Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 7
Þriftjudagur 25. maf 1976. TÍMINN 7 Flugfélag íslands og Almanna- varnir ríkisiiis. Flugmaðurinn tilkynnti um slysið kl. 15.09 og kl. 16.05 voru allir farnir áf. flugvellinum, en kl. 16.15 eða 16.20 var æfingunni lokið. Að sögn Guðjóns Petersens kom fram gagnrýni á það, að lögreglumenn hefðu komið seint á staðinn. Sú gagnrýni er á mis- skilningi byggð, þvi hlutverk lögreglu. i slíku tilfelli er mjög viðtækt. Lögðu lögreglumenn- irnir á það áherzlu að loka hlið- unum inn á flugvöllinn áður en þeir fóru á sjálfan slysstaðinn. Þeir slösuðu voru fluttir á sjúkrahúsin þrjú i Reykjavik og þeir, sem taldir voru látnir i lik- hús. A sjúkrahúsunum voru meiðslin metin og læknar gáfu skýrslu um hve langan tima það tæki að ganga frá hverjum og einum með samskonar meiðsl Slökkviliftsmaftur bindur um höfuftmeiðsl. Læknir greinir ástand sjúklings. Fyrir aftan hann er maftur úr Flugbjörgunarsveitinni. og „leikararnir” höfðu. 1 slys- um sem þessum, er megin- áherzla lögð á að veita sjúkling- um strax þá læknishjálp sem þarf til að þeir lifi. Ef um marga slasaða er að ræða eru sumir, sem það geta, látnir biða með aðhlynningu svo sem þeir, sem hlotið hafa ýmiss konar bein- brot. — Við verðum að muna það að þetta tæki ekki svona stuttan tima, ef slys yrði i raun og veru sagði Guðjón Petersen. Viö höfðum ekki eldinn að fást við og eins gæti flugvélin hafa tvistrazt og erfiðleikar verið á að ná farþegum úr flakinu. Tiu flugvélar urðu að biða lendingar, vegna þess að Reykjavikurflugvöllur var lokaður meðan æfingin stóð. Vestmannaeyjavél beið lengst en hún kom að til lendingar þegar æfingin var að hefjast. Heyrzt hefur að farþegar i henni hafi verið felmtri slegnir. Guðjón Petersen lét þess getið, að þótt völlurinn hafi verið lokaður meðan æfingin stóð, hafi veriö gert ráð fyrir þvi, að flugvél yrði leyft að lenda ef ein- hverjir erfiðleikar steðjuðu að um borð. Æfing sem þessi tekur þvi einnig til flugradióviðskipta og flugumferðarstjórnarvanda- mála. Eins hefur heyrzt, að fólk I húsunum i grennd viö flugvöll- inn hafi orðið hrætt við allan gauraganginn. Guðjón Petersen benti á, að um svipað leyti og æfingin hófst hafi verið lesin til- kynning i útvarp um hvað væri á seyði og að engin hætta væri á ferðum. En þaö hlusta aldrei allir á útvarp. — Aðgerðireins og þessi taka helmingi styttri tima hér en i flestum öðrum löndum, sagði Guðjón Petersen, það eigum við styttri vegalengdum og minni umferðarvandamálum að þakka. Nú eiga þeir, sem að æfing- unni stóðu eftir að halda fund og komast að niðurstöðu um árangur, en tillit verður tekið til álits þeirra um aðgerðir i slik- um neyðartilfellum. Hugaft að einni úr vélinni. Sendiferftabilar voru notaftir vift sjúkraflutningana auk sjúkrabila. Almannavarnamenn skráftu allt, sem fram fór i smáatriöum, einn þeirra er að lita eftir hvcrnig þeim slasafta er fyrirkomið á börun- um. Slasaftir farþegarnir voru lagftir á teppi utan flugbrautar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.