Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 30. marz 1976. 53% ÍSLENDINGA NJÓTA HITAVEITU — nú er unnið að hitaveituframkvæmdum fyrir 20% í viðbót Hér birtist greinargerö um „Hitaveitur i þéttbýli. Staöa rannsókna 1976 og framtíö- arhorfur”, sem Kristján Sæ- mundsson, jaröfræöingur, lagði fram á 17. miðsvetrar- fundi Sambands islenzkra rafveitna i vikunni. ÞESSI greinargerð fjallar um jarðhita á tslandi með tilliti til nýtingar i þéttbýli. Ljóst er að margir þéttbýíisstaðir á land- inu eiga kost á hitaveitu i náinni framtið, einkum nú eftir að tækjakostur jarðborana hefur verið bættur stórlega. Fyrir liggja hjá Orkustofnun yfir 60 beiönirum rannsóknirog borun, flestar frá þéttbýlisstöðum, en allmargar frá hreppsfélögum, bæjahverfum, skólasetrum i dreifbýli, félagasamtökum og einstökum bændum. Reynt er að sinna þessum beiðnum eftir megni, en þó jafnframt sótzt eftir að gera sem viðtækastar rannsóknir á samfelldum jarð- hitasvæðum. A þann hátt hafa verið tekin fyrir jarðhitasvæðin i Eyjafiröi og Suður-Þingeyjar- sýslu. Þá er unnið að heildar- rannsókn á jarðhita á Snæfells- nesi, i Skagafirði og á Vestfjörð- um. t rannsóknar- og boráætl- unum hefur áherzlan þannig einkum verið lögð á þéttbýlis- svæðin, en jafnframt verið unn- ið mikið i sveitum. Jarðhitasvæöum á tslandi er skipt i háhitasvæöi og lághita- svæði. Háhitasvæðin fylgja virka eldstöövabeltinu, sem liggur yfir landið frá NA til SV, en lághitasvæðin eru utan þess, Lághitasvæðin dreifast ekki jafnt um landið, né heldur eru þau sambærileg um hitastig og afkastagetu. Mestur hluti þess jarðvarma, sem nýttur hefur verið til þessa, er fenginn á lág- hitasvæðum. Stafar þetta fyrst og fremst af þvi að lághitasvæði eru yfirleitt betur i sveit sett en háhitasvæði, en einnig af þvi að varmi lághitasvæða er aðgengi- legur til beinnar nýtingar og á allan hátt þægilegri við t.d. upp- hitun húsa en gufa eða steinefnarikt vatn frá háhita- svæðum. Aður en lagt er út i boranir á einhverju jarðhitasvæði, er nauðsynlegt að gera ýmsar rannsóknir. Það fer eftir að- stæðum, hversu yfirgripsmiklar slikar forrannsóknir þurfa að vera. Þar sem enginn staður er öðrum liklegri til borana, þarf að taka fyrir stór svæði, sum geta jafnvel náð yfir marga hreppa, og er ljóst, að slikar rannsóknir eru nokkuð tima- frekar. Við slikar rannsóknir er beitt öllum þeim aðferðum i jarðfræði, jarðeðlisfræði og jarðefnafræði, sem taldar eru gagnlegar til að fá upplýsingar um hvar helzt sé að vænta jarð- hita. Þessa eðlis eru jarðhita- rannsóknir, sem nú er unnið að á Snæfellsnesi og Vestfjörðum, svo dæmi séu nefnd. Þar sem um er að ræða stað- bundin jarðhitasvæði, sem fyrirfram eru talin álitleg til borana, er sömu aðferöum beitt til að ákvarða sem bezt legu, stærð og hitastig jarðhitakerfis- ins. Eftirfylgjandi boranir fylla siðan i þá mynd, sem fengizt hefur með yfirborðsrannsókn- um, og fást þá upplýsingar um raunverulegt hitastig, vatnsæð- ar og afkastagetu tiltekins jarð- hitasvæðis. Þessa eðlis eru jarð- hitarannsóknir, sem unnið er að við Bæ í Bæjarsveit og Urriða- vatn i Fellum, svo dæmi séu nefnd. Kostnaður við boranir er á- vallt margfalt meiri en við yfir- borðsrannsóknir. Vei unnar yfirborðsrannsóknir hafa ótvi- rætt gildi, þar sem þær hjálpa til að gera boranirnar hnitmiðaðri, og minnka þannig þá fjárhags- legu áhættu, sem alltaf er sam- fara borunum. Nýting jarðhita Nú sem stendur búa um 53% landsmanna við hitaveitu. 1 ná- inni framtið mun þessi tala hækka i 70%, þegar þau byggð- arlög hafa fengið hitaveitu, þar sem nú er unnið að hitaveitu- framkvæmdum. Miðað við þekkinguá jarðhitamöguleikum nú eru nokkrar líkur á að 80% af ibúumlandsins fái hitaveitu inn- an mjög langs tima. Hér á eftir er rakin staða þessara mála eins og hún horfir við nú, og þá fyrst og fremst miðað við þétt- býlisstaðina. 1. Gullbringu- og Kjósarsýslur Mikill jarðhiti er i þessum sýslum, og bendir allt til að hægt sé að sjá flestum þétt- býlissvæðum þar fyrir varma- orku til húshitunar. A svæðinu er vitaö um tvö öflug lághita- svæði, annað i Mosfellssveit og hitt á Reykjavikursvæðinu. Auk þess eru öflug háhitasvæði á sunnanverðum Reykjanesskaga (Reykjanes, Svartsengi og Krisuvik), Tvær hitaveitur starfa á svæðinu, Hitaveita Reykjavikur, sem mun ná til um 110.000 manns þegar lagn- ingu i nágrannabyggðirnar er lokið, og Hitaveita Seltjarnar- ness, sem nær til um 2500 manns. Mosfellssveitarsvæði. Frá 1966 til ársloka 1975 hefur verið bor- uð 31 hola i Mosfellssveit, og á- ætlað er að bora þar u.þ.b. 10 holur i viðbót. Er þá talið, að svæðið við Suður-Reyki og Norður-Reyki sé fullnýtt miöað við þaö bordýpi, sem gufubor ræður við. En úr þessum hol- um, sem hafa verið boraðar sl. 10 ár, má fá með dælingu u.þ.b. 1200 1/sek af 65—99 gr.C heitu vatni. Talið er liklegt, að vatns- magn af Mosfellssveitarsvæð- inu megi enn auka með djúpbor- unum með bornum Jötni, stærsta bor Orkustofnunar, sem kemst niður á allt að 3600 m dýpi. Auk þeirra lághitasvæða, sem nú eru nýtt i Mosfellssveit, hafa boranir og mælingar leitt i ljós nýtanleg jaröhitasvæði á Kjal- arnesi, annað i grennd við Star- dal, hitt umhverfis Alfsnes. Boranir eru fyrirhugaöar viö Esjuberg og i Kollafirði og Blikastaðalandi. Undirbúnings- rannsóknum er nánast lokið eða mjög langt komnar. Reykjavikursvæði. Á Reykja- vikursvæðinu eru 3 virkjuö jarð- hitasvæði. A Laugarnessvæðinu fást nú 2801/sek af 128 gr.C heitu vati.i. Talið er að Laugarnes- svæðið sé ekki fullnýtt ennþá. Elliðaársvæðið gefur um 170 1/sek af u.þ.b. 100 gr.C heitu vatni. Seltjarnarnessvæðið gefur um 70 1/sek af 110 gr.C heitu vatni, sem hitaveita Sel- tjarnarness notar. Djúpboranir með bornum Jötni eru fyrirhug- aðar bæði á Laugarnes- og Elliðaársvæðunum. Likur eru á að einnig séu nýtaníeg lághita- svæði i Kópavogsdalnum og á Álftanesi. Áhugi er á borun á Álftanesi á vegum Bessastaða- hrepps. Svartscngi. Jarðhitasvæðið við Svartsengi er um 5 km norðan Grindavikur. Svæðið var litið þekkt þar til 1971, að boraðar voru þar tvær holur á vegum Grindavikur. Úr holunum fékkst mikið magn af rúmlega 200gr.C. heitu vatni. Rannsókn- um á svæðinu hefur verið haldið áfram af krafti og lauk með bor- un tveggja drjúpra hola á árinu 1974. Heita vatnið i Svartsengi hefur mjög mikið af uppleystum efnum, eða um tvo þriöju hluta af seltu i sjó. A árinu 1973 var hafizt handa um vinnslutækni- tilraunir i Svartsengi. Var til- gangur þeirra að finna beztu að- ferð til að hita upp ferskt vatn. Lauk þeim rannsóknum á árinu 1974. Nú er ákveöið að nýta varmann i Svartsengi til varmaveitu fyrir þéttbýlið á Suðurnesjum. Er þá gert ráð fyrir 40 MW varmaveitu fyrir Keflavik, Njarövikur, Grinda- vik, Sandgerði og Gerðar, en veitan gæti orðiö allt að 80 MW fyrir 1980, ef einnig yrði ráðizt i hitaveitu fyrir Keflavikurflug- völl. tbúafjöldi á hitaveitusvæði Suðurnesja er um 11.500 manns, ef Keflavikurflugvöllur er frá- talinn. 2. Borgarfjaröar- og Mýrasýsl- ur. Mestu þéttbýli á þessu svæði er Akranes og Borgarnes. Reynt hefur veriðað afla Akraneskaup- staöheits vatns með djúpborun við bæinn. Gaf það ekki árang- ur. Tvö siðustu árin hefur jarð- hitasvæðið við Leirá- i Leirár- sveit verið rannsakað, og boruö þar ein 2000 m djúp hola auk tveggja grynnri hola. Nokkrar likur eru taldar á að fá megi á svæðinu nægilegt heitt vatn til hitaveitu fyrir Akranes. Hins vegar er þörf mjög djúpra bor- ana og kalkinnihald i vatninu veldur þvi að þörf er á varma- skiptum. 1 Borgarfiröi er annað stærsta lághitasvæði landsins en nýting óveruleg, enda hvergi eiginlegir þéttbýliskjarnar . Heildar- rennsli af jarðhitasvæðum Borgarfj. er yfir 200 1. sek. af 100 gr.C heitu vatni. Svæðið býður þvi upp á mikla mögu- leika til hagnýtingar jarðhitans. Aformað er að leggja hitaveitu frá Bæ i Bæjarsveit til Borgar- ness og Hvanneyrar, en vatnið yrði tekið úr borholum. Nauð- synlegum undirbúningsrann- sóknum er lokið og borun á- kveðin. I Reykholti var borað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.