Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 30

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur IX. apríl 1976. um). Athygli vekur, að þrjú af sjö lögum plötunnar eru „funky” og mér vitandi hefur Santana ekki áður farið inn á þá braut. Hin lög plötunnar eru svo i gamla góða Santana-stilnum, létt og melódisk — og ekki má gleyma hinum frábæru gitar- sólóum Carlos Santana, sem sýna að honum hefur i engu far- ið aftur siðan á „gullaldarárun- um”. Þegar litið er á plötuna i heild verður að segjast að hún stendúr beztu plötum Santana nokkuð að baki, en ef hljóm- sveitin heldur áfram á sömu braut, má teljast nokkuð öruggt, að þeir endurheimti aftur þá miklu viðurkenningu, sem þeir nutu hér fyrr á árum. Beztu lög: Gitano Dance Sister Dance (Baila Mi Hermana) Europa (Erth’s Cry Heaven’s Smile) SÞS Santana — Amigos PC 33576 — Columbia/FACO ★ ★ ★ ★ ALLLANGT er um liðið frá þvi hljómsveitin Santana gaf út siðústu plötu sina, eða u.þ.b. eitt og hálft ár. Það kom þvi eflaut engum á óvart, er þessi nýja plata kom á markaðinn nýverið — en þeini mun meira kemur efni plötunnar á óvart! Allar likur benda til þess að tónlist hljómsveitarinnar Santana sé að breytast enn einu sinni — og nú verði horfið aftur til þeirrar tónlistar, sem hljóm- sveitin varð fræg fyrir i upphafi. Eins og kunnugt er, hefur Santana eingöngu fengizt við þunga og þróaða tónlist siðustu árin, en nú á sem sagt að byrja upp á nýtt — og mynd af plötu- umslagi ofarlega á hægra horni plötuumslags þessarar plötu rennir stoðum undir það, en það er mynd af fyrstu plötu Santana. Lögin á þessari nýju plötu, sem ber nafnið Amigos, eru öll eftir meölimi hljómsveitarinn- ar, þar af tvö eftir höfuðpaurinn sjálfan, Carlos Santana. (Mynd- in hér vinstra megin er af hon- W'ings — Speed of Sound Capitol SW’-l 1525/FACO ★ ★ ★ + KNGINN af Bitlunum hefur verið jafn iðinn viö plötuútgáfu og Paul McCartney — og enginn Bitlanna hefur gefið út jafn mis- góðar plötur frá því leiöir þeirra -.kildu. Kftir að Bitlatimabilinu lauk seudi Paul frá sér plötur, sem varla voru i meðallagi góð- ar, og lyrstu plöturnar með hljómávcitinni Wings voru einn- ig lítið merkilegar. Með útkomu plötunnar Red Rose Speedway varð mikil breyting á — og gamlir Bitlaað- dáendur þekktu þar aftur þenn- aneina sanna McCartney. Plötu þessari fylgdi hann eftir með tveimur stórgóðum plötum, Band on the Run, og Venus and Mars — og sérstaklega er þó fyrrnefnda platan sérstaklega góð. Þaö er þvi eðlilegt að popp- unnendur séu farnir að gera talsvert miklar kröfur um gæði, þegar PíRil á hlut að má'li, þar sem tvær áiðustu plöturnar voru mjög góðaT. En Paul Mc- Cartney stendur ekki undir þessum kröfum —-og nýútkomin plata Wings er rétt i meðallagi góð. Þessi nýja plata, Speed of Sound, hefur þó einn stóran kost fram yfir fyrri plötur Wings. Nú fær hijómsveitin i heild að njóta sin, ekki bara Paul. Allir hljóm- sveitarmenn syngja sólósöng og tvö laganna eru ekki eftir Paul, þar af annað af tveimur beztu lögum plötunnar. Speed of Sound er mjög melódisk og létt plata, þar sem einfaldar og auðgripnar laglin- ur eru i miklum meirihluta. Sumum kann eflaust að finnast þetta stór og mikill kostur — en frá minu sjónarmiði er þetta afturför hjá Paul. Hann hefur sýnt. að hann getur betur og það miklu betur. Beztu lög: Time to Hide (Denny Laine) syngur sjálfur Must Do Something About It (McCartney) Joe English, trommuleikari syngur. G.S. EAGLES eru án efa vinsælasta country-rokk hljómsveitin, er uppi hefur verið. Astæðan fyrir þvi er fyrst og fremst sú, að þeir eru auðvitaö þrælgóðir og höfðu heppnina með sér. Þeir byrjuðu á hárréttum tima, þegar aðrar hljómsveitir eins og Byrds, Poco, Burritos og Dillards höfðu plægt það vel fyrir þá akurinn, að þeir féllu i réttan farveg á réttum tima. Þó svo að Eagles hafi náð þessum vinsældum er af og frá að segja að þeir séu bezta country-rokk hljómsveitin — þar vantar mikið upp á. Eagles Greatest Hits er yfirlit yfir feril hljómsveitarinnar frá 1971 til 1975. A plötunni eru mörg afburðalög eins og lögin af fyrstu tveim. plötunum „Eagles” og „Desperado” en „Despcrado” er ein af minum 15 allra tima beztu plötum, og ætti enginn Eagles aðdáandi að vera án hennar. Eagles Greatest Hits er gott yfirlit yfir feril þeirra og tilvalin handa þeim sem vilja kynnast Eagles. Beztu lög: „Take it Easy” „Tequila Sunrise” „Peaceful Easy Feeling” „Best Of My Love” „Witchy Woman” G.G. ★ ★ ★ ★ + Eagles-Greates Hits 1971—1975 Asylum 7E — 1052 5TATK)ðrrOSTATK>NDAVlDBOWI FYRIR RÚMU ári kom út plata frá brezka söngvaranum David. Bowie, sem bar heitið Young Americans. Platan markaði þáttaskii i tónlist David Bowies að þvi lcyti til, að tónlistarstill- inn var annar cn á fyrri plötum, jafnframt þvi sem söngstill bans hafði gjörbreytzt. Tónlistin flokkaðist undir rokk-soul (Tónlist Bowies er að visu það persónuleg, að þessi flokkun segir varla hálfa sögu) og það var i fyrsta skipti kem soultónlistin heyrðist frá Bowie. A þessari nýju plötu tekur Bowie upp þráðinn þar sem frá var horfiö á Young Americans meö þeirri undantekningu þó, að soul-tónlistin er ekki jafn á- berandi. Notkun hljóðfæra er hins vegar nánast sú sama, og sömu sögu er að segja um söng- stilinn. Séu þessar tvær plötur bornar saman. veröur að segjast, að Station to Station er mun heil- steyptari og þar af leiðandi á- hrifameiri. llins vegar nær okk- ert laganna þvi að jafnast á viö lagið „Young Americans” hvað gæði snertir. Bowie sannar hér enn einu sinni, hversu mikill yfirburða- maður hann er i tóníist, þó svo ég eigi von á enn betri plötu frá honum næst. Tónlistin er nokk- uð „þung” en þegar maður er búinn að hlusta nokkrum sinn- um. — hlustar maður aftur og aftur og aftur.. Beztu lög: Station to Station Word on a Wing. G.S. HUOMPLOTUDOMAR NÚ-TÍMANS David Bowie — Station to Stati- on RCA-APL-1327/F ACO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.