Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 40

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 40
fornado þeytidreifarinn góö vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guöbjörn Guójónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 SÍS-FÓIMJH SUNDAHÖFN Raunvísindastofnun Háskóla íslands: Hafa hannað nýtt staðar- ákvörð- unar- tæki sem byggist á radíóbylgjum sem gerfitungl senda frá sér gébé Rvik — Hjá Raunvisinda- stofnun háskólans hefur verið hannað mjög nákvæmt staðar- ákvörðunartæki, sem byggt er á sendingum gervitungla. Ekki er vitað tii aö slikt tæki hafi verið notað i islenzkum skipum en erlendis hafa tæki þessi einkum verið notuð i herskipum, land- helgisgæzlu— og rannsóknaskip- um, og fyrirsjáaniegt er að þau verði tekin i notkun i flutninga- og fiskiskipum. Þetta er talið vera nákvæmustu staðsetningatæki sem til eru i heiminum i dag. Hönnun islenzka staðarákvörð- unartækisins og vinna við það tók um tvö ár, en það var Marteinn Sverrisson, verkfræðingur hjá raunvisindastofnuninni sem hannaði tækið og lauk þeirri vinnu seint á siðasta ári. Mar- teinu vinnur nú að skýrslugerð um tæknilega lýsingu á tækinu, en ákvörðun um framleiðslu á tæk- inu biður, þar til hún liggur fyrir. Þó er Ijóst, að islenzka tækið verður ódýrara en slik tæki af er- lendri gerð, enda er það forsenda fyrir framleiðsiu hér. Timinn ræddi stuttlega við Martein Sverrisson og Þorbjörn Sigur- geirsson, forstöðumann eðiis- fræðistofu Raunvisindastofnunar háskólans. Arið 1964 hófst reglubundin notkun gervitungla til staðar- ákvarðana innan sjóhers Banda- rikjanna, en áður höfðu sér- fræðingar unnið að rannsóknum og tilraunum á þessu sviði um fimm ára skeið á vegum flotans. Arið 1967 leyfði flotinn birtingu allra gagna um rannsóknir þessar og heimilaði almenna notkun gervitunglanna og smiöi tilheyrandi tækja til staðar- ákvarðanna. Hingað til hefur staðsetningar tækni þessi einkum verið notuð i herskipum, landhelgisgæzlu— og rannsóknarskipum, en fyrir- sjáanlegt er að hún verður brátt tekin upp i flutninga— og fiski- skipum. Einnig hentar tækni þessivel flugvélum á langflugi til leiðréttingar öðrum siglingar- tækjum. A landi eru gervitunglin notuð við landmælingar og gegna þar sama hlutverki og stjörnu- athuganir til að ákveða hnatt- stöðu. Það má fullyrða að stað- setningaraðferð þessi sé sú nákvæmasta og öruggasta, sem völ er á fyrir skip á hafi úti. Hún er jafn örugg hvar sem er á heimshöfunum og henni má beita hvernig sem veðri er háttaö. Hægt er að fá staöarákvörðun, sem aðeins skeikar um nokkra tugi metra og á landi geta endur- teknar mælingar á sama stað gefið nokkurra metra nákvæmni, ekki aðeins sem svarar lengd og breidd, heldur einnig hæð. Gervitungl þau sem hér um ræðir,heita Transit eða NNSS, en hafa hlotið islenzka nafnið siglingatungl. Brautir þeirra liggja yfir pólana, hæðin er um 1000 km. yfir jörðu og umferðar- timinn um 7 stundarfjórðungar. Sem stendur eru sex slik tungl á lofti, en i undirbúningi er að senda hiðsjöunda á loft i sumar. Siðast var tungl sent upp 1973, en hin fimm hafa verið yfir 5 ár á lofti. Notkun siglingatunglanna byggist á radióbylgjum sem þau senda frá sér með mjög stöðugri tiðni. Radiómerkin berast til jarðar með hraöa ljóssins, svo timinn sem þau eru á leiðinni, margfaldaður með ljóshraðanum er vegalengdin milli tungls og móttakara. Uppsetning móttakara, eða staðarákvörðunartækis I skip, myndi i dag kosta a.m.k. tiu milljónir króna, en tölvuþarftil að vinna úr hinum flóknu út- reikningum sem berast frá tunglunum. Tæki það sem smíðað Marfeinn Sverrisson verkfræðingur við hið nýja staðar- ákvörðunartæki. — Tímamynd: G.E. var hja Raunvisindastofnun, er mun ódýrara en erlend tæki af sömu gerð, en það er einnig for- senda fyrir framleiðslu þeirra hér á landi. Tölvukostnaðurinn er mikill, en fer minnkandi með hverju árinu sem liður, vegna þess hve framleiðslutækninni, fleygir ört fram. Yrði tæki þetta t.d. mjög hagkvæmt I notk- un i islenzku varðskipunum. Mikil vinna er við undirbúning á framleiðslu sliks tækis, en Marteinn Sverrisson, verkfræð- ingur vinnur nú að gerð skýrslu um tæknilega lýsingu á tækinu. Ekki myndu mörg islenzk fyrir- tæki hafa bolmagn til að fram- leiða slik tæki, en I þvi sambandi heíur fyrirtækið Iðntækni þó verið nefnt á nafn. JÁhugamanna- | I leikflokkar: | (Frumsýna j (50 leikrit ( = MÓ-Reykjavik. —Alls verða E = um 50 leikrit frumsýnd á = = vegum áhuga ma nnaleik- = = flokka hér á landi i vetur. Er j| = það mun meira en að undan- = = förnu, og að sögn Helgu j| = Hjörvar hjá Bandalagi is- s S lenzkra leikfélaga, fer það s S stöðugt I vöxt að ýmis félög = = út um land sýni leikrit. Þá g s cru sifellt fleiri leikfélög = 1 stofnuð og starfa mörg j| = þeirra af mikluni krafti. = S Það er meira um það nú en ^ = áður, að islenzk leikrit séu = = tekin til sýninga og eins er j| E það að léttir farsar eru ekki = = eins vinsælir og áður. Þá Ie s hafa þrjú islenzk verk verið = |j frumflutt á sviði af áhuga- E | mönnum i vetur,' ög öll hlotið = E mjög góðar undirtektir á- E = horfenda. = E Að meðaltali taldi Helga s E að leikritin væru sýnd 10 til = = 12 sinnum. Sum væru að = = sjálfsögðu sýnd mun oftar, = H en önnur i færri skipti. E Kostnaður við að setja j| = leikrit á svið er orðinn mjög = = mikill, og kostnaður við leik- = = stjórn er t.d. orðinn á þriðja = = hundrað þúsund. Þá kostar = = sviðsbúnaður og búningar jj H sitt, og er þvi ekki óvarlegt = E að áætla að uppsetningar á = = leikriti fariyfir hálfa milljón = E króna og oft nálgast E = uppsetningin milljónina. Þó = E eru engin laun greidd til M = leikaranna. = 1 Greiddur er styrkur að E = upphæð 90 þúsund fyrir hvert = = islenzkt leikrit, sem sett er á EE = svið, úr rflússjóði og er = E framlagið bundið þvi skil- E = yrði, að framlag sem a.m.k. = = nemi 50% af þeirri upphæð, = = komiúr viðkomandi sveitar- = s sjóði. E = Að sögn Helgu Hjörvar fer = = þaðvaxandi að sveitarsjóðir s E leggi verulegar fjárhæðir til = = að styrkja áhugaleikfélögin. E = Hins vegar væri þvi ekki að = = leyna að styrkur rikisins = j| hefði minkað á liðnum árum = = miðað við kostnað, þvi áður |j E fyrr hefði verið talað um að = = hann næmi þeirri upphæð, = E sem kostnaðurinn við leik- E = stjórnina næmi. = IlllllllllllllllllílllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍ Blönduós: Fá nú 20 sek lítra af 71 gr heitu vatni Mó-Reykjavik— Nú er búið að bora niður á 1170 m. dýpi við Reyki á Reykjabraut en þar er unniö að borunum eftir heitu vatni fyrir Blönduós. Vatnið hefur aukizt jafnt og þétt eftir þvi sem neðar dregur, og eru nú komnir um 20 litrar á sekúndu af 71 gráðu heitu vatni. Borunarmennirnir eru nú farnir i páskafri og verða i þvi i 10 daga, en siðan verður tekið til við borun á ný. Aætlað er að bora niður á 1800 til 2000 m. dýpi og eru mjög góðar horfur á að þarna fáist nægilega mikið heitt vatn fyrir hitaveitu handa Blönduósi. Einar Þorláksson sveitastjóri á Blönduósi sagði i gær að strax og borun lyki, yrði gerð áætlun um kostnað við hitaveitu fyrir Blönduós en að þeirri kostn- aðaráætlun lokinni verður tekin ákvörðun um frekari fram- kvæmdir. í landnámi Ingólfs: Afrétturinn sett- ur undir stjórnun FJ—Reykjavik. — Fundur um afréttarmái var haldinn i Höfða i Reykjavík iaugardaginn 27. marz, að frumkvæði afréttar- nefndar ölfushrepps. Sátu fund- inn fulltrúar sveitarféiaga, sem afréttarlönd eiga I landnámi Ingóifs og sérfræðingar frá Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Landgræðsiu rikis- ins, Búnaðarsambandi Suður- iandsogmenn frá teiknistofunni Höfða, sem vinna að skipuiagi i ölfusi. Á fundinum i Höfða var eftir- farandi samþykkt samhljóða: 1) Að öll beit hrossa verði útlok- uð af afréttinum, sem hlutað- eigandi bæjar- og sveitarfélög hafa umráðarétt yfir. 2) Sauðfé verði ekki hleypt á af- rétti og sameiginleg beitilönd, sem að dómi landgræðslu- st jóra eru ofsetin, fyrr en eftir 20. júni. Jafnframt verði ekki leyft að beita afréttinn eftir fyrstu réttir. . 3) Fundurinn samþykkti að fylgzt skuli með gróðri i af- réttar- og heimalöndum i landnámi Ingólfs, og að stefnt skuli að þvi að innan 5 ára verði komið á itölu i samræmi við beitarþol. 4) Fundurinn samþykkir að beina þvi til sveitarstjóma i landnámi Ingólfs að þær tilnefni einn mann hver I stjórn afréttarmála. stjórn þessi skal hafa með höndum eftirlit á afréttinum. Formað- ur verði landgræðslustjóri og sé hann sjálfkjörinn. Undir þetta skrifuðu viðstadd- ir fulltrúar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna sinna, en þeir voru frá Reykjavik, Kópavogi, Hveragerði, ölfus- hreppi, Grafningshreppi, Úing- vallahreppi, Kjalarnesi og Mos- fellshreppi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.