Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 11. apríl 1976. TÍMINN 11 t.d. Land/Rover, Peugot, Rambler, Rússajeppa, Chevrolet, Volkswagen station. Höföatuni 10 • Slmi 1-13-97 BÍLA* PARTASALAN Opið frá 9-6.30 alla virka daga og 9-3 laugqrdaga Þorsteinn Stefánsson. Timamynd Róbert. stóðu þau gömlu hjónin ein eftir með búskapinn, Asvaldur og Halla, kona hans. Eina mannlýsingin i bókinni, sem ef til vill má segja að sé dá- litið ótrúleg, er Sigurlina, vinnukona á prestssetrinu. Hún er piparmey, og flónska hennar, trúgirni og linnulaus eftirsókn eftir karlmönnum er svo lýst, að jaðrar við ósennileika. En það er ekki aðeins að manneskjum sé vel lýst i Fram- tiöinni gullnu. Skepnurnar fá lika sinn skerf. Þegar hreK>- stjórinn hefur komið að Hrauni og barið litilsigldan og ógæfu- saman bóndann þar með svipu sinni, var þar samt einn, sem ekki lét berja sig eins auðveld- lega. Það var Neró gamli, stór, svartur og loðinn hundur á bæn- um. Hann gekk stóran hring i kringum gestinn og urraði grimmdarlega, enda þótti yfir- vaidinu þá vissara að sveifla sér á bak og þeysa úr hlaði. Þaö er auövelt að sjá þá báða fyrir sér á þessari stundu, hreppstjórann og Neró gamla. Still þessarar bókar er gam- ansamur, jafnvel háðskur, en gersamlega laus viö illkvittni, hvað þá rætni. Höfundurinn hefur samúð með persónum si'n- um og gerir hlut þeirra ekki verri en efni standa til. Þó að fólkið á Hrauni lifi við sifellt basl,hfátækt og óþrifnað, er or- sökin ekki sú, aö það sé vondrar gerðar, heldur hefur lifið skap- að þvi þessi kjör, hægt og hægt, stöðugt og jafnt. Dálitið er málfar bókarinnar hnökrótt hér og þar, og að öllu samanlögðu finnst mér það siðra en á Dalnum i þýðingu Friðjóns Stefánssonar. Hér er orðið misklið haft i karlkyni en ekki kvenkyni, „allur mis- klíður”(bls. 201). Það ertalað um að veðráttan sé orðin mild- ari ,,og ekki eins óstopul” og áður (bls. 211), og á bls. 212 er sagt, að tiltekinn kvenmaður hafi sakaö Þorvarð um „prett- ur” ( = pretti). Og fleiri dæmi væri hægt að nefna. 1 sumum tilvikum kann að vera um prentvillur að ræöa, en fráleitt öllum. Tvennt er það I sambandi við útgáfu þessarar bókar, sem teljast verður aðfinnsluvert. Innan á titilsiöu stendur: „Teikningar eftir Max Weih- rauch”. En sá er ljóður á, aö i bókinni er ekki ein einasta teikning. Hins vegar er utan um hana hliföarkápa, og á henni er teikning. Vel má vera, aðhún sé eftir Max Weihrauch, en þá hefði átt að láta þess getið, að hlifðarkápan væri teiknuð af honum. Annað er villandi. Þess- ar kápur vilja velkjast og ljókka, og oft er þeim fleygt, löngu áður en bókin er úr leik, og þá stendur hún eftir meö þessa klausu innan á titilblað- inu, en án teikninga. 1 annan stað er þess að geta, að framan á titilblaði, neöan undir nafni bókarinnar, stendur: „H.C. Andersen-bók- menntaverðlaunin”. Nú er það aldrei nema rétt að Dalurinn fékk þessi verðlaun á sinum tima, enda var þess skilmerki- lega getið aftan á kápusiðu Dalsins, ásamt mynd af Ander- sen gamla. — Svo er bókin endurskrifuö og kemur út undir allt öðru nafni meira en þrjátiu árumseinna,ogþá er þetta látið standa neðan undir nafni henn- ar eins og nokkurskonar undir- titill. Það er hlutur, sem ástæða er til að undrast. í Framtiðinni gullnu skiptast á skin og skúrir, eins og i lifinu sjálfu. Höfundurinn veit, hverju hann er að lýsa — og lýsir þvi rétt. Vist verður Þorvarður fyrirmörgum vonbrigðum, þeg- ar hann, ungur og reynslulaus, ákveður að veröa rithöfundur, hvað sem það kostar. Ritstjór- arnir, sem hann kynnist i Reykjavik, reynast hvorki ó- skeikulir né réttlætið holdi klætt, og bókaforlögin þvi siður almáttug. Þorvaröur neyðist lika til þess að ferðast um og seljabók sina sjálfur, en hið sið- asta sem viö vitum um hann, eru fréttir, sem faðir hans segir af honum: Hann býr i Reykja- vik, hefur fengiö vinnu þar við húsabyggingar, og skrifar i tómstundum. Sjálfsagt er hon- um ekki búin þar sú gullna framtið, sem hann hafði dreymt um i æsku, en af þessu virðist þó leyfilegt að draga þá ályktun, að hann eigi i vændum betri ævi en Brandur farandsali. Hann er sannfærður um rithöfundar- hæfileika sina, og staðráðinn I þvi að láta ekki aðstæðurnar buga sig eða hrekja sig af leið, einsog hann segir á einum stað I bókinni: „Ekkert afl á jörðu skyldi megna aö tálma þvi, að hann fylgdi köllun sinni”. —vs. Framtídar- draumar sveitapilts Þorsteinn Stefánsson: FRAMTIÐIN GULLNA. 236 bls. Prentverk Odds Björnssonar Akureyri 1975. ARIÐ 1944 kom út á Islandi skáldsaga, sem hét Dalurinn. Höfundur hennar var Þorsteinn Stefánsson, rithöfundur i Dan- mörku, og haföi hann frumsam- ið bókina á dönsku, en nú hafði bróður höfundarins, Friðjón heitinn Stefánsson rithöfundur, þýtt bókina á islenzku. Þessinýjaskáldsaga var fyrir ýmissa hluta sakir likleg . til þess að verða lesendum sinum minnisstæð, þótt þar væri fjall- aö um efni, sem mörgum mun hafa komiö kunnuglega fyrir sjónir: Aöalpersónan er gáfaö- ur, ungur piltur, sem dreymir um að veröa skáld, en aðstæð- urnar heima i sveitinni eru á flestan hátt andstæðar þeim draumum, — og siðan er veitt glögg innsýn i lif fólksins á bæj- unum i kring. Umhverfi Þorvarðar hins unga er lýst af nærfærni og þekkingu. Nú hefur Þorsteinn Stefáns- son rithöfundur skrifaö þessa bók sina á Islenzku og breytt sumu frá fyrstu gerð hennar, en þó hvergi nærri öllu. Nú ‘heitir bókin Framtiðin gullna (Gullna framtiðin hefði verið Islenzku- legri oröaröð) og enn fremur hafa nú sumar persónurnar fengið ný nöfn, en aörar halda nöfnum sinum óbreyttum. Hið veigamesta sem eftir stendur er þó söguþráöurinn, en hann er nákvæmlega hinn sami, sagan byrjar og endar eins i báðum gerðum, og niðurfellingar og innskot eru smámunir einir, þegar miðað er við stærð verks- ins i heild. Langsamlega veiga- mesta breytingin er sú, að nú hefur höfundur skipt bókinni I þrjá aðalhluta, sem hann nefnir forspil, miilispil og niðurlag, en siðan er þessum áföngum skipt niöur I marga smærri kafla. Þessi skipting efnisins er til hagræðis og auöveldar lesanda, sem sér bókina I fyrsta skipti, að átta sig á efninu og efnistök- um höfundar. Um hitt má spyrja, hvort skáldsagan Dalurinn hafi þurft á slíkri endurskoðun að halda, og enn fremur, hvort Framtiðin gullna sé, þegar alls er gætt, betri bók en Dalurinn. Sjálfsagt má lengi deila um slikt, en hvað sem þvi llður, mun hyggilegast að lesa Framtiöina gullnusjálf- stætt, og án alltof mikillar um- hugsunar um Dalinn. Munur á frumgerð og þýðingu hlýtur alltaf að vera nokkur, jafnvel þótt þýðandinn sé svo kominn höfundinum sem i þessu tilviki. Það sem mér þykir helzt lýta Framtiðina gullnu, er hin ytri bygging sögunnar. Frásögnin skiptir ákaflegaoft um svið, en slikt er jafnan vandmeðfarið, þótt algengt sé, enda eru þess ó- fá dæmi, að mjög tið sviðsskipti i sögum skemmi heildarsvip þeirra. Það, sem mér, aftur á móti, finnst meginkostur þessarar bókar, eru mannlýsingar henn- ar. Höfundurinn gerþekkir fólk sitt og lýsir því með þeim hætti, að okkur finnst við hafa þekkt það ogumgengizt það frá því við vorum krakkar og fram til þessa dags. Ljóslifandi er lýs- ingin á Sigurði, „ráðsmannin- um” á prestssetrinu, svo fárán- legur, sem hann þó er til orðs, æðis og i útliti. Rauðbirkinn, si- flissandi kjáni, sem hefur naumast gaman af neinu ööru en aulalegri striðni, og er vita- skuld ekki „ráðsmaður” á prestssetrinu, nema i sjálfs sln huga. Rödd hans og útlit, jafn- vel kögglarnir á fingrunum, eru I nákvæmu samræmi við fram- komu hans. Þorvarð hinn unga langar til að verða skáld, og hann vill flestu fórna fyrir þann gullna framtlðardraum. Þó er hann naumast dreginn jafnskýrum dráttum og til dæmis Sigurður, vinnumaður prests, eða Brand- ur farandsali. Asvaldur bóndi á Fossi, faðir Þorvarðar, er næsta líkur mörgum stéttarbræörum sinum á Islandi, að minnsta kosti eins og þeir voru, margir hveijir, fyrir nokkrum áratugum, áöur en vélar komu til sögunnar og menn ui öu að treysta á vöðvaafl sitt og hesta sina. Hann er vinnusamur og sparsamur og vinnuharður, lætur klukkuna sina alltaf vera langt á undan sólu og ætlar af göflum að ganga, þegar honum þykja synir sfnir seinir úr rúmum á morgnana. En uppskeran af eftirrekstrinum varð önnur en hann ætlaöist til: Synir hans fóru að heiman, þegar þeir höfðu aldur til, og að lokum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.