Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 11. apríl 1976. Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 30 leit á hana með tortryggnissvip. Karlmaður stóð að baki henni og renndi augunum græðgislega upp og niður grannan líkama Myru. — Herra Jóseph? spurði Myra, hún átti tæpast von á svari og fékk það heldur ekki. Hún reyndi aftur. — Ég er að leita að enskum manni, sem býr hérna. Getið þið vísað mér á herbergið hans? Fleira fólk kom að. Það marraði í hjörum í öllum átt- um og það var eins og ótal augu horfðu á hana gegnum rifur og fyrir öll horn. Magurt barn gekk að Myru og þreifaði á kjólnum hennar. Myra klappaði því á koilinn á því og brosti. Og henni til undrunar var eins og þetta bros gerði kraftaverk. Konan brosti til hennar og kinkaði kolli i átt að stiganum upp á loftið. Síðan sagði hún lágt: — Þriðja hæð, frú, númer tvö. Ekki reyndist erfitt að finna það. Súðarherbergi, sem bar vott um ólýsanlega fátækt. En það var hreint í her- berginu, rykið, sem lá yf ir öllu, var ekki gamalt — áreið- anlega ekki eldra en frá þeim degi, sem Jósep gamli hafði komið á sjúkrahúsið. Þar áður hafði greinilega verið þrif ið hér daglega — jaf nvel þótt sorglega f átt væri að þrífa. Þarna var eins konar rúm, valt borð og pinnastóll. Vatnsfat og sprungin postulínskanna. Gólfið var bert, gluggarnir líka. Við hlið gluggans stóðu gamlar málara- trönur og á þeim hálfunnið málverk. Hún snerti við þessu lélega samsafni af hálfstorknuð- um olíulitum og slitnum penslum. Var þetta hráefnið, sem gamli maðurinn hafði að vinna með? Ekki að furða þótt hann hefði gefið upp vonina. Hún sneri sér við og birtan frá glugganum féll á vegg- inn að baki henni. Þar sá hún nokkuð, sem varð til þess að hjartað hrökk upp í háls á henni. Það var málverk. Hún þekkti það strax, þótt hún hefði aldrei séð það áður. Það var eftir Brent og þegar hún gekk nær, sá hún velþekkt merki hans í horni þess. Þarna voru fleiri — öll óinnrömmuð. Það voru olíumálverk, pastelmyndir og skissur—■ ágætis safn af verkum Brent, sem gamli maðurinn hafði greinilega geymt öll þessi ár. Hún vissi hver hann var, vissi það án þess að geta sannað það. Þegar hún svipaðist um í herberginu, fann hún ekkert, sem gat sannað hver Jósep gamli var. Hún framkvæmdi ósjálfrátt, tók myndirnar niður af veggn- um. Þeim, sem hægt var að vef ja saman, stakk hún nið- ur í innkaupapoka, sem hún hafði meðferðis, hinar pakkaði hún inn í gamalt dagblað, sem hún fann á gólf- inu. Enginn reyndi að stöðva hana, þegar hún gekk með byrði sína niður stigann. 14. kafli. Estelle hafði ekki gleymt samkvæminu næsta föstu- dagskvöld. — Þið borðið kvöldverð hjá mér fyrst, sagði hún við Mark. — Þú sækir Myru. Svo lengi sem Mark mundi, hafði honum ekki dottið í hug, að óhlýðnast skip- unum eða boðum frænku sinnar og það hvarf laði heldur ekki að honum nú. Auk þess hlakkaði hann að vissu leyti til þessa kvölds. Hann var ekki í vafa um að Brent Taylor yrði þarna líka og hann langaði til að vita, hvernig Myra brygðist við. Eftir að hafa sótt hana, ók hann henni í sínum eigin bíl heim til frænku sinnar. Meðan þau óku um götur París- ar, leit hann á hana í laumi og bar hana saman við þá ó- styrku, ungu konu, sem beðið hafði á skrifstofu hans fyrir nokkrum vikum. Það lék enginn vafi á að hún var gjörbreytt. Hún var ekki lengur jafn köld og hlédræg að útliti. Það var kominn annar svipur yfir hana. Estelle þurfti ekki lengur að tala um að fara með hana til hár- greiðslumeistarans síns eða saumakonunnar..... Þá datt honum annað í hug. Var það vegna Brents Taylor, sem hún hafði haldið sér til og gert sig svona fallega? Hann hefði ekki trúað, eftir allt sem hún sagði honum, að hún reyndi að vinna hann aftur. Hann fann til einhvers konar vonbrigða. Hvernig færi þetta, þegar hún hafði konu eins og Venetiu Harlow sem keppinaut? — Ég býst við að þú vitir, að Taylor kemur í kvöld?» sagði hann snöggt. — Er það? Ég vissi það ekki. En hún hafði áreiðanlega vonað það, hugsaði hann kaldhæðnislega. Hún hafði áreiðanlega hugsað sem svo, að Estelle kæmist ekki hjá því að bjóða honum, þar sem allir voru boðnir í kvöldveizlu hjá Venetiu á eftir. — Jæja, þú getur að minnsta kosti sýnt honum, hvers hann f er á mis i kvöld, sagði hann þurrlega. — Hvað áttu við með því? — Þú lítur óvenjulega vel út i kvöld. — Takk. — Ef til vill ertu fallegri, en þegar þú varst trúlofuð honum? Hvað er sjón deildarhringurZ Það er linan þar\Hvað mynSJ' Það gætum við sem himinn og Jtaka okkur jaldrei. Hann færist jörð ber saman.' langan tima' alltaf áfram K \ að komast^ á undanokkur, þan^að? Við skulum fara, hina leiðina og koma á bak við hann. SUNNUDAGUR 11. april Pálmasunnudagur 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir og veðurfregnir. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a.Dúónr. 1 i C-dúr fyrir klarinettu og fagott eftir Beethoven, Béla Kováck og Tibor eftir Schu- bert. Wilhelm Kempff leik- ur. c. Serenaða i F-dúr fyrir strengjasveit op. 48 eftir Tsjaikovský. Sinfóniu- hljómsveit Lundúna leikur, Sr. John Barbirolli stj. 11.00 Messa i Hallgrims- kirkju.Prestur: Séra Ragn- ar Fjalar Lárusson. Organ- leikari: Páll Halldórsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Þættir úr nýlendusögu. Jdn Þ. Þór cand. mag. flytur þriðja hádegiserindi sitt: Bretland, Frakkland og Holland gerast nýlendu- veldi. 14.15 Miðdegistónleikar: „Sköpunin” eftir Joseph Haydn. Flytjendur: Sheila Armstrong, Robert Tear, John Shirley-Quirk, sin- fóniuhljómsveit og kdrar breska útvarpsins. Stjórn- andi: Alun Francis. (Hljóð- ritun frá breska útvarpinu). 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldsleikritið: „Upp á kant við kerfið”. Olle Lánsberg bjó til flutn- ings eftir sögu Leifs Panduros. Þýðandi: Hólm- friður Gunnarsdóttir. Leik- stjóri: Gisli Alfreðsson. Persdnur og leikendur i sjö- unda þætti: Davið/ Hjalti Rögnvaldsson, Schmidt, læknir/ Ævar R. Kvaran, Rektorinn/ Baldvin Hall- dórsson, Traubert/ Helgi Skúlason, Lisa/ Ragnheiður Steindórsdóttir, Hubert/ Þdrhallur Sigurðsson. 17.00 Létt-klassisk tónlist. Í7.40 Útvarpssaga barnanna: Spjall um Indiána. Bryndis Viglundsdóttir endar frá- sögn sina (17). 18.00 Stundarkorn með danska harmonikuleikaran- um Mogens Ellegard. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Hjónakornin Steini og Stina”, gamanleikþáttur eftir Svavar Gests. Persón- ur og leikendur i níunda þætti: Steini/ Bessi Bjarna- son, Stina/ Þóra Friðriks- dóttir, Maddý/ Valgerður Dan. Stjórnandi: Svavar Gests. 19.45 Sigild tónlist flutt af þekktum listamönnum. 20.20 Ólafur Jóhann Sigurðs- son — bókmenntakynning hljóðrituð I Norræna húsinu 7. f.m. Vésteinn Ólason lekt- or flytur erindi um skáldið og verk þess. Gisli Halldórs- son, Edda Þórarinsdóttir og Þorleifur Hauksson lesa Ur ljóðabókunum þremur, Þór- arinn Guðnason les kafla úr skáldsögunni „Hreiðrinu”, og loks flytur skáldið sjálft nokkur óprentuð kvæði. Nokkur formálsorð flytur Þorleifur Einarsson for- maður bókmenntafélagsins Máls og menningar. 21.30 „Bibliuljóð” eftir Anton- In Dvorák. Halldór Wil- helmsson syngur, Gústaf Jóhannesson leikur undir. 22.00Fréttir 22.15 Veðurfregn- ir. Danslög. Sigvaldi Þor- gilsson danskennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 12 april 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.