Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 11. apríl 1976. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast til starfa á húðlækningadeild frá 1. júni nk. Umsóknarfrestur er til 1. mai nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona spitalans. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Og SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á nýja hjúkrunardeild spitalans við Hátún. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona spitalans. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til afleysinga i sumar. Vinna hluta úr fullu starfi eða einstakar vaktir, kemur til greina. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160. RITARI óskast til starfa á skrifstofu forstöðukonu frá 1. mai nk. Um- sóknarfrestur er til 20. april nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðu- konan. YFIRIÐJUÞJÁLFARI óskast til starfa á endurhæfingardeild spital- ans frá 1. mai nk. Umsóknum er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspital- anna fyrir 25. april nk. KLEPPSSPÍTALINN: AÐSTOÐARMAÐUR félagsráð- gjafa óskast til starfa frá 15. júni nk. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna fyrir 1. júni nk. VÍFILSSTAÐASPÍTALI: AÐSTOÐARMATRÁÐSKONA Ósk- ast til starfa i eldhúsi spitalans frá 1. mai eða eftir samkomulagi. Próf frá húsmæðrakennaraskóla er skilyrði. Laun samkvæmt 20. launaflokki BSRB. Upplýsingar veitir matráðs- konan, simi 42803. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að senda skrifstofu rikisspital- anna fyrir 20. april nk. KÓPAVOGSHÆLIÐ: DEILDARÞROSKAÞ JÁLF ARI óskast til starfa frá 1. mai nk. eða eftir samkomulagi. Nánari upplýs- ingar veitir forstöðumaðurinn simi 41500. Reykjavik, 9. april 1976 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 Til sölu Tilboð óskast i kyndistöðvarhús að Ásgarði 20, sem er eign Hitaveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 14. april 1976, kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Bilar frá Úlfari Jacobsen i safari- ferð. Guðni: —Við Ingólfur.... og páskaferðir Næst varð fyrir svörum Guðni Þórðarson, forstjóri Ferðaskrif- stofunnar Sunnu: — Jú, við erum með páskaferð, förum til Kanarieyja á laugar- dag, 9. april, með sneisafulla flugvél, eða 126 manns. Þá er einnig páskaferð til Mall- orca. Þar deUum við flugvél með öðrum, en þangað fara um 50 manns frá Sunnu. — Engir fleiri á ykkar vegum erlendis um páskana? — Jú. Það verður auðvitað fólk frá okkur á ýmsum stöðum um páskana, en við köllum þetta nú ekki páskaferðir, nema sérstak- lega undirbúnar ferðir með farar- stjórum. Aðrar sólarlandaferðir, Kaupmannahafnar- og Lundúna- ferðir standa yfir m.a. um pásk- ana, þótt við nefnum þær ekki páskaferðir til aðgreiningar. — Hvað skyldu margir Islend- ingar dvelja um þessar mundir i sólarlöndum og yfir páskana? — Þeir eru ekki mjög margir yfir veturinn. Ætli það sé meira en 200-300 manns. — En á sumrin? — A sumrin eru þeir miklu fleiri. Ætli þá séu ekki svona 500 manns að staðaldri á Mallorca og 400 á Costa del Sol, og annað eins hjá Útsýn á þessum stöðum, og svo er auðvitað fólk hjá hinum. Þetta er þó tiltölulega stuttur timi, aðallega i ágúst. — Þið skiptið þessu bróðurlega á milli ykkar. — Við Ingólfur höfum þetta að mestu leyti, en sumir ferðast með öðrum skrifstofum. lngólfur Guöbrandsson, sölustjóri og forstjóri stór-ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Guðni Þórðarson I Sunnu. Einn frægasti ferðamálafrömuður landsins. Hann mátti varla vera að þvi að tala við blaðamanninn, fremur en aðr- ir, vegna anna við að undirbúa páskaferðirnar. Þjóðin ferðast mikið um páskana Þegar málið er skoðað i heild, verður ekki annað sagt en að þjóðin hafi enn ráð á þvi að ferð- ast, þrátt fyrir vondan fisk og smáan. Afkastageta flugflotans er i rauninni óskiljanleg: að geta flutt hundruð farþega utan og heim á sama degi. Auk þeirra ferðalaga, sem hér hafa verið rakin, hópferða til út- landa og innanlands, munu fjöl- mörg félagasamtök og hópar ein- staklinga leggja land undir fót um páskana, og fullvist má telja, að fjöldi manns hyggi á skiöaferðir i nágrenni Reykjavikur og i önnur vinsæl skiðalönd. JG. Með útsýn til Costa del Sol og Skjálfandaflóa Hjá Útsýn varð fyrir svörum örn Steinsson, fyrrverandi knatt- spyrnustjarna úr KR. Hann hafði þetta að segja: — Jú, við erum með páskaferð til Costa Dei Sol á Spáni. Við er- um með fulla vél B 727, sem tekur 126 farþega i sæti. Þetta er hefð- bundin ferð, getur maður sagt. Fólkið gistir i hótelibúðum og við- urgjörningur og aðstaða er mjög góð og svarar vel þeim kröfum, er Norðurlandabúar gera til slikra staða. — Ekkert nýtt? — Jú, við erum með páskaferð, skiðaferð til Húsavikur. Þetta er þó ekki i fyrsta skipti sem við för- um páskaferð. I þessari ferð verða möguleikar til þess að skreppa út i Flatey og i Kelduhverfi til að sjá ummerkin eftir hina hrikalegu landskjálfta, sem urðu á Þórshöfn og þar i grennd, — samt er þetta þó frem- ur hugsað sem varadagskrá, þvi ef nægur og góður snjór verður á Húsavik yfir páskana, munu flestir nota hann, að þvi er við bezt vitum. Gister i hinu nýja og fullkomna hóteli á Húsavik, en það er fyrsta flokks hótel. Flogið verður báðar leiðir, og eins og áður sagði, er þetta skiðaferð, sem breytist i jarðfræðileiðangur, ef ekki verð- ur nægur snjór. Lagt verður af stað á fimmtu- dagsmorgun og komið heim á þriðjudag. — Eru Útsýnarfarþegar viðar? — Já, við erum með Kau’p- mannahafnarferðir fyrir Nor- ræna félagið 10. og 14. april. Þá fara 40-50 manns i Lundúnaferð þann 10., laugardag, sagði örn Steinsson að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.