Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 31

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 31
Sunnudagur 11. apríl 1976. TÍMINN 31 Enn eitt fornarlamb eiturlyfjanna — Paul Kossoff Paul Kossoff er látinn. Kossoff, sem var gitarleikari i hinni frægu hljómsveit Free lézt fyrir nokkru af völdum eiturlyfja, en hann haföi um margra ára skeið verið for- fallinn eiturlyfjaneitandi. Frá því hljómsveitin Free hætti, hefur Kossoff átt erfitt uppdráttar sem tónlistar- maður. Hann stofnaði aö vísu hljómsveitina Back Street Crawler, en hún náöi engum umtalsverðum vinsældum, i og með vegna þess aö Kossoff gat litiö sinnt tónlistinni vegna veikinda. Siðast liðið haust fékk hann hjartaáfall og lá lengi milli heims og helju. Nokkrum vikum fyrir dauöa hans hafði verið ákveöið, aö Back Street Crawler færi i hljómleikaferð um Bretland og höfðu læknar gefið Kossoff leyfi til hljómleikaferðarinn- ar. Nokkrum vikum áður hafði orðið að fresta hljómleikum hljómsveitarinnar, þar sem læknar ráölögðu Kossoff að taka mér meiri hvild. Dauða hans bar mjög brátt að. Bretar unnu loksins! UM SÍÐUSTU helgi fór fram i Haag i Hollandi hin árlega söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Sigurvegari varð brezka hljómsveitin Brother- hood of Man, en hún söng lagið „Save Your Kisses for Me”. Bretar hafa ó siðustu árum ávallt lent i efstu sætum keppninnar, en ekki tekizt að sigra. Þeim tókst það þó nú. Islenzkir sjónvarpsáhorf- endur mega vænta kvik- myndar um þessa dægurlaga- keppni einhvern tima á næst- unni. I fyrra sigraði brezk hljómsveit i þessari keppni —■ en hún keppti fyrir hönd Hollands og söng verðlauna- lagið á frönsku að þvi er mig minnir! Nýja piatn frá Stevie Wonder að koma út STEVIE WONDER, blindi bandariski tónlistarsnillingur- inn, gefur út tvöfalt albúm um miðjan þennan mánuð og munu plöturnar bera nafnið „Songs in the Key of Life.” Poppunnendur, ekki siöur á lslandi en annars staðar, hafa beðið eftir þessari plötu frá Stevie Wonder meö mikillí eftirvæntingu, enda rúmlega eitt og hálft ár liðiö frá þvi siðasta plata hans kom Ut, „Fullfillingness First Final”. Sú plata hlaut geysigóðar við- tökur og var m.a. kosin bezta LP-plata ársins 1974af lesend- um Nú-timans. Stevie Wonder tilkynnti á sl. ári, að hann hefði i hyggju að hætta útgáfu á plötum og snúa sér eingöngu að liknar- störfum. Hann sagði, að hann hygöi á stofnun heimilis fyrir munaöarlaus svört böpn i Af- riku. Wonder hefur nú ákveðið að fresta þessum ráöagerðum um tima — poppunnendum til mikillar ánægju. Engilbert vinnur að gerð sólóplötu HINN góðkunni söngvari og trommuleikari Engilbert Jen- sen (Hljómar, Lónli Blú Bojs) vinnur um þessar mundir að sinni fyrstu sólóplötu og fer upptaka plötunnar fram i London, Þessi fyrsta sólóplata Engilberts mun einfaldlega nefnast „Jensen.” Engilbert nýtur aðstoðar Gunnars Þórðarsonar við gerð og útgáfu plötunnar, en platan verður gefin út af hljómplötu- fyrirtæki hans Ýmir og Gunn- ar stjórnar jafnframt upptök- unni. Lögin eru einnig flest eftir Gunnar og allir textar eru á móðurmálinu. Soloplata Björgvins BJÖRGVIN Gislason, gitar- leikari Paradisar vinnur nú að gerð sólóplötu i hinu nýja stúdiói Svavar Gests, Tón- tækni. A plötunni — sem vænt- anleg er i haust — verður margt söngvara, en hljóð- færaleikurinn verður að mestu i höndum Björgvins, Ásgeirs Óskarssonar, félaga hans í Paradis og Sigurðar Árnason- ar. ÖII lögin verða að sjálf- sögðu eftir Björgvin. Þeir eru hættir! IILJÓMSVEITIN Sheriff er liætt. Kristján Blöndal gitar- leikari skýrði Nú-tímanum frá þessu i vikunni, en aðrir I iiljómsveitinni voru bræöurnir Ari Elfar og Jón Pétur Jóns- synir, og Clyde (man ekki sið- ara nafniö). Sheriff náöi aldrei umtalsverðum vinsældum — en þótti efnileg, eins og svo inargar aðrar hljómsveitir. Enginn þeirra félaga hefur enn ákveöið aö fara yfir i aðra hljómsveit. Harrison til Dark Horse (og litil ástar- saga) BITILLINN fyrrverandi, George Harrison hefur skipt un hljómplötufyrirtæki og mun hér eftir gefa út eigin sólóplötur hjá sinu eigin hljómplötufyrirtæki, Dark Horse. Bitlarnir voru samningsbundnir EMI-sam- steypunni til ársloka 1975 (Apple var dótturfyrirtæki EMI) en nú er þeim loks frjálst að velja sér útgáfufyr- irtæki að eigin vild. Fyrsta plata Harrison hjá Dark Horse er væntanleg i næsta mánuði. George er nú búinn að finna sér nýja konu og hyggur á hjónaband, þegar löglega hefur verið gengið frá skilnaöi hans og Pattiar Boyd, sem hann kvæntist árið 1966. Nýja konan i lifi Harrisons heitir Olivia Arias og er mexikönsk að uppruna. Þau hittust fyrir rúmu ári áiðan, er Olivia tók við starfi hjá Dark Horse fyrirtæki Harrisons. Bið getur orðið á þvi, að þau giftist, þar sem hvorki Harri- son né Patti hafa sótt um skilnað. Patti býr sem kunn- ugt er með Eric Clapton. Bitlarnir fá góðar við- tökur SÚ POPPKYNSLÓÐ, sem nú er að vaxa upp, fór að mestu á mis við Bitlaæðið svonefnda. Til þess að mæta óskum táninganna i dag (og til þess að græða meira fé) hefur EMI-útgáfufyrirtækið i Bret- landi, sem gaf út allar Bitlaplöturnar — sent út nýtt upplag af 23tveggja laga plöt- um Bitlanna. Viðtökurnar i Bretlandi voru ieinuorði sagt: frábærar — og fréttir þaöan herma, aö nú séu bitlalög i meirihluta á topp tuttugu vinsældalistanum og aldrei áður hafi ein hljómsveit átt jafn mörg lög samtimis á þeim lista. Einn steinn BILLY WYMAN, bassaleikari Rolling Stones hefúr sent frá sér aöra sólóplötu sina ber platan heitið „Stone Alone”. Lögin eru öll eftir Bill og hann ieikur á bassa, pianó og ásláttarhljóðfæri. Meðal þeirra, sem aðstoða Bill, eru Nicky Hopkins, Joe Walsh, Van Morrison, A1 Kooper, Ronnie W'ood og Dr. John. ••• •• ••••*••••••«•• It : ::::: ::: :::*: ::::: :::::::::::::: • ••••••••«•• • ••••••••••••••••••••*•• ♦••••• o io • ••••• O lO :sH« 9 9 »•♦♦• ♦••• 1 A t A :::::: 10 10 •••••• ••♦♦♦• •••♦•• :::::: n n •••••• :::::: 12 12 ••♦••♦ *** «•••♦• .,, . _ :::::: 13 15 :::::: 14 16 :::::: 15 4 «••••• :::::: ik 22 • ••••• :::::: n 19 :::::: 18 81 •••••• :::::: i» 13 n:::: 20 27 •••••• ••♦••• •••••♦•••••••••••• Peter Frampton — Frampton Comes Alive .... Eagles — Their Greatest Hits 1971—1975.. Carole King — Thoroughbred............. Bob Dylan — Desire..................... Bad Company — Run With The Pack........ Queen — A Night At The Opera............ Gary Wright — The Dream Weaver......... Johnnye Taylor —Eargasm................ David Bowie — Station To Station....... Waylon Jennings, Willie Nelson, Jesse Colter Tompall Glaser — TheOutlaws.............. Rufus Featuring Chaka Khan............... Fleetwood Mac............................ The Captain & Tennille — Song Of Joy..... The Salsoul Orchestra.................... Paul Simon — Still Crazy After All These Years Brass Construction....................... Robin Trower — Live...................... Kiss — Destroyer......................... Phoebe Snow — Second Childhood........... Olivia Newton-John — ComeOnOver.......... . 10 . 10 . 19 .37 . .4 .20 .25 . 10 ..3 . .2 . .9 . .4 ••••♦♦ •♦*•♦♦ ••♦♦♦♦ •♦♦•♦• •••♦•• ♦♦•••♦ •••••« *:*::: •jju: •♦*•• • ••••♦• •••••• *•••♦• •♦♦♦♦♦ :u::: •••♦•• •♦••♦• ••••♦• *••••• •••••• >•••••«♦••••••••••••••••••••• •••••••••••••••••«••••••< •••••• •••••• >••••• ••••♦• ••♦••• ••••••••••••• Led Zeppelin Sailor Sailor Bob Dylan Eagles Wings David Bowie Elite Hotel Doobie Brothers Jesse Colin Young Genesis Procol Harum Abba Bad Company America Eric Carmen Poco Lynyrd Skynyrd lOcc American Graffiti Einar Vilberg BG oq Inqibjörg Presence Trouple Sailor Desire Greatest Hits At The Speed Of Sound Station to Station Ernrnylou Harris Takin it To The Streets On The Road A Trick Of The Tail Procols Ninth SOS Run With The Pack Greatest Hits All By Myself Live Girnrne Back My Bullets How Dare You Núrner 1 og 3 Starlight Sólskinsdagar Sendum gegn póstkröfu Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.