Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 11. apríl 1976. Færeyjastúlka i þjóðbúningi Mjaltakona i Færeyjum „Margt er likt með skyldum”. t þessum þætti skulum við bregða okkur til Færeyja og lit- astum. Fyrstu Færeyingar sem ég sá, þá unglingur, dönsuðu á skipsklossum sinum á bryggju á Akureyri — og sungu við raust. Færeyski hringdansinn er fornt og merkilegt fyrirbrigði. Einn (eða fáir) syngur fyrir löng þjóökv. eða söguljóð, en hinir kyrja viðlag og gefa til kynna efni kvæðanna með rödd og hreyfingum. Dansinn er þungur og dunandi, með sívaxandi seið- magni endurtekninga. A náms- árum minum i Kaupmannahöfn kom ég á Færeyingaball og sá höfðingjann Jóhannes Paturs- sonstjórnadansiogsyngja fyrir hárri röddu „endalaus kvæöi”. Það var sannarlega lif i tuskun- um er á kvöldið leið, og allvel bragðaðist skerpikjötið, einkum skorpan á þvi. Og hrifinn var ég af að sjá myndarlegt fólkið i hinum fögru þjóðbúningum. Þið sjáið hér mynd af Færey- ingum i hringdansi (tekna Ur bókinni Færeyingar eftir Gils Guðmundsson 1968); Mjalta- konan (neytakona) ber tréfötur svipaðar þeim sem ég sá I minu ungdæmi allviða, en tré-mjólkurföturnar heima voru meö gjörðum úr gjaröajárni. Myndin af konunni i færeysk- um þjóðbúningi er úr litmynda- heftinu „Danske folkedragter” frá Blumöller i Odense. Búning- urinn er sannarlega skrautleg- ur. Pilsið er heimaofið, grunn- litur svartur, og rauöar rendur sem mikið ber á. Svuntan blá með marglitum röndum. Treyj- an er prjónuð úr dökkbláu ullar- garni og þæfð vandlega. Herða- klútur hvitur, skreyttur áþrykktum blómamyndum. Húfan úr silki, rauðar slaufur. Myndin af þremur Færeying- um i þjóðbúningi er tekin úr Dimmalætting 12. febrúar i ár. Skýringar við myndina standa neðan við myndina á færeysku. I Dimmalættingi erbirtmikið af gömlum færeyskum myndum. Myndin af „háskólahverfinu” i Þórshöfn er birt I Morsö folke- blad 25. júli I fyrra. Fremst sést „Háskólahverfiö” I Þórshöfn i Færeyjum Hringdans i Færeyjum landsbókasafnið, hlaðið úr basalti og bakvið það bátasafn- ið. Efst til hægri sést Fróðskaparsetrið, reist i tveim- ur lengjum i gömlum færeysk- um stil. Fróðskaparfélag Færeyja var stofnað 1952 til eflingar fær- eyskra fræöa og vlsinda, eink- um með útgáfu visindarita, og hefur fráupphafi gefið út árlega Fróðskaparrit, þar sem birtast visindaritgerðir á færeysku, með efnisútdrætti á ensku. Fróðskaparsetrið er visindaleg rannsókna- og kennslustofnun. 20. sept. 1946 tók ég I Þórshöfn mynd, sem hér fylgir af göml- um bæjarhluta. Gömlu timbur- húsin, sum meö torfþaki, en önnur meö bárujárni eða pappa, standa óreglulega við mjóar götur, brattar sumar hverjar. Klettaborgirnar minna talsvert á Stykkishólm. Kindur voru þarna á beit. Nr. 195. Dronffurin i miftjum «r Hans Marius l)eb«« úr Gjbgv. Aftanf.vri hann til hogro atendur Olevina t Tuvuni, nieSan myndaaigarin Frida Abaalonsen íkki miuniBt, hv«r gentan til vinatru «r. Hon ivaat tó i, um hon mundi varda úr Gjúgv. Myndin er tikin alutt eftir 1900. Myndaaendarin nrminniat nakað um. at mamma hennara tosaOi um, at genlurnar báftar hevdu vartað upp fyri knngi. Færeyskt fólk um aldamótin. t Þórshöfn I Færeyjum (1946)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.