Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 11. aprfl 1976. Straufríar úr bómull/polyester: 3 litir stærðir 37-45 krónur 1.450 Gott hey til sölu Allmikið magn. Upplýsingar að Þórisstöð- um i Hvalfjarðarstrandarhreppi, simi um Akranes. ....OG ENNÞA óbreutt uertf AAúrpressa til sölu Upplýsingar i sima 20390 milli kl. 12 og 13. TILBOÐ DAGSINS BTD 20 jarðýta til sölu Getum boðið til sölu jarðýtu af gerðinni I-H-B-T-D 20 200 serins, árgerð 1967, í mjög góðu ástandi. Undirvagn ca. 75% góður, hliðarkúp- lingar mjög góðar, hús og vinnuljós, mótor góður, aðeins 1687 vinnustundir eftir upptekningu. Útsöluverð ef samið er strax. HF HÖRÐUR 6UNNARSS0N SKÚLATÚNI 6 SÍM119460 HÚNAVAKAN HEFST ANN- AN DAG PASKA — þar verða flutt fjölbreytt skemmtiatriði og Hannibal í Selárdal ávarpar gesti MÓ-Reykjavik Það verða miklir menningarstraumar, sem leika um Húnaþing, þegar Húnavakan verður haldin I ár, eins og endranær þegar sú árlega skemmti- og menningarvaka Ungmennasambands Austur- Húnvetninga fer fram. Húna- vakan hefst á annan i páskum og stendur i viku. K1 14 verður guðs- þjónusta i Blönduóskirkju, en önnur dagskráratriði vökunnar fara fram i Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar verða leikrit sýnd fimm sinnum, auk þess sem fjórum sinnum verða fluttar dagskrár með blönduðu efni. Þá verða einnig kvikmyndasýn- ingar, og sex kvöld dunar dansinn fram eftir nóttu, og ungir sem aldnir munu skemmta sér með hljómsveitinni Gautum frá Siglu- firði. Það atriði, sem trúlega vekur mesta forvitni á Húnavökunni að þessu sinni, er sýning leikfélags Blönduóss á leikriti Jónasar Arnasonar „Þið munið hann Jörund”. Það er Magnús Axels- son, sem leikstýrir þessari sýn- ingu og verður hún i danssal félagsheimilisins. Ensk krá á Húnavöku Danssalurinn verður útbúinn likt og ensk krá eins og þær gerð- ust á þeim tima, þegar leikurinn á að gerast. Ahorfendur eru kráar- gestir og sitja við borð og drekka öl, sem leikarar veita þeim að vild. Með þessu er ætlazt til að þeir taki virkari þátt i leiknum og komist i nánari snertingu við leikarana. Höfundurinn Jónas Árnason, sagði i viðtali við Timann, að þetta væri i fyrsta sinn, sem leik- urinn væri settur upp á þann hátt, sem hann hefði hugsað sér, þegar hann skrifaði leikritið. Vænti hann þess að áhorfendur gætu notið leiksins og tekið undir söng- lögin af lifi og sál, jafnvel þótt öiið yrði ekki alveg eins og öl það sem veitt var i ensku kránum. Kveðst Jónas viss um að Hún- vetningar kynnu að meta þenn- an máta á sýningunni, a.m.k. ef Jieir væru allir eins músik- alskir og miklir gleðimenn og vinur hans Björn á Löngumýri. Leikritið Þið munið hann Jörund verður frumsýnt á Blönduósi laugardaginn 17. april, en siðan verða fjórar sýningar á Húnavöku. Á mánudag kl. 16.00. á föstudag kl. 20.00, á laugardag kl. 17.00 og á sunnudag kl. 17.00. Tobacco Road Leikklúbbur Skagastrandar sýnir á Húnavöku leikritið Tobacco Road eftir Jack Kirk- land i þýðingu Jökuls Jakobsson- ar. Leikstjóri er Kristján Jóns- son, en með helztu hlutverk fara: Hallbjörn Hjartarson, Guðný Charlie Brown og Stúdiósus eru leiknir af Njáli Þórðarsyni og Strulu Þórðarsyni. Siguðard., Elin Jónsdóttir, Hjörtur Guðbjartsson og Birna Blöndal. Alls staka ellefu leikarar þátt i sýningunni. Tobacco Road hefur viða verið sýnt hér á landi, og hvarvetna við mjög góðar undirtektir. Leikritið verður sýnt á laugar- dagskvöld á Húnavöku kl. 20.00. Húsbændavaka U.S.A.H. verður að venju siðasta vetrar- dag. Meðal efnis þar má nefna, að kempan úr Selárdal, Hannibal Valdimarsson, sækir þá Húnvetn- inga heim og flytur erindi og Karl Einarsson, eftirherman góðkunna, leyfir Húnavökugest- um að heyra raddir ýmissa góðborgara. Þá leikur lúðrasveit Blönduóss nokkur létt lög, og söngflokkur sem nefnir sig Albræður tekur lagið. Auk þessa verður á hús- bændavöku fluttur Húnavöku- húmor, þar sem þekktir og óþekktir listamenn úr Húnaþingi flytja þátt um húnvetnzkt mann- lif. Húnsbændavaka verður kl. 20.00 á miðvikudag. Hjálparsveit skáta á Blönduósi tekur að venju saman reviu- kabarett og flytur. Þar verða bæði leikþættir, söngur, grin og gaman, og er efnið bæði frum- samið i tilefni Húnavöku og einn- ig notað áður þekkt efni. Reviukabarettinn verður frum- fluttur á sumardaginn fyrsta kl. 20.00, en endurtekinn á sunnudag kl. 14.00. Barnaskólinn á Blönduósi verður með skemmtun á sumar- daginn fyrsta kl. 15.00. Þar verður fjölbreytt dagskrá, og munu margir stiga þar sin fyrstu spor á leiksviði. Auk þessa sýnir Blönduósbió kvikmyndir á Húnavöku, m.a. kvikmyndina The Sting. Dansleikir verða öll kvöld Húnavökunnar nema á þriðju- dagskvöld. Það er hljómsveitin Gautar frá Siglufirði, sem leikur á Húnavökunni, en sú hljómsveit hefur oft áður skemmt þar við góðar undirtektir. Unglingadans- leikur verður á fimmtudags- kvöld. Húnvetningar hófu sina Húna- vöku til vegs fyrir á þriðja tug ára, og ótaldir eru þeir, sem þar hafa komið fram og lagt hönd á plóg til að gera hana sem fjöl- breyttasta. Og ennþá fleiri eru þeir, sem sótt hafa Húnvetninga heim og skemmt sér með þeim á Húnavöku. Þeir sem á ferð i Húnaþing hyggja um Húnavöku, geta kom- izt þangað hvort sem þeir vilja með áætlunarbilum Norður- leiðar, eða flugvélum Vængja, ef þeir hafa ekki ráð á eigin bilum til slikra ferða. Atriði úr leikritinu Tobacco Road, sem Leikklúbbur Skagastrandar sýnir á Húnavöku. Jörundur berst hér við Trampe greifa, en með hlutverk þeirra fara Sigmar Jónsson og Þorleifur Arason. Sumarbústaðir — íbúðir Bandalag háskólamanna óskar eftir að taka á leigu sumarbústaði eða ibúðir úti á landi til afnota fyrir félagsmenn sina i sumar. Þeir sem vilja sinna þessu, hafi samband við skrifstofu Bandalags háskólamanna, Hverfisgötu 26, simar 2-11-73, 2-78-77.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.