Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 11. apríl 1976. TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvænidastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðaistræti 7, simi 26500 — afgreiðsiuslmi 12323 — aug- lýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr.lC00.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Snyrtilegrí þorp og bæi Til skamms tima var nauðalitið um fullgerðar götur i þorpum landsins og hinum minni bæjum. Fólkið varð að ösla forina i vætutið, og vindaði að ráði i þurrviðri, þyrlaðist upp ryk, sem fyllti vit vegfarenda og smaug inn i núsin. Fyrir nokkrum árum vaknaði mikill áhugi á þvi, bæði meðal sveitarstjórnarmanna og almennings i slikum plássum, að binda enda á þetta ófremdará- stand með samstilltu átaki. Bundust menn samtök- um um þetta verkefni, þar sem það hentaði, og gerðu áætlanir um framkvæmdirnar. Var þó sums staðar á landinu við mikla erfiðleika að etja, þvi að nothæf möl i varanlegt slitlag var torfengin, nema þá hún væri sótt langar leiðir. Eigi að siður var þetta nauðsynjaverk hafið mjög viða á landinu, og fundu allir muninn, þegar gengið hafði verið til fullnustu frá fyrstu götunum i þorpinu þeirra eða bænum. Nú er hætt við, að þær fjárhagsþrengingar, sem að hafa steðjað, verði þröskuldur i vegi margvis- legra framkvæmda viða um land, eins og hefur raunar þegar sýnt sig. Er það dapurlegt, ef sá eld- móður, sem kveikti svo viða nýja trú á heimahag- ana á vinstristjórnarárunum og hratt af stað hinum mestu framkvæmdum i sögu margra byggðarlaga við sjávarsiðuna, kulnar af þessum sökum. Það væri óbætanlegt tjón, þvi að hugarfar fólks og við- horf þess er undirstaða alls annars. Af þessum or- sökum, meðal annars, verður i lengstu lög að leitast við að halda fram hinni miklu uppbyggingu, sem hófst upp úr 1970. Fullkomin gatnagerð er náttúrlega ekki meðal þeirra framkvæmda, sem segja má, að gefi beinan arð, likt og hitaveitur og annað fleira. En gatna- gerðin er aftur á móti heilbrigðismál og þrifnaðar- ráðstöfun, og hún er frumskilyrði þeirrar snyrti- mennsku, sem miklu ræður um hug fólks og viðhorf til sérhvers bæjar og þorps, bæði aðkomumanna og það, sem mikilvægara er: Þeirra, sem þar ala aldur sinn. Það er ekki sizt þessum rökum stutt, að fullkomin gatnagerð er eitt þeirra mála, sem hlýtur að vera mjög ofarlega á athafnaskrá i mörgum kauptúnum og kaupstöðum, sem ekki hafa enn náð þvi að ganga til hlitar frá viðunandi miklum hluta gatnakerfis sins. En með þvi að gatnagerðin er kostnaðarsam- ari en svo, að mikið verði gert á skömmum tima með þeim fjármunum, sem sveitarstjórnir hafa af- lögu á fáum misserum, verða þeir, sem fyrir- gréiðslu ráða á þessu sviði, að hafa skilning á nauð- syn sveitarfélaga, sem dregizt hafa aftur úr i þessu efni, að rétta hlut sinn sem fyrst. Enn er þeim hluta vegafjár, sem ætlað er til gatnagerðar i þéttbýíi, að mestu leyti úthlutað eftir höfðatölureglu, i stað þess að láta það ráða, hve mikið er ógert og hversu þörfin er brýn. Það eru af eðlilegum ástæðum oftast fremur fámenn byggð- arlög, sem lakast eru á vegi stödd með gatnagerð- ina, og það er auðvitað megnt ranglæti gagnvart þeim að taka ekki fullt tillit til sliks. Það eru einmitt þau, sem mestu þurfa til að kosta hlutfallslega, ef kippa á gatnakerfinu i lag, meðal annars vegna þess, að allar framkvæmdir verða dýrari og dýrari með hverju ári, auk þess sem þau hafa úr minna að spila en fjölmennari staðir. Þetta ber að viðurkenna til fullnustu. Það er eitt sporið á leiðinni til jafnrétt- isilandinu. — JH Áhrif sviptinganna í Kína: Ófyrirsjáanleg enn og vafasamt að þeim sé að fullu lokið RÓTTÆKARI armur kinverska kommúnistaflokks- ins hefur nú unnið nokkúrn sigur á frjálslyndari öflum innan hans, með þvi að koma frá völdum varaforsætisráð- herra landsins, Teng Hsiao-ping, sem jafnframtvar varaformaður kommúnista- flokksins og yfirmaður her- ráðs Kina. Útskúfun Tengs er árangur tæplega þriggja mánaða harðrar baráttu róttækra gegn honum, en þegar forsætis- ráðherra landsins, Chou En-lai, lézt i janúar, stóð Teng þvi næstur að verða eftir- maður hans. Herferð róttækra byggðist að mestu á þvi, að Teng hefði gert sig sekan um að greiða götu kapitalismans i Kina og væri stefna hans þannig ekki samrýmanleg kenningum Maós formanns. ÞETTAer ekki i fyrsta sinn, sem róttækir í Kina beina sjót- um sinum að Teng, þvi á árinu 1962 kom til deilna milli nans og Maós, sem leiddu tii þess, að Teng var ýtt til hliðar og hann neyddur til að segja af sér öllum flokksembættum. Þá stdð útskúfun hans um sjö ára skeið, en á árunum 1973 og 1974 var orðið greinilegt, að stjarna hans hafði risið á ný. I janúar 1974 var hann reyndar kominn til fullra valda aftur, því þá hafði hann veriö skipaður varaforsætis- ráðherra og átti sæti i stjórn- málanefnd kinverska kommúnistaflokksins. Ekki losnaði Teng þó við þann blett, sem á hann kom, þegar hann missti embætti sin, þvi nú hefur honum verið vikið frá aftur fyrir sömu sakir og þá. ÞESSI sigur róttækra innan flokksins er þó ekki alger, þvi skipun Húa Kúó-feng i embætti forsætisráðherra og varaformanns flokksins,,gerir hann nokkuð blandinn. Það verður þvi að draga f efa, að gli'munni milli róttækra og frjálslyndra i Kina sé lokið, þótt einum áfanga hafi veriö náð. Segja má, að róttækir hafi unnið nokkuð á og vopna- hlé ríki nú um sinn, en hvað framtiðin ber i skauti sér er ekki gott að segja. EN milli hvaöa afla stendur þá þessi styr? I orði kveðnu eigast þarna við róttækir og frjálslyndir, eða með öðrum orðum þeir, sem viðhalda vilja „hreinleika kenn- ingarinnar” i stjórnarfari Kina, gegn þeim, sem telja árangurinn meira virði en aðferöirnar. Tneg hefur verið nokkurs konar persónugervingur þeirra síðarnefndu, sem margir vilja jafnframt auka lýðræði i Kina. Lét Teng meðal annars eitt sinn hafa eftir sér, að öllum aðferðum væri hægt að beita, þvi ekki skipti máli, hvort kötturinn er svartur eða hvitur, ef hann aðeins veiddi mýsnar. — Einmitt þessi athugasemd átti nokkurn þátt i útskúfun hans hið fyrra sinn. ÞAÐ er þó villandi að draga menn i dilka I Kina með svona skýrum linum, þvi orsakir átakanna og eðli þeii'ra er mun margflóknara en svo, að hægt sé að skipta þeim i tvo flokka. Um margt eru atriði þar á huldu, bæði vegna erfið- leika á uppiýsingaöflun i Kina, svoog vegna þess, hve fjarlæg öll málefni Kinverja og Itauðir varðliðar létu mikið að sér kveða á fyrstu árunum og áratugunum eftir menningar- byltinguna i Kina. Róttæku öflin starfa þar enn á svip- uðum forsendum og nú hafa þau unnið nokkurn sigur, þó ekki endanlegan. hugsanagangur þeirra er okk- ur. Ljóst er þó, að sterkur þáttur óánægjunnar i Kina nú er sú afstaða yngri manna þar, að þeirra hlutur i stjórn landsins sé langt frá þvi að vera rétlátur. Leiðtogar kommúnistaflokksins, og þar með þjóðarinnar, eru flestir orðnir háaldraðir og þrátt fyrir eindreginn áróður flokksins um, að ungir, mið- aldra og gamlir vinni saman i öllum málum, hafa fá tækifæri borizt ungum mönnum i hendur til þess að láta að sér kveða. Flestir eða allir meðlimir. stjórnmálanefndar kommún- istaflokksins eru á aldrinum sextiu til niutiu ára. Sama er að segja um flest önnur emb- ætti, þaueru i höndum manna, sem komnir eru yfir sextugt. ÞAR sem meira en helm- ingur kinversku 'þjóðarinnar nú, er um eða undir tuttugu og fimm ára aldri, er talin nokkurhætta á, að áframhald- andi „elliveldi” geti leitt til enn meiri átaka en þegar hafa orðið. Þegar Maó formaður fellur frá, er ekki óliklegt, að óánægja og reiði ungmenna i landinu verði notuð til að koma af stað átökum, sem gætu dregið blóðugan dilk á eftir sér. Meðal þeirra, sem likleg eru talin til að nota sér þessa óánægju, er eiginkona Maó, Chiang Ching, en hún er einmittmiðdepill þess róttæka hóps, sem leiddi herferðina gegn Teng. Málamiðlun sú, sem rótttækir urðu að sætta sig við nú, það er skipun Hua i embætti forsætisráðherra og varaformanns flokksins, getur og reynzt afdrifarik i þessu sambandi. Einkum vegna þess, að þegar Hua var skip- aður varaformaður, ýtti hann jafnframt til hliðar Húa Húng-wen, sem gegnt hefur þvi embætti og verið erfingi Maó. Húng-wen er fremur ungur og róttækur og var skipun hans á sinum tima skoðuð sem tilraun til að lægja óróann meðal yngri manna i landinu. Það virðist þvi ekki vera séð fyrir endann á baráttunni i Kina, þrátt fyrir þessi þátta- skil. ÞÁ ER ekki heidur ljóst nú, hver áhrif þessar breytingar koma til með að hafa á utan- rikisstefnu Kinverja. Chou En-lai leiddi þá á sinum ti'ma til aukinna samskipta við Vesturlönd, og afstaða Kin- verja til Vesturvelda annars vegar en Sovétrikjanna hins vegar þróaðistá þann veg, að Kina hefur jafnvel verið af sumum taliðeins konar óopin- ber aðili að NATO. Á þessu hefur orðið nokkur breyting hina siðustu mánuði, þar sem ýmis merki hafa sézt um, að hugsanlea vildu Ki'n- verjar opna möguleikana á auknum og betri samskiptum viðSovétrikin. Gæti þar komið til nokkur óánægja, sem gert hefúr vart við sig meðal kin- verskra ráðamanna vegna þess, að þeir telja Bandarikin ekki reka nægilega harða stefnu gagnvart Sovét- rikjunum, Kinverjar hafa lýst þeirri skoðun sinni, að slökun megi ekki eiga sér stað i Evrópu, þannig að Sovétrikin geti einbeitt sér um of viö landamæri sin viö Kina. Landamæradeilur þessara tveggja rikja, svo og stjórn- málamismunur þeirra, þótt bæði séu i orði kveðnu marx- isk riki, munu að öllum lik- indum valda áframhaldandi óvináttu og kulda, en engu að siður er hugsanlegt, að sam- skipti þeirra breytist að ein- hverju leyti og talið er liklegt, að þegar Maó er farinn frá, muni þau aukast til nokkurra muna. Teng var einn af helztu hvatamönnum þess, að sam- skipti við Veturlönd yrðu aukin, en hvaða stefna verður tekin nú, eftir að hann hefur verið s"iptur embættum, er ekki gott að spá um. ÞAR, eins og i flestu öðru, stendur fyrir múrinn, sem i raun stendur enn umhverfis Kina. Landið er einangrað, stefna þess óljós, og þróun innanrikismála þar er nánast ógerlegt að gera sér grein fyrir. Þær litlu fregnir sem út fyrir berast eru of takmark- aðar til að heildarmynd skapist úr þeim, einkum þar sem sú heildarmynd getur breytztá einum vetvangi. með til dæmis dauða eins áhrifa- manns. Fyrir tveim mánuðum siðan voru sérfræðingar um kin- versk málefni á Vesturlöndum búniraðgera sér heildarmynd af þeirri stefnu, sem Kina myndi taka, þegar Teng yrði skipaður forsætisráðherra. Sú heildarmynd stenzt ekki lengur, en i staðinn eru þeir nú að fást við heildarmynd með Húa i fararbroddi. Allar eiga þær þó sameiginlegan bak- grunn, þar sem Maó er. Þegar sá bakgrunnur skiptir um lit, með dauða Maós, má búast við tiðindum. —IIV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.