Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 12
T2 TÍMINN Suanudagur 11. aprll 1976. Brosandi farþegar á leið í páskaferö til Sólarlanda. 1 baksýn er farkosturinn óþreyjufulli og rykkir i tauinana?Svona þota tekur 126 manns i sæti og flýgur með þá á örfáum klukkustundum burt úr frosti og kulda i hið eilifa sólskin suðlægra landa. PÁSKAR H OG ÞAR ALLSSTA Verzlunarmannahelgin hefur stundum veriö nefnd „mesta feröahelgi ársins”, og er það lik- lega með rcttu. Þó má gera ráö fyrir að páskahelgin sé ekki siður timi feröalaga, þvi margir nota sér þessa fridagaröð til þess að skreppa úr bænum, úr landinu, eða þó ekki væri nema út úr húsinu: menn leita allavega frá sinu hversdagslega umstangi og umhverfi. Nokkur breyting hefur orðið á páskaferðum manna, þótt sumar hafi verið með hefðbundnu sniði i mörg ár, eins og páskaferðir Ferðafélags tslands og úlfars Jacobsens. Hinar miklu skiða- ferðir Eimskipafélags tslands, sem sendi Gullfoss vestur á ísa- fjörð um páskana, hafa verið af- lagðar, og sömuieiðis fjölmennar páskaferðir á skiði, sem margir fóru með Skipaútgerð rikisins, þegar það félag réð yfir hraðskreiðum farþegaskipum með þrem farrýmum og gull- brydduðum offiserum. Við skyndikönnun, eins og það heitir á seðlabankamáli, kemur i ljós, að mjög mikið verður að þessu sinni um ferðalög bæði til útlanda og innanlands. Okkur var sagt, að mikið yrði ferðazt með áætlunarbifreiðum, og innan- landsflugið verður mikið lika, að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða. Þá verður mjög mikið um utan- landsferðir, bæði á vegum félaga, t.d. efna Framsóknarfélögin til ferðar, bæði til Vinarborgar einsog i fyrra, og starfandi ferða- skrifstofur eru flestar með eina eða fleiri páskaferðir. Maria Garöarsdóttir hjá Ferðafélagi tslands. En vikjum nú (yrst að innanlandsferðum. Samkvæmt upplýsingum Ferðafélags tslands, en þar hitt- um við að máli Mariu Garðars- dóttur. Hún sagði okkur að Ferðafélagið færi i Þórsmörk um helgina. Hér er um tvær ferðir að ræð i: Fimm daga ferð, sem hefst á skirdag. Gist verður i skála Ferðafélagsins i Langadal. Þá er einnig fyrirhuguð þriggja daga ferð á sömu stóðir, og gist verður á sama stað. Úr báðum þessum ferðum kemur fólk heim á annan i páskum, mánudag. Maria kvað þessar ferðir i Þórsmörk vera farnar árlega og margir sagði hún að færu oftar en einu sinni með féiaginu á þessar slóðir. Fjörutiu manns, eða þar um bil, hefðu þegar boðað þátt- töku sina i þessum ferðum, en hinsvegar væri of snemmt nú að segja, hver endanleg tala yrði. Þetta væri dálitið misjafnt frá ári til árs. Það þarf ekki að taka það fram, að þessi ferð er farin á hóp- ferðabilum. Skrifstofur Feröafélags tslands eru að öldugötu 3. Auður Jakobsen og Njáll Slmonarson hjá Úlfari Jakobsen. Safariferð i Öræfin Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobs- ens fer með hóp manna i öræfa- ferð.Fariðverðurá tveim bilum i öræfasveit, og verður þetta 40-60 manna hópur, ef að likum lætur, mest útlendingar. Þetta er hin hefðbundna páskaferð hjá nkkur, sagði sá sem við okkur talaði. Lagt verður af stað á skirdags- morgun og komið heim aftur á annan páskadag. Fyrstu nóttina verður gist á Kirkjubæjarklaustri, siðan i Öræfum næstu tvær nætur, og svo aftur eina nótt á Kirkjubæjar- klaustri. Úlfar Jacobsen er með skrif- stofu að Austurstræti 9. Friða Ingvarsdóttir hjá Ferðamiðstöðinni. 4 Útivist fjalls og fjöxu Einar Guðjohnsen, fram- kvæmdastjóri Útivistar, sagði fimm daga ferð á Snæfellsnes vera stóru ferðina hjá þeim á þessum páskum. Það verður eina langferðin, sagði hann. Gist verð- ur f félagsheimilinu á Lýsuhóli i Staðarsveit og ekið þaðan og gengið um. Um þrjátiu manns hafa tilkynnt þátttöku i þessari ferð, en fleiri munu bætast i hóp- inn innan skamms, að sögn Einars. Farið verður frá Reykjavik á skirdagsmorgun og komið aftur um kvöldmatarleytið á annan i páskum.+ — Þá verðum við með styttri ferðir alla dagana sagði Einar. — Við breytum svolitið út af auglýstri áætlun. A skirdag er ráðgert að fara i fjörugöngu upp i Hvalfjörð: ef til vill á kræklingafjörur lika. Á föstudaginn langa er ráðgert að fara stutta fjörugöngu um Foss- vog, sem er mjög athyglisverð ganga, sem allir geta tekið þátt i. A laugardag verður fjöruganga á Álftanes. A páskadag er ráðgert að ganga á Æsustaðafjall og Helgafell. Þetta eru mjög léttar göngur, en gera þó sitt gagn. Á annan páskadag verður farið i Búrfellsgjá og gengið á Búrfell. Skrifstofur Útivistar eru i Lækjargötu 6, Reykjavik. 4 Ferðamiðstöðin á Costa Blanca Friðjón Sæmundsson hjá Ferðamiðstöðinni, Aðalstræti, sagði að þeirra páskaferð væri til Costa Blanca, Benidorm. — Við fljúgum með.þotu frá Flugfélagi íslands og bjóðum 126 sæti. Þau eru flest þegar seld. / Lagt er af stað i ferðina 9. april. Þetta er 17 daga ferð, en aðeins sex af þessum dögum eru vinnu- dagar, svo að það eyðist ekki mikið af sumarleyfinu þótt farið sé i svona ferðalag. Fólkið kemur heim aftur 25. april, sem er sunnudagur. Auk þess er sérstök ferð til Túnis. 1 henni taka þátt_ tiu manns, og er hópurinn þegar lagður af stað. Svo verður eitt- hvaðaf fólki frá okkur iLundúna- og Kaupmannahafnarferðum, sem eru vinsælar páskaferðir sagði Friðjón Sæmundsson að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.