Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 26

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 11. aprfl 1976. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — Ógnvekjandi staðreyndir um þrot einkalífsins í þjóðfélagi okkar Háskólabió: Hleranir Leikstjórn: Francis Ford Coppola Aðalhlutverk: Gene Hackman, John Cazale, Allen Garfield, Fredric Forrest, Cindy YVilliams. Hleranir, persónunjósnir og yfirleitt hvers kyns innrásir á einkatilveru persónunnar í nú- tima þjóöfélagi, hafa undanfarin ár sett svip sinn mjög á umræðu manna á meðal. Hefur þar borið margt á góma, enda á hver maður sitt „voter- geit” að kljást við, og kemst varla nokkur hjá því að viðurkenna að öryggi gagnvart tækni persónu- njósnara er þvi sem næst ekkert. Við höfum dæmi þess úr okkar eigin litla þjóðfélagi, að upp- lýsinga um einstaklinginn er leit- að, bæði með alls kyns út- fyllingarformum, svo og með öðr- um aðferðum, sem jafnvel varða við ákvæði laga. Við höfum jafn- vel dæmi þess, að slikar upplýs- ingar séu notaðar á þann veg að óviðurkvæmilegt verður að telj- ast. Ef við ihugum ofurlitið það eftirlit, sem með okkur er haft hér, komumst við að þeirri niður- stöðu að upplýsingasöfnun um okkur hvert og eitt er nánast óhugnanleg. Flest erum við áætl- uð á skrám stjórnmálaflokka, sem reyna að gera sér grein fyrir afstöðuokkar i stjórnmálum, alls kyns fyrirtæki og stofnanir safna okkur saman á lista, með tilliti til neyzluvenja okkar og afstöðu okkar til ýmissa þátta þjóðlifsins, upplýsingar um menntun okkar, starf og starfsferil, tekjur, hjóna- bandsstétt, trúarskoðanir og fleira liggja fyrir, og eru i mörg- um tilvikum aðgengilegar fyrir hvern sem er. Við höldum stundum, aö með þróun okkar úr sveitarsamfélagi I borgarsamfélag höfum við losnað viö hnýsni náungans, en þvi fer ákaflega fjarri. Það eru að visu ofurlitið aðrir þættir einkalifs okkar, sem nú eru undir eftirliti, en engu að siöur þó einkalifið sjálft. Þó búum viö ef til vill enn við friðsæld, sem búið er að svipta þegna margra annarra rikja, þar á meðal Bandarikjanna. Hér eru þó ekki enn starfandi opinberlega sérstakar stofnanir, sem hafa það eitt markmið að stunda persónu- njósnir. Um slika stofnun, eða fyrirtæki, og meðferð þess á einu máli fjall- ar kvikmynd sú sem Háskólabió hefur nú til sýninga, kvikmyndin „The Conversation”, eða „Hleranir”, eins og hún nefnist á islenzku. Harry Caul, sem veitir fyrir- tæki þessu forstööu, er einn af fremstuséríræöingum ihlerunar- og hlustunartækni i Bandaríkjun- um. Hann tekur að sér að fylgjast með einstaklingum, mynda at- hafnir þeirra og ná samtölum þeirra upp á segulband. Til þessa notar hann allviðamikinn tækja- útbúnaö, enda hefur hann sýnt árangur, sem er allt að þvi ein- stakur. Kvikmyndin „Hleranir” fjallar um eitt af málum þeim, sem Harry fær til meðferöar, þróun þess Ihöndum hans og afleiðingar þær sem málið hefur fyrir hann sjálfan. Harry hefur áður orðið fyrir þvi að vegna hlerana hans og þess sem þær hafa leitt i ljós, hafa ver- ið framin morö. Hann þykist greina þess nokkur merki, að sagan ætli að endurtaka sig og gripur þvi inn i rás atburða sjálf- ur, i þeirri von að honum takist að koma i veg fyrir glæp. Myndin fjallar um atburði þessa á nokkuð sérstæðan hátt, þannig að áhorfandanum verður fyrst og fremst ljós ógn þessara hlerana, bæði fyrir einstaklinginn sem ruðzt er inn á, svo og fyrir þann sem hlerar. Myndin sýnir fram á það hvernig einstakl- ingurinn er að verða með öllu varnarlaus gegn tækni þessarri, en hlerunarmenn i Bandarikjun- um eru nú orðnir nægilega marg- ir til að eiga sér stéttarfélag, stéttarvitund og geta haldið stétt- arþing. A þeim sannast þó hið forn- kveðna að sér grefur gröf þótt grafi, þvi meö þvi að fullkomna innrásartækni sina gagnvart einkalifi annarra, eru þeir einnig að svipta sjálfa sig öryggi. Það er engum blööum um að fletta, að kvikmynd þessi er ógn- vekjandi, vegna sannleikans sem i henni felst. Hún er einnig nokkuð spennandi á að horfa og vel unnin, sem og var við að búast frá hendi Coppola. Að venju er Gene Hackman góður og skilar hlutverki sinu með hinni mestu prýði. Harry Caul (Gene Hackman) við hleranir á hótelherbergi. Þar veröur hann vitni að válegum atburðum og einmitt þeir atburðir sanna eina hættuna til viðbótar, sem stafað getur af hlcrunum, sumsé hættuna á þvi aö orð manna misskiljist. Ekki klám og engir ódýrir brandarar, en þó....! Dönsk Stjörnubió: PER Leikstjóri: Erik Crone Aðalhlutverk: Ole Ernst, Fritz Helmuth, Agneta Ekmanner. Danir hafa til þessa einkum getið sér orð fyrir framleiðslu kynlifsmynda og grinmynda — oft kynlifs-grinmynda — og hefúr sú framleiðsla þótt æði misjöfn að gæðum. Þó hefur nokkur aðsókn verið á myndir þeirra hér, þvi kynlifið hefur jú allnokkurt aðdráttarafl, hvort heldur er i kvikmyndasal eða svefnherbergi. Ekki byggist þó öll kvik- myndaframleiðsla Danaveldis á berum rössum eða átökum á rúmstokknum. Þar i landi eru einnig gerðar myndir, sem byggja gildi sittá öðrum þáttum mannlegrar tilveru, meðal annars á afbrotamálum. Stjömubió gefur okkur þess kost nú, að sjá eitt eintak af „al- vöruframleiðslu” danska kvik- myndaiðnaðarins, kvikmynd, sem hvorki snýst um kynlif né ódýra brandara. Kvikmyndin „Per” er að nokkru leyti sakamálamynd, enda auglýst sem slik. Ferli hennar byggist i upphafi á tilraunum ungs róna i Kaup- mannahöfn til þess að verða sér úti um peninga á sem auðveld- astan máta. Honum fellur að visu einna bezt að betla, en er engu að siður reiðubúinn til stórræða, ef afraksturinn er góður og áhættan takmörkuð. Pertekur að sér verkefni fyrir iðnrekenda nokkurn, sem er i fjárkröggum og hyggst rétta hag sinn meö tryggingabótum. Verkefni Pers er að kveikja i verksmiðju jöfursins og út frá þvi verki spinnst þráöur mynd- arinnar. Sambandið miili rónans Pers Per er leikinn af Ole Ernst, sem skilar þvi hlutverki með mestu ágætum. Hann er að visu nokkuð likur öðrum ieikara, bandariskum, en ekki svo að það hái honum. Sambandið milli Pers og frú Lorenzens þróast fljótlega til þess að hún verður ástfangin af honum. Hún kennir honum ýmislegt um leyndardóma ástarlifs. og mjög góð og iðnjöfursins Lorenzens verð- ur tilþess, að frú Lorenzen flæk- ist i málið og nokkurs konar samhand skapast miili hennar og Pers. Gegnum það samband neyðisthún til endurskoðunar á sambandi sinu við eiginmann- inn og áður en varir eru hjónin orðin önnum kafin við uppgjör, sem um tima virðist ætla að verða Per afdrifarikt, ekki siður en þeim tveim. Per er i' upphafi innrás óviss- unnar og ljótleikans i fágaða einbýlishússveröld Lorenzens- hjónanna, en áður en lýkur snýst koma hans i eins konar sannleiksboðun, sem veldur þeim hjónum endanlegri skýr- greiningu á stöðu þeirra. Þvi fer sem fer, og hinn eini sem breytist, hinn eini sem hefur sársauka af svo um mun- ar, er einmitt Per, sem þö var jafnframt hinn eini utanaðkom- andi. Kvikmyndin um Per er athyglisverð fyrir margar sak- ir, en þó einkum fyrir það tvennt, að gera skil myndun og slitum mannlegra sambanda i nútimaþjóðfélagi, svo og samanburður sá á þjóðfélags- stéttum sem hún setur upp. Um myndun og slit mann- legra sambanda virðist höf- undur „Per” einkum álita, að au skapist af nauðsyn og gagn- kvæmum hagnaði. Þó ekki i öll- um tilvikum að þau skapist af hagnaðarvon, en oft slitni þau vegna hagsmunaárekstra. Samband Pers og Lorenzens er hart og kalt hagsmunasam- band, sem aldrei getur falið i sér nokkra hlýju og hlýtur að snúastupp i beina glimu þeirra á milli. Samband Pers og frú Lorenzens er þó með nokkrum öðrum hætti, þar sem hún virð- ist fá útrás gagnvart honum fyrir ótölulegar niðurbældar hvatir, svo sem móðurhvöt, verndarhvöt og fleira. Þar er ekki um beina hagsmuni að Frh. á bls. 39 Engu að siður vaknar þó sú spurning hvort hún elskar hann af eigin hvötum, eöa hvort vilji eiginmanns hennar hefur þar nokkur áhrif. Hvaðan er ástin upprunnin? V KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.