Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 29

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 29
Sunnudagur 11. apríl 1976. TtMINN 29 pa G.K. skrifar: Niðurgreiðslur, fram- leiðslustyrkir, eða...? TÍMA- spurningin Af hverju notar þú ekki bilbelti? G.K. skrifar: I Morgunblaðinu þann 20. marz segir frá þvi i „Stakstein- um”, að Gylfi Þ. Gislason, al- þingismaður, sem einnig er prófessor i reksturshagfræði við Háskóla Islands, hafi flutt á Al- þingi tillögu til þingsályktunar þess efnis, að neytendastyrkur sá, sem nú er greiddur, væri betur kominn sem beinn pen- ingastyrkur til neytenda sem þá hefðu frjálst val um ráðstöfun hans. Þetta er svo sem ágæt tillaga til hjálparþeim, sem verja aur- um sinum fyrst og fremst til þess að kaupa áfengi og aðra munaðarvöru en sækja svo lifs- framfæri fjölskyldnanna til bæjarfélagsins, eins og þvi mið- ur er of algengt. Á striðsárunum siðustu var styrkur til fjöl- skyldna með börn i Danmörk greiddur með skömmtunarseðl- um af ákveðnu verðgildi, fyrir hvert barn ákveðin upphæð. Þar varð tiltölulega algengt, að viss tegund manna seldi umrædda miða og eyddu andvirðinu á kránum. Vafalaust mundi hlið- stætt gerast hér og ekki siður þegar aurarnir kæmu beint i vasana. Hvort mundu þær milljónir, sem þannig fengjust til ráðstöfunar betur komnar i Tillaga Gylfæ Þ. Gislasonar gæti einfaldað tilveru sumra styrkþega nokkuð og vist er hún skref i átt til frjálsræðis. aukinni neyzlu áfengis, tóbaks og annars munaðar, en til kaupa á hollri búvöru?? Og svo er það kindakjötið Það er svo sem satt, að leitt er að þurfa að greiða með þvi kjöti, sern afgangs er i góðu árferði og flytja verður út. En þegar aðrar þjóðir gera framleiðslu búvöru svo ódýra með þvi að greiða neytendastyrki og framleiðslu- styrki i miklum mæli, þá er ekki við að búast að okkar vara sé keypt hærra verði en þeirra eig- in framleiðsla. Nýkomnar al- þjóðatölur yfir búvörufram- leiðslu Þjóðverja sýna, að markaðsverð hennar er sem næst vinnslu- og dreifingar- kostnaðurinn, rikið borgar framleiðslustyrki sem nemur hráefnaframleiðslukostnaðin- um. Og þegar talið er rétt að draga úr framleiðslu kindakjöts hér á landi verður það vist ekki gert nema um leið rýrni fram- leiðsla ullar og skinna, eða kann prófessor i rekstrarhagfræði ráð til að halda uppi ullar- og skinnavöruframleiðslu, en minnka kjötframleiðsluna á arðbæran hátt??? En um leið og iðnaðarvöruhráefnið frá sauð- fjárræktinni minnkar, verður vaxandi hópur iðnaðarmanna atvinnulaus. Hérna um árið heyrði ég ágætan húsmæðra- kennara hvetja nemendur sina til að kaupa aldrei annað kjöt en læri. Hér á líklega að framleiða ull og skinn án kjöts, eða er ekki svo?? T Vv. .4 i I 1 %■ liiM * 4 jL <>'** i ■' ■ _:hd \ hafe £23 | K ýi' » *«? ; b K fp Munaðarvara, svo sem tóbak og áfengi, myndi þó vafalítið freista margra, sem pcningana fengju i hendurnar. ÓVÆRT í BREIÐHOLTI? Brotnir ljósahjálmar og rúður, hnupl úr verzlunum og aðrar vafa- samar aðgerðir barna og unglinga eru hvimleiðar og engum til sóma. En, eru það glæpir? T.B. skrifar: Undanfarið hefur borið nokk- uð á þvi i blöðum, ekki þó öllum, að áhyggjur hafa látið á sér kræla um að hugsanlega séu nú að myndast einskonar glæpafé- lög meðal barna og unglinga i Breiðholti. Máli þessu til stuðnings eru til talin athæfi þeirra barna sem i hverfiþessu búa, svo sem rúðu- brot, þjófnaðir úr verzlunum og fleira og afgreiðsla sú sem slik mál fá hjá sumum blaðanna fær kaldan hroll til aö renna niður bak lesandans. Hann sér ein- faldlega fyrir sér upprennandi glæpalýð, sem þegar á unga aldri svifst einskis og virðist eiga eftir að valda þjóðfélaginu, sjálfum sér og aðstandendum sinum ómældum vandkvæðum og tjóni. En, nú er mér spurn, hvernig i ósköpunum getur fólkið i þessu nýjasta — og jafnframt fjöl- mennasta — hverfi Reykjavikur búið við þessi ósköp? Eftir lýs- ingunum að dæma getur varla nokkrum heiðarlegum manni verið vært i hverfinu. Við sem nú erum óðum að verðafeður —og mæður — brut- um að visu rúður og kúpla á ljósastaurum, fyrir svo sem fimmtán árum siðan. Við gerð- um okkur að visu lika ofurlitið sek um búðarhnupl og jafnvel skemmdir á eignum manna um- hverfis okkur. Við gerðum lika ýmislegt fleira af þvi sem nú veldur vandræðum i Breiðholt- inu, en við vorum þó aldrei svo gróf að blöð tækju „afbrot” okk- ar á fréttasiður sinar. Við meira að segja komumst ekki i fréttir þó við. Nei, það er ekki vert að gefa börnunum i Breiðholti neinar hugmyndir. En, hverju sætir það þá að Breiðholtsbörn eru okkur svo miklu kræfari sem blaðafregnir bera vitni? Eða, eru ef til vill blaðafregnir ekki marktækur vitnisburður? Getur það verið að frásagn- irnar séu ofurlitið — svona pinu-öggu litið — ýtkar? Varla þegar um er að ræða frjálsa, ó- háða, sanngjarna, heiðarlega, æsifregnalausa, islenzka blaða- mennsku. Eða hvað? Hvernig væri nú annars að pressan hérna hætti að eltast við gufukenndar grilur og sneri sér þess í stað að raunverulegum vandamálum. Hún gæti byrjað á vandamálum Breiðhyltinga HRINGIÐ Í SÍMA 13300 MILLI KLUKKAN 10-12 Guðrún Magnúsdóttir, Bálkastööum, V-Hún.: Mér finnst óþægilegt að hafa þau. Eins er mér illa við þau vegna þess að ég er hrædd'við að festast ef ég lendi i árekstri. Ég hef aldrei notað bilbeltin. Elisabet Jóhannsdóttir, tsafiröi: Þetta er mest hugsunarleysi hjá mér, ég nota samt beltin yfir- - leitt, þegar ég er i bil úti á vegum, en ekki þegar ég er i bænum. Ingvi Magnússon, sjómaöur: Ég bara hreinlega gleymi þvi i bænum. Það kemur þó fyrir að ég nota þau þegar ég er að aka úti á landi. Stefán Jóhaunsson. laugarvöröur og þjálfari: Mest út af kæruleysi býst ég við. mér er þó ekkert illa við bilbeit- in og álit aö það sé gagn i þeim. sérstaklega i bænum. en held að þau séu ekki alítaf heppileg til notkunar þegar ekið er úti á landi. Sigmar Björnsson, skrifstofustjóri: ^etta er mest kæruleysi hjá mér, en ég nota þau þó stundum úti á landi. Af hverju? Nú ætli maður eigi ekki von á harðari árekstr- um þar en i bænum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.