Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 37

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 37
Sunnudagur 11. april 1976. TÍMINN 37 Q Hjarta störfin um tima. Lækningaaöferð okkar var samblanda af vin- gjarnlegum áhuga og áskorun að gefast ekki upp. Sigurinn var unninn, þegar fanginn brosti i fyrsta skipti eða varð bálvond- ur...” Þessi lækningaaðferð hefur i rauninni alveg sömu áhrif og kjaftshögg herlæknisins frá Schwaben. Hinn feigi er vakinn aftur til lifsins. Til þess að árangur náist, er skilyrði að aðstoðarmennirnir hafi sjálfir trú á áframhaldandi lifi. Ef þeir eru sjálfir ör- væntingarfullir, getur komið fyrir að fjöldi manns deyi af sálrænum orsökum. Austurriski geölæknir- inn Viktor E. Frankl staðfestir það. Hann var i fangabúðum Þjóðverja. ,,I vikunni millu jóla og nýárs 1944 til 1945 dóu miklu fleiri en nokkru sinni áður i fangabúðun- um. Astæðan var hvorki erfiðari vinna, verra fæði, breyting á veöurlagi eða farsóttir. Astæðan fyrir þvi, að fangarnir hrundu svona niður, var miklu frekar sú, að þeir höfðu flestir vonazt til að komast heim um jólin. Þegar jólin nálguðust og blöðin gáfu enga von um bætt ástand, urðu fangarnir helteknir ör- væntingu og vonbrigðum. Það hafði þau áhrif á mótstöðukraft þeirra, að fjöldi þeirra dó.” Ef tekið er tillit til allra þessara frásagna, er varla nokkur vafi á þvi að „sálrænn dauðdagi”jer til. Spurningin er aftur á móti sú, hvernig geta sálræn áhrif verið banvæn. Að sjálfsögðu eru íil margar kenningar. En engin þeirra hefur verið visindalega sönnuð. Dr. Stewart G. Wolf, prófessor við læknadeild háskólans i Oklahoma hefur sett fram eina athyglis- verðustu skýringunum á dauða af sálrænum orsökum. Hann heldur að hér sé um að ræða „óeðlileg köfunarviðbrögð”. Þessiköfunarviðbrögð er að finna hjá flest öllum fuglum og spen- dýrum. Þegar dýrin kafa, slær hjartað hægar og þannig sparast súrefni, meðan þau eru i kafi. „Hjá nútimamönnum hefur komizt ruglingur á þetta kerfi”, heldur prófessor Wolf fram. Þess vegna geta skapazt öfgakennd áhrif við vissar aðstæður þannig að hjartað slær hægar eða hættir jafnvel að slá. „Þannig deyr dólk oft af óþekktum orsökum, eða þá að dauðaorsökin er ranglega álit- in önnur.” Skýring próf. Wolfs er svohljóðandi: „Taka má dæmi um manneskju, sem hefur sterka löngun til að deyja, en frumstæð- ar hvatir, uppeldi eða aðrar veigamiklar ástæður hindra hanai þvi að fremja sjálfsmorð á venju- legan hátt. — Ég get vel imyndað méraðtilfinningin: „Þaðerkom- inn timi til að binda endi á allt saman” komi óeðlilega köfunar- viðbragðinu af stað. Heilinn send- ir þá einföld boð til hjartans: „dey!” Prófessor Wolf er einn um þessa kenningu. Meirihluti sér- fræðinga álitur dauða af sálræn- um orsökum vera „hindrun á starfsemi allra liffæra, sem er ósamræmanleg lifinu, eftir að vissu marki er náð og leiöir til dauða.” Þannig kemst Klaus Dietrich Stumpfe að orði i bókinni „Der psychogene Tod”. En hann getur heldur ekki sagt i smáatriðum hvað veldur sál- rænum dauðdaga. Súvitneskjaerþvi ekkienn fyr- ir hendi. A hinn bóginn hafa lækn- ar um allan heim komizt að raun um, að sálrænn dauði getur átt sér stað i ýmsum myndum. í þvi sambandi hefur komið i ljós að ýmiss konar þjóðleg hugtök yfir dauðann hafa við læknisfræðileg rök að styðjast. Hún dó daginn, sem spá- konan hafði spáð henni að hún mundi deyja. Fólk getur raunverulega dáið af hjátrú, af „brostnu hjarta” af þvi að það fær ekki lengur að stunda atvinnu sina og það er hægt að skammast sin svo mikið að maður deyi af þvi. 1 öllum þessum tilfellum getur dauðinn haft sálrænar orsakir, eins og dæmi sanna. 43 ára kanadisk kona dó af hjá- trú. Hún hafði verið skorin ipp á þvagblöðrui sjúkrahúsi i Ottawa. Aðgerðin var auðveld og heppnaðist vel. Þrátt fyrir það var konan látin eftir klukkutima. Læknarnir gátu enga skýringu fundið á þessum dauðdaga. En þegar þeir gerðu fyrirspurnir hjá ættingjum hinnar látnu, kom eftirfarandi i ljós: I bernsku hafði spákona nokkur spáð henni, að hún myndi deyja, þegar hún væri 43 ára á ákveðnum degi. Hún var þvi sannfærð um, að hún mundi ekki lifa það af að gangast undir uppskurð, þegar hún var 43 ára — og gerði það heldur ekki. Brostiðhjarta er algeng dauða- orsök, þegar gift fólk missir maka sinn eftir langt hjónaband. „Dauði eiginkonunnar getur haft veigamiklar breytingar i för með sér og leitt til þess, að maðurinn deyi sjálfur fljótlega,” segir prófessor Jores. Rannsókn, sem framkvæmd var i Bretlandi er þessari athugun til staðfestingar. Af 4486 ekkju- mönnum dóu 213 hálfu ári eftir að þeir misstu konuna eða fyrr. Tala dauðsfalla var 40 af hundraði hærri en hjá jafngömlum mönn- um, sem höfðu ekki misst konu sina. önnur staðreynd, sem kom i ljós, var enn athyglisverðari: Tala ekkjumanna, sem létust af hjartaáfalli var meira en 60 af hundraði hærri en giftra manna á sama aldri. Það er ekki hægt að skýra þennan mismun eingöngu með breytingum á liffærum. Orsökin hlýtur að minnsta kosti að ein- hverju leyti að vera sálræns eðlis. Eftir dauða eiginkonunnar vildu mennirnir ekki lifa lengur og dóu vegna þess að „hjartað brast”. Prófessor Arthur Jores telur eina tegund af sálrænum dauða vera mögulega, þegar fólk verður að hætta störfum. Hann rannsak- aði lifsferil embættismanna i Hamburg, til þess að komast að raun um hvers vegna svo margir eftirlaunamenn deyja, skömmu eftir að þeir hætta störfum. Hann komst að eftirfarandi: „1 þjóðfélagi, þar sem svo til eingöngu er krafizt vinnu og skyldurækni af embættismönn- um, lifirembættismaðurinn alveg fyrir starfið. Við að fara á eftir- laun hættir hann starfi, sem hann hefur þar að auki lifað fyrir. Lif hans hefur hvorki tilgang né tak- mark lengur og það rlður honum að fullu.” Fólk getur skammast sin svo mikið að það deyi. Aður fyrr trúðu læknar ekki að það gæti átt sérstað. Dæmin sánna hins vegar að svo er. Stálhraustur ungur maður fellur skyndilega saman Atján ára piltur var dændur i átta vikna varðhald vegna smá- vægilegs afbrots. Þegar hann kom i fangelsið var hann stál- hraustur. Fjórum vikum seinna kvartaði hann undan svefnleysi og óþol- andi samvizkubiti. Hann var sett- ur i nákvæma rannsókn, en ekk- ert fannst athugavert. Það kom að þvi að hann var lát- inn laus. Nú varð þetta átján ára ungmenni að horfast i augu við fólk, sem þekkti hann og vissi um vixlspor hans. A leiðinni heim til sin frá fangelsinu féll pilturinn saman. Seinna kvartaði hann undan miklu hungri og þorsta og stuttu á eftir varð hann meðvitundarlaus. Við rannsókn kom i ljós öllum il undrunar, að hann hafði fengið sykursýkiskast. Það var allt of mikill sykur i blóðinu. Læknarnir reyndu allt til að bjarga piltinum. En ekki einu sinni insúlingjafir gátu minnkað blóðsykurinn. Pilturinn dó. Þegar hann var krufinn, trúðu læknarnir ekki sinum eigin aug- um. Sykursýki stafar yfirleitt af truflun á starfsemi briskirtilsins. f þetta skipti var briskirtillinn algerlega heilbrigður. Það var greinilegt aðungi maðurinn hafði „skammazt sin til dauða”. (Þýttogendursagt MM.) BÆNDUR SÚG- þurrkun E/ns og undanfarin ár smiðar Landssmiðjan hina frábæru H-12 og H-22 súg þurrkunarblásara Bldsararnir hafa hlotið einróma lof bændo fyrir afköst og endingu Sendið oss pantanir ydar sem fyrst Eggjaframleiðendur Hinir gömlu, góðu timar eru komnir aftur og Teigur býður aftur upp á landsins beztu hænuunga — nýtt norskt kyn. Aukin framleiðsla. Tryggið ykkur unga hið allra fyrsta. TEIGUR S.F. Mosfellssveit. Simi 91-66130. CONCERTONE Fyrsta tlokk AAAERÍSKAR ,KASETTUR'' d hagstæðu verði: C-90 kr. 515 -60 kr. 4 10 Sendum gegn stkröfu hvert d land sem er ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, símar 84510 og 84510 Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar segir: ,,Ég hef átt Trabant bifreið frá 1967 og aðra frá 1974. Að mínu áliti er Trabant ein bezta smábifreið, sem ég hef ekið." Vorum að fd sendingu af Trabant-bifreiðum VERÐ KR. 525.000 Innifalið í verði: Ryðvörn og frdgangur Verð til öryrkja: Fólksbifreið kr. 364.000. Lán kr. 150.000. Útborgun kr. 214.000. Gott heimili i nágrenni Reykjavíkur óskast fyrir 28 ára mann, sem þarfnast nokkurrar umönnunar, en er ekki erfiður í umgengni. Hann getur unnið algeng störf undir stjórn. Upplýsingar gefa félagsráðgjafar Klepps- spítala, simi 3-81-60. Aðalfundur Alþýðubankans h.f. verður haldinn laugardaginn 24. apríl 1976 i Súlnasal að Hótel Sögu í Reykjavík og hefst hann kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. sam- þykkta hlutafélagsins. 2. önnur mál, sem bera má upp skv. 17. gr. samþykktanna. Aðgöngurniðar að fundinum verða afhenfir hluthöfurn þriðjudaginn 20. apríl, rniðviku- daginn 21. apríl og föstudaginn 23. apríl í af- greiðslusal bankans að Laugavegi 31, í Reykjavík, á venjulegurn opnunartírna hans. Bankaráð Alþýðubankans h.f. Herrnann Guðmundsson forrn. Björn Þórhallsson ritari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.