Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. april 1976. TÍMINN 7 Kristján Benediktsson borgarfulitrúi: Stórmarkaður við Holtaveg — hefði þýtt allt að 10% lækkun vöruverðs Ekkert mál, sem borgarstjórn Reykjavikur hefur fjallað um á þessum vetri, hefur verið eins afdrifarikt fyrir ibúa Reykjavikurborgar og ná- grannabyggðirnar og neitun til handa Kron og Sambands isl. samvinnufélaga um að koma upp stórmarkaði i vöruhúsinu við Holtaveg. Slikir stórmarkaðir hafa hvarvetna rutt sér til rúms i ná- lægum löndum og notið mikilla vinsælda hjá almenningi, enda stuðlað að lækkun vöruverðs á flestum helztu nauðsynjavör- um. Þar þykja slikir stórmark- aðir sjálfsagðir, og yfirvöld borga telja sér skylt að greiða fyrir þvi aö þeir komist upp. Reynslan hér Hér i Reykjavik hefur þessi starfsemi verið reynd, bæði i Vörumarkaðnum við Armúla og hjá Hagkaupi i iðnaðarhúsi i Skeifunni. Á báðum þessum stöðum er aðstaða fremur óhæg, enda i húsnæði, sem ætlað var til annarra hluta, þegar það var hannað. Eigi að siður hefur þessum aðilum tekizt að selja vörur sinar á mun lægra verði en almennt gerist. Aðsóknin að þessum verzlunum sýnir lika, að almenningur kann að meta slika starfsemi, enda veitir vist fæstum af að fá sem mest fyrir aurana sina eins og dýrtiðin er. Sambandið og Kron Eins og kunnugt er hefur Samband isl, samvinnufélaga reist mjög stórt vöruhús norðan Elliðavogs og vestan Holtaveg- ar. Þarna á innan tveggja ára að byggja uppskipunarhöfn, og verður þá hægt að afferma skip beint i hús. Augljóst er hins veg- ar, að Sambandið hefur ekki brýna þörf fyrir allt húsnæðið fyrst um sinn. Kron hefur aftur á móti fengið stóra lóð i nýja miðbænum við Kringlumýrar- braut, þar sem ætlunin mun vera aö reisa mikla verzlunar- miðstöð. Vegna fjárskorts hjá borginni hefur dregizt ár frá ári aö hefja framkvæmdir við Kringlubæ. M.a. af þeim sökum munu enn liða nokkur ár þar til vöruhús Kron verður risið af grunni. Bróðabirgðaúrræði Stórmarkaður við Holta- veginn var aldrei hugsaður nema um skamman tima, eða þar til bygging Kron i nýja mið- bænum yrði risin og starfsemin gæti flutzt þangað. Mál þetta var lengi i meðförum hjá borgaryfirvöld- um: hjá skipulagsnefnd, hafn- arstjórn, borgarráði og borgar- stjórn. Skal nú gangur málsins rakinn i stuttu máli. Eins og kunnugt er, þá er skipulags- nefnd faglegur aðili, sem fjallar Borgarnes — íbúðir til sölu Til sölu eru 2 ibúðir 3ja herbergja og 1 ibúð 2ja herbergja i fjölbýlishúsi. Ibúðirnar verða tilbúnar til afhendingar i júni-júli n.k., þá tilbúnar undir tréverk og málningu eða styttra komnar. Upplýsingar i sima 93-7370 á daginn og á kvöldin i sima 93-7355. Aðalfundur Neytendasamtakanna verður haldinn mánudaginn 12. apríl og hefst kl. 20 að Hótel Esju. Kl. 21 að lokn- um aðalfundi verða umræður um verð- lagsmál. Framsögumenn: Georg ólafsson, verð- lagsstjóri og Guðmundur Sigþórsson, rit- ari 6 mannanefndarinnar. Stjórnin Kristján Benediktsson um öll atriði hjá borginni, er varða skipulagsmál. Hinn 8. desember sl. sam- þykkir skipulagsnefnd sam- hljóða að verða við erindi Sam- bands isl. samvinnufélaga um að mega leigja Kron 3200 fermetra af vörugeymsluhúsinu við Holtaveg til að starfrækja þar stórmarkað. Leyfið var veitt til bráðabirgða og fimm ár nefnd sem hámark. Gripið í taumana Eftir þessa einróma sam- þykkt skipulagsnefndar héldu vist flestir að mál þetta myndi fá jákvæða og eðlilega af- greiðslu borgaryfirvalda. Þar sem vöruhús Sambands- ins er á umráðasvæði hafn- arinnar, þurfti beiðnin að fara fyrir hafnarstjórn. Eftir samþykkt skipulags- nefndar virðist sem einhverjir aðilar innan Sjálfstæðisflokks- ins hafi farið á stúfana til aö stöðva framgang málsins. Haföi meirihluti hafnarstjórnar allt á hornum sér, neitaði erindinu, án þess að koma með nokkur hald- bær rök fyrir neituninni. Endanlega var svo þessi synj- un staðfest i borgarstjórn 19. febrúar s.l. með atkvæöum borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins gegn atkvæðum allra annarra borgarfulltrúa. Hagsmunir almennings urðu að víkja Ekki tel ég nokkurn vafa á þvi, að kaupmennirnir i Reykjavik hafi átt sinn þátt i af- drifum þessa máls. Ahrif þeirra innan Sjálfstæðisflokksins bæði bein og óbein, eru mikil, svo sem alkunnugt er. Ráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins tóku þvi i þessu máli póli- tiska ákvörðun til að þóknast vissum áhrifahópi innan flokks- ins. Akvörðunin gengur hins vegar þvert á hagsmuni alls al- mennings i þessari borg, þar sem fátt hefði komið sér betur þessa siöustu daga en að eiga þess kost aö kaupa allar helztu nauðsynjavörur á allt aö 10% lægra verði. öllum má vera ljóst, að vöru- hús Sambandsins við Holtaveg er mjög vel staðsett umferðar- lega séð til að hefja þar stór- markað. Þá var ætlunin að um- ræddur stórmarkaður yrði i þeim hluta hússins, sem fjærst liggur frá sjónum, en þar fyrir framan er mikið landrými, sem ætlunin var að gera að bila- stæði. Fyrir neituninni eru engin rök. Hún byggist á þröngsýni og þeirri viðleitni, að útiloka stærstu verzlunarsamtök lands- ins frá þvi að geta veitt Reykvikingum eðlilega þjón- ustu. Hún gengur þvert á hags- muni alls almennings i borginni. Þannig vinnubrögð hljóta að hefna sin. Við erum rígmontnir Í takmarkaðan tíma getum við boðið Agfamatic 2000, vasamyndavélina á aðeins 9985 krónur HÉR ER UM 2285 KRÓNA VERÐLÆKKUN AÐ RÆÐA — GERI AÐRIR BETUR Við viturn að einhver kann að segja ,,þetta er dýrt". Við bjóðurn þess vegna efa- serndarrnönnurn að handleika vélina. Þeir kornast að raun urn það að hér er urn vandaða vöru að ræða, gerða úr hinurn upprunalegu efnurn — rnálrni og gleri. Ekki gervief nurn, sem — f æst orð bera minnst ábyrgð. En nú vantar rjómann á tertuna, og hér kernur hann. Með vélinni fylgja: EIN LITFILMA, TASKA, ÓL OG FLASHKUBBUR, SEM SAGT: Við erum rígmontnir Fæst i Týli, Austurstræti og i Ijósmyndavöruverzlunum um allt land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.