrkja ca. kr. 600.000.— TEKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/ H/F AUÐBREKKU 44 - 46 KÓPAVOGI SÍMI 42600 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ Á AKUREYRI H/F. ÓSEYRI 8. EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.