Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. marz 1976. TÍMINN 9 BSRB: Samkomulag í öllum grundvallaratriðum -bíðum eftir yfirlýsingu frd ríkisstjórninni. sagði Kristjdn Thorlacius formaður BSRB gébé Rvik — Að okkar dómi er komið samkomuiag, efnislega i öllum grundvallaratriðum, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB i gærkvöldi. — Við fórum fram á það við rikisstjórnina fyrir tveim vikum , að fá skrif- lega yfirlýsingu i sambandi við væntanlega kjarasamninga um það að það sem að þessir aðilar yrðu sammáia um i samnings- réttarmálinu, yrði af ríkisstjórn- arinnar hálfu borið fram sem stjórnarfrumvarp á yfirstand- andi Alþingi og að rikisstjórnin beitti sér fyrir samþykkt á þessu þingi. Nú þegar samkomulag hefur náðst í öllum grundvail- aratriðum, biðum við eftir þess- ari yfirlýsingu sagði Kristján, en nýr viðræðufundur hefur ekki verið boðaður. Hins vegar var boðaður fundur i gærkvöldi hjá stjórn BSRB og samninganefnd og verkfallsnefnd bandalagsins. — Þetta er i stuttu máli staðan Húsavík: Félags- heimilið form- ÞJ Húsavik — Laugardaginn 27. þ.m. var félagsheimilið á Húsa- vik formlega vigt og þvi gefið nafn. Vigsluathöfnina fram- kvæmdi sóknarpresturinn á Húsavik, sr. Björn Helgi Jónsson. Heimilið lilaut i ski. ninni nafnið Félagsheimili Húsavikur, enda er það nafn löngu búið að vinna sér íiefð I hugum Húsvlkinga. Þrem- ur salarkynnum hússins voru gef- in sérstök nöfn. Funarsalur i félagsálmu heitir Vikurbær, aðal- samkomusalurinn heitir Víkur- naust og leikhúsálman, sem enn cr óbyggð, á að heita Vikurver. t tiiefni vigslunnar var efnt til mannfagnaðar i félagsheimilinu með veitingum og fjölbreyttri skem mtiskrá. Ariö 1958 var stofnað til sam- taka um byggingu félagsheimilis- ins og byggingaframkvæmdir hófust 1962. Nú er Félagsheimili Húsavikur orðin glæsileg bygging i tengslum við nýtt hótel. Sérstakt hiutafélag á hótelið en eigendur félagsheimilisins eru Húsavikur- bær, og átta félög i bænum. Arki- tekt byggingarinnar er Jósep Reynis. Að undanförnu hefur veiðzt nokkuð af loðnu á Skjálfanda og er hún fryst til beitu á Húsavik. Sæmilegur aflu hefur náðst á hana þegar á sjó hefur gefið, en gæftir eru mjög erfiðar um þess- ar mundir. Grásleppuveiði er enn fremur léleg en sjómenn gera sér vonir um að hún fari að glæðast. AÐ kvöldi fimmtudagsins 25. þ.m. kviknaði i gömlu verzlunar- húsi Kaupfélags Þingeyinga i Flatey á Skjálfanda, og brann húsið til grunna. Kviknað mun hafa i út frá rafmagnslampa. Byggð lagðistniður i Flatey fyrir allmörgum árum, en húsið sem brann var i notkun grásleppu- veiðimanna sem gera út frá Flat- ey i vor. Menn voru i eynni þegar eldurinn kom upp, og fengu bjargað einhverjum verðmætum sem voru i húsinu, en réðu ekkert við eldinn. eins og hún er i dag, sagði Knstján Thorlacius i gærkvöldi, það kann jafnvel að vera að við- ræðufundur verði boðaður i kvöld. Undirnefndir beggja aðila voru á fundum i gær, þar sem fjallað var um samnmgamálin, en af fundi sem átti að hefjast klukkan tvö i gærdag með aðilunum varð ekki og enginn nýr hafði verið boðaður klukkan sjö i gærkvöldi. Tryggingabætur hækka um 10% HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra hefur gefið út reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga frá 1. aprfl að telja og hækka allar bætur samkvæmt þvi um 10%, frá þvi sem var i marzmánuði. Þessi hækkun kemur til viðbótar þeirri 5% hækkun bóta, sem ákveðin var með reglugerð frá 1. janúar 1976. Upphæðir helstu bótaflokka el'tir hækkunina eru: 1. Ellilifeyrir/ örorkulifeyrir kr. 18.640,-. 2. Ellilifeyrir/ örorkulifeyrir + tekjutrygging kr. 33.752,-. 3. Barnalifeyrir kr. 9.539,-. 4. Mæðralaun 3 börn eða fleiri kr. 17.752,-. 5. Ekkjubætur 6 mán., kr. 23.356,-. 6. Ekkiubætur 12 mán., kr. 17.514,-. 7. Ekkjubætur 8 ára kr. 23.356,-. A árinu 1976 er gert ráð fyrir þvi á fjárlögum að heildar- kostnaður lifeyristryggingar verði 8.024.000 þús. króna. Hækkun vegna 5% hækkunar 1. januar nam um 400 millj. króna og hækkun sú, er nú er ákveðin, nemur alls um 600 millj. króna. Rikissjóður greiðir 86% kostnaðar lifeyristrygginga, þannig að kostnaðarauki lif- eyristrygginga frá þvi sem áætlað er i f járlögum nemur um 860.000 þús. króna en atvinnu- rekenda um 140 millj. króna. Bótahækkun þessi verður greidd út þegar i aprilmánuði. Tilátta stórborga vetursem sumar Sumariö er sá tími ársins, sem íslendingar nota mest til feröalaga, þá koma einnig flestir erlendir feröamenn til landsins. Þess vegna er sumar- áætlun okkar víötækari, viö fljúgum til fleiri staöa og fjöldi áætlunarferða okkar er meiri en venjulega. En ferðalög landsmanna og samskipti viö umheim- inn eru ekki bundin viö sumariö eingöngu- þau eiga sér staö allan ársins hring. _ Þess vegna gerir vetraráætlun okkar ráó fyrir tíöum áætlunarferðum til átta stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum. Þjóöin þarf að geta reitt sig á fastar öruggar áætlunarferöir til útlanda jafnt vetur sem sumar, þaö er henni lífsnauðsyn. Þaö er okkar hlutverk aö sjá um aö svo megi veröa áfram- sem hingað til. FWGFÉLÁG LOFTLEIDIR /SLANDS Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.