Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. mai 1976. TÍMINN 5 1 llllll 1 llllllll n iíj a Öfgunum hafnað Fróölegt hefur verið að fylgjast með skrifum Þjtíðvilj- ans vegna ummæla Einars Agústssonar utanrikisráö- herra á ráöherrafundi At- iantshafsbandalagsins i Osló. M.a. er þvi haldið frami leiö- ara blaðsins s.l. laugardag, að Einar Agústsson hafi sagt við biaðamenn, ,,að eitt megin- verkefni fslenzkra stjórnvalda væri að halda islandi i NATÓ”. Hér er um að ræða eina af þessum grófu föisunum, sem svo mjög einkenna málflutn- ing Þjóöviijans. A blaða- mannafundinum i Osltí aðvar- aði utanrikisráðherra þvert á móti bandalagsþjóðir okkar, og benti á, að þeirri skoðun ykist fylgi á islandi, að island segöi sig úr bandalaginu, ef hernaðarofbeldi Breta innan 200 milna fiskveiðilögsögunn- ar linnti ekki. Þessa skoöun sina sagði hann umbúðalausi, ogkom þetta greinilega fram I fréttatima Sjónvarpsins s.l. sunnudagskvöld, þegar sýnt var frá biaðamannafundinum I Osló. Einar Agústsson utanrfkisráð- herra. 1 Osló sagði Einar Agústs- son ennfremur, að islendingar kysu sér enga varnaraðila aðra en Bandarikjamenn, og má hafa mjög frjótt imyndun- arafl tii að misskilja þessi orð ráðherrans, sem einfaldlega þýða það, aö ef um einhverjar varnarstöðvar verður áfram að ræða á islandi, þá kysu is- lendingar, að þaö væru Bandarikjamenn sem önnuð- ust þær. Fari hins vegar svo.að varnarstöðinni á KeOavikur- fiugvelli verði lokað, kemur ekki tilgreina, aðneinar aðrar þjóðir taki að sér hlutverk Bandarikjamanna þar. Ekki cr laust við, að Mbl. hafi einnig mistúlkað þessi ummæli utanrikisráðherra, enda oft skammt á milli öfg- anna. En I þessum efnum túlk- aði Einar Agústsson einarö- lega vilja meirihluta islenzku þjtíðarinnar, sem vill gjarnan halda góðri samvinnu við þjtíðir Atlantshafsbandalags- ins, en kaupir hana ekki hvaða verði sem er. A tfmum sem þessum er nauðsynlegt að sýna fulla festu, en um ieið að foröast öfgaöfiin. Einari Agústssyni ttíkst tvimælalaust aö sýna þá festu, sem nauö- synleg er, á ráðherrafundin- um I Osló, og ætti bandamönn- um okkar I Atlantshafsbanda- laginu að vera ljtíst nú frekar en áður, hvað er i húfi, takist þeim ekki að beita auknum þrýstingi á Breta f fiskveiði- deilunni. —a.þ. Fyrstu stúdentarnir frá Menntaskólanum í Kópavogi Fyrstu stúdentarnir útskrifuð- ust frá Menntaskólanum i Kópa- vogi 22. mai s.l. 53 að tölu, 31 pilt- ur og 22 stúlkur. Fór skólaslitaat- höfnin fram i Kópavogskirkju. Fjölmenni var við athöfnina m.a. menntamálaráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson og frú. Skólameistari, Ingólfur A. Þor- kelsson, flutti skólaslitaræðuna, afhenti stúdentum skirteini sin og verðlaun fyrir ágætan árangur i einstökum greinum. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Kristin Hallgrimsdóttir 4 M, máladeild 8,4. Hæstu einkunnir, sem gefnar voru i skólanum, hlutu Aslaug Guðmundsdóttir 2 X 9,2, Helga Þorvaldsdóttir 2 X 9,2, Sigurður E. Hjaltason 2 Y 9,0. Skólakórinn söng undir stjórn Sigriðar Ellu Magnúsdóttur, óperusöngkonu. Einn stúdenta, Árni Harðarson, lék einleik á slaghörpu. Menntamálaráðherra flutti ávarp og afhenti skóla- meistara bréf varðandi lóð undir nýja byggingu fyrir starfsemi skólans. Auk hans töluðu Jóhann H. Jónsson, forseti bæjarstjórnar og Richard Björgvinsson, vara- form. skólanefndar. t tilefni dagsins afhenti hann stúdentum gjöf frá skólanefnd, málmmerki, er á var letrað stúd- ent 1976. Ingólfur Gislason flutti ávarp fyrir hönd stúdenta og árn- aði skólanum heilla i framtiðinni. Þá ávarpaði skólameistari stúd- enta, óskaði þeim velfarnaðar og sleit siðan skólanum. Að loknum skólaslitum bauð skólameistari stúdentum, gestum og kennurum til kaffidrykkju. 185 STUDENTAR BRAUT- SKRÁÐIR FRÁ M.R. Menntaskólanum í Reykjavik var sagt upp laugardaginn 22. mai og brautskráðust þá 185 stúdentar frá skólanum. Skóla- slitaathöfnin fór fram i Háskólabiói, svo sem verið hefur s.l. 12 ár og var húsið þéttsetið, enda afmælisstúdentar margir Undir próf upp úr þremur neðri bekkjum skólans gengu 540 nem- endur og stóðust 62% þeirra próf athugasemdalaust, en um 30% þurftu að endurtaka próf i ein- stökum greinum. Um 8% féllu. Hæstu einkunn á ársprófi hlaut Agúst Lúðviksson i 4. bekk, ágætiseinkunn 9.50, og var það jafnframt hæsta einkunn yfir all- an skólann. Næst hæstu einkunn i skólanum hlaut bekkjarbróðir Agústs, Skúli Sigurðsson, árg. eink. 9.33. Undir stúdentspróf gengu 186, 183 innanskóla og 3 utanskóla. Einn utanskólamanna gat ekki lokið prófi vegna veik- inda. Þvi brautskráðust frá skólanum 185 stúdentar, 64 úr máladeildum, 36 úr eðlisfræði- deild og 85 úr náttúrufræðideild. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Ragnheiður Bragadóttir úr fornmáladeild, ág. eink. 9.18, en næst hæsta einkunn hlaut Gunnar Baldvinsson úr eðlisfræðideild, I. eink. 8.90. Við skólaslit voru við- staddir margir afmælisstúdentar og færðu þeir skólanum rausnar- legar gjafir I Sögusjóð. Ræður fluttu frú Anna Bjarnadóttir, 60 ára stúdent, séra Óskar J. Þor- láksson, 50 ára stúdent, og loks flutti 25 ára stúdent, dr. Björn Sigurbjörnsson, ræðu fyrir hönd allra annarra gefenda. Guðni Guðmundsson rektor þakkaði af- mælisstúdentum hlýhug þeirra og ræktarsemi i garð sins gamla skóla. Síðustu skólaslit Mennta- skólans við Tjörnina Menntaskólanum við Tjörnina var slitið i sjöunda sinn föstudag- inn 21. mai 1976. Rektor skólans, Björn Bjarnason, flutti skóla- slitaræðu við brautskráningu i Háskólabiói. Þar kom m.a. fram, að i vetur stunduðu 814 nemendur nám við skólann, en vorpróf þreyttu 790. I 1. bekk luku 219 nemendur prófi, i 2. bekk 218 nemendur en i þriðja bekk 194. Heildarniðurstöður millibekkja- prófa urðu þær, að 69% nemenda stóöust allar prófkröfur, 21% eiga kost á endurtekt til að standast próf, en 10% hafa ekki náð lág- marks fullnaðareinkunn. 162 hófu stúdentspróf, 160 luku þvi og stóðust.þar af 4 utanskóla. A málakjörsviði brautskráðust 58 stúdentar, 3 á félagssviði og 3 á tónlistarkjörsviði. A náttúru- fræðisviði brautskráðust 56 stúdentar og á eðlisfræðisviði 40 stúdentar. Hæstu einkunn á málakjörsviði, hlaut Guðrún Sigriður Birgisdótt- ir 8.7. A náttúrufræðikjörsviði hlaut Páll Helgi Hannesson hæstu einkunn 7.7. Á eðlisfræðikjörsviði hlaut Friðrik Már Baldursson hæstu einkunn 8.9, sem jafnframt var hæsta einkunn á stúdentsprófi að þessu sinni. Rektor gat þess i skólaslita- ræðu, að þetta væru siðustu skólaslit frá Menntaskólanum við Tjörnina, þvi i háust mun allt skólastarf flytjast i skólahúsnæð- ið við Gnoðarvog en þar var s.l. vetur 1. og 2. bekk kennt. Þriðji og fjórði bekkur var aftur á móti til húsa við Tjörnina, en það húsnæði mun nú verða tekið til annarra nota. Skodsborgarstóllinn Hdtt sæti. Hdir armar, höfuðpúði og íhvolft bak fyrir góða hvíld. Ný stóltegund hönnuð fyrir þá, sem erfitt eiga með aðrisa upp úr djúpu sæti, þurfa góðan stuðning og þægilega hvíldarstellingu. Stóllinn er framleiddur fyrir áeggjan forstöðumanna elli- og endurhæfingarstofnana hér á landi. Nafnið gáfum við honum án nokkurrar hugmvndar um hvort svo góður stóll sé til á þvi fræga hvildarsetri. 'Wkjörgarði SÍMII 16975 SMIDJUVEGl 6 SIMI44544 Opið til kl. 22 föstudag og laugardag. UTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i lagningu dreifikerfis i Keflavik 1. áfanga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10 A, Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9, Reykjavik gegn 10.000 kr skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja miðvikudaginn 9. júni kl. 14.00. A Kópavogur Félagsmálastofnun Kópavogs óskar að ráða fólk til starfa við sumarbúðirnar i Kópaseli. A. Forstöðumann. B. Starfsfólk við barnagæzlu og i eldhús. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmálastofnuninni, Áifhólsvegi 32 og þar eru veittar nánari upplýsingar i sima 4-15-70. Umsóknarfrestur rennur út 31. mai n.k. Fyrirhuguð eru 4 námskeið i sumar á timabilinu 21. júni til 31. júli og stendur hvert námskeið 10 daga. Daggjöld kr. 900.00. Systkinaafsláttur veittur. Félagsmálastofnun Kópavogs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.